Morgunblaðið - 14.01.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 196«
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði vnnanlands.
BARBARISMI
CJíðustu daga hefur veröldin
^ með vaxandi ugg fylgzt
með þeim atburðum í Sovét-
ríkjunum, að fjórir ungir rit-
höfundar, sem setið hafa í
fangelsi í eitt ár, hafa verið
dregnir fyrir rétt og í gær
voru þeir dæmdir í eins til
sjö ára þrælkunarvinnu-
„Þetta er útrás á barbarískum
hugmyndum“, segir Halldór
Laxness í viðtali við Morgun-
blaðið í gær um dómana yfir
rússnesku rithöfundunum og
segja þau fáu orð hins ís-
lenzka nóbelsskálds meira en
flest önnur.
Af hálfu sovézkra yfirvalda
hefur ekki verið gerð grein
fyrir því hverjar sakir eru
bornar á rithöfundana fjóra,
en fregnir herma, að þeir hafi
verið sakaðir um „andsov-
ézkan“ áróður, en slíku nafni
nefnast skrif eða ummæli sem
ekki falla í geð sovézkra vald-
hafa. Þessi svívirðilegu dóm-
ar eru eins og afturgöngur frá
liðnum tímum, sem menn
voru farnir að vona að aldrei
kæmu aftur í Sovétríkjunum,
en ljóst er, að andi Jósefs
Stalíns og kumpána hans svíf-
ur þar enn yfir vötnum, og
jafnvel í ríkara mæli en oft
áður.
Fjölmargir rússneskir rit-
höfundar og menntamenn
hafa um nokkurra mánaða
skeið gert tilraun til þess að
forða þeim atburðum, sem nú
hafa orðið og í forsvari fyrir
þeim, hafa verið þau Larisa
Daniel, eiginkona Yuri Dani-
els, sem dæmdur var til
þrælkunarvinnu ásamt Sin-
javski, og Pavel Litvinov,
sonarsonur hins fræga utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna.
í yfirlýsingu, sem þau gáfu
fyrir utan réttarsalinn
skömmu áður en dómur var
kveðinn upp felst þyngsta
fordæming á þessu réttar-
hneyksli í Sovétríkjunum og
líklega um leið harðasta op-
inbera gagnrýni, sem fram
hefur verið borin í 50 ára
sögu Sovétríkjanna af þegn-
um þess við fulltrúa
blaða víðsvegar um heim.
Þau Litvinov og Larisa
sögðu: „Við skjóturrr máli
okkar til almenningsálitsins í
heiminum, og þá fyrst og
fremst til almenningsálitsins
í Sovétríkjunum. Við skjótum
máli okkar til allra þeirra,
sem búa yfir samvizku og
nægilegu hugrekki. Krefjist
alsherjar fordæmingar á þess-
um svívirðilegu réttarhöldum
og refsingar fyrir þá, sem að
þeim standa. Krefjist þess, að
sakborningarnir verði látnir
lausir, krefjist nýrra réttar-
halda, þar sem öllum laga-
reglum verði fylgt og erlend-
ir fulltrúar fái að vera við-
staddir. Borgarar lands vors,
þessi réttarhöld setja blett á
heiður ríkisins og á samvizku
okkar allra. Þið hafið sjálf
kjörið þennan rétt og þessa
dómara, krefjist þess að þeim
verði vikið úr embættum,
sem þeir hafa vanhelgað. 1
dag eru það ekki einungis ör-
lög þriggja sakborninga sem
um er teflt, réttarhöldin gegn
þeim eru ekkert betri en rétt-
arhöldin illræmdu á árunum
milli 1930 og 1940, sem voru
okkur til svo mikillar skamm-
ar og kostuðu svo miklar
blóðfórnir, að við höfum ekki
enn komizt yfir afleiðingar
þeirra“.
Fyrir nokkru birti Morgun-
blaðið bréf Halldórs Laxness
til Ekaterinu Furtsevu,
menntamálaráðherra Sovét-
ríkjanna, þar sem hann fór
þess á leit, að hún notaði
áhrif sín til að rétta hlut rit-
aðs orðs í Sovétríkjunum. f
bréfi þessu víkur Halldór
Laxness sérstaklega að fang-
elsun rithöfundanna Sinjav-
skis og Daniels og réttarhöld-
unum yfir Smog-hópnum svo-
nefnda, en þeim hópi tilheyra
þeir fjórmenningar, sem nú
hafa verið dæmdir í þrælkun-
arvinnu í Sovétríkjunum
Halldór Laxness sagði í við-
tali við Morgunblaðið í gær
um hina nýuppkveðnu dóma:
„Ég legg áherzlu á minn mál-
stað áfram, eins og ég gerði
í bréfi mínu til Furtsevu, ég
sé ekki nokkra glóru eða vit
í svona dómum. Þetta er út-
rás á barbarískum hugmynd-
um, sem leynast í Rússlandi,
í Sovétkerfinu þrátt fyrir
byltinguna, þetta er gömul
venja í Rússlandi. Rússar
vita, að það þýðir samt ekkert
að dæma svona menn, þeim
er alveg sama hvernig er með
þá farið, þeir halda áfram að
skrifa og dómarnir hlaðast
upp.
Rússar eru mjög harðir
menn og þeir láta ekki kúgast
af dómum eða ógnunum, eins
og þeir hafa margsýnt í sinni
sögu- Það hljóta Sovétmenn
sjálfir að vita betur en nokkr-
ir aðrir“.
Með þrælkunardómunum
yfir rithöfundunum fjórum,
hafa Sovétríkin skömmu eftir
hátíðarhöldin vegna 50 ára af-
mælis byltingarinnar 1917
fellt þyngsta dóm yfir sjálf-
um sér sem fallið hefur síðan
í hreinsununum miklu milli
1930 og 1940. Nú mun athygli
almennings um veröld alla
beinast að örlögum þeirra
Pavels Litvinovs og Larisu
Daniels. Hljóta þau sömu ör-
UTAN UR HEIMI
Mælikvarðarnir
tveir í Vietnam
Eftir Dean Rusk, utanríkisráðherra U5A
MIG langar til að ræða lítil-
lega nokkur atriði> sem mér
virðast hafa valdið nokkrum
ruglingi í umræðum um Viet-
nam.
Xil eru þeir, sem kvarta
yfir því að Bandaríkin krefj-
ist skilyrðislausrar uppgjafar.
,Við förum ekki fram á að
fá þumlung lands frá Norður-
Vietnam, né framsaLs nokkurs
manns, né breytinga á stjórn-
inni, né breytinga á sam-
bandi þeirra við önnur komm-
únistaríki. Það eina sem við
förum fram á er að þeir hætti
að skjóta aðra. Sé það ,>skil-
yrðilaus uppgjöf", skil ég ekki
málið.
Ég hef heyrt talsvert rætt
um út'þenslu. Vil ég minna
ykkur á að þetta er orð, sem
virðist eingöngu notað um
annan styrjaldaraðilann.
Kommúnistar hafa lagt tund-
urduflum í Saigon-fljótið. Fá-
ir mundu nefna það útþenslu.
Ef við tækjum upp tundur-
duflin þeirra og flyttum þau
til heimahaga þeirra, til Haip-
hong. yrði hrópað hátt um út-
þenslu.
Bandaríkin hafa engar her-
sveitir í Kambodíu —• það hef
ur hinn aðilinn. Við reynum
að koma á vopnalausu svæði.
sem væri undir eftirliti Al-
þjóða eftirlitisnefndarinnar.
Þessu neitaði hinn aðilinn og
sendi öflugt herlið inn á þetta
hlutlausa svæði. Var þetta
ekki útþensla?
Ég sá yfirlýingu frá Hanoi
fyrir nokkru þar sem Banda-
ríkin eru sökuð um að hafa
með loftárásum sínum á Norð
ur-Vietnam drepið 500 ó-
breytta borgara á fyrstu sex
mánuðum ársins 1967. Það vill
svo til að þetta er nokkurn
veginn sama taila og fjöldi
þeirra borgara Suður-Viet-
nam, sem rænt var eða voru
myrtir meðan á kosningaund-
irbúningi stóð í tilraunum
kommúnista til að spilla kosn
ingunum.
Það var lítið vitnað í þær
árásir á óbreytta borgara sem
útþenslu.
Svo við skulum taka þess-
um málum með varúð. Það
sem við sækjumst eftir er að
draga úr hernaðaraðgerðum,
og ótal sinnum höfum við
reynt, bæði með orðum og
gerðum, að draga úr styrjald-
araðgerðum til að sjá hvort
hinn aðilinn svaraði í sömu
mynt.
Til þessa hafa engin við-
brögð fengizt.
Lítið á hvað um er að vera.
f SuðuT-Vietnam eru 20 her-
fylki úr her Norður-Vietnam,
fjölmennt herlið frá Norður-
Víetnam á í höggi við 40 þús-
und þarlenda hermenn, skæru
liðar æfðir í Norður-Víetnam
og Kína herja í Norðaustur
Thailandi gegn thailenzkum
hermönnum. uppreisnaröfl í
Burma njóta aðstoðar frá
Kína, naumlega tókst að
hindra tilraun kommúnista til
að leggja undir sig Indónesiu.
Það verður að minnast þess
að kommúnistar Asíu eru fylgj
andi kenningunni um alheims-
byltingu, ekki aðeins í orði
heldur einnig í verki.
Gagnkvæmar tilslakanir er
tiltölulega einföld kenning.
sem margir eiga það til að
gleyma í viðræðum sínum.
Það er erfitt að skilja hvernig
annar aðilinn getur bundið
enda á styrjöld, hvemig ann-
ar aðilinn getur komið á
friði.
Ég held að gleggsta dæmið
sem ég get gefið ykkur um
skilningsleysi í viðræðum
margra á gagnkvæmni varði
hugmyndina um stöðvun loft-
tímatakmarbaðri stöðvun loft
árásanna. Ilinn aðilinn nei'tar
árósa. Hann segir að við
verðum að stöðva algjörlega
allar lofbárásir án nokkurra
gagnaðgerða frá hans hálfu.
Þið skuluð nú snúa þessu
dæmi við. Hugsið ykkur að
við gerðum það að skilyrði
fyrir þátttöku í friðarviðræð-
um að hinir hættu öllum
hernaðaraðgerðum í Suður-
Vietnam þótt við héldum á-
fram loftárásum á Norður-
Vietnam.
Flestir mundu segja að við
værum geðveikir, en þegar
hinn aðilinn ber fram sams-
konar tillögur, segja margir:
,.Þetta virðast skynsamlegar
tillögur. Af hverju fallist þið
ekki á þær“
„Semjið núna“ er vígorð,
sem oft heyrist. Ef einhver
gæti bent mér á einhvern
raunverulegan fulltrúa Norð-
Framh. á bls. 18
lög og rithöfundarnir fjórir
fyrir hreinskilni sína og gagn-
rýni, verða þau dregin fyrir
lög og dóm? Verða þau send
SJÚKDÓMS-
EINKENNI
¥ forustugrein í gær ber Þjóð
-*■ viljinn sig upp undan
dómunum í Sovétríkjunum,
ekki vegna þess, að hann beri
svo mjög fyrir brjósti andlegt
frelsi þar í landi og hag
menntamanna og rithöfunda,
heldur vegna hins, að „aftur-
haldsblöð“ muni fá „næringu
í síbyljuníð sitt um sósíalism-
ann“. Sem sagt gamla sagan:
það er leyfilegt að fremja
glæpi í nafni „sósíalismans“
bara ef þeir komast ekki upp.
Þótt Þjóðviljamenn viti það
kannski ekki ennþá, hafa aðr-
ir gert sér þess fulla grein,
þ.á.m. Nóbelsskáldið, að dóm-
arnir yfir menntamönnum og
rithöfundum í Sovétríkjunum
eru útbrot illkynjaðs sjúk-
dóms: kommúnisminn þolir
ekki frjálsa hugsun. Dómarn-
ir eru endanleg staðfesting á
því.
Við þekkjum þennan sjúk-
dóm frá dögum Hitlers, þegar
ýmist var þaggað niðri í öll-
um beztu rithöfundum Þjóð-
verja eða þeir flýðu land eins
og Tómas Mann og Stefan
Zweig. Allir þekkja örlög
Pasternaks, nú situr Tarsis í
útlegð og Daníel og Sinyavski
í þrælabúðum.
Og enn falla dómarnir.
Hitasóttin hefur ekki náð
hámarki — útbrotin stækka.
kommúnistar neita að horfast
í augu við meinsemdina
sjálfa; sovétkerfið sem Lax-
ness nefnir og Svetlana hef-
ur lýst á ógleymanlegan hátt.
Þjóðviljanum væri sama
um sjúkdóminn, ef útbrotin
sæjust ekki. Tilgangurinn
helgar meðalið var sagt á
miðöldum. Enn gæla nokkrir
landar okkar við miðaldirnar
í brjósti sínu. Það er í senn
hryggilegt og ósæmilegt-
ATVINNULEVSI
CJíðustu daga hefur verulegur
^ fjöldi fólks látið skrá sig
atvinnulaust í Reykjavík, og
er þar fyrst og fremst um að
ræða ófaglærða verkamenn,
en einnig nokkurn hóp manna
og kvenna úr ýmsum öðrum
starfsgreinum. Hér er um að
ræða mjög ískyggilega þróun.
Atvinnuleysi hefur ekki
þekkzt hér á landi um nær
þriggja áratuga skeið og
yngri kynslóðir þekkja það
einungis af afspurn.
Að vísu er ekki enn ljóst,
hversu alvarlegt þetta ástand
er, vegna þess að vertíðar-
störf eru ekki hafin, og af
þeim sökum hefur skapazt
nokkurt milibilsástand, en um
leið og vertíðarstörf hefjast
ætti fljótlega að koma í Ijós,
hvort hér er að skapast at-
vinnuleysi að nokkru ráði eða
hvort einungis er um tíma-
bundna erfiðleika að ræða.
Tvímælalaust hefur á sl.
ári orðið samdráttur í at-
vinnu og tekjum manna,
vegna þeirra miklu áfalla,
sem þjóðin hefur orðið fyrir,
stórfelld skerðing á aflamagni
og gífurlegt verðfall á ýmsum
þýðingarmestu útflutningsaf-
urðum okkar. En slíkir erfið-
leikar blikna þó við hliðina á
atvinnuleysisbölinu, ef það
skýtur upp kollinum á ný.
Þessi slæmu tíðindi ættu þó
að undirstrika nauðsyn þess,
að einstakir stjórnmálaflokk-
ar láti nú vera að gera til-
raunir til pólitískrar æfin-
týramennsku með verkalýðs-
samtökin að vopni, en styðji
í þess stað þá samvinnu, sem
á síðustu árum hefur skapazt
milli ríkisvalds, atvinnurek-
enda og verkalýðssamtaka á
ýmsum sviðum og er örugg-
lega bezt til þess fallin að
koma í veg fyrir, að atvinnu-
leysisvofan geri vart við sig
að nokkru marki hér á landi
á ný.