Morgunblaðið - 18.01.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1968
Verkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar
að kynna verk Kokkonens sem fyrst
JOONAS Kokkonen, finnska
tónskáldið, sem að þessu
sinni hefur hlotið tónsmíða-
verðlaun Norðurlandaráðs
fyirr þriðju sinifóníu sína, er
fæddur 13. nóvemiber 1921.
Jafnframt háskólanámi. sem
hann lauk með fil. mag,-
prófi 1948, var hann við nám
í Sibe liusar-a kademí un ni í
Helsingfons og lagði aðallega
stund á píanóleik. Hann braut
skráðist þaðan 1049, og um
svipað leyti gerðist hann kenn
ari við akamedíuna í tónlist-
arsögu og tónfræði.
Allan fyrri hluta þessarar
aldaT lifðu ung finnsk tón-
stoáld í stougga Sibeliusar.
Hvenær sem finns'k tónlist
var nefnd, að minnsta toosti
utan Finnlands ,toom mönn-
um nafn hans í hug og fá
nöfn önnur. Svo mikill og
snjall var rómur þessa skálda
jöfurs. Samt hafa allan þenn
an tíma starfað í Finnlandi
mörg atlhyglisverð tónstoáld,
og á síðustu áratugum hafa
nokkur þeirra orðið víðkunn
um Norðurlönd. Eitt Þeirra
er Joonas Kekkonen.
Hann mun ekki hafa verið
neitt undrabarn, og það er
ekki fyrr en siðasta áratug-
inn eða svo sem hann hefur
orðið verulega áberandi í
finnsku tónlistarlífi. En síðan
hefur stjarna hans farið stöð
ugt hækkandi, og mun nú
engum blandast hugur um,
að hann er meðal hinna allra
merkustu tónstoálda, sem nú
starfa á Norðurlöndum. Nú í
dag hefur tónlistardómnefnd
Norðurlandaráðs látið uppi
álit sitt um það. Og áður hef
ur honum hlotnazt sá heiður
í heimalandi sínu að vera
kjörinn félagi Finnsku aka-
demiunnar.
Joonas Kokkonen hefur
samið tónverk margra teg-
unda: sinfóníur, kammer-
músík og sönglög meðal ann-
ars, en sá er þetta ritar er
kunnugur aðeins fáu af því.
En því minnisstæðari eru þau
tvö verk hans, sem hér hafa
verið flutt, á tónlistarhátíðun
um 1954 og nú í haust. Árið
1954 var Kokkonen enn lítt
kunnur utan heimalands síns,
og fáir íslendingar munu hafa
vitað nokkur deili á honum.
En píanókvintett hans, sem
hann flutti hér sjálfur ásamt
íslenzkum strengjaleikurum,
gaf ótvíræða bendingu um að
hér væri á ferðinni höfundur,
sem vert væri að fylgjast
með. Og síðan hygg ég megi
segja, að hann hafi vaxið með
ári hverju. Á tónlistarhátíð-
inni í haust sem leið vakti
verk hans, er bar nafnið Sin-
fonia da camera, óskúata at-
hygli áheyrenda, og margir
munu hafa talið það meðal
hins allra merkasta ef ekki
það allra merkasta, sem dag-
skrá hátíðarinnar hafði að
bjóða. Verkinu, sem nú færði
honum NorðurlancVráðs-verð
launin er ég því miður ekki
kunnugur. En verðugt verk-
efni fyrir Sinfóníuhljémsveit
ina okkar væri að toynna ís-
lenzkum áheyrendum það við
fyr.stu hentugleika. Og raun-
ar væri skemmtilegt, ef sú
hefð gæti komizt á, að verð-
launaverk Norðurlandaráðs
yrðu kynnt jafmharðan á öll-
um Norðurlöndum, ef þess
er nokkur toostur.
Joonas Kokkonen
Finnar og Íslendingar
standa höllum fæti í keppn-
' inni um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, vegna þess
að hinir þjóðirnar skilja ekki
mál þeirra. Um tónlistina er
þessu á annan veg farið, og
nú hafa tónlistarverðlaunin
fallið í hlut Finna. Er þetta
mikil viðurkenning, ekki að-
eins fyrir tónstoáldið Joonas
Kokkonen persónulega, held-
ur einnig fyrir finnska tón-
menningu almennt. ,
Jón Þórarinsson.
Sannleikur og staðreyndir
Fáein atriði um skáldskap
Per Olof Sundmans
PER Olof Sundman, sem
hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs að þessu
sin/ni, er fæddur í Waxholm í
Svíþjóð 4. septermher 1922.
Barn að aldri fluttist hann til
Stokkhólms og átti þar heima
fram á fullorðinsár, en síðan
tók hann sig upp ásamt konu
sinni og settist að í Jámt-
landi í Norður-Svíþjóð þar
sem þau hjónin hafa til
skamms tíma rekið fjalla-
hótel .
Þar bjó Sundman, þegar
fyrsta bók hans, smásagna-
safnið Jágarna kom ú.t. Sjálf-
ur hefur Sundman alla tíð
lagt áherzlu á mikilvægi
þeirra áhrifa er víðáttan og
snævi þakið fjallalandslagið í
Jámtlandi hafa haft á við-
horf hans og skáldskapariðk-
un: „f strjálbýlinu ... er hægt
að öðlast heildarsýn yfir ör-
lög hvers einstaklings, þar
eru meiri mögulei'kar á að
geta brotið til mergjar að-
stöðu hans í manniegu sam-
félagi“, segir hann. En búferla
flutningurinn opnaði líka
augu Sundmans fyrir öðru
mikilvægu atriði sem hefur
orðið afdrifaríkt fyrir hann
sem rithöfund: hin ólíku
sjónarhorn, sem hver atburð-
ur, hver sannleikur, er und-
ir orpinn, hvernig sannleik-
urinn og það sem við höldum
að sé óyggjandi veruleiki,
breytist eftir því hvaðan
hann er séður og hver lítur
hann, eða segir frá honum.
Og Sundman hefur komizt að
þeirri niðurstöðu í bókum
sínum, að staðreyndir segi
okkur í rauninni ekkert um
þau sannindi sem í þeim fel-
izt, því að undir þeim leyn-
izt eitthvað nýtt, og en-n nýtt.
Aðeins yfirborðið er nokkurn
veginn óyggjandi. í bók
sinni Tvá dagar, tv& nátter
stendur þetta:
„Stundum langar mann að
vita hvað einhver annar er
að hugsa eða brjóta heiiann
um.
Maður getur auðvitað spurt
hann að því.
Kannski svarar hann. Þar
fyrir veit maður ekki hvað
hann er að hugsa — eða hvað
hann er að brjóta heilann um.
Maður veit aðeins hverju
hann svarar“.
Raunhlítur, hlutbundinn
frásagnarháttur Sundmans
er því að öllu leyti í sam-
ræmi við þetta grunvallar-
viðhorf hans. Hann hefur
með tímanum náð ótrúlegri
ieitoni og jafnvægi í stíl, þar
sem ekkert virðist ofsagt, en
lesandinn verður lika að hafa
sig ailan við, því að hvert
einaista smáatriði verður
þan.nig ómissandi hluti heild-
armyndarinnar.
ísienzkir lesendur hafa
kannski gaman af að vita, að
sænski gagnrýnandinn, C. G.
Bjurström, hefur bent á
tengsl milli stíls íslendinga-
sagnanna og stíls Sundmans.
Tvær bækur Sundmans
voru skáldsögur, Undersökn-
ingen kom út árið 1958 og
Skytten árið 1960, og gerast
báðar í Norður-Svíþjóð. Und-
ersökningen byggist á sann-
sögulegum atburði og lýsir
viðleitni eftirlitsmanns áfeng-
isvarnarnefndar þar nyrðra
til að fá úr því skonið, hvort
forstjóri stóriðju þar á staðn-
um sé áfengi-ssjúklingur eða
ekki. Eftirlitsmaðurinn komst
að þeirri niðurstöðu ein.ni, að
eftirgrennslanir gátu á engan
hátt gert honum kleift að fá
úr því skorið heiðarlega og
afdráttarlaust, hvernig ástatt
var um manninn; þótt hægt
sé að rekja trúverðuglega yf-
irheyrzlur og rannsóknir, er
gersamlega ókleift að komazt
að óyggjandi niðurstöðu, við
vitum aldrei -nema við fær-
umst æ fjær þeim sannleika
sem við erum að leita að.
Niðurstaða verður því í raun-
inni engin, skilingur okkar
á náunganum getur aldrei
orðið endanlegur eða afdrátt
arlaus þrátt fyrir allar þær
staðreyndir sem við höfum í
höndum.
Með skáldsögunni „Expedi-
tionen“ sem toom út árið
Per Olof Sundman
1962, aflaði Sundman sér
einnig frægðar erlendis. Bók
in var þýdd á frönsku og
hlaut mikið lof gagnrýnenda
þar í landi og var síðan þýdd
á fjölmörg önnur tungumál.
Þar með má segja að ísinn
hafi verið brotinn og mun ó-
hætt að fullyrða. að ný bók
frá hendi Sundmans þyki tíð
indi meðal bókmenntafólks í
Evrópu. Fram að þessu hafði
sögusvið Sundmans verið
Norður Svíþjóð, Expeditionen
gerist hins vegar í Afríku.
Sagan byggir að notokru á dag
bó'karbrotum Stanleys úr leið
angri hans inn í frumskóga
Afríku til að leita Kanji
pasja, leiðangursmanns sem
horfið hefur inn í frumskóg-
ana og etoki skilað sér aftur.
Eftir því sem líður á bókina
verður þó takmark þessa leið
angurs æ hverfulla; leiðang-
urinn verður að lokum tak-
mark í sjálfum sér, og sam-
skipti milli manna í þessu
einangraða samfélagi verður
höfuðviðfangsefnið. Sögumenn
eru tveir, annar hvítur yfir-
maður, um uppruna hins
verður það eitt vitað, að hann
er ekki hvítur, hann starfar
sem túlkur leiðangursins og
stundum gefa þessir tveir sögu
menn lesandanum hver sína
mynd af sama atburði og ber
þá vitanlega etoki saman, en
oftast fer svo, að gerólík við
horf þeirra ráða söguþræði.
En leiðangurinn sem er orð-
inn takmark í sjálfu sér og
endar í rauninni aldrei, sýnir
þó að lokum að þessir ólíku
fulltrúar mianntoyns og sam-
féla.gs standa jafnir að vígi:
enginn á þess kost að snúa
við, allir verða þeir að seigl-
ast og halda áfram göngunni.
Þanni.g eru þeim sett hin
sömu mannlegu kjör.
Mér hefur því miður ekki
enn gefizt kostur að kynna
mér nýjustu bók Sundmans,
þá er nú hefur verið verð-
launuð. Hún heitir Ingenjör
Andrées luftfárd. Eins og í
Expeditionen byggir Sund-
man þessa sögu sína á sann-
sögulegum atburði. Sumarið
1897 héldu þrír menn til á
SpitZbergen og hugðust ná til
norðurpólsin.s í loftbelg.
Hörmuleg afdrif þessara
manna eru flestum kunn, en
á dagbókarbrotum sem fund-
ust árið 1933 byggir Sund-
man sögu sína. Hann hefur
unnið að henni í þrjú ár,
kynnt sér allt um loftbelgi
og aðstæður þær sem leiðang
ur Andrées bjó við og erfið-
lei'ka sem hann varð að greiða
fram úr. Meðan bókin var
enn í samningu las ég viðtal
sem sænskur blaðamaður átti
við Sundman. Orð Sundmans
verð ég að tilfæra eftir minni,
en þau voru eitthvað á þessa
leið: Mig langaði til að vita
hvaða afl það væri sem ræki
manninn út í svo gersamlega
vonlaust og háleitt fyrirtæki.
Svava Jakobsdóttir.
- MINNING
og síðar á Þingvöllum, undi hún
sér vel innan um blóm og gróð-
ur í faðmi íslenzkrar náttúru.
Á yngri árum stundaði hún mik
ið útilíf, einkum sund, og ég
minnist margra ánægjustunda
með þessari góðu frænku, þegar
ég kom fyrst til höfuðborgar-
innar, unglingstelpa, til þess að
keppa á sundmóti. Hún hafði
lifandi áhuga á öllu, sem við
unga fólkfð vorum þá að fást við
og var félagi okkar í starfi og
leik. Tvívegis dvaldi Lára vestan
hafs með sonum sínum sem þar
eru búsettir og naut þess að
vera með ættfólki sínu þar og
kanna ókunna stigu. Hlýhugur
margra fylgir hinni greindu og
glæsilegu konu burt úr þessum
heimi, og ég veit að ég mæli
fyrir munn fjölda frænda og
vina, er ég flyt henni að leiðar-
lokum innilegar þakkir fyrir vin
áttu og tryggð. Sjálf þakka ég
henni órofa vináttu og góðvild
við móður mína og okkur öll og
lýk kveðju minni með orðunum,
sem Lára sjálf valdi, er hún
skrifaði um móður sína látna:
„Orðstír deyr aldregi hveim
sér gó’ðan getr“.
Börnum hennar votta ég ein-
læga samúð og bið þessarar
góðu og gáfuðu frænku minnar
blessunar guðs í nýjum heim-
kynnum.
Anna Snorradóttir.
VIÐ sátum við sjúkrabeð þinn,
og vonuðum, að kallið mikla
kæmi ekki nú í þetta sinn.
Þá opnuðust dyrnar og sonar-
dóttir þín kom ixm, með soninn
sinn litla á arminum. Þá færð-
ist eins og bros um varir þínar,
og kærleikurinn, sem þú barst
til allra þinna afkomenda, skein
á andliti þínu, um leið og þú
horfðir í saklaus barnsaugun, og
straukst hendi um höfuð og litl-
ar hendur.
En sú kennd, sem er háleitust
í fari hverrar móður, er ástin til
barna hennar, og þá kennd átt-
ir þú í ríkum mæli.
En kallið kom, og nú ert þú
horfin okkur, og margt höfum
við að þakka frá liðnum árum,
er þú í önn dagsins gazt ætíð
stutt okkur með ráðum og dáð,
og boðið til dvalar á heimili
þínu.
Hönd þín var styrk til starfs-
ins, og mikið var einnig sálar-
þrek þitt, og kjarkur í baráttu
lífsins.
Miklu dagsverki er lokið, en
sæll er sá, sem vinnur á meðan
dagur er.
Minninguna um þig munum
við geyma í hjörtum okkar, og
bi'ðjum þér blessunar Guðs á
landi lifenda.
Systur þínar.
AUGLVSINGAR
SÍMI 22.4*80