Morgunblaðið - 21.12.1967, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1967
Fjádagafrumvarpij) afgr. sem lög
- margar breytingartillögur voru
gerðar við frumvarpið
Alþingi kýs í ijórnr nefndir
NÍUTÍU og þrisvar sinnum fór
fram atkvæðagreiðsla á Alþingi
í gær, er fjárlagafrumvarpið fyr
ir árið 1968 var endanlega af-
greitt sem lög. Umr. um frum-
varpið lauk aðfaranótt miðviku-
dagsins og mæltu þá þingmenn
fyrir þeim fjölmörgu breyting-
artillögum er þeir fluttu við
frumvarpið.
,Við atkvœðagreiðslu í gær voru
allar toreytingartillögur meiri-
hluta fjárveitmganefndar sam-
þykktar, i mörgum tilfellum
með aitfcvæðum stjórnarþing-
manna og hluta af þingmönnum
stjórnarandstæðinga. Tillögur
minni hlutans voru felldar, en
gengið var til móts við nokkrar
tillögur er þeir höfðu flutt við
2. umræðU málsins.
Þá voru og nokkrar breyting-
artillögur dregnar til baka, með
al þeirra framkomin tillaga um
fjárveitingu til kaupa á bóka-
safni Roga heitins Ólafssonar.
Er lokið var atkvæðagreiðslu
um breytingartillögurnar var
ffrumvarpið í heild borið upp, og
það samþykkt með 31 samlhljóða
atkvæði.
í*eir sem tóku þátt í 3. um-
ræðu fjárlaga voru auk fjármála
ráðherra Magnúsar Jónssonar og
íorm. fjárveitinganefndar Jóns
Árnasonar, þeir Halldór E. Sig-
urðsson, Geir Gunnarsson, Ágúst
Þorvaldsson, Ingvar Gislason,
Gils Guðmundsson. Skúli Guð-
mundsson, Gísli Guðmundsson,
Rússland undir hamri og sigð.
240 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri 1967.
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur gefið út fallega bók rnn
Sovétríkin. Rússland undir hamri
og sigð heitir hún; vegleg að út-
liti; bundin í rautt eins og vera
ber.
Bók þessi, sem þýdd er úr
þýzku, er bæði alþýðlegt fræði-
rit um Sovétríkin og myndabók
til fró'ðleiks og dægradvalar.
Fremst er inngangur, skrifaður
Stefán Valgeirsson, Karl Guð-
jónsson, Ásgeir Bjarnason, Lúð-
vík Jósefsson, Magnús Kjartans
son, Eysteinn Jónsson, Sigurvin
Einarsson, Bjarni Guðbjörnsson,
Einar Ágústsson, Gunnar Gísla-
son. Vilhjálmur Hjáimarsson,
Pétur Sigurðsson, Pétur Bene-
diktsson og Jónas Pétursson.
í þægilegum blaðamannastíl. Þar
er drepið á sögu Sovétþjóðanna
frá byltingu til þessa dags, sagt
frá daglegu lífi í landinu og
fleira. Hermann Pörzgen heitir
höfundur inngangsins, og má
segja, að hann þekki bæði for-
hliðina og bakhliðina á Rúss-
landi samkvæmt því, sem segir í
kápuauglýsingu, en þar eru með-
al annars rakin eftirtalin ævi-
atriði hans:
„Árið 1935 kom hann fyrst til
Sovétríkjanna; frá 1937—1941
var hann búsettur í Moskvu. Eft-
Á FUNDI Sameinaðs-Alþingis í
gær var kosið í síldarútvegs-
nefnd, stjórn atvinnuleysistrygg
ingasjóðs, áfengisvarnarráð og
rannsóknarráð.
I síldarútvegsnefnd voru kjörn
ir sem aðalmenn til 3ja ára þeir
Jón Þórðarson og Erlendur Þor-
steinsson af A-lista og Jón Skafta
son af B-lista.
Varamenn voru kjörnir: Af
A-lista Guðfinnur Einarsson út-
gerðarmaður og Birgir Finnsson
og af B-lista Eysteinn Jónsson.
í stjórn aitvinnuleysistrygginga
sjóðs voru kjörnir sem aðalmenn,
Af A-lista Pétur Sigurðsson og
Óskar Hallgrímsson og af B-lista
Hjálmar Vilhjálmsson og Björn
ir innrás Hitlers í Sovétríkin sat
Pörzgen um hríð í fangelsi, en
var þó bráðlega sleppt, til Tyrk-
lands, í skiptum fyrir sovézka
borgara. Á árunum 1942—1944
bjó hann í Marrokkó, en lenti
síðan í hringiðu stríðsins; var
handtekinn af Rússum í Búlg-
aríu. Hann sat nú í haldi í Sov-
étríkjunum um langa hríð og
kom loks aftur til Þýzkalands
1955 . . . en 1956 sneri hann aft-
ur til Sovétríkjanna — a'ð þessu
sinni af fúsum vilja sem fastur
fréttaritari blaðs síns og settist
að í Moskvu".
Þannig hljóðar þessi ævisaga
Hermanns Pörzgen. Nokkuð ó-
venjuleg kann hún að virðast,
að ekki sé meira sagt. En inn-
gangur Pörzgens er ekki ritsmíð
ævintýramanns, heldur hlutlæg
frásögn blaðamanns, sem veit,
hvað hann er að segja.
Aftan við innganginn taka við
fáeinar skrár og registur; þurr-
ar tölur um stærð borga, fólks-
fjölgun og svo framvegis; allt
samþjappaður fróðleikur, sem
lítið fer fyrir.
Þá eru þáð myndirnar. Þær
fylla meginhluta ritsins. Undir
myndunum eru prentaðir langir
skýringartextar. Þeir eru skil-
merkilegir og greinagóðir; sums
staðar ef til vill fulllangir. Þarna
eru myndir af flestum sviðum
þjóðlífs og menningar. Sem heild
gefa myndirnar eflaust glögga
og rétta hugmynd um lífið í land
inu.
Bókin sýnist líka vera hlutlaus,
enda þó textahöfundarnir á-
stundi samúð með viðfangsefni
sínu. Öðru vísi væri ekki heldur
hægt að setja saman bók af þessu
tagi.
Myndunum er að nokkru leyti
skipað í tímaröð. Fremstar eru
því myndir frá árunum kringum
byltinguna. Þar er t.d. mynd af
Nikulási II., fyrrverandi keisara,
þar sem hann mokar snjó, fangi
bolsévíka. Lenín er þarna á mörg
um myndum, eins og gefur að
skilja; og mikið ber á her-
mennsku og átökum. Síðar kem-
ur Stalín fram á sjónarsviðið, þá
Krúsjof eins og kjörin fyrirsæta
ljósmyndara vegna breytilegra,
óþvingaðra svipbrigða; loks nú-
verandi valdamenn, stífir og sett-
legir.
Jónsson. Varamenn voru kjörnir:
Af A-lista: Matthías Á. Mathisen
og Magnús Ástmarsson og af B-
lista Pétur Kristjónsson og Bene-
dikt Davíðsson.
1 Áfengisvarnarráð voru kjöm-
ir sem aðalmenn: Af A-lista
Kjartan J. Jóhannsson og Ólafur
Þ. Kristjánsson og af B-lista Guð
laug Narfadóttir og Einar Hann-
esson. Varamenn: Af A-lista Páll
V. Daníelsson og Jóhanna' Egils-
dóttir. Af B-lista: Gunnar Árna-
son skrifstofustjóri og Sigurður
Guðgeirsson.
I Rannsóknarráð voru kjörnir
sem aðalmenn: Af A-lista: Jónas
Fétursson. Sveinn Guðmundsson,
Matthías Bjarnason og Benedikt
Gröndal. Af B-lista Ásgeir
Bjarnason og Jón Skaftason og
af C-lista Gils Guðmundsson.
Varamenn: Af A-lista Bjartmar
Guðmundsson, Jónas G. Rafnar,
Sverrir Júlíusson og Sigurður
Ingimundarson. Af B-lista Ingv
ar Gíslason og Einar Ágústsson
og af C-lista Karl Guðjónsson.
FUNDUM Alþingis fyrir jólahlé
lauk í gær. Á fun.ii Sameinaðs
Alþingis flutti forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson, þingsálykt
unartillögu um frestun Alþingis
og var tillagan samþykkt með
samhljóða atfcvæðum.
Er fundi Sameinaðs-þings lauk
í gær, flutti forseti þingsins, Birg
ir Finnsson, þakkir sínar til þing
manna og starfsfólks Alþingis,
jafnframt því, að hann árnaði
gleðilegra jóla og nýjárs. Ey-
steinn Jónsson þakfcaði forseta
fcveðjur til þingmanna og árnaði
honum og fjölskyMu hans gleði
legra jóla og nýjárs. Tóku þing-
menn undir þær óskir með þvi
að rísa úr sætum.
Síðan las forsætisráðherra,
Bjarni Benediktsson. upp for-
setabréf um frestun Alþingis og
árnaði þá þingmönnum og lands
lýð öllum gleðilegra jóla og nýj-
árs.
1 síðari hluta bókarinnar fer
meira fyrir myndum af vettvangi
lista og vísinda. Þar eru ballet-
dansarar og tónlistarmenn, sen-
ur úr kvikmyndum og fleira þess
háttar, að ógleymdum skáldun-
um. Þar er Maxim Gorki sýndur
í hópi bændarithöfunda. Gegnt
honum á síðu er svo ljóðskáldið
Jevtúsjenko, þar sem hann þrum
ar ljóð sín yfir áheyrendiun á
upplestrarkvöldi ungra ljóð-
skálda. Stórmerkileg mynd. Á-
heyrendurnir sjást ekki. En af
svipbrigðum skáldsins einum
saman að dæma verður ekki ann-
að séð en hlýtt sé á lesturinn.
Ljóðið virðist enn gegna hlut-
verki í Sovétríkjunum. Og „lestr
aráhugi Rússa er furðulegur",
segir í myndatexta. „Þeir lesa
ekki aðeins í frístundum sínum,
heldur nota þeir sérhvert tæki-
færi, sem gefst, til að lesa. I jarð
lestum, leigubílum, matsölum á
meðan vinnuhlé stendur yfir má
sjá margan manninn með bók í
hendi“.
Þess skal að lokum geta, að
Rússland undir hamri og sigð
er eins konar áfmælisrit, þar eð
Sovétríkin urðu fimmtug á síðast
liðnu hausti, svo sem flestum er
vafalaust í fersku minni.
Erlendur Jónsson
skriíar um
BÓKMENNTIR
BUNDIN í RAUTT
Allur skíðaútbúnaður fœst hjá okkur
Fallegt úrval af skíða- og sportpeysum
Eina sérverzlunin með skíðaútbúnað
Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar
Óðinsgötu 1. — Sími 38344..