Morgunblaðið - 14.01.1968, Page 24
24
MORGUNBLAÐIfi, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1968
X
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Ég hef alltaf iðrazt þess, sem
gerðist þennan dag, hræsninnar
í sjálfri mér og afleiðingar henn
ar fyrir hana. Mánuðum seinna
útvegaði ég henni betri atvinnu
— það vaT einskonar þegjandi
afsökunarbeiðni mín til hennar.
En hún vissi aldrei af því. Ég
sá hana aðeins einu sinni eftir
þetta, og þegar það gerðist, lét
hún sem hún sæi mig ekki.
Mig hryllti við þessu lausa
herbergi, þegar ég sá það. f sam-
anfourði við Klaustrið og jafn-
vel herfoergið hjá ungfrú Mattie,
var það aræðilegt, og þegar ung-
frú Connor sagði mér, að þar
hefði ungfrú Weston búið, fór ég
að fyrirgefa henni strokið. Þarna
var sligað rúm, kommóða með
spegli, borð við rúmið og tveii
stólar, annaT þeirra ruggustóll.
Glugginn sneri út að húsagarði
og ég stanzaði þar og leit út.
Marguerite hlýtur að hafa stað-
ið þarna oft og litið út, fyrst
vonleysislega en síðan með vakn
andi von. Von um nýtt líf með
manninum, sem elskaði hana.
París. En þetta herfoergi hefði
varla fært henni mikla gleði eða
ánægju.
Þegar ég sneri mér við, leit
ungfrú Connor á mig. — Þú ert
þreytt, sagði hún. — Komdu
inn til mín og ég skal gefa þér
tefoolia. Það er þreytandi verk
að 'eita sér atvinnu.
Ég skammaðist mín æ meir,
því að þegar við komum inn í
hennar hehbergi, sem var lítið
stærra en hitt, setti hún upp te-
ketil á rafmagnstæki, sem var
í baðherberginu, en sdðan hljóp
hún út í búð. — Afsakaðu, að
ég yfirgef þig andartaka, sagði
hún, eins og móð. — Seztu bara
niður og hvíldu þig. Ég skai
ekki. Ég skal ekki verða lengi.
Ég var hætt við allt saman
þegar hún kom aftur, en þá
vildi hún ekki sleppa mér.
SA7/Yfcy/iBRAUÐL
smurt brauö|HÖLUHN|brauötertur
LAUGALÆK 6
)op/ö frá kl. 9 -23:30 9* SÍMI 30941-éo+næg bílastæöi(
Nýjung
ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR!
ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA
WOOD FREEMAN
SJÁLFSTÝRINGAR í allar stærðir fiskibáta. Hægt
er að tengja sjálfstýringuna við hvaða gerð stýris-
útbúnaðar sem fyrir er í bátnum. Auðveld niður-
setning.
Nákvæmasta og ódýrasta sjálfstýringin á mark-
aðinum í dag.
I. PÁLMASON HF.
Vesturgötu 3 — Sími 22235.
SLÖKKVITÆKI
Kidde
Dufttakl
Vatntlokl
FroButaki
Kolsýrutakl,
VelJIS þá staerð og gerS slökkvitækja, sem hæfa þeim tegund-
Ultl eldhættu sem ógna yður. Við bendum sérstaklega á þurr-
duftstæki fyrir alla þrjá eldhættuflokkana. A flokkur: Viður,
pappír og föt. B flokkur: Eldfimlr vökvar. C. flokkur: Rafmagns-
eldar. Gerum einnig tilboð i viðvörunarkerfi og staðbundin
slökkvikerfi.
I. Pálmason hf.
VESTURGATA 3 REYKJAVlK SlMl 22235
ELDURINN
••••eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
GERIR EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR
— Vertu ekki að þessari vit-
leysu ,sagði hún. — Ég ætla að
sjóða þér tvö egg. Þau eru sað-
söm og standa undir og eru
styrkjandi. Þú getur hvílt þig i
rúminu mínu, meðan ég er að
því.
Það gat ég ekki gert. Ég
skammaðist mín alveg niður í
tær fyrir þetta fantaforagð. Ég
settiist í stól meðan hún tók lamp
ann af borðinu og breiddi hreint
handklæði á það. — Það ei
langt síðan ég hef haft nokkurn
félagsskap, sagði hún. — Margue
rite leit stundum inn til mín.
Einn sunnudagsmorgun eldaði
ég síld handa henni. Guð minn
góður, hvað mér finnst langt orð
ið síðan.
Já, það var langur tími — ára-
tugar einmanaleiki. Engin furða
þótt hún yarðveitti minninguna
um þetta, sem hún hafði komizt
næst ævintýrinu.
— Ég man efti, að ég fylgdi
henni aí stað, sagði hún. — Hún
var nú ekki foeinlínis lagleg, en
hún var það þann dag. Ég grét,
af því að ég kveið þessu hennar
vegna, en 'hún faðmaði mig að
sér og sagði mér, að hafa engar
áhyggjur. Hún mundi giftast
honum undir eins og konan hans
fengi skilnaðinn, og hún skyldi
skrifa mér oft. Auðvitað skrif-
aði hún mér aldirei. Og hvað
var líka um að skrifa.
— Og þú hefur aldrei séð
hana síðan?
— Aldrei — hvorki séð né
heyrt. Ég hef oft legið í rúm-
inu mínu og brotið heilann um,
hvað af henni hafi orðið. Hún
var ekki maður til að sjá sjálfri
Nú hvarf mér öll trú á það,
að Weston-stelpan og Bessie
væri ein og sama manneskjan.
Ef nokkuir manneskja var til,
sem gat séð sjálfrd sér farborða,
þá var það Bessie.
Ég píndi í mig góðgjörðunum,
Ég hef nú þá trú að það verði rólegur dagur í dag.
og meira að segja súkkulaðikexi
líka, sem ég vissi, að voru óhófs-
vara hjá henni, og loks hallaði
ungfrú Connor sér aftur í sætinu
og leit á mig með ánægjusvip.
— Það er ekkert, sem getur hert
upp hugann í manni eins og góð-
ur matur, sagði hún.
Það leið dálítil stund áður en
ég gat komið henni aftur að
Marguerite og myndinni af
henni, og næstum enn lengri
stund éður en hún gat fundið
myndina. Þegar hún loksins
fann hana, fór hún með hana að
lampanum — því að nú var orð-
ið dimmt — og athugaði hana.
— Hún er ekki sérlega góð,
sagði hún. — Ég var með eina
þessa dollar-myndayél og tók
myndina hérna úti í húsagarðdn-
um. Og hún var í nýjum kjól.
Stvo rétti hún mér löksins
myndina og ég leit snöggvast á
hana og samstundis fannst mér
herbergið hringsnúast fyrir aug
unum í mér. Ég rétti út hönd
til þes að halda jafnvæginu, en
ungfrú Connor greip mig í fall-
inu. — Leggstu út af andartak,
sagði hún. — Líklega hefurðu
borðað of hratt.
— Nei, þetta var ekkert,
sagði ég. — Kannski ég sé bara
Bréfaskóli SÍS & ASÍ
veitir sífellt hundruðum manna aðstoð við að auka
víðsýni sína, hæfni og þekkingu á sviðum landbún-
aðar, sjávarútvegs, verzlunar og viðskipta, erlend-
ar málakunnáttu, margvíslegra félagsfræða, svo og
almennra fræða, m.a. eðlisfræði, stærðfræði og
móðurmálsins, auk margs annars.
Alls 35 námsgreinar og fleiri í undirbúningi.
Tómstundir frá vinnu eru dýrmætar, — enn dýr-
mætari ef þér notið þær til heimanáms.
Bijðið um kynningarbækling skólans.
Innritizt, því fyrr, því betra. Innritun allt árið.
Skóli inn á hvert heimili.
Velkomin til náms.
Bréfaskóli SÍS & ASÍ, Sambandshúsinu, Reykjavík.
BLAÐBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverfi
Laugavegur neðri — Laugavegur efri —
Sjafnargata — Hverfisgata II — Seltjarn-
arnes — Melabraut — Hagamelur.
Talið við afgreiðsluna i sima 10100
ptot$atitM&M$»
þreytt. Ég ætla að leggja mig út
af rétt sem snöggvast.
Þá hætti herbergið að snúast.
Ég sá hana táka myndina og
koma henni fyrir, og mér tókst
að kveikja mér í vindlingi. Ég
bauð henni meira að segja einn,
en hún afþakkaði. — Þetta er
svo dýrt, sagði hún, — og ég er
orðin of gömul til að fara að
byrja á því. Hvernig liður þér
nú? Ertu skárri?
Ég komst einhvern vegmn í
burtu. Ég tók alls ekki eftir litla
manninum handan við götuna.
Mér datt alls ekki í hiug, að
Hopper væri líka á höttunum
eftir Weston-stelpunni, og væri
að hafa auga með ungfrú Conn-
or. Ég var ek'ki viss um annað
en það, að ég hefði ráðið giátuna,
og það á átakanlegasta hátt:
Morðið á Don, vitneskju Bessie,
morðtilraunina við hana, jafn-
vel flótta hennar — ef það þá
var flótti. Mér fannst ég meira
að segja vita, hvaða kona það
var sem hitti Maud í leikhúsinu,
þarna um kivöldið, þegar hún dó.
Ég skalf rétt eins og með hita-
sótt, þegar ég stig út úr lestinnL
Gus tók eftir þessu, og hann
var með áhyggjusvip þegar
hann dúðaði mig í teppi. —
Betra að fara í rúmtið þegar þér
komið heim, sagði ’hann. — Yðiur
Kcmíeú’s
Nýjung
Buxnabelti, sérstaklega
aetluð undir sokkabuxur
mjaðmabelti
buxnabelti
teygjubelti
brjóstahaldarar,
stuttir og síðir
Allar stærðir
0 og gerðir
Vesturgötu 2 - Sími 13155