Morgunblaðið - 21.12.1967, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1967
Sveinn Helgason stór
kaupmaður -- Minning
ÞílGAR staðið er yfir m'oldum
góðis vinar og hann kvaddur
hinztu kveðju verður manni
tregt tungu að hræra. En ekki
skal Sveinn Helgason, sá mikli
drengskaparmaður, svo kvaddur,
að ekki sé hans minnst nokkrum
orðum.
Sveinn Helgason lézt í Landa-
kotsspítala aðfaranótt 16. þ.m,
eftir langt og erfitt sjúkdóms-
strið, sem hann háði með miklu
æðruleysi og hugarró, sem hon-
um var gefin í svo ríkum mæli.
Hann fæddist 30. nóvember 1908
og var því aðeins rúmlega 59 |
t
Dóttir mín
Anna Guðmundsdóttir
Fögrukinn 4, Hafnarfirði,
lézt í Landakotsspítala 19.
þ. m.
Guðmundur Filippusson.
t
Bróðir okkar
Guðmundur Einarsson
frá Staðarbakka,
lézt 19. desember s.l. í sjúkra-
húsi Akraness.
Sólveig Jóhannsdóttir.
Halldór Jóhannsson,
t
Móðir okkar, tengdamóðir
og amma
Sigríður Olga
Kristjánsdóttir
andaðist 18. desember.
Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju 22. desember
kl. 13,30.
Kristín Zoega,
Geir Agnar Zoega,
Þórdís Kalman,
Björn Kalman,
Ragnhildur Ingibergsdóttir,
Björn Gestsson,
Helga Ingibergsdóttir,
Snorri G. Guðmundsson,
Asgeir Ingibergsson,
Janet Ingibergsson,
Gunnar Ingibergsson,
Eva Ingibergsson,
barnabörn.
t
Knud Jörgensen
Austurstræti 3,
lézt 13. þ. m. Útförin hefir
farið fram.
Aðstandendur.
t 'V
Útför sonar okkar, unnusta
og bróður
Brynjólfs Gautasonar
Ásvallagötu 64,
fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 22. des. kL 1,30
e.h.
Elín Guðjónsdóttir,
Gauti Hannesson,
Margrét Þorsteinsdóttir,
Nina Gautadóttir,
Skúli Gautason.
ára, er hann lézt. Hann hverfur
þvi af sjónarsviðinu langit um
aldur fram og er að slíkum
manni mikil eftirsjá, því alstað-
ar vildi hann láta gott af sér
leiða, hvar sem hann lagði hönd
á plóginn, og það gerði hann all-
víða.
Foreldrar Sveins voru Helgi
Sveinsson fyrrum bankastjóri á
ísafirði og síðar fasteignasali í
Reykjavík og kona hans Krist-
jana Jónsdóttir. Helgi faðir
Sveins var orðlagðuT dugnaðar-
maður og áhugamaður að
hverju sem hann gekk og tók
mikinn þátt í ýmS'U félagsstarfi,
en fyrs.t og fremst mun Góð-
templarareglan hafa notið góðs
af félagshyggju hans og var
hann þar um fjölda ára meðal
fremstu manna og einn af æðstu
embættismönnum Góðtemplara-
reglunnar langa tíð.
Sveinn Skúlason faðir Helga
var prestur á Staðartoakka í Mið-
firði og Kirkjuibæ í Hróars-
tungu. Hann var einnig þing-
maður Norður-iÞingeyinga og
ritstjóri Norðra á Akureyri. Jón
móðurafi Sveins Helgasonar var
hinni kunni bændahöfðingi og
þingmaður Þingeyinga, Jón Sig-
t
Eiginkona mín, móðir og
tengdamó'ðir
Sigríður Blöndal,
Miklubraut 52,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 22.
desember kl. 10.30 árdegis.
Lárus Þ. Blöndal,
Bjöm Blöndal,
Ragnheiður og Gísii Blöndal.
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
útför
Sigríðar Þorsteinsdóttur
Hrafnkelsstöðum
Hraunhreppi.
Aðstandendur.
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð við andlát og jarðar-
för
Maríu Ólafsdóttur
Ríkarður Jónsson, böra,
tengdabörn og barnaböm.
t
Innilega þökkum við auð-
sýnda samúð vegna fráfalls
og jarðarfarar
Elínar Jónsdóttur
Lokastíg 9.
Við minnumst með þakk-
læti þess f ólks, sem sýndi
henni umhyggju í Borgar-
spítalanum.
Adolf Kr. Ársæll Jóhannsson,
Elín Adolfsdóttir,
Jóhann Adolfsson,
María Þorláksdóttir,
Jóhann Adoifsson,
Alda Jónsdóttir,
Gunnar Þ. Adolfsson,
Arndís Jóhannsdóttir.
urðsson á Gautlönduim, þjóð-
kunnur maður fyrir margháttuð
störf sín og mikla mannkosti.
Kona Jóns á Gautlöndum Sól-
veig Jónsdótir, var af Reykja-
hlíðarætt og var þvi Sveinr.
Helgason af hinni fjölmennu og
þekktu Reykjahlíðaætt kominn.
Meðal afkomenda Jóns á Gaut-
löndum og af Reykjahlíðaxætt
er mikill fjöldi velgefinna og
merkra manna, sem hafa á ýms-
um sviðum þjóðlífsins verið í
frenastu röð og í æðstu virðing-
arstöðum þjóðarinnar. Að Sveini
stóðu því merkar ættir, sem
hann erfði frá mikla mannikosti.
Sveinn var fæddur á ísafirði,
þar sem faðir hans var banda-
stjóri, eins og áður segir. Þar
ólsrt; hann upp í hópi 8 systkina
t'il 13 ára aldurs, er fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur. Móðir
Sveins dó, er hann leit dagsins
Ijós fyrsta sinni og naut hann því
aldrei móður sinnar. En önnur
kona tók hennar sess á hinu
barnmarga heimili og var það
Margrét, systir Helga föður
Sveins, sem fluttisit heim til ís-
lands frá Ameriku til þess að
annast heimili bróður síns og
ganga börnum hans í móðurstað.
Sveinn unni þessari föðursystur
sinni sem móður, enda naut
hann móðurlegrar umhyggju
hennar í ríkuim mæli, meðan
henni entist aldur. Heimilið á
ísafirði mun ætíð hafa verið
mjög fjölmennt, því húsráðand-
inn hafði mikil umwif, meðal
annars búskap og hafði því all-
margt af vinnufólki í heimili.
Sveinn átiti ljúfar og góðar end-
t
Þakka auðsýnda samúð við
andlát og útför móður minnar
Maríu Magnúsdóttur
Galtarholti.
Sigurður Marisson.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
Jónatans Clausen
Guð blessi ykkur öll.
Oddrún Sigurðardóttir,
Vilhjálmur Magnússon
og synir.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför sonar okkar
og bróður.
Sérstakar þakkir færum
við öllum læknum og hjúkr-
unarliði.
Bergur Ólafsson,
Svanhildur Sigurðardóttir,
og böra.
urminningar frá bernsku- og
æskuárum sínum á ísafirði og
bar hann mikla tryggð til æsku-
stöð'vanna.
Fyrir Sveini átti að liggja, er
út í lífið kom, að helga verzlun-
arstörfum krafta sírua. Að loknu
gagnfræðaprófi hóf hann fljótt
störf við heildverzlun og sem
sölumaður vann hann fjölda-
mörg ár við hina umsvifamiklu
heildVerzlun Jóhanns Ólafsson-
ar & Co. Jóhanm sá fljótt hvern
mann hann hafði fengið í sína
þjónustu og að SVeinn vann
heilshugar að hag fyrirækis
hans. Jóhann bar því til hans
mikið traust og því trausti brást
Sveinn heldur ekkL Var með
þeim góð vináttu meðan báðir
lifðu. Eftir að Sveinn stofnaði
sina eigin heildverzlun, 1942,
kom það fljótit í Ijós, að hann
ávann hér einnig trauist við-
skiptavina sinna, því það fór
ekki fram hjá þeim hve heiðar-
legur hann var í viðskiprtum.
Starfið var Sveini ekki nægj-
anlegt. Hann hafði mi'kla þörf
og löngun til að leggja lið
ýmsum hugðarefnum sínum.
Hann fetaði í fótspor föður síns
ungur að áruim og gekk í Góð-
templararegluna. í henni var
hann alla tíð og var því bind-
indismaður ævilangt. Sveinn tók
þátt í starfi Góðtemplararegl-
unnar og hin siðari ár hefir
hann án efa lagt þeim félagsskap
mjög mikið lið og átti hann mik-
inm þártt í byggingu hinnar nýju
Bindindishallar. Auk þess vann
hann reglunni gagn á öðrum
sviðum, enda var hann gerður
heiðursfélagi hennar í þakkar-
skyni. Hamn var álkveðinn tals-
maður bindindis, en í því sem
öðru reyndi hann ekki að
þröngva skoðunum sínum
upp á neinn, en gat verið
óþreytandi í þvi að ræða
þetita málefni seim önnur, er
voru hans áhugamál, af still-
ingu og hógværð. í viðræðum lért
hann þó ógjarnan hlut sinn fyr-
ir þeim, sem hann taldi fara
með ósanngirni eða rangt mál.
En fáa menn hef ég þekkt, sem
minni löngun höfðu en Sveinn
til að eiga í illdeilum við aðra,
og að troða illsakir við nokkurn
mann var fjarri honuim.
Sveinn tók þátt í mörgu öðru
félagsstarfi urn dagana og hvergi
þurfti hann að trana sér, til þess
að bonum væri sýnt traust og
trúnaður. Lyndiseinkunn hans, i
réttsýni og sanngirni auk góðrar
greindar urðu til þess að srtéttar-
bræður hans og aðrir kusu hann
til trúnaðarstarfa í sínum hópi.
Hann var í mörg ár varamaður í
srtjórn Verzluniarráðs íslands og
sömuleiðis í fjölmörg ár í srtjórn
Félags ísL stórkaupmanna og
varaformaður þess í nókkur ár.
Hann sart í sjó- og verzlunar-
dómi um áraibil og varamaður
var hann kosinn í borgarstjórn
Reykjavíkur árið 1962 fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og var það
er hann lézt. í stjórn Varðar var
hann um skeið og m.a. varafor-
maður hans.
Þessi upptalning nægir til að
sýna, að Sveini var rtreyst af
stéttarbræðrum sínum, flokks-
bræðrum og öðrum, sem hann
var í félagsskap með. Hann naut
trausts samferðarmanna sinna,
af því að hann var þess veTður.
Hann var trausfcur maðuir í hví-
vetna, ekki eitt í dag og annað
á morgun. Hann var hrein-
skiftinn og góður vinur vina
sinna, en dulur og flíkaði lítt til-
finningum sínum. Hann var sér-
stakur skapstillingamaður, svo
að hvodki meðlæti eða mórtlæti
lét hann setja sig úr jafnvægi.
Ráð sitt hugsaði hann jafnan vel
og sjaldan lét hann vanhugsað
álit uppi á meirihárttar málum.
Hann var orðvar um menn og
málefni og ekki að jafnaði dóm-
harður.
Ég, sem þessar línur rirta,
kynn'tist Sveini fyrst fyrir um
það bil 30 árurn. Framan af
voru kynni okkar ekki náin, en
atvikin höguðu því svo, að í fé-
lagsstarfi innan Félags ísl. stór-
kaupmanna og Verzlunarráðs fs-
lands lágu leiðir okkar saman
og vorum við mjög nánir sam-
starfsmenn um langt áraibil í
þessu<%i félögum. Réttsýni oé
drenglundaðri mann en S^ein
get ég ekki hugsað mér, að öðr-
um ólöstuðum. Það var gofct að
ráfffæra sig við hann og það var
mi'kið öryggi í því í flélagisstarf-
inu að vita hann á sama málL
Það er hverri stétt sómi að því
að eiga innan sinna vébanda
mann á borð við Svein Helgason
og mikill sfcyrkur. Það er þvi
mikill mannskaði að Sveini, ekki
aðeins fyrir stétt hans, heldur
og fyrir þjóðina- alla.
Sveinn var \;væntuT Gyðu
Bergþórsdóttur, sem lifir mann
sinn og áttu þau einn son, Árna
Bergþór, sem nú hefir tekið við
stjórn á fyrirtækí föður síns.
Fyrir þau er missirhm þó að
sjálfsögðu mestur, því að Sveinn
var góður heimilisfaðir, sem
vakti ætíð yfir velferð þeirra
af mikilli umíhyggj'U og á heim-
ilinu ríkti einhugur og sam-
heldni fjölskyldunnar. í lang-
varandi veikindum sínum upp-
skar hann ríkulega laun fyrir
alla umhyggjuna, í einstakri
umönnun þeirra og fórnarlund
við hann.
Ég og fjölskylda mín vottum
þeim og öðrum ærttingjum
Sveins okkar innilegustu sam-
úð við fráfall hans. Honum
sjálfum færi ég að leiðarlokum
kæra þökk fyrir fölskvalausa
tryggð og vinártrtu við mig og
fjölskyldu mína. Minningin um
góðan dreng mun með vissu lifa
í hugum okkar allra vina hans
og annarra, sem einhver kynni
höfðu af honum.
Páll Þorgeirsson.
KVEÐ.TA FRÁ ST. FREYJU.
Árið 1927 stofnaði Helgi Sveins-
son, fyrrv. bankastjóri, góð-
teplarastúkuna Freyju hér 1
borg. Helgi var ,þá nýlega flutt-
ur „suður“ frá ísafirði, þar sem
hann um árabil var einn af höf-
uðskörungum bindindisíhreyfing-
arinnar á Vegturlandi.
St Freyja varð brártt, undir
stjórn Helga, ein af dugmestu
stúkum höfuðborgariimar, og
félagar hennar í hópi hinna
starfsömustu innan reglunnar í
Reykjavík.
Sveinn, sonur Helga o,g yngst-
ur af börnum hans, hafði jafnan
fylgt föður sínum fast eftir í
bindindigbaráfctu hans og var
einn af stofnendum St. Freyju.
Lét hann þar brátt að sér kveða
og varð, er srtundir liðu, einn af
beztu starfsmönnum stúkunnar,
og eftir lát föður síns eiim af
höfuðskörungum hennar.
Djarfur og dugmikill stóð
Sveinn ókvikull undir merkinu
allt til aLdurtilastundar, en hann
andaðist eftÍT alllanga og
stranga sjúkdómslegu hinn 16.
desemtoer sl. og verður jarðsung-
inn í dag.
Freyju-félagar þakka Sveini
margþæitt áratuga störf fyrir
stúkuna og bindindismlálið í
heild. Þakka einurð hans og
einlægni við sameiginlegan mál-
stað. Mikill sjónarsviptir er við
brottför hans úr hópmim. En
endurminningin um góðan dreng,
vináfctu og órofa tryggð varir og
lýsir fram á við.
Það lætur að líkum, að mað-
ur með hæfileika Sveins og
starfsorku hefur ekki komizt hjá
því að takast á við fleiri félags-
leg vandamál, en þau sem St.
Freyja bauð upp á. Hann var
kjörinn í _ fram'kvæmdanefnd
Stórstúku íslands og i húsráð
Templarahallar Reykjavíkur. Á
báðum ,þessum stöðum var hann
þegar í fremsfcu röð starfa og
Framh. á bls. 31
öllum þeim sem veitt hafa
okkur margvíslega og ómet-
anlega aðstóð á erfiðu ári,
þökkum við af alhug. Óskum
ykkur gleðilegra jóla og
biðjum guð að blessa ykkur
á ókomnum árum.
Guðbjörg Finnbogadóttir,
Arni Hallgrímsson,
Minni-Mástungu
Gnúpver j ahreppi.