Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968 Nótin tekin um borð með krxftblökkinni. I FYRRADAG héldu frétta menn Morgunblaðsins nið- ur á Granda og fóru nokk- uð um Vesturhöfnina, í þeirri von að hitta þar fyr- ir skipstjórnarmenn, sem frætt gætu okkur um und- irbúning vetrarvertíðar og annað er lýtur að útgerð í stærstu verstöð landsins. í>að hefðu þótt tíðindi hér fyrir nokkrum árum ef sagt hefði verið að stærsta verstöð íslands ætti eftir að verða í Reykjavík. Að sjálfsögðu hef- ir héðan ávallt verið útgerð og hún mikil, en aðrir staðir hafa helgað sér stærðarrétt- inn fremur en Reykjavík. Má þó í léiðinni segja, að erfitt sé að nefna útgerðarstað fyrir sildveiðibáta, sem stunda síldveiðar allan ársins hring, frá Norðurlandi með öllu Austuralndi og allt norður al Jan Mayen. Hitt er vissulega nýmæli að síldveiðibátar haldi héðan úr Reykjavík laust eftir áramót og ætli' sér á Austurmið t.il síldveiða. En svona er þetta í dag. Og síld er það og aftur síld, sem lífið snýst um þessa dagana. Miðsvetrarsólin skein yfir Reykjavíkurborg, glatt og skært, þótt lágt færi hún á himinhvolfinu og stæði stutt við, þá var það blessuð sólin eigi að síður. Og nú fer hún jafnt og þétt hækkandi. í>að lá við að vorhugur væri í okkur er við námum staðar við hús Slysavarnafélags ís- lands á Grandagarði. Frostið vaT nær ekkert, miðað við það sem verið hafði, þótt auðvitað næði austannepjan þarna við höfnina að nísta inn að beini, þegar við vorum búnir að snúast þar nokkra stund. Raunar var ekki mikið um að vera. Að því komumst við fljótt. Verið að ditta að göml- um báti, sem kunnugur sagði að keyptur hefði verið frá Færeyjum fyrir stríð. Það var verið að búa hann til línu- veiða. Áður hafði h®nn verið notaður á skaki. Nú var verið að setja í hann frystiklefa, til að hægt væri að geyma í honum kælda línu, halda beitunni frosinni. Því nú er til siðs að beita línuna fyrir- fram, setja stampana í frysti- hús og svo mega þeir ekki Birgir Hermannsson, stýrimaður. þiðna fyrr en línan fer í sjó- inn, því annars tollir beitan ekki á krókunum. Við annað skip sjáum við að er nokkurt líf og þar er vatnsafgreiðslumaður frá höfninni að 1‘áta slöngu um borð og stýrimaðurinn stendur á bryggjunni. Hann heitir Birgir Hermannsson og báturinn heitir Ögri, en Birg- ir er einmitt einn þeirra Ögur bræðra og bróðir hans er skipstjóri á bátnum. — Ég geri ráð fyrir að við förum á troll, segir Birgir, — þegar búið verður að ákveða fiskverðið. Báturinn er ekki nema 200 tonn og það er of lítið til að fara á honum austur í haf. Við komum ekki nema með miest 150 tonn að landi í túr og það borgar sig ekki að sækja langt út fyrir ekki meiri afla í einu. Við gerðum ekki meira en afla fyrir tryggingu siðasta ár. Það þýðir ekkert. Maðnr verður heldur að reyna að breyta til að vita hvort ekki ber sig betur. Ekki dugir að gefast upp, þótt síldin sé treg og langt úti. Þarna var sýnilega bjart- sýnismaður á ferð, sem ein- hver töggur var í. Enginn barlómur þótt móti blési. Næst héldum við nokkru ofar með garðinum að tilvís- un vatnsmannsins. Hann hélt þeir væru að fara út á Þor- steini frá Reykjavík. Það stóð heima. Þarna ^á Þorsteinn, allur klakabrynj- aður, og varla hægt að lesa á honum nafnið. Maður á dekkinu hélt að skipstjóri væri um borð; ætlaði að gá að því, en í sama mund kom þéttvaxinn maður upp um mjóa lúgu á dekkinu. Þar var kominn skipstjórinn, Guð- björn Þorsteinsson. Hann rétti fram höndina í sama mund og fréttamaðux lét sig falla niður á klakað dekkið. — Hvað ósköp er klakað hjá ykkur. Voruð þið úti í frost- rosanum?, spyrjum við þeg- ar niður er komið. — Ja, þetta er nú ekki orð- ið mikið núna, segir Guð- björn og brosir, — þið hefðuð átt að sjá hann, þegar við komum inn. Við fórum út aðfaranótt 2. janúar og vest- ur undir Jökul og ætluðum að leita þar síldar. Við höfðum fengið þar góða sild fyrir há- tíðarnar. En það kom aldrei til neinnar leitar, því hann var skollinn á með norðan- rosann, þegar vestur kom. En viljið þið ekki koma inn í hlýjuna á meðan. Þar með vatt Guð'björn sér upp á brúarvæng og snarað- ist inn í brúna. Mikið fuxðuverk sköpunar- innar er annars ein brú á síld- arskipi orðin í dag. Þótt hún sé talsvert rúm að flatarmáli er hún blátt áfram full af tækjum. Þar eru tvö fiskileit- artæki, ratsjá, sjálfstýring og þannig stýrisbúnaður að stýra má skipinu á þremur stöðum í brúnni og jafnvel úti á brúarvæng, án þess að snerta stýrishjólið!! Allt tómir takk- ar og rofar. Og síðan kemur kortaklefinn með allskonar miðunar- og sendistöðvum og lóranstöð. Allt svo fullkomið sem verða má, bæði A og B miðun. Ég var annars saklaus að því að botna nokkuð í þessu. — Og þið lentuð í norðan- garðinum þarna vestur í Jök- uldjúpinu? — Já. Heldur betur. Fylkir fór líka. Það hlóðst svo á skipin að við urðum að lóna upp undir Stafnesið og berja af ísinguna, en það var varla svo að það dygði hérna suður yfir Flóann. Skipin voru orð- in þung af ís þegar við kom- um hérna undir Reykjavík. Þegar við komum á lensið hérna fyrir utan skrúfaði ég niður tvær framrúðurnar á brúnni, en þá var kominn svo m.ikill klaki fyrir þá að ég ætl aði varla að hafa hann af. Hann hefir verið að minnsta kosti svona þykkur, segir Guðbjörn og mælir með hönd unum sem svarar 20-25 senti- metrum. — Ég barði svo gat fyrir glugganum, hafði haft stjórn- borðsglugga opinn á leiðinni. Út um hann leit maður og svo var radarinn í gangi. Já, skipin voru bana orðin þung af ís eftir þó aðeins fjögurra tíma siglingu. — Þetta getur auðvitáð o^ð ið hættulegt, þegar mikið frost er. — Já, maður verður þá að stoppa og lemja af þeim. En nú berst talið að veiði- skapnum og þá fyrst og fremst síldveiðunum. — Já, við erum að fara út núnia. Það fraus bara lítillega í leiðslum, sem liggja gegnum lestina og við erum að þíða það núna og förum svo út eft- ir svo sem tvo tíma. Förum þá sennilega austur. Gísli Árni var að fara og ég held hann hafi ætlað austur. — Eggert lætur ekki standa á sér, skjótum við að. — Nei, það er mikill afla- maður, Eggert. Ég var tals- vert lengi með honum á Víði. Já, það verður bið á að við fáum annan eins mann. — Er ekki annars talsvert nám orðið að kunna að fara með öll þessi tæki? — Jú, o — jú. Það er auð- vitað ýmislegt hægt að læra, en ég held menn verði að hafa það í sér, að vera afla- maður eins og Eggert. Það þarf lærdóm, þrautseigju, dugnað og forsjálni og eitt- hvað enn meira. — En hvernig hefir ykkur gengið hérna á Þorsteini, Guðbjörn? — Þetta hefir gengið svona sæmilega miðað við heildina. Við erum búnir að fá 4300 tonn frá því um mánaðamót maí-j'úní í sumar. Við fengum hins vegar 8000 tonn á sama tíma í fyrra. Það verður eng- inn öfundsverður af hlut síld- arsjómannanna í ár, eða síð- asla ár. — Hvað þarf mikið til að afla fyrir tryggingu? ■— Það fer eftir því í hvað síldin fer. Það fæst miklu meira fyrir hana í salt. En ég gæti trúað að þyrfti svona 2500-3000 tonn. — Hvað er Þorsteinn stórt skip og hver er eigandinn? — Hann er 264 tonn og við eigum hann nokkrir í félagi. Útgerðin heitir Leifur h.f. Nú berst talið að hinni löngu sókn eftir sí'ldinni aust- ur í haf. — Og þið viljið salta um borð? — Já, og flytja síldina út sjálfir. Það er eðlilegra, þeg- ar orðið er styttra með hana til Svíþjóðar en heim til ís- lands. — En hvað þegar þið fáið stór köst? — Þá verðum við að vinna saman nokkur skip, til að nýta síldina. Sá sem fær stórt kast verður að gefa hinum. — En þarf þá ekki fleiri á? — Nei. En það þarf vélar til að vinna að söltuninni. — Hvað hefir frétzt af síld núna fyrir austan? — Vikingur var úti milli hátíðinna og hann varð var við síld um 100 mílur austux af Gerpi, en hún stóð á 130 föðmum, svo ég er hræddur um að enginn nái henni. 9vo hef ég frétt að Árni Friðriks- son hafi haldið austur í gær. Jakob Jaköbsson er þar um borð Máske verður eittihvað að frétta um eða eftir helgi. Maður vonar bara að veðrið sé að ganga niður. Þessu næst held ég niður í Framhald á bls. 3 Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri, um borð í skipi sínu. Klakað er yfir nafn skipsins. Mynd- irnar tók Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.