Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR
Mörg verkefni fram-
undan í jaröborunum
MÖRG verkefni eru framundan
hjá jarðborunardeild ríkisins í
ár samkvæmt upplýsingum ís-
leifs Jónssonar. verkfræðings
deildarinnar.
í fyrsta lagi verður borað með
gufubornum fyrir Hitaveituna í
Reykjavík. Er ætlunin að bora
bæði í bæjarlandinu, þar sem
þegar er byrjað á nokkrum hol-
um, og jafnframt hjá Reykjum
í Mosfellssveit. >á hefur komið
til taís að bora á Nesjavöllum —
einnig fyrir hitaveituna. Kópa-
vogskaupstaður hefur einnig
mikinn áhuga að láta bora í
landi sínu, skammt þar frá sem
borholan í Blesugróf er, enda
sagði ísleifur líklegt að þar gæti
fengizt árangur.
Svo farið sé út á landsibyggð-
ina. þá sagði ísleifur, að til mála
kæmi að bora frekar á Akra-
nesi. Borholan þar er orðin 1400
metrar að dýpt og hiti við botn
inn er 180 gráður, sem er mun
meiri hiti en í borholunum í
Reykjavík. Væri ástæða til að
ætla að vatn lægi þar neðar,
Vangaveltur eru um það, að
bora í Námaskarði til gufuvirkj
unar, en það er þó allt óráð-
ið enn. Ennfremur kemur til
greina að bora fyrir Kísiliðjuna,
því að áhöld eru um það hvort
þéssi eina hola sem fyrir er nægi
henni. Þá er byrjað að bora í
Hveragerði fyrir hitaveituna
þar, og líkur eru á að borað
verði í nánd við Keflavík. Til-
raunaborhola var gerð á heið-
inni hjá Njarðvíkum, og farið
niður á 500 metra. Fæst þar hiti
við botninn, en ennþá hefur ekki
verið mælt hve mikill hann er.
Kvað ísleifur árangurinn af
þeirri holu gefa ástæðu til að
leita frekar fyrir sér þarna í
grennd við Keflavík. .
H-umferðar-
merki skemmt
A SL. hausti lét Framkvæmda-
nefnd hægri umferðar setja
npp um 1300 staura við vegi
landsins, en á þessa staura verða
sett áminningarmerki fyrir
hægri umferðina á næsta voW.
Nú er svo komið, að búið er að
saga og brjóta niður flesta þess-
ara staura, á einni fjölförnustu
leið landsins, Reykjavík — Sel-
foss, og er þar greinilega um
skipulagða skemmdarverkastarf-
semi að ræða.
Alls voru settir niður 24 staur
ar á þessari leið, en síðast þegar
til fréttist munu aðeins 2 'eða 3
stauranna hafa verið uppistand-
andi. Hefur verið unnið að því
í allan vetur og sérstaklega núna
upp á síðkastið, að saga og brjóta
staurana. Ekki hafa þeir sem
þarna voru að verki þó haft
áhuga á að hirða staurana —
heldur aðeins að saga þá niður,
— og er því greinilega um skipu
lagða sketnmdarverkastarfsemi
að ræða.
Áminningarmerkið sem sett
verður á staurana í fyrstu vik-
unni eftir umferðarbreytinguna
er sexhyrnt og á því er hallandi
H,gert með endurskinsefni. Merk
ið á að minna vegfarendur á, að
hægri urwferð hafi verið tekin
upp, og gegnir það því miklu
öryggishlutverki. Er þvi enn
furðulegra að menn skuli hafa
gert sér að leik, að eyðileggja
staurana — og lagt á sig þá fyr-
irhöfn að hafa með sér sög, og
saga þá og brjóta. Auk staur-
anna sem eyðilagðir hafa verið á
leiðinni Reykjavík Selfoss, mun
töluvert hafa borið á því að staur
amir, seim voru upp við veginn
frá Selfossi og inn í Búrfell, hafi
hlotið sömu örlög.
Skemmidarstarfsemi þessi hef-
ur nú verið kærð, og eru þeir
sem einhverjar upplýsingar gætu
gefið í þessu máli beðnir að snúa
sér til lögregluyfirvalda.
Vestmannaeyingar gera sér dagamun á þrettándanum og efna til mikillar brennu, að göml-
tun sið.
Síðasti jálasveinninn farinn
Og jólaskrautið
tekið niður
ÞRETTÁNDINN var í gær.
Með honum er jólahaldi lokið
í áu, að venju. Sá siður að
gera sér dagamun á þrettánd
anum er ævagamall, enda var
hann helgur fram að 1770 og
þrettándanótt- haldin helg
fram undir miðja 19. öld, að
því er Jónas á Hrafnagili seg
ir í Þjóðháttum sínum. Sú
trú helzt líka lengi að þeir
draumar væru merkastir og
þýðingarmestir, sem menn
dreymdi á þrettándanótt, því
þá átti Austurvegsvitringa að
hafa dreymt fyrir fæðingu
Krists. Áður fyrr var venja að
breyta til með mat og
skammta vel á þrettándanum
og hét það „að rota jólin“. Þá
voru og oft haldnar skemmti-
samkomur.
Nú eru skemmtisamkomurn
ar það helzta, sem eftir er af
þrettándasiðum. Víða úti um
land er efnt til þrettánda-
brenna, þar sem álfar og tröll
koma og fleiri þjóðsagnaper
sónur. í Reykjavik hafa brenn
urnar færzt yfir á gamlárs-
kvöld og álfarnir að mestu fyr
ir bý.
Það sem helzt minnir á
Þrettándann í höfuðborginni,
er það helzt að nálalaus jóla-
tré birtast á svölum húsanna
og við öskutumnurnar. Trén
eru rúin glrtrandi skrauiti
sínu, sem pakkað er ofan í
kassa. Og mjplitu ljósaperurn
ar hverfa af húsunum. Jólin
eru búin.
Á þrettándanum hverfur
líka síðasti jólasveinninn.
Jólasveinarnir þrettán, sem
byrjuðu að koma 13 dögum
fyrir jóL, einn í senn, taka að
tínast aftur ht#m til sín eft-
ir jólin, sá síðasti á þnettánd-
anum.
Farmiöaskattur í
Bandaríkjunum
FORMÆLENDUR fiugfélaga,
ferðaskrifstofa og hótela víða um
lönd hafa lýst yfir áhyggjum
vegna þeirrar stefnu Johnson
Bandaríkjaforseta að takmarka
straum bandarískra ferðamanna
til annarra landa. Sérstakri
nefnd sem falið var að fjalla um
þetta mál hefur verið gert að
skila áliti fyrir 11. janúar.
Bandaríska blaðið The Times,
segir að farmiðaskattur hafi svo
oft verið nefndur á opinberum
Tvö innbrot
TVÖ INNBROT voru framin í
Reykjavík aðfararnótt laugar-
dagsáns. Brotizt var inn í veit-
ingahúsið Hábæ, við Skólavörðu
stíg og brotið þar og hramlað á
báðum hæðum og í kjallara. M.a.
hafði hurðin fyrir víngeymsl-
unni verið mölbrotin og síðan
lagt tii atlögu við áfengisflösk-
urnar með þeim árangri að 25
voru brotnar. Ekki var unnt að
sjá í fljótu bragði hvort ein-
hverju hafði verið stolið.
Þá var og farið inn í heild-
verzlun Eiriks Ketilssionar, að
Vatnsstíg 3. Þar voru heldur
óþriffalegir náungar á ferðinni.
Þeir ruddu niður úr öllum hill-
um og grýttu vítt og breitt um
verzlunina. Þá höfðu þeir einnig
rifið upp pakka og kassa, en frá-
gangurinn var slíkur að ekki var
strax hægt að sjá hvort ein-
hverju hafði verið stolið.
vettvangi að talið sé líklegast að
hann verði lagður á, þegar þing
ið kemur saman á ný. Stungið
var upp á að slíkur skattur yrði
lagður á árið 1962, meðan Kenn-
edy var við völd, en horfið frá
því þar sem talið var að það
gæti haft óheppileg áhrif á
Kennedy-viðræðurnar.
Ferðaskrifstofumenn óttast að
ef farmiðaskatturinn verði lagð
ur á muni fólk með meðaltekj-
ur sitja heima, en það er ein-
mitt það sem hefur gert sér fjöl
farnast til Evrópu. En þar sem
kosningar eru á næsta leiti telja
ýmsir að stjórnin muni veigra
sér við að leggja hömlur á ferða
frelsi Bandaríkjamanna með far
miðaskatti, og muni því reyna
aðrar leiðir. í því sambandi hef-
ur helzt verið talað um hækkað-
an söluskatt á farmiðum með
skipum og flugvélum eða þá
nokkurs konar daggjöld fyrir
hvern dag sem eytt er til ferða-
laga utan Bandaríkjanna, líklega
6 dollarar á dag
Týndui hestui
SJÖ VETRA hestur tapaðist á
Kjalarnesi í nóvember og þrátt
fyrir ítrekaða eftirgrennslan hef-
ur hann ekki komið í leitirnar.
Hesturinn er brúnn að lit, tagl-
prúður og markið er heilrifað
vinstra. Þeir sem gætu gefið ein-
hverjar upplýsingar eru vinsam-
legasit beðnir að hafa samband
við Jón E. HalidórsEon, hjá rann-
sóknarlögreglunni, sámi 21100.
' * "
Jón Helgoson stórkoupm. lútinn
JÓN HELGASON stórkaupmaður
í Kaupmannahöfn lézt sL fimmtu
dag, 83ja ára að aldri. Hafði hann
kennt vaniheilsu um skeið.
Jón var um árabil búsettur í
Rússlandi fyrir byltinguna 1917
og stundaði íþróttakennslu við
hirð keisarans. Síðan fluttist
hann til Kaiupmannahafnar og
annaðist þar verksmiðjurekstur
og heildverzlun.
Hann var kvæntur Kristínu
•listmálara, dóttur GuðmUndar
Bergssonar póstmeistara. Eiga
þau einn son, Bjöm viðskipta-
fræðinig, sem búsettur er í Kaup
mannahöfn.
Jón Helgason var mi'kiU
íþróttamaður. Hann var vel lát-
inn og virtur maður meðal allra
sem honum kynntuist, ekki sízt
meðal íslendinga í Kaupmanna-
höfn.