Morgunblaðið - 14.01.1968, Side 2
r
2
. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1968
Fulltrúar May vöruhússins í Denver, Inger Christoffersen og Ethel Baron
Ullarvörur og niðursoðnar sjávar-
afurðir hentugt til vörukynningar
Fornmunir og ísl. málverk á sýningu þar
UNDANFARNA tvo daga hafa
tvær kaupk'onur þotið milli
kaupsýslu'manna í bænum og
skoðað íslenzkar vörur og hugs-
anlega íslenzka sýningarmuni,
át'tu fund með nýjum aðila á
hverjum hálftíma frá morgni til
kvölds á föstudaginn og fóru
síðan utan, eftir að hafa fengið
sýnfshom af ýmsum varningi.
Þettia voru þær Inger Christof-
fersen, innkaupastjóri frá Inn-
kaupaskrifstofu margra banda-
rískra verzlunarhúsa í Kaup-
mannahöfn og Ethel Baron, sér-
stakur ráðgjafi við innkaup á
innanhúsvörum hjá stóru verzl-
unarhúsunum May—D&F í
Denver í Colorado. En þar er
einmitt fyrirhuguð mi'kil kynn-
ing á Norðurlöndum og fram-
leiðisluvörum þeirra 21. októher
næstkomandi og stendur hún í
þrjár vikur. íslendingar hafa að-
eins einu sinni áður verið með
í slíkum vörukynningum stóru
verzlunarhúsanna á Norður-
landavörum og þá ekki í mjög
stórum stíl.
Mbl. átti stutt samtal við
þessa fulltrúa verzlunarhússins í
Denver, og spurði fyrst um fyr-
irtæki þeirra og fyrirhugiaða
Noðurlandakynningu. May—
D&F hefur 6 stór vöruhús í Den-
ver og nágrenni. Aðalvöruhúsið
er í miðiborginni í Denver og
þykir mjög glæsileg bygging,
sem tekur yfir stórt svæði með
torgi fyrir framan, þar sem er
skautiasvell á vetrum. Og þar
verður miðstöð þessarar Nörður
landakynningar. Fyrirtækið hef-
ur áður efnt til kynningar á vör-
um frá ákveðnum löndum eða
landsvæðum og er þá mikið í
lagt. Ailt vel undirbúið löngu
fyrirfram.
Inger Christoffersen, sem er
dönsk, sagði, að það hefði kom-
ið sér mjög á óvart er hún
kynntist þessari hlið sfcarfsem-
Þrjú ný lektors-
embætti við HÍ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur auglýst laus til umsókn-
ar þrjú ný lektorsembætti og er
umsóknarfrestur til 27. janúar
næstkomandL Laun eru sam-
kvæmt 22. launaflokki opin-
berra starfsmanna. Lektorsem-
bættin, sem eru í sagnfræðL bók
menntasögu og málfræði, eru
öll fullt starf.
innar, hve mikil áherzla væri
lögð á kynningu á viðkomandi
þjóðum og menningu þeirra, auk
þess sem reynt væri að sýna
Vörur sem sérkenndu þær, og
sem hægt væri að hafa til fram-
búðar á boðstólum og auka sölu
á í Bandaríkjunum.
Einn liðurinn í förinni til ís-
lands nú, væri því sá, að reyna
að átta sig á og fá muni að láni
til að sýna gamla menningu Is-
lendinga. Hefðu þær því komið
í Þjóðminjasafnið, hitt þar
Kristján Eldjárn og Elsu Guð-
jónsson og hefði Kristján tefcið
mjög vel í að safnið lánaði 20—
30 muni, einkum gamlan í’slenzk
an útskurð, ofin belti, spæni o.fl.
Og einnig hefðu þær fengið góð
orð um að lánuð yrðu á sýn-
inguna um 20 málverk eftir ís-
lenzka listmálana.
í sambandi við vörukynning-
una eru skemmtiatriði á boðstól
um. Vöruhúsin bjóða t.d. finnska
hljómsveitarstjóranum Jussi Jall
as þangað og mun hann stjórna
sinfóníuhljómsveit Denver-borg-
ar. Fengin verður balletdansmær
frá danska ballettinum og
drengjahljómsveit úr Tívolí verð
ur boðin vestur. Einnig verða
fengnir teiknarar og listiðnaðar
menn til að hafa sýningu á
vinnubrögðum sínum í vöruíhús-
lönd að einhverjum, sem getur
inu. Og leitað er um öll Norður-
l'önd að einhverjum, sem getur
sýnt li'stir á skautum á svellinu
EKKI hafði fiskverðið verið
ákveðið um miðjan dag í gær.
Samkvæmt upplýsingum Jónas-
ar Haralz var fundur í yfir-
nefnd í gærkvöldi, en blaðið
var farið í prentun áður en úr-
slit hans lágu fyrir.
Jónas sagði, að viðhoif máls-
aðilanna tveggja — seljenda og
kaupenda — væru háð því
hvernig samningar tækjust inn-
framan við vöruhúsið, en hingað
til hafla aðeins fundizt skauta-
hlauparar, sem rnundu hafa of
lítið ovigrúm þar.
Hvað vörur snertir, er lögð
áherzla á, að hafa þær þannig, að
hægt sé að hafa þær áfram á
boðstólum. Hér leizt þeim t.d.
mjög vel á prjónuðu peysurnar
úr íslenzkri ull, enda skíðalönd
í Colorado og slíkt nofcað.
Einnig fleira úr ull, svo sem
teppi. En það eru einkum lit-
irnir, íslenzk'u sauðalitirnir, sem
vekja afchygli og þykir sérkenni-
legt að láta upprunaJegu litina
á ullinni haldia sér. Einnig leizt
þeim konunum mjög vel á að
ha'fa gærur á boðstólum.
Þá litu þær á niðursuðu á sjáv
arafurðum ,en í verzlunarhúsi
May D&F er sérverzlun fyrir
ýmislegt góðgæti. Vakti það eink
um athygli þeirra, 'hve flallegar
og smekklegar umtoúðir og
merkimiðar eru á dósunum og
mundi það 'henta vel bandarísk-
um markaði. Þær sögðu, að sér
skildist hvað þessar vörur snerti,
mundi vera áhugi frá beggja
hálfu, seljenda og kaupenda, þar
sem íslendingar vildu komast
inn á markaði til að selja þær
beínt, í stað þess að láta hrá-
efnið fara utan til vinnslu hjá
öðrum þjóðum.
Leirmuni skoðuðu þær kon-
urnar, einkum í Gli't og leizt vel
á, svo og ýmsa handunna smá-
hluti hjá íslenzkum heimilfsiðn-
aði og fleira. En þær tóku fram,
að eftir þessa könnun á mark-
Framh. á bls. 27
birðis milli LÍÚ og sjómanna.
Væri því erfitt að taka afstöðu
um fiskverð áður en vitað væri,
hvaða samningar næðust við
bátasjómenn.
Þess má geta, að fundur hef-
ur verið boðaður hjá LÍÚ í dag
og verður fiskverðið og samn-
ingarnir við bátasjómenn þar á
dagskrá.
Erfitt að taka ákvörð-
un um fiskverðið
— fyrr en vitað er, hvaða samningar
hata tekizt við bátasjómenn,
— segir Jónas Haralz
Norðuriandaskáli á
heimssýningu í Japan
— Ekki gert ráð fyrir þátttöku íslands
ALMENNUR félagsfundur verð-
ur haldinn í Sjálfstæðisfélagi
Sauðárkróks n.k. mánudags-
kvöld kl. 8,30 í Bifröst.
Sr. Gunnar Gíslason alþm,
ræðir um stjórnmálaviðhonfið.
Þá verður rætt um bæjarmál og
loks önnur mál. — Sjálfstæðiis-
fólk er hvatt til að fjölmenna.
Eirikur Hreinn Finnbogason. <?>------------------------------------
ÁKVEÐIÐ var á fundi í Kaup-
mannahöfn á föstudag að Norð-
menn, Svíar og Danir mundu
taka þátt í heimssýningunni í
Osaka í Japan 1970 og mundu
þeir reisa þar sameiginlegan
sýningarskála að því er segir í
frétt frá norsku fréttastofunni
NTB. Mundu þeir snúa sér til
Finna og íslendinga varðandi
hugsaniega þátttöku þeirra í
sýningunni og sameiginlegum
Norðurlandaskála, og þætti
sennilegt að Finnar a.m.k.
mundu vera með.
Mbl. spurði Gunnar J. Frið-
riksson, formann vörusýningar-
nefndar og framkvæmdastjóra
íslandsdeildarinnar í Monteral,
um bugsanlega þátttöku íslands.
Gunnar kvað ekki koma á óvart
að efnt væri til sameiginlegs
Norðurlandaskála í Osaka. Eftir
reynsluna af slíku samstarfi í
Montreal, væri talið sjálfsagt
á Norðurlöndum að ef þátttaka
yrði í heimssýningunni, þá væri
það með sameiginlegum skála og
í samvinnu, þar sem allt yrði
miklu viðráðanlegra með þeim
hætti. Væri stefnt að því að
hatfa þann hátt á í framtíðinni.
Hvað þátttöku íslands í heims
sýningunni í Osaka viðkæmi, þá
hefðum við takmarkaðan verzl-
unaráhuga á þeim slóðum. og
slík sýning yrði dýr. En hvort
við gætum orðið með á ein-
hvern hátt að natfninu til, svo
að íslenzki fáninn yrði þar að
minnsta kosti, yrði sjálfsagt tek
ið upp hjá viðkomandi ráðu-
neyti.
Þá hefur Mbl. fengið þær upp
lýsingar að íslenzkum yfirvöld-
um væri kunnugt um þátttöku
Norðurlandaþjóðamna í heims-
sýningunni í Osaka, en á þessu
stigi hefði ekki verið gert ráð
fyriir þátttöku íslands.
Skáli og veitingahús
Áformað er að Norðurlanda-
skálinn í Osaka verði um 1600
ferm á stærð og verði helmingur
inn notaður fyrir veitingahús og
eldihús. f Montreal komu 450—
550 ferm. í hlut hvers lands, og
var veitingahúsið nokkuð stærra
en nú verður. Veitingareksturinn
í Osaka hefur SAS — Cafcering
tekið að sér, eins og í Montreal.
Er ætlunin að hver þátttökuþjóð
verði kynnt út af fyriir sig, en
þó án þess að skilveggir séu
milli deildanna og þannig verði
þetta ein Norðurlandasýning. Ef
Finnland verði með er reiknað
með að kostnaður verði 2,5
millj. norskar krónur eða um
20 milljónir íslenzkar.
Souðórkrókur
Nýr kennuri i heimspekideild
DR. Steingrímur J. Þorsteinsson.
prófessor hefur fengið leyfi frá
kennslu eins og kunnugt er. 1
h>ans stað kennir við Háskólann
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
cand. mag. Hefur borgarráð jafn
framt fallizt á það að Eiríkur
gegni starfi þessu til vors, en
hann er jafnframt bókavörður
Borgarbókasafnsins.
Andrés Björnsson gegndi störf
um dr. Steingríms, þar til er
hann var skipaður útvarpsstjóri
og tekur Eiiríkur því við af hon-
um. Eiríkur kennir bókmenntir
síðustu ára allt frá árinu 1940.
Ljósmyndasýningunni „Myndir úr borginni“ sem verið hefur
í Bogasal Þjóðminjasafnsins frá 6. janúar sl. lýkur í dag. Á
sýningunni eru 40 ljósmyndir, sem teknar eru hér og hvar
í Reykjavik. Sýningin er opin frá 2—10.