Morgunblaðið - 14.01.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.1968, Síða 4
4 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1998 i SIM' 1-44-44 mmim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir Iokun 14970 eSa 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. fir=*BnJUÆ/*AM lrt&/uyœif RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. GÚSXAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8 - Sími 11171 AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Þriðjungur Islend inga í skólum Velvakanda kom það á ó- vart í áramótaspjalli Vilhjálms Þ. Gíslasonar, að um þri’ðjung ur allrar íslenzku þjóðarinnar væri í skólum, flestir vitan- lega sem nemendur, en aðrir kennarar og starfsmenn alls konar. Þetta er geysilega hátt hlutfall, og má mikið vera, ef við eigum þarna ekki eitt höfðatöluheimsmetið enn. Kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið Það má nærri geta, hve kostnaðarsamt það hlýtur að vera þjóðfélaginu, þegar þriðj ungur þegna þess situr á skólabekk eða kennarastóli, en engum heilvita manni kemur þó vitanlega til hugar áð telja fé til kennslumála eftir. Oft er rætt um það, hve dýrt sé að halda nútíma-þjóð- félagi uppi á íslandi. Þar leggst margt á: landfræðileg lega landsins, afar langt vega kerfi miðað við íbúafjölda, mikill flutningskostnaður vegna langra aðdrátta, ákveðn ar kröfur almennings til ný- tízkulegra lífsþæginda, tiltölu- lega dýrt skólakerfi vegna þess hve mikill hluti þjóðar- innar er á skólaaldri, o.s.frv. ★ Ung þjóð Á Islandi eru 35% þjóðar- innar fjórtán ára og yngri (í Finnlandi 28%, Noregi 25%, Danmörkru 23,8% og í Svíþjóð ára aldurs kalla Danir „den prokuktive alder“, þ. e. fram- leiðslualdursskeiðið. Á þeim aldri eru 66,5% Svía, 64,8% Dana, 64% Finna og 63,4% Norðmanna, en ekki nema 56,8% íslendinga. Einhverju hlýtur þetta að muna í fram- leiðslugetu þjóðanna. Þessar tölur sýna glögglega, að við höfum bæði tölulega og tiltölulega færri verkfæra menn til þess að halda þjóð- félaginu gangandi en aðrar Norðurlandaþjóðir. -Ar Von á inflúenzu Enn eigum við von á inflú- enzu hingað til lands, og að þessu sinni er það afbrigði hennar, sem nefnt hefur verið Asíu-inflúenza. Sá flenzu- skolli mun hafa komið hingað nokkrum sinnum áður og ætti því ekki að leggjast tiltakan- lega þungt á fólk. Samt ættu allir „að fara varlega með sig“, eins og læknarnir segja, því að betra er að halda sig heima við og jafnvel í rúminu um nokkurra daga skei'ð en að vera að þvælast þetta hálflas- inn í vinnu í nokkra daga, tæp lega vinnufær, og leggjast að lokum sárlasinn. Eins og vant er, mun flenzu faraldurinn valda miklu, þjóð hagslegu tjóni, því að ótrú- lega margir vinnudagar tap- ast, meðan hann gengur yfir. Dönsk nýyrði og engilsaxnesk áhrif Sumum finnst, að við íslend ingar séum óþarflega vel á verði, þegar um upptöku er- lendra orða í íslenzku er að ræða. Ég held samt, að við verðum aldrei of strangir. A. m.k. yrði íslenzkan orðin hroðaleg innan fárra ára, ef við værum jafn-frjálslyndir og frændur okkar á Norðurlönd- um. Þeir lepja upp hvers kyns ónefni úr ensku og amerísku, gleypa þau alveg hrá, alveg eins og þeir ginu við öllu þýzku og frönsku hér áður fyrri. Og svo þykjast þeir hafa áhyggjur af því, að við mun- um „ameríkaníserast"! Ef eitt- hvert fyrirbæri er til, sem hei't- „ameríkanísering" (hroðalegt orð!), þá gætir þess mest í Svíþjóð, þarnæst í Danmörku, síðan í Noregi, en minnst á Finnlandi og íslandi. Annars hafa bandarískir húsgagnafram leiðendur nú þungar áhyggjur af því, að húsgagnasmekkur Bandaríkjamanna sé að „skandínavíserast". Velvakandi rakst á or'ðalista yfir ný orð í dönsku, „Nyheder i sproget", sem danska mál- nefndin (Dansk Sprognævn) hefur safnað. Þar eru t.d. orð á borð við þessi: antibabypille, art-cinema, sanitþr (hrein- gerningamaður), taxadesse (sennilega hnoðað saman úr taxa-chauffþr og stewardess), button-down-flip, curler og hit (þýtt með succesmelodi). — Nei, svona lágt leggjumst við vonandi aldrei. if Kirkjuklukkurnar í Kristskirkju á Landakots- kaupstað „Kæri Velvakandi! Þú, sem ræður fram úr öll- um vanda og áhugamálum: — Nú um hátíðarnar hafa menn saknað þess mjög að heyra ekki í kirkjuklukkunum í Landakoti — þaer hafa sem sé verið óvirkar og þögular í langan tíma. Alltaf er hátíð- legt a’ð heyra klukknahljóm kalla menn til helgra tíða á hátíðum og tyllidögum, enda EINANGRIiN Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur náleiga engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðsiu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 26 - Sími 30978. virðist það vera keppikefli allra safnaða að vanda til kirkjuklukkna sinna, hafa hljóm þeirra sem fegurstan og sjá um, að þær séu ætíð í góðu lagi. Er nú ekki hægt að gera eitthvað, til þess að borgarbú- ar fái áfram að heyra hinn fagra hljóm kirkjuklukknana í Landaköti? Getur viðkomandi söfnuður ekki látið til skarar skrfða í þessu máli, eða er um einhverja tæknilega erfiðleika að ræða í sambandi við lagfær- ingu á klukkunum? Varla gæti það þó talizt vansalaust, ef ekki væri hægt að yfirstíga þá erfiðleika í 80 þúsund manna borg eins og Reykja- vík. „Kirkjugestur.” ÍK Vildn ekki gömlu rakvélina Maður, sem kallar sig Skeggja, skrifar: „Ýmis fyrirtæki reyna að auka sölu varnings síns með alls kyns auglýsingabrellum, en oft vill verða misbrestur á efndum gefinna loforða. Nokkru fyrir jól auglýsti innflutningsfyrirtæki nokkurt í Reykjavík margoft í blöðum og tímaritum kostakjör á raf- magnsrakvélum, er það hefur umboð fyrlr. Skyldu menn fá kr. 250,00 í afslátt við kaup rafmagnsvélar, ef þeir legðu inn gömlu rakáhöldin sín. Átti jafnvel að vera nóg að koma með annað hvort rakkúst eða rakvél, og skipti útlit þess engu máli. Tilboð þetta skyldi, sam- kvæmt auglýsingunum, gilda til jóla, að því er virtist án nokkurra takmarkana. Nokkrrum dögum fyrir jól keypti ég þessa tegund raf- magnsrakvélar, en þá brá'svo við, að verzlun sú, er seldi mér hana, neitaði að taka við gömlu rakvélinni sem greiðslu. Var mér tjáð, að þær birgðir, sem ætlaðar hefði verið til sölu með afslætti, væru löngu þrotnar, og tilboðið þar með fallið úr gildi. Ég sætti mig ekki við þessi málalok og hringdi í umboðið. Þar fékk ég þau svör, að vegna gengisbreytingarinnar hefði þessu verið hætt. Ég er nú ekki þa’ð skynugur, að ég sjái glöggt samhengið þar á millL Frá mínum bæjardyrum séð ætti að vera ódýrara fyrir er- lendan framleiðanda að veita sama afslátt í krónum eftir gengisbreytingu, en þaðan hygg ég afsláttinn koma. Ég freistast til að telja við- komandi fyrirtæki bundið af tilboði sínu, svo að ég og aðr- ir, sem eins er ástatt um, munum eiga kröfu á það. Það skal tekið fram, að ég hef í höndunum sta'ðgreiðslunótu frá seljanda. Væri gaman að heyra álit þitt á þessu máli. Skeggi". Velvakandi treystir sér ekki til að leggja neinn dóm á málið, en honum sýnist í fljótu bragði, að umboðið hljóti að vera skuldbundið til þess að standa við tilboð sitt. Það kem ur málinu ekkert við, hvort einhverjar sérstakar birgðir hafi verið þrotnar éða ekki, og breyting á gengi á hér engin áhrif að hafa. Þettta er a.mk. álit Velvakanda, en fróðlegt væri að heyra skoðun viðskipta fræðinga og/eða lögfræðinga á þessu máli, og umboðið getur auðvitað skýrt mál sitt í þess- um dálkum, ef það vill. 21%). Aldursskeiðið frá 15 til 64 Samkvæmisskór Gull- og silfurlitir SKÓSKEMMAN v/Bankastræti. Silfurlitaðar kvöldtöskur frá kr. 225.— Hudson sokkar 60 den. nýkomnir, nýir munstraðir sokkar margir litir, sokkabuxur, kuldahanzkar. Tösku- og hanzkabúðin, Skólavörðustíg. Hatló Halló Kjólavika á Víðimel 35. Af sérstökum ástæðum verða allir okkar kjólar seldir á innkaupsverði. Allar tegundir kjóla og allar stærðir. Sömuleiðis nokkrar, kápur stór númer. Búðin mín, Víðimel 35. Lítið í gluggana um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.