Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1968, Blaðsíða 3
MORGU NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968 3 Séra Jón Auðuns, dómprófastur: Sömu leið að lokum Þrettándi og hinzti dagur jóla er liðinn. Frá veizlum og við- höfn liggur leiðin út í gráan hversdagsleikann. Jólaljós eru slökkt, hátíðarbúningur hverfur af húsum og heimilum, greniilm urinn er horfinn. greinarnar brenndar eða bornar út. Út í hversdagsleika, kulda og hríð lá leiðin hans, sem jörðin heilsaði með því að veita hon- um fyrstu hvílu i kofa málleys- ingjianna. Út í hversdagsleika, kulda og hrið lá líka leið þess málefnis. sem hann fæddist til að flytja. Og sá sem næstur á eftir meistaranum hlaut hinn blóðuga sigursveig, var Stefán fátækrastjóri i Jerúsalem. Það gleymist oft í gleðiflaumi jólanna, að einn textinn á ann- an jóladag er helgaður honum, fyrsta píslarvættinum. Við skulum skoða þá mynd í dag. f frumkristninni var þegar hafizt handa um líknsemi við fátæka menn. Það starf var í Jerúsalem falið m.a. merkum manni, er Stefán nefndist. Hon- um er lýst svo, að hann hafi hvorttveggja verið. predikari mikill og búinn hæfileika til að vinna kraftaverk. Og svo var hann gæddur heilags manns yf- inbragði, að þegar hann var hand tekinn, sakir einurðar sinnar sem kristinn maður, og færður fram fyrir raðið mikla í Jerú- salem, varð ráðherrunum star- sýnt á hann. „og sýndist þeim ásjóna hans vera sem erigils á- sjóna“. Með einurð ver Steflán mál sitt. Og þegar hann lýkur varn- arræðu sinni veitist honum vitr- un, sem hann segir samstundis frá í heyranda hljóði: Hann seg ist sjá himnana opna og í guð- dóm.sdýrðinni sjálfan Krist. Þá er mælirinn fullur. f hams- lausum ofsa og hatri ráðast menn oð Stefáni, hrekja hánn milli sín út úr borginni og lemja hann grjóti til bana. Hann deyr með andlátsorð á vörum lík þeim, sem meistari hans hafði síðust mælt á krossinum, og biður Guð. að láta ekki vit- firrta menn gjalda þessa voða- verks. Hvað munu kristnu- mennirn- ir hafa hugsað, er einn af trún- aðarmönnum þeirra var orðinn píslarvottur. Hér var þeim gef- ið til kynna, hvers væri að vænta og að blóðug yrði sú ' braut, sem var framundan. I j mörgu kristnu heimih var hryggð j þetta kvöld og harmur í mörgu kristnu hjarta. Menn skiildu, að j þetta var forleikur aðeins. en j leikurinn sjálfur væri eftir. Að lögum Gyðinga áttu þeir, sem grýttu mann, að Íeggja yf- irhöfn sina að fótum einhvers málsmetandi manns og lýsa af- tökunni. Svo var gert við morð- ið á Stefáni. Postulasagan segir svo frá: „Og þeir hröktu' hann út úr borginni og grýttu hann. Og vottarnir lögðu yfirhafnir sínar að fótum ungs manns, er Sál hét......Og Sál lét sér vel líka líflát hans“. Hver var Sál sem lét sér vei líka morðið á Stefáni og kann að hafa átt meiri hlut að því en nú er vitað? Það var hinn ungi Sál frá Tarsus. þá hatursmaður kristinna manna en síðar vold- ugasti boðberi kristninnar: Páll postuli! Sérðu af þessu þann sigrandi mátt, sem lávarður jólannia var gæddur? Þann mann, sem allra andistæðinga var máttugastur, sigrar Kristur, raunar ekki með orðræðum einum. heldur með því að birtast honum upprisinn. Enginn hefði að manna hyggju talist ólíklegri til að gerast krist inn en Sál frá Tarsus. Máttar- völd himnanna fóru ekki að því. Ungur horfir Sál á fyrsta písl- arvott kristninnar myrtan, og lætur sér vel líka. En svo líða tímar, ár og áratugir, og eftir óhemjustarf fyrir Krist. eins og Páll skildi hann, bíða hans þau örlög, að verða píslarvottur, út- helLa. blóði sínu fyrir sama mál- stað og Stefán yar myrtur fyrir að þjóna. Við eigum enga áreiðanlega heimild um síðustu daga Páls. En er fráleitt að geta sér þess t-il. að þegar hann var leiddur út til aftökunnar, til píslarvætt- isdauðans, hafi hugur hans hvarfl að til baka, langt til baka, að þeirri stund, er hann sá Stefán myrtan og lét sér vel l£ka. Þeirri mynd hefir vafalaust oft skotið upp í huga hans og bakað honum brennandi kvöL Nú kenndi hann ekki þeirrar kvalar lengur. Leiðir hans og fá tækrastjórans höfðu legið sín til hvorrar áttar áður fyrr. Nú var gamla Páli gott að eiga Stefán píslarvott að félaga á veginum út á aftökustaðinin. Nú voru þeir loks orðnir jafn- ir. Báðir á sömu leið. 4- íshröngl og kynjamyndir VIÐ vorum á ferð í Keflavík s.l. fimmtudag og þar voru all hrikalegar klakabrynjur á bryggjum og flúðum. Margir hafa bölvað frostinu að undan förnu og kannski ekki að ó- fyrirsynju, en kannski er það nú bara skemmtilegt og við- eigandi að það sjáist ís á ís- landi, þó að engin ástæða sé til að óska komu landsins forna fjanda. í hinu kröftuga kvæði Matthíasar Jochumssonar um hafísinn segir m.a.: „Hvar er hafið? Allt er ísköld breiða, — eins og draugar milli leiða standa gráir strókar hér og hvar. Eða hvað? Er þar ei komin kirkja? kynjamyndir! hér er létt að yrkja: Hér eru leiði heillar veraldar. Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt. Hræ’ðilegi heljararður, hrolli slær um brjóstið mitt“. Flestir vildu halda sig inni við í frostunum undanfarna daga og veigruðu sér við að vera úti, en til gamans má geta þess, að svissneskir starfsmenn ÍSAL í Straums- vík létu ekkert á sig bíta og unnu venjulegan vinnudag á svæði við úfinn sjó og norð- anfjúk og niðri við höfnina Klakadrönglar þckja Ketflavík. Þetfta er ekki jólatré, þetta er Ijósastaur við Keflavíkurhöfn Keflavíkurbátur sdglir út úr höfninni á Keflavík og Ikveður isbrynjað land. mnvafinn ísbrynju. Ljósm. Sv. Þorm. bátadekk sem eru á bryggjusporðinum í voru sjómenn að búa báta sína. „Fjör kenni oss eldur- inn, frostið oss herði“, segir, Bjarni Thorarensen í kvæði sínu, ísland, og er ekki eitt- hvað til í þessu, er ástæða til a'ð vera alltaf að kvarta þótt bíti í tær eða eyrnarsnepla. Ef menn gefa sér tíma til að skoða kynjamyndir íss og snjóa má sjá ákaflega falleg form, sem gerð eru listahönd- um veðurs og vinda, en það getur vel verið að hitastigið á nasavængjum skoðandans fari niður í 22—26 stig, en það hitnar væntanlega aftur. Á bryggjusporðinum í Keflavík voru ísþúfur á að líta eins og mosaþemba í fullum skrúða og varnargarðurinn var þak- inn þúsund grýlukerta. Einhverju sinni þegar norð- anfjúkið nísti um Rangárvalla sýslu varð bónda einum nokk- uð kalt í rúmi sínu, vegna þess að rifur voru á rjáfrinu og þyrlaðist snjór þar inn. Líklega hefur bóndi þó ekki verið einn þar inni, því að vísukorn þetta er haft eftir honum. „Næðir fjúk um beran búk, byltist skafl að hreysi. Tunglið yfir Hekluhnjúk, hangir i reiðileysi. A. Johnsen. - SJÖTÍU SKIP Framthald af bls. 26 vélarrúm. Þar getur ýmislegt að líta. Þetta er eins og að koma í vélarrúm á „liner“. Þarna sá hvergi blett né olíu- rák. Tæknin um allt og gott verkstæði. — Þetta er alveg til fyrir- myndar, segir Guðbjörn. Við endum veruna um borð í Þorsteini með hressandi katffispora í vistlegum borð- salnuim. Rætt er um síld, þeg- ar hún óð upp í fjörusteinun- um í gamla daga, hvernig skipin voru þá, þegar þeir fengu á Víði fullfermi þriisvar á sama sólarhringnum norður við Skaga, mannvirki norður á Ströndum og hvernig fari ef síldin bættir svo eftir alltf að kom.a upp undir Austurland- ið. Hún hagar sér allt öðru vísi en áður, er sífellt að fær- ast fjær landi og dýpka á sér. Þannig eru umræðurnar. Síld og aftur síld. Niður við vöruiskemmu Eimiskips hittum við Óla Óskars, þsgin dugnaðar út- gerðiarmann og síldarsalt- a-nda. Hann var raunar ekki fyrir austan að salta um jól- in, en hann hafði sig nokkuð yfir tíu þúsund tunnurnar samt, þótt seint væri hægt að byrja í ár. Þarna lá annað skipið hans, Óskar Halldórs- son. Hitt á að fiska í hann og svo á Óskar, sem er nú lengdur og ber 300 tonn, að sigla með atflann fsaðan á Þýzkaland. Já. Vel að merkja ætluðu þeir á Þorsteini að gera það líka. Og það var verið að setja nótina um borð í Helgu II. Og hún kemist ekki á einn bíl, heldur verður að vera á tveimur. Þar verða að fara samstilltir ökumenn. Með þetta héldum við upp í borgina. Það var tekið að húma, en bjarmaði þó enn á vesturloftinu. Það halda lík- lega 70-80 bátar austur nú um miðjan veturinn. Þetta eru heldur ekki lengur neinir smákoppar, sem ekki þola nema koppalogn. Þetta eru haflskip, og hinir vistlegu'stu íveruiS'taðir fyrir skipshöfn- ina. En hvað skyldu vera mörg ár síðan sá hefði verið tal- inn vitlaus, — já, band'viblauK, sem sagt hefði að farið yrði með stóran síldveiðitflota austur í haf á miðjum mör- sug. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.