Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968
♦
y
*
MAGNÚSAR
SKIPHOLTI21 símar 21190
eftir lokun simi 40381 '
1-44-44
mfíiF/m
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingóifsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 e3a 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
IrtSjL/yng?
RAUOARARSTlG 31 SllVII 22022
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar, séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu-
þjónusta.
Stilling
Skeifan 11 - Sími 31340
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8 - Sími 11171
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
Ekki gert upp á
milli símnotenda
Ritstjóri símaiskrórinnar
skrifar á þessa leið:
í pistli Velvakanda 30. nóv-
ember 1967 og aftur 3. þ.m., er
nokkuð veitzt að símaskránni.
Það er þakkarvert að benda á
tillögur, sem gætu komið að
gagni til að gera símaskrána
þannig úr garði, að hún komi
að sem mestum notum fyrir
símnotendur.
Að gefnu tilefni bið ég Vel-
vakanda, að birta eftirfarandi
upplýsingar:
Þegar sjálfvirku stöðvarnar
í Reykjavík og Hafnarfirði
voru teknar í notkun árið 1932
voru athugaðir möguleikar á að
hafa eina símaskrá fyrir báð-
ar stöðvarnar. Það mæltist
INiý sending
af HAIRSTOP
I_ tvær stærðir.
Einnig NOHAIR
T ° Sama verð og
(Q/Qo áður.
Vesturgötu 2 - Sími 13155.
ekki vel fyrix þá, og var horf-
ið frá því. Á árunum 1932 til
1959 voru símanúmer Hafnfirð-
inga, sem þess óskuðu
prentuð í Reykjavíkurskránni.
Vegna mikil'lar ásóknar frá sím
notendum frá öðrum landshlut
um um að fá sín nöfn einnig
biTt, og var því óspart vitnað
í fordæmið í Hafnarfirði, varð
að taka fyrir það. Ekki af mein
bægni heldur til að gera ekki
upp á milli símnotenda. Flest-
ir munu viðurkenna að óheppi-
legt er að prenta t.d. Suður-
nesja- eða Akureyrarsímanúm-
er í nafnaskrá Reykjavíkur.
Það mundi skapa óæskilega þró
un.
Það er aiveg rétt að nú hafa
skapazt ný viðhorf, þegar nær
samfelild byggð hefur risið í
Reykjavík til Hafnarfjarðar. í
undirbúningi eru ýmsar breyt-
ingar á útgófu símaskrárinnar
og hefur jafnvel komið til tals,
að hafa /efna nafnaskrá fyriir
„Stór-Reykjavík“, það er fyrir
Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópa
vog, Arnarnes, Garðahrepp og
Haifnarfjörð. Æskilegt væri að
heyra frá símnotendum sjálfum
áiit þeirra á því fyrirkomulagi
og þá einkum álit Hafnfirðinga
og íbúa Garðahrepps.
Símnotendur í Kópavogi, Sel-
tjarnarnesi, Arnarnesi og þeir
sem búa norðan Hraunshols-
iækjar í Garðahrepp: eru nú
þegar prentaðir í nafnaskrá
Reykjavíkur í símaskránni. Af
tæknilegum ástæðum varð að
skipta Garðahreppi og tengja
símnotendur, sem búsettir eru
norðan Hraunsholtslækjar við
sjálfvirku stöðina í Kópavogi,
og síimnotendur sunnan kekj-
arins við stöðina í Bafnarfirði
og eru nöfn þeirra prentuð í
nafnaskra Hafnarfjarðar. Þetta
mundi breytast ef ein skrá yrði
prentuð fyrir svæðið frá Reykja
vík til Hafnarfjarðar.
Um þessar mundir er unnið
að útgáfu nýrrar götuskrár, þar
er símnotenduim raðað eftir
heimilisföngum og götunöfnum
í stafrófsröð. Götuskráin nær
yfir flest öll skráð símanúmer
í Reykjavík, Kópavogi, Sel-
Heimilishjálp í Skotlandi
Kona á aldrinum 25—35 ára óskast til heimilisstarfa
í Glasgow í Skotlandi. Þarf að geta séð um heimili
og 3 börn. Uppl. verða veittar hjá Mr. Gould að
Hótel Sögu mánudags- og þriðjudagskvöld eftir kl.
18.
Garðahreppur
Börn eða unglingar óskast til að bera
blaðið út í Garðahreppi (Ásgarði og fl.)
Uppl. í síma 51247.
tjarnarnesi, Amarnesi, Garða-
hreppi og Hafnarfirði. Það
verður fróðlegt að heyra hvera
ig símnotenduim geðjast að
þeirri niðurröðun.
ÍC Fleiri glíma við
breytingar til bóta
Það eru fleiri en íslend-
ingar sem eru að glím,a við
breytmgar tii bóta við útgáfu
símaskráa. Með aukinni sjálf-
virkni skapaist ýmis vandamál,
sem þarf að leysa. Nú, þegar
unnt er að velja sjálfvirkt síma
númer milli landa og heims-
álfa, er nauðsynlegt að sam-
ræma niðurröðun nafna í síma
skrár hinna ýmsu landa. T.d.
í Danmörku og Svíþjóð er rað-
að eftir eftirnafni og titli, í
Noregi eftirnafni og skírnar-
nafni, hjá okkur skírnarnafni
og föður eða eftirnafni.
Hvernig ætli íslendingar
kynnu við ef farið yrði fram
á, að raða í nafnaskrá síma-
skrárinnar eftir föðurnafni eða
ættarnafni (eftirnafni) til að
auðvelda símnotendum er-
lendra þjóða að finna símnot-
endur í íslenzku skránni þeg-
ar ísland tengist í sjálfvirkt
símasambad við umheiminn,
sem verður án efa í náinni
framtíð.
Bandaríkj amenn eru há-
menntaðir í vísinduim og tækni
og nota tæknina til hins ílr-
asta á öllum sviðum, eins og
allir vita. Þó er seinlegt að
finna nöfn í símaskrám stór-
borganna vestanhafs. Lítum í
eina af New York skránum, t.
d. Manhattan. Þar eru skamm-
stafanir sem slíkar „wtehmkr"
og „lwyr“, sem er „Watchmak
er“ og lawyer", sérihljóðum er
sleppt. Það þætti ekki fara vel
í íslenzku máli.
Þá vil ég víkja nokkrum orð
um að númeraskiptum hjá sím
notendum, en nokkurrar ó-
ánægju gætir þegar skipta þarf
um símanúmer ef flutt er á
milli svæða sjálfvirku stöðv-
anna. Það er ekki gert af mein-
hægni né þjösnaskap heldur af
tæknilegum og fjárihagislegum
ástæðum. Það er nefnilega tak-
mörk sett hve langar símalín-
ur mega vera frá sjálfvirkri
símstöð til srmnotenda. Þetta
er ekki íslenzkt fyrirbrigði
heldur alþjóðlegt.
Það má eflaust að ýmsu
fvnna í daglegri þjónustu sím
ans og er hollt að heyra rétt-
mæta gagnrýni, þá er auðveld
ara að lagfæra þaíð sem aflaga
fer. Eitt get ég fullyrt að yf-
irstjóm og srtarfsfólk símans
reynir eftir fremsta megni að
veita góða þjónustu.
Virðingarfyllst,
Hafsteinn Þorsteinsson,
ritstjóri símaskrárinnar.
if Óviðkunnanlegt
athæfi
,,Að kvöldi annars jóla-
dags 1967.
Kæri Velvakandi!
Þá eru nú þessi blessuð jól
að enda. Að vísu er sagt, að þau
séu fram að þrettánda. Bæði
þú og ég munum nú samt mæta
til vinnu í fyrramálið.
Oft hef ég nú ætlað að skrifa
þér, en aldrei hafa bréfin samt
komizt lengra en í ruslafötun'a
hjá mér. Oftast hef ég skrifað,
ef mér hefur fundilfct eitthvað
að, eins og fleirum. Vona ég
samt, að þetta bréf mitt lendi
ekki í þinni ruslakörfu.
Á aðfangadag jóla er það sið-
ur flestra, sem hafa rnisst ást-
vini sína, að minnast þeirra með
því að fara að leiðum þeirra í
kirkjugörðunum. í Fossvogs-
kirkjugarði fara margir að leið-
um sinna. Þó mikil sé þarna
umferð, er þó eins og allir séu
út af fyrir sig, ekki sízt á að-
fangadag jóla. Fæstir vilja bera
tilfinningar sínar á torg. hvað
þá að láta taka myndir af sér
og sínum við gröf ástvina. Allir
hafa verið ótruflaðir af utanað-
komandi þar til núna. Ungur
maður hljóp þarna um allt og
tók myndir í ákafa af fólki,
sem var þarna við leiðin. Ég
og fjölskylda mín vorum þarna,
og réðst 'hann að Okkur og tók
myndir, og urðum við fyrir
miklu ónæði hans vegna. Við
vorum þannig fyrirkölluð, að
við gátum ekk; ráðizt að hon-
um og rekið hann frá. Hefur
það vafalaust verið svo um
fleiri. Má þetta því sannarlega
kallast furðulegt smekkleysi að
geta fengið sig til að gera fólki
ónæði á þessu-m stað. sem
manni finnst, að ætti að vera
allra staða friðhelgastur. Eru
það því tilmæli mín, að þú korn
ir því á framfæri við ráðamenn
kirkj'ugarða. að þeir, láti varna
þessum mönnum umeang um
garðinn { þessum erindagiörð-
um. Þetta gerir fólki ónæði og
veldur miklum leiða.
IJngi maður. Ég tók númerið
af bílnum- sem'bú varst í. Hver
var tilgangur binn? H°fur þú
einhveria ánæffiu af harrni ann-
arra? Leitaðu hér þá lækningar
sem a-llra fyrst.
Móffír".
ic Vill meiri umferð-
arfræðslu
Guðrún Sigurðardóttir
skrifar:
..Velvakandi minm!
Af því að þú birtir nú svo
mikið um dægurmálin okkar,
langar mig á ný að biðj-a þig
fyrir nokkur orð, af því að mér
er þungt í skapi.
Þó-tt einhverjum þyki það
kannsk-e ekki kvenlegt sérstak-
lega hef ég lengi haft áhuga á
umferðarmálum og gert mér far
um að fylgjast dálítið með
þeim- þó a-ð ég segi sjálf frá.
Og nú u-ndrar mig eitt stórlega:
Hvernig í ósköpunum stendur á
því, að núna í allt haust h-efur
maður bara alls ekki heyrt bofs
í útvarpinu um umferðarmál,
og mi'klu, mifclu minna en I
fyrrahaust. t. d.: þegar Pétur
Sveinbjarnarson og þeir fluttu
of-t í hverri viku umferðarþætti.
leiðbeiningar o'g hvetjandi orð?
Ég hélt nú satt að segia í minni
fáfræði, að þetta ætti að vera
og þyrfti að vera þveröfugt
með tilliti til tilvonandi hægri
umferðar. Ég er varla sú eina,
sem hélt og vonaði, að nú fyrst,
og ekki seinna en á síðasta
haustinu fyrir umferðarrbeyt-
inguna yrði hvers konar um-
ferðarfræðsl-a aukin til stórra
muna, eins og m-aður hefur
heyrt að Svíarnir hafi -gert, en
nú sýnir reynslan, að umferðar-
fræðslunn; hjá okkur hefur
hrakaff til stórra muna. Er þetta
nú hægt, Velvakandi góður? Og
hver ber ábyrgðina á þessu? Er
ekki hægt að fá að vita það?
Kannske bara enginn.
Guffrún Sigurffardóttir".