Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968 27 Breytingar víðar en í T ékkósló vakiu 300. Ieikurinn í DAG kl. 4 er síðasti leikur pólska liðsins Spjonia í hand- knattleik hér í Laugardalshöll inni. Mótherjar þeirra eru FH. Birgir Björnsson verður að vanda fyrirliði FH og nú leik- ur hann sinn 300. leik fyrir félagið. Mun honum verða sómi sýndur í tilefni af þvi sjaldgæfa fyrirbæri á ferli ísl. handknattleiksmanna. Ljósmyndu- sýning Leifs Þorsteinssonar MÖNNUM er greiniiega orðið mjög tamt að setja fyrirsagn ir á fréttir um málverkasýn- ingar. Það má sjá á fyrirsögn í blaðinu í gær, þar sem segir, að Leifur Þorsteinsson haldi „Málverkasýningu" í Bogasal en átti, eins og greinin bar með sér, að vera „LJÓS- MYNDASÝNING" — Það leið réttist hér með. Sýningin var opnuð í gær og verður opin daglega á næstunni kl. 2—10. — Barnard Framhald af bls. 1. græða hjarta í blökkumann, m. a. vegna þess, að meðal blökku- manna í Afríku væri tíður hjarta sjúkdómur sem ekki leiddi til fyl'gisjúkdóma er oft kæmu fyrir í hvítum rnönnum. Hér er um að ræða hjartastöðvasjúkdóma, sem telzt til flokks sjúkdóma, er kall. ast Cardiac Myopathy og veldiur tíðum dauðsföllum meðal blökku manna. Ungi kynblendingurinn, Clive Haupt, sem hjartað var tekið úr handa dr. Blaiebrg, eftir að hann hafði látizt af völdum heilablæð- inga verður jarðsettur í dag. Meðal viðstaddra við jarðarför- ina verður eiginkona dr. Blai- bergs. — Thsombe Framhald af bls. 1. þegar í stað, þar sem hann hafði verið dæmdur tdl dauða í Kongó „in absentia" og hún vildi óðfús framfylgja þeim dómi. Eftir rann sókn í málinu samþykkti hæsti- réttur Alsir að hann yrði fram- seldur, en stjórn landsins hikaði þá — virðist hafa fengið ein- hverja bakþanka og befur Thsombe setið allan tímann fang. inn í laindinu. Samskipti Kongó og Alsír hefur lengi verið heldiur stirð og löndin hafa ekki stjórn- málasamband sín í miili Houari Boumedienne, forseti Alsír, lítur á Kongó sem eitt af „heimsvalda sinnuðu“ Afríkuxíkju'num, vegna þess, að það hiafi tengzil við Bandaríkin og IsraeL — V erzlunaibækur Framhald af bls. 28 ið til húsa í þesisu gamila húsi, hefði ekkert slíkt sem þetta komið fram. Nikulás Jónsson, er vann hjá Duusverzlun sem unglingur og fædidur er 1895 ^egist muna eft- ir því er hús þessi voru reist. Hann varð aldrei var við nein- ar bækur og segist ekki aihfa heyrt um þetta fyrr. Lárus Sigurbjörnsson, fyrrum skjaiavörður Reykjavíkurborgar, kannaðist við þessa bókasögu, er við bárum hana undir hann. Hins vegar sagðist hann alltaf hafa staðið í þeirri trú, að hér væri ekki um hús það, er Ing- ólfs apótek væri ' nú til húsa í, heldur húsið beint á móti við Fischerssund, þar sem nú er teppa og seglaiverzlun Geysis. Hús það sé mikilu eldra, en hift og telur hann að á þeim tíma, er apótekshúsið var byggt, haf: ekki verið einangrað með bók- um, einkum og sér í lagi vegna þess að þá var Völundur kominn til sögunnar og urmt að fá þar miklum mun betri einangrun. Kristinn J. Markússon, kaup- maður í Geysi, var ekki trúað- ur á söguna, er við ræddum við hann. Hélt hann að skoðun Lár- usar væri á misskilningi byggð. enda hafi hann aldrei orðið var við bækur eða blöð þar. Hins vegar hafi verið á lofti í Aðai- stræti 2 allm'kið af verzlunar- bókum bæði frá Duuisverzlun og Fisohersverzl'un og hafði Lárus fengið þær fyrir Reykjavíkursýn inguna um árið. Það hús, þar sem nú er fataverzlun Geysis, er á annað hundrað ára gamalt og var upprunalega reist í Örfiris- ey. Var það þar múrað upp í binding, en steinninn að mestu leyti fjarlægður er húsið var flutt inn í bæinn, vegna þyngsla. Loks ræddurn við við Sigfús Hauk Andrésson, starfsmann Þjóðskjalasafnsins, en hann vinn ur að Verzlunarsögu fslands, miklu ri'ti í tveimur bindum. Sig 1 fús kvað þetta ekki einsdæmi, | að verzlunarbækur hefðu verið notaðar til einangrunar. Hann j hefði áður heyrt um sviipað . dæmi á Blönduósi, en um sann- j leiksgildi þeirrar sögusagnar vissi hann ekkert frekar. Verzl- unarbækur hefðu áður fyrr ekki verið hafðar í hávegum og var þeim oft fleygt í hrönnum. Að- spurður um það, hvort safnið myndi ganga úr skugga um hvort tiivist bókanna væri í rauin inni rétt, sagði Sigfús, að svo yrði ekki. Þjóðskjalasafnið hefði ekki fjárhagislegt bolmagn til slíkra hluta, þótt það væri per- sónulegt álit sitt ,að það væri siðferðilega skylda þess að rann- saka slíkt á samia hátt og Þjóð- minjaisafn rannsakaði fornminjar um allt land. SamkvæiYit þessu, virðist allt benda til þess að þessar gömlu verzlunarskræður fái að liggja áfram milli þils og veggja í Ing óilfsapóteki. London, 6. jan., — AP — Stjórnmálasérfræðingar brezk- ir líta svo á, að í kjölfar þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið í stjórn tékkneska kommúnista- flokksins, muni koma víðtækar breytingar í öðrum ríkjum Aust ur-Evrópu, jafnvel einnig í Rúss landi. Telja þeir ekki vafa á því, 1 að komist frjálslyndari menn til J áhrifa í Tékkóslóvakíu, muni j þeir beita áhrifum sínum á skoð ■ anabræður sína í hinum komm- únistaríkjunum til þess að þeir láti meira að sér kveða en hing- að til. Augljóst er einnig, segja þeir, að sovézkir kommúnistar hafi litið deilurnar innan tékkneska flokksins mjög alvarlegum aug- um, úr því þeir töldu ástæðu til þess að senda Brezhnev þangað fyrirvaralaust. Er haft fyrir satt að hann hafi beðið flokksforingj ana að jafna deilur sínar með — Bandaríkjastjórn Framhald af bls. 1. að liindra innrás Viet Cong í Kambodiu. Bandarískir hershöfð ingjar í Saigon hafa sem stend- ur ekki leyfi til að senda her- deildir sínar á eftÍT skæruliðun- um yfir landamæri Kambodiu. Hins veg ar mega þeir skjóta á óvinastöðvar handan lanidamær anna. Bandarisk hernaðaryfirvöld hafa oftsinnis verið hvött til að semja við stjórn Kambodiu um leyfi til að veita ávininum eftir- för. Síðustu vikur hefur álagið á bandarísku herstjórnina aukizt vegna þess, að bardagarnir í S- Vietnam hafa færzt frá miðihá- lendi iandsins í átt til landamæra Kambodiu og Laos. Til að ráða bót á þessu vanda máli lagði Bandaríkjastjórn til í orðsendingu til stjórna Indlands, Póllanidis og Kanada, sem sæti eiga í alþjóðlegri öryggisnefnd, að vörður á landamæruim Viet- nam og Kambodiu skyldi auk- inn að mun. f orðsendingunni voru lagðar fram gögn sem sönn uðu tilvist herstöðva Viet Cong og N-Viietnam í Kambodiu. Bauð Bandaríkjastjórn öryggisnefnd inn þyrlur og annan útbúnað, svo hún gæti gengið úr skugga um sannieiksgiidi þessara stað- hæfinga. Sihanouk fursti hefur haldið hlutleysi'sstefnu í landi sínu og þykir vinsamlegur Peking- stjórninni, en fremuT fjandsam- legur Bandaríkjunuim. Hann rauf stjórnmálasamband við Banda- ríkin ári'ð 1965. Stjórnmálastetfna funstans hefur verið skýrð á þann veg, að hann áMti, að Viet Cong muni ná völdum í S-Viet- nam. Vináttu sína við Peking- stjórnina byggir hann á því trausti, að Kínverjar muni að- stoða hann til að gæta landa- mæra Kambodiu gegn herjum Vietnams og Thailands . Bandarískir diplómatar um all an heim vinna nú að því að finna út, að hve miklu leyti stjórn N-Vietnam hafi áhuga á að setjast að samningaborðinu nmeð Bandaríkjunum. í Washing- ton eru embættismenn stjórnar- innar mjög efagjami,r á heilindi Hanoi-stjórnarinnar í þessu j rruáli. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur ekki viljað upplýsa j á hvaða stigi samningaumleitan- I ir Bandaríkjastjórnar standa nú. gát og stillingu og megi e. t.v. þakka honum, að Novotny held- ur enn stöðu forseta. Breznhev átti að fara í heim- sókn til Kairo í þessari viku, en hefur frestað förinni vegna anna heima fyrir, að sagt er. Telja sér fræðingar, að hann vilji vera heima til þess að geta haft sem mest áhrif á undirbúning vænt- anlegs fundar miðstjórnar sov- ézka kommúnistaflokksins, þar sem alltaf sé hætt á einhverjum átökum á miðstjórnarfundum. í flestum kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu hefur nú verið komið á þeirri skipan, að valda- stöðum sé skipt, þannig að það sé ekki sami maður, sem hafi á hendi öll æðstu embættin. Þetta var gert eftir fall Krús- jeffs í Sovétríkjunum og hafa fleiri ríki farið að dæmi Rússa í þeim efnum, m.a. Pólverjar og Ungverjar. f Austur-Þýzkalandi og Rúmeínu hafa þeir Walter U1 bricht og Nicolae Ceausescu á hendi bæði embætti flokksritara oj ríkisleiðtoga en í Búlgaríu er Todor Shivkov, bæði flokksrit- ari og forsætisráðherra. Buxnabelti frá DANSKW. Undir-sokkabuxur og ballett- og leikfimibúninga Svört — Hvít — Bleik Sfl/kfftííJin >U E K Z 1 U H I m VjGynlmGlut Ji Ch BRMRflBORBflRSTIC 22 Kennsla hefst aftur mánudaginn 8. janúar í Góðtemplarahúsinu við Vonarstrœti Innritun í síma 83082 milli kl. 10-12 og 5-7 Kennt í byrjenda- og framhaldsflokkum \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.