Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
að spyrja Lögreglustjórann, sagði
hann. Því miður, en ég hef fyr-
irskipanir um þetta.
Það tók nokkurn tíma að
finna Jim. Þegar við loksins
fundum hann, var hann úti á
lóðinni, að reyna að finna ein-
hver merki um fótspor konu,
þessi, sem hann hafði séð um
nóttina. En þau voru algjörlega
horfin. Hann hafði nú ekki ann
að í höndunum en það, sem hann
hafði markað í yasaklútinn sinn,
og hann var enn með efasemda-
svip, þegar hann kom upp til
okkar. En hann hleypti okkur
nú samt inn og stóð yfir okkur
til þess að sjá til þess, að við
færðum ekki neitt úr lagi.
Maud lá enn í rúminu sínu.
Hún hafði ekki verið afklædd,
og blátt silkiteppi hafðd verið
breitt yfir hana. Gluggarnir
voru galopnir og mjög kalt í her-
berginu. Það var víst þessi
buldi, sem verkaði svona illa á
mdg. Hendurnar á mér voru svo
óstyrkar, að ég hélt, að mér
mundi ekki takast að opna skáp-
inn.
En hvorki hurðin í þi'linu né
skápurinn sjálfur var læst. Hurð
in var aftur, en innan við hana
stóð skápurinn opinn upp á gátt.
En það hafði engu verið stolið.
Skartgripirnir voru þarna allir
í öskjum sínum, eins og ég hafði
skilið við þá. Aðeins vantaði
þarna skrána, sem við höfðum
samið, og svo umslagið, sem
Tony átti að fá.
24. kafli.
Það var komið hádegi, þegar
Stewart, saksóknarinn, kom á
vettvang. Bér var stórt mál í
aðsigi, sem gæti aflað honum
frama, ef vel tækist til. Dauði
Morgans hafði ekki verið nema
venjulegt morð, sem ekki var
eftirtektarvert nema fyrir það
eitt, að það hafði verið framið
á landareign Wainwrights. En en
var Maud Wainwright sjálf
dauð. Hvort það var sjálfsmorð
eða morð, var þetta stórmál. Á
eftir bil hans þennan dag, komu
einir þrír eða fjórir aðrir af
ýmiskonar árgöngum, fullir af
blaðamönnum og ljósmiyndurum.
Ég sá hann sjálf, þar sem hann
stillti sér upp fyrir framan dyrn-
ar í leikhúsinu, til þess að hægt
væri að taka mynd af honum, en
Hopper stóð álengdar fjær með
háðsglott á andlitinu.
52
Blöðin voru með myndina dag-
inn eftir. Það var sýnilegt, að
bæði Hopper og Jim voru vel til
með að gefa honum eftir nægi-
legt band til að hengja sjálfan
sig í, því myndatextinn hljóðaði
þannig: Saksóknarinn segir frú
Wainwright hafa framið sjálfs-
morð. Yfirleitt leit hópurinn
þarna út eins og skemmtiferða-
hópur frá Cook, þarna sem
Stewart var fararstjóri að út-
skýra það, sem fyrir augun bar.
,,Hér var líkið, piltar. Þið sjáið,
að það hefur verið strikað kring
um það með krít. Og byssan var
þarna, niðri í lauginni. Sorglegt
ti'lfelli. Sérlega sorglegt. Sýnir,
að ekki eru peningarnir fynr
öllu“.
Jim tókst að halda blaðamönn-
unum frá húsinu sjálfu. En
Stewart var heldur betur í ess-
inu sínu, þar sem hann sat í bóka
stofunni ásamt Tony, Dwight
Elliott, Jim, Hopper, og loksins
sendi hann eftir mér. — Hvernig
stóð á því, að þér fóruð út í leik-
húsið í nótt — eða öldu heldur
í morgun?
Ég sagði honum frá því eftir
beztu getu, að ég hefði vaknað
snögglega, saknað hundsins, og
svo framvegis. Hann hlustaði og
horfði á mig, glúirinn á svipinn.
— Þegar þér lögðuð af stað út
í leikhúsið, voruð þér þá með
lykil með yður?
— Nei, það hafði mér ekki
diottið í hug.
Umbúða-
Pappírinn
hvíti 40 og 57 cm kominn
Þorsteinn Bergmanr
Heildverzlun . Sími 17-7-71
Stórt fvrirtæki
vill ráða tvo starfsmenn nú þegar til skrifstofu-
starfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „5113“.
[5 snittur IBRAUÐ.
smurt brauöIHÖLLINI brauötertur
M
LAUGALÆK 6
opid frá kl. 9-23:30 9* SÍMI 30941<*B+næg bílastædi<
Fiskibátar til sölu
Átta fiskibátar af stærðunum frá 24 rúmlestum til
140 rúmlesta. Bátarnir eru allir í fyllsta
standi ásamt aðalvélum og tækjum. Lánakjör hag-
stæð og útborgun hófleg.
SKIPA.
SALA
Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa.
ENNÞÁ
óbreytt verð d innihurðum
Landsins mesta úrval
SIGURÐUR ELÍ ASSON %
Auðbrekku 52-54, Kópavogi, sími 41380 og 41381
— Þér fóruð þangað til þess
að slökkva eldinn og höfuð eng-
an lykil?
— Ég fór ekki af stað út í þeim
erindum.
En hann hafði mig áreiðan-
lega grunaða. Hann leit kiringum
sig, og vænti sér sýnilega aðdá-
unar hinna. En enginn hreyfði
sig.
— Þér höfðuð enga hugmynd
um, að dyrnar á leikhúsinu væru
þegar opnar áður en þér komuð
þangað?
Loksins var ég farin að sjá
rautt. — Hvaða þýðingu getur
þetta haft? sagði ég áköf. — Ein
hver myrti frú Wainwright í
nótt. Ef þér bara vilduð hætta
þessum asnaspurningum og stilla
yður upp fyrir ljósmyndarana,
gætum við kannski orðið ein-
hvers vísari.
Þetta fyrirgaf hann mér aldrei.
En hann hélt engu að síður
áfram að láta spurningum rigna
yfir mig. Hvað um járnskápinn?
Hafði ég þekkt læsinguna?
Hafði ég skilið hann eftir opinn
um nóttina? Hvers vegna hafði
frúin viljað skrásetja skartgrip-
ina, og hvar var skráin. Tony
hlustaði þögull og skuggaleguir
á svipinn. Hopper svældi í ákafa.
Hr. Elliott horfði á neglurnar á
sjálfum sér og sló fingrum á
borðið. En það var ómögulegt að
þagga niður í Stewart. Hann
náði í Hildu og hitt þjónuistuifólk
ið, hvert á fætur öðru. Höfðu
þau tekið eftir nokkurri breyt-
ingu á frú Wainwright nýlega?
Hafði hún verið döpur og þung í
skapi? Gat það verið, að hún
hefði falið byssu Tony einhvers
staðar, til þess að nota hana sj'álf
seinna?
Loksins þoldi Tony ekki leng-
ur við: — Segðu honum frá
skránni og umislaginu, sem er
horfið og svo skuilum við hafa
okkur burt héðan. Ég er búinn
að fá allt, sem ég get þolað.
Ég gerði það og útskýrði eftir
beztu getu, en þar hafði hann
einnig svar á reiðum höndum. —
Ég skil, sagði hann, — auðvitað
getur þetta skýirt eldinn, sem var
kyntur í leiklhúsinu. Hún hefur
brennt þetta þar. Það er augsýni
legt.
Loksins fór hann, og sannfærð
ur um, að Maud hefði framið
sjálfsmorð. Hann fékk eitt glas
áður en hann fór og flutti stutta
ræðu yfir blaðamönnunum úti,
að lokum.
— Því miður piltar, þetta ligg
ur í augum uppi. Hún hafði ver-
ið veik. Slæm fyrir hjartanu.
Gerði enda á því á auðveldasta
hátt. En seinna getur kannski
eitthvað komið í ljós. En eins og
er, lítur þetta út fyrir að hafa
verið sjálfsmorð. Þið megið hafa
það e.ftir mér.
Þetta var allt heldur and-
styggilegt — að sjá þetta mann-
kerti með hátíðasvipinn, þarna
úti í garðinum, myndavélarnar í
fullum gangi, en svo sorg og
hryggð inni í búsinu. En að vissu
leyti var þetta rétt hjá honum. Á
ytira borðinu leit þetta út eins og
sjálfsmorð, og jafnvel Tony var
farinn að efast. Þegar þessu var
lokið, fann hann mig í skrifstof-
unni minni, liggjandi fram á
borðið, og hann varð hræddur á
svipinn.
— Til hvers hefði hún átt að
gera það, Pat? sagði hann. —
Hún vair hamingjusöm. Ég hef
aldrei þekkt hamingjusamari
konu. Og hún var kát og hug-
rökk alveg fram að þessum síð-
asta sjúkdómi sinum. En jafnvel
þá .... hvers vegna ekki segja
neitt við mig? Við vorum svo
samrýmd. Maður skyldi
halda ......
Utsýnarkvöld
í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, sunnud. 7.
janúar kl. 8.30 e.h.
Ingólfur Guðhrandsson ræðir um ódýra
ferðamöguleika og sýnir kvikmynd frá
Spánarströndum.
Guðjón B. Jónsson sýnir litskuggamyndir
frá Blómaströnd Ítalíu.
Ferðahappdrætti: Vinningur ferð til
London og til Spánar eða Ítalíu.
Dansað til kl. 1.
Þátttakendur í Útsýnarferðum í fyrra eru hvattir
til að taka myndir sínar með.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill\
meðan húsrúm leytir. - Hittumst
heil, og mœtið stundvíslega
FERDASKRIFSTOFAN UTSÝN