Morgunblaðið - 21.12.1967, Blaðsíða 32
BókNormanVinieiit Peale
. LIFÐU
LlFINU W
LIFANDI
á erindi til alira
iKgttttltfiifrifr
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1967.
ASKUR
Sudurlandsbraut 14 — Sími 38550
Þýzkur togari stórskemmir
nætur íslenzkra síldveiöiskipa
Neskaupstað, 20. desember.
ÞÝZKI skuttogarinn Carl Kampf
frá Bremerhaven sigldi í gær-
kvöldi með vörpu sína yfir nót
vélbátsins Barða frá Neskaup-
stað og stórskemmdi hana. Síð-
ar um nóttina lenti sami togari
í nótinni hjá Heimi frá Stöðvar-
firði og flæktist nótin þá í skrúfu
togarans og stórskemmdist við.
Togarinn er nú á leið til Fær-
eyja, en sjópróf vegna þessa
máls hafa staðið yfir í allan dag
hér í Neskaupstað og hafa báðir
islenzku skipstjórarnir mætt fyr-
ir réttinum svo og fleiri af áhöfn-
um bátanna.
Skipstjórinn á Barða, Hjörvar
Valdimarsson, sagði fréttamanni
Mbl. frá atburðinum á þessa leið:
Við vorurn að veiðum um 92
sjómilur SA af Norðfjar’ðarhorni
um klukkan 21:15 í gærkvöldi.
Veður var gott og skyggni ágætt,
og sáum við nokkra togara, sem
voru þarna að veiðum. Við köst-
uðum á ágæta lóðningu og vor-
um byrjaðir að snurpa nótina,
þegar þýzki togarinn Carl Kampf
sást og stefndi hann þá beint á
okkur.
Þar sem við höfðum uppi öll
þau ljós, sem lögboðin eru, datt
okkur ekki annað í hug en að
Bygging
*
Arnagarðs
gengur samkvœmt
áœtlun
ÁRNAGARÐUR, hús Handrita-
stofnunnar íslands, sem verið er
að reisa á Háskólalóðinni, milli
Háskólans og prófessorsbústað-
anna, verður fokhelt næsta sum
ar, að því er Einar Ólafur Sveins
son, forstöðumaður Handrita-
stofnunarinnar, tjáði blaðamönn
um í gær.
Byggingarframkvæmdir hafa
gengið samkvæmt áætlun. Hafa
þær meia að segja verið á und-
an áætlun til skamms tíma, en
munu hafa tafizt eitthvað í
frostum í vetur. Einar Ólafur
sagðist ekkert vilja fullyrða
um það, hvenær húsið yrði full
gert, en hann kvaðst búast við.
að það yrði að hálfu öðru eða
tveimur árum liðnum.
togarinn virti þær reglur, sem
þar um gilda, en til frekara ör-
yggis gáfum við honum ljós-
merki með kastaranum og hefði
hann því átt að skilja, að við
vorum þarna með veiðarfæri úti.
En allt kom fyrir ekki og
sigldi togarinn með vörpu sína
yfir nótina og klippti hana hrein
lega í þrjá hluta. Fór miðjan
svo til alveg úr nótinni. Sem
dæmi um það, hversu mikið
vantar nú í nótina, nefni ég,
að þegar við tókum hana upp
í dag komst hún fyrir á einum
vörubil, en áður þurfti tvo bíla
til að flytja hana.
Nótin er stórskemmd og við
komumst ekki út fyrr en eftir
hátíðar. Viðgerðin á nótinni er
líka dýr.
Seinna þessa sömu nótt, eða
um klukkan 02,30, ienti þessi
sami togari í nótina hjá Heimi
frá Stöðvarfirði og fór þá nót-
in í skrúfu togarans og skemmd-
ist mikið við það. Svo mikið af
Vandlifað í
sambýlinu
ÞAÐ er vandlifað í siambýli
nú til dags, eins og eftirfar-
andi saga sýnir:
Kona á annarri hœð í húsi
einu í Reykja.vik var að gera
hreint fyrir hátíðarnar. Tók
hún m.a. rúmteppi og stofu-
gluggatjöildin og lagði út á
svalahandrið til að viðra það.
En þegar hún seinna ætlaði
að hengja gluggatjöldin fyrir
aftur, kom í ljós, að þau höfðu
stytzt heldur betur við úti-
vistina og dugðu nú engan
veginn fyrir stofuglluggann.
Það var húsbóndinn á neðri
hæðinni, sem var valdur
þessa, en teppið og glugga-
tjöldin höfðu byrgit honum
sýn úr glugga hans og greip
hann þá til þess ráðs, að
klippa neðan af hvoru
tveggja, til að geta notið út-
sýnisims að fullu.
Rannsóknarlögreglan kom
á staðinn og reyndi að stilla
til friðar með samfoýiisfólk-
inu, en nú er máilið í rann-
sókn.
Síðustu ferðir út á
land fyrir jólin
EKKI munu verða fleiri skipa-
ferðir út á land nú fyrir jólin,
samkvæmt upplýsingum, er Mbl.
aflaði sér í gær.
Flugfélag íslands fer á hinn
foóginn tvær ferðir á aðfanga-
dag — aðra til Vestmannaeyja
en hina til Akureyrar. Síðustu
ferðir til Patreksfjarðar, fsa-
fjarðar, Egilsstaða og Sauðár-
króks verða á Þorláksmessu, en
síðustu ferðir til Hornafjarðar
og Húsavikur fyrir jóiin verða
á morgun.
Varðandi áætlanaferðir með
langferðafoifreiðum skail það
nefnt, að síðustu ferðir til Ak-
ureyrar eru á laugardag, svo og
í Dali, að Brunná, að Vík og
Klauistri, en til Hólma.víkur á
föstudag.
Á aðfangadag verður farið ti'l
Akraness kl. 9 árd., Borgarness
kl. 10, til Selfoss kl. 9 og 2, síð-
asita ferð til Keflavíkur verður
kl. 4, til Ódafsvíkur og Sands og
ennfremur Sitykkishóms kl. 8, og
að Laugarvatni kl. 1.
nótinni flæktist um skrúfu tog-
arans, að þegar síðast fréttist af
honum, hafði hann 'beðið annan
þýzkan togara að draga sig til
Færeyja, en þar ætlar hann að
láta skera úr skrúfunni.
Atburðir sem þessir eru stór-
vítaverðir, ekki hvað sízt, þeg-
ar veður er svo gott sem sl. nótt.
Svona framferði verður að
dæma hart og láta þýzka skip-
stjórann svara til saka, því ég
lýsi allri ábyrgð á hendur hon-
um. sagði Hjörvar að lokum.
— Ásgeir.
Jólin eru á næsta leiti. Náms-
menn hefja nú jólaleyfi og
búast til að halda heilög jól
sem aðrir landsmenn. I nepj-
unni fyrir sunnan Tjörn stend
ur Þorfinnur karlsefni og
starir fránum augum yfir
freðna jörð. Sólin yljar hon-
um lítt, enda skemmstur sól-
argangur á morgun. (Ljósm.:
Kr. Ben.)
5 ára drengur
fyrir bifreið
FIMM ára drengur varð fyrir
bíl á Laugavegi siðdegis í gær.
Var hann fluttur í sílysavarð-
stofuna, en meiðsli hans reynd-
Framhald á bls. 31
Bæjorstjórn Halnarfjarðar veitir
Ncrúurstjörnunni gjuldfrest
Samþykkt samhljóða í bœjarstjórninni
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
Hafnarfirði í fyrrakvöld sam-
þykkti bæjarstjórnin samhljóða
að heimila bæjarstjóra í sam-
Víkingur reyndist
á síldveiðunum
vel
TOGARINN Víkingur frá Akra-
nesi, seim gerður er út á síld-
vedðar fyrir ausitan, fékk 250
tonn af síld í fyrrinótt. Er hann
á leið til Akraness með aflann
til verkunar, en aflinn er ísvar-
inn um borð. Fyrir viku fékk tog
arinn áþekkan afla, sem einnig
fór til Akranesis til vinnslu.
Við höfðuim samfband við
Valdimar Indriðason, framkv.stj.
á Akranesi í gær, og spurðuimst
fyrir um hvernig þessar veiðar
hefðu gengið.
Hann sagði, að síldveiðarnar
hefðu tekizt vonum framar,
bæði útbúnaður og skip reynzt
mjög vel, en hið eina sem hamil-
aði veiðum væri síldarleysi og
þó sérsta.klega gœftaleysið. Hann
hafði það eftir skipsmönnum um
borð í togaranum, að ekkert
væri því til fyrirstöðu, að tog-
arar stunduðu síldveiðar, sam-
kvæmt fenginni reynslu -af Vík-
ingi.
ráði við bæjarráð, Rafveitu Hafn
arfjarðar og hafnarstjórn aS
veita Norðurstjörnunni hf. ýmsa
tilhliðrun til að hún geti hafið
rekstur sinn að nýju.
Var samþykkt, að bæjarstjóri
gæti gengið frá samningum við
Norðurstjörnuna um gjaldfrest á
gjöldum, svo og gjöldum fyrix
veitta þjónustu, sem ýmist er
þegar fallin eða fellur í gjald-
adga á næstu tveimur árum.
Hámark þeirra skulda, sem
greiðslufrestur nær til skal vera
3—3 Vz milljón kr. en það sem
fram yfir kann að verða á þessu
tveggja ára tímabili skal greið-
ast jafnóðum og gjaldlfallið er.
Að loknum þessum tveimur ár
um skal gengið til samninga um
greiðsluskilmála og aðra skil-
mála, er miðast við það að skuld
sú, er um verður að ræða, greið
Framhald á bls. 31
Hækkað verð d kinda-
kjöti og kjötaiurðum
Eigendur
smyglsins
fundnir
FJÓRIR skipverjar af Gull-
fossi hafa viðurkennt að eiga
smyglvarning þann, sem
fannst í kæligöngum skipsins
við komuna til Reykjavíkur
sl. mánudag. Alls voru þetta
650 flöskur af ýmsum vínteg
undum, aðallega viskí og gene
ver, rúmlega 65.000 sígarett-
ur, mikið af sælgæti, aðal-
lega tuggugúmmí, og fatnað-
ur, mest karlmannasokkar og
barnanáttföt.
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún-
aðarins auglýsti í gærkvöldi nýtt
verð á kindakjöti og kjötafurð-
um. Er þar um hækkun að ræða,
sem starfar að nokru leyti af
hækkun á verðlagsgrundvelli frá
því í haust og að nokkru leyti af
þeirri kauphækkun sem varð í
desember sl. samkvæmt kaup-
greiðsluvísitölu, að því er Sveinn
Tryggvason, framkvæmdastjórl
ráðsins, tjáði Mbl.
Verðlagsgrundivöllur sá, sem
áttti að gilda frá 1. september sl.
var úrskiurðaður í yfirnefnd
þann 1. desember sl Kom hann
út með smávægiilega hækkun eða
0.23% að meðaltali miðað við
haustið 1966. Hins vegar lækk-
aði nefndin verð á ull uim 5 kr.
pr. kg. vegna mikiis verðfalls á
þeirra vöru eriendis. Lækkun
þessari var jafnað út á kinda-
kjöt og hækkar það því heldur
meira en meðailtalið eða 1.25%.
Við kauphækkun þá sem gerð
var 1. desember hækkaði grund-
vallarverðið um tæp 2%, þannig
að verð á mjólk til bóndans er
röskl. 9.09 kr. pr. 1. ó móti 8.90
kr. í fyrrahaust, sem gerir 2.13%.
Verð til bænda fyrir 1. fkikks
dilkakjöt er nú eÆtir 1. desember
kr. 64.40 pr. kg. á móti 62.28 kr.
í fyrrahaust eða 3.56%. Auk
þessa hafa verið gerðar nokkrar
smávægilegar leiðréttingar á
vinnisLu- og dreifingarkiostnaði.
Helztu útsöluverð, sem fram-
Leiðsluráðið auglýsti í gærkvöldi
eru sem hér segir:
Venjulegt súpukjöt hækkar í
80.50 kr. pr. kg., en heifir verið
síðan í október 75.50 kr. Læri
kostar nú 92.70 kr. en kostuðu
86.70 kr., Kótelettur hækka úr
99.55 kr í 106.70, hangikj.öt í
lærum hækka úr 112.15 í 119.75
kr. hryggir úr 89.25 kr. í 95.50
pr. kg.