Morgunblaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 196«
Hverfisgötu 103.
Símj eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Haffstætt leigugjaid
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
SPftRlfl TlMA
FYRIRHQFN
RAUÐARARSTIG 31 SÍMI 22022
Nýr sími
23-222
SENDIBILAR HF.
Einholti 6.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
it Hnupl í búðum
Raftæknibaslari skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mjög algengt kvað vera
hnup.1 í sölubúðum og þá sér-
staklega kjörbúðum. í búð einni
þar sem lítil smjörstykki lágu
áður fyrr frammi fyrir við-
skiptavininn til þess að láta í
körfu sína eru þau nú höfð á
öruggum stað, og þarf sérstak-
lega um þau að biðja. Ástæð-
an sú að svo miklu var stolið.
Á að trúa því að hér á landi
séu mjög miklir örðugleikar á
að reka nýtízku-kjör'búð, vegna
ófrómleika nokkurra viðskipta-
manna?
it Sjónvarpsraf-
magnsaugu
Við þessu á að vera .hægt
að sporna. Heyrt hefi ég að á
markaðnum erlendis séu tjl
fjarstýrð sjónvarps-rafmagns-
augu, sem nota má til þess að
fylgjast með frómleika við-
skiptamanna í kjörverzlun úr
herbergi inn af verzluninni.
Vissulega væri það athugnar-
FÉLAG ISLENZKRA
HLJÓMLISTARMANNA
ÓÐINSGÖTU 7.
IV HÆÐ
OPIÐ KL. 2—5
, SiMI 20 2 55
'Lilvecjum affilonar nuíóíL.
vert í hve mikinn kostnað væri
leggjandi til þess að afla slíks
öryggisbúnaðar, einnig í hve
mikinn annan kostnað mætti
leggja til vörugæzlu í búðum.
Einnig tel ég að þyngja beri
viðurlög við smáþjófnuðijm.
Þung voru áður fyrr viður-
lög vegna sauðaþjófnaðar, en
ef það kemur í ljós við rann-
sókn að þetta sölubúðahnupl
stendur nútíma verzlunar-
rekstri alveg fyrir þrifum, er
þá ekki komið að svipuðum að-
stæðum og hér áður. Sauða-
þjófnaður stóð áður fyrr bú-
rekstri fyrir þrifum, en nú
stendur hnupl verzl.unarrekstri
fyrir þrifum.
Á að grípa til hliðstæðrar
refsilöggjafar í þessum tveimur
tilfellum, um það verður réttar-
gæzlan að segja. Að minnsta
kosti verður að grípa til ráðstaf-
ana sem tryggja almenningi
nýtízku verzlunarþjónustu.
Raftæknibaslari“.
it- Engin óvitlaus
móðir
Þá hefur Velvakanda bor-
izt bréf frá Guðrúnu Jacobsen;
svar við bréfi húsmóður á Nes-
inu, sem birtist hér í fyrrádag.
Er bréfið á þessa leið:
„Til húsmóður á Nesinu, sem
æskir leiðbeininga um hvernig
ná megi Valash-blettum úr
silki dama.sk munnþurrkum,
sem keyptar voru í Færeyjum í
leiðinni til Malorku.
s Kæra frú!
Engin óvitla'us móðir hengir
silki damask munnþurrku um
Mjólkurbú Flóamanna
Selfossi tilkynnir
Seljum klíðblandað undanrennuduft til fóðurs.
Verð kr. 23,50 pr. kg.
Mjólkurbú Flóamanna.
Nýtt — Nýtt
Setjið ósýnilegar skóhlífar á skóna yðar. Vorum að
fá nýtt vatnsverjandi efni á leðurskófatnað frá
Woly.
Ennfremur nýkominn gull- og silfuráburður.
Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar,
Lækjargötu 6.
Ltsala - kvcntöskur
Útsala á kventöskum — innkaupatöskum
töskum og skóiatöskum hefst í dag.
Mikill afsláttur.
skjala-
Hljóðfærahús Reykjavíkur, leðurvörudeild,
Laugavegi 96.
hálsinn á hlaupandi, sprikk-
landi, hoppandi eða skoppandi
óvita með gosdrykki, sem lita
út frá sér, í höndunum .
Hún notar pappírsþurrkur
eins og Guðrún Á. Símonar.
Vinsamlegast,
Guðrún Jacobsen.
it Ekki eru allar
grannvaxnar konur
léttar í dansinum
Enn berast bréf um dans-
inn. í dag birtum við eitt, frá
grannvaxinni dömu á Eski-
firði:
Velvakandi.
Viltu gera svo vel að koma
þessum línum á framfæri fyrir
mig. Föstudaginn 19. janúar
skrifar einn ihaldssamur, að
hann vilji ekki dansa við ein-
hverja „hlussu", eins og það
þyrfti endilega að vera þrek-
vaxinn kona og dyrgjuieg, sem
byði ihonum upp í dans. Er mað-
urinn kannski þannig gerður,
að engin önnur gerð kvenna
legði í það að stíga dans við
hann? En svo mætti hann líka
athuga, að ekki eru allar grann
vaxnar konur léttar í dansin-
um. Ef fólk fer á ’böll, fer það
til að dansa, býst ég við. Og
hvers vegna Skyldi þá eiga að
strika út þær konur af list-
anum, sem ekki hafa kyn-
bombu vaxtarlag? Ef konur eru
dónailegar á böHum, þ.e. ef þær
neita dansi, þá eru karlmenn
ekker.t síður ókurteisir. Þeir
bjóða oft upp m'eð því einu'
að banlka í bakið á dömunni og
arka síðan af stað. Eða þeir
koma áleiðis og gefa bendingu,
sem daman veróur svo að ráða.
Sitji fleiri dömur sam-an er oft
ekki gott að vita hverri herr-
ann var að sýna slíkan heiður.
Fáir herrar fyl'gja svo dömunni
kurteislega til ‘baka að dansi
loknum.
Það þykir ókurteisi af kon-
um að neita, er þeim er boðið
upp. Því skyldu þær ekki náða
því við hverja þær dansa? Þeir
velja. Því skyldu þær ökki gera
það líka? Heldur „íhaldssam-
ur“ að konur geti ekki komiz.t
á „séns" (eins og hann orðar
það) nema þær bjóði upp?
Hvers vegna skyldu þeir hafa
réttinn? Ekki langar þær til að
Kælir óskast
Uppl. í síma 23472.
uansa vio aiia Karimenn,
bjóða þeim upp.
Ein grannvaxin,
Eskifirði.
Væri ekki hægt að
biðja litameistar-
ann að gera aðra
tilraun?
Skarphéðinn Jóhannsson,
arkitekt, skrifar:
Velvakandi:
í framíhaldi af bréfi mínu um
daginn um nýjan lit á strætis-
vagnana og svari Eiríks Ás-
geirssonar forstjóra, langar mig
að geta þess til fróðlei.ks og síð
ari eftirbreytni, að írar fengu
fyrir nokkrum árum færustu
„designers" á Norðurlöndum,
þeirra á meðal Áke Huldt,
Erik Herlöw og Kai Franc, til
þess að gera tHlögur um útlit
og gerð nýrra strætisvagna, þar
á meðal liti þeirra. (Reyndar
gerði þessi hópur ýmislegt ann-
að fyrir íra, því þeirra starf
var fyrst og fremis.t að leggja á
ráðin um endursköpun listiðn-
aðar þar í landi, og þáðu að
launum írskt „coffee" eftir því
sem einn þeirra sagði mér, en
þetta er nú önnur saga).
Sem sagt, írar seildust heldur
lengra en Strætisvagnar
Reykjavíkur virðast hafa gert.
Drottinn minn dýri! eftir ÖH
þessi ár fáum við nýja vagna
sem eru mosagrænir að neðan,
Ijósir að ofan, þá tvö bönd,
annað rautt, hitt blátt!
Væri ekki hægt að biðja lita-
meistarann að gera aðra tH-
raun? Ætli Eiríkur hafi ekki
tekið .litmyndir af strætisvögn-
um í London, Kaupmannahöfn
og Stokkhóimi? Þessari spurn-
ingu er óþarfi að svara. Mér
þykir leitt að vera að agnúast
þetta við Eirík, þann ágæta em
bættismann. Hann getur verið
alveg rólegur, að aknenningur
mun líta nýju vagnana mildum
augum, eins o.g hann fer fram
á, því allt fegurðarskyn virðist
horfið veg allrar veraidar hjá
íslending'um aknennt.
Það eina, sem ég vona úr
þessu er, að þeir í Kópavogi
geri betur með sína vagna í
vor, og væri það bel'v ... hart
fyrir okkur hér á malbikuðu
götunum að horfa uppá slíkt.
Þetta mál er útrætt af mér.
Velvakandi, aftur á móti þarf
ég að minnast á annað mál síð-
ar, ef þú vildir igefa mér rúm
í dálkum þínum.
Skarphéðinn Jóhannsson,
arkitekt.
Eiríkur Ketilsson, Vatnsstíg 3.
Útsala
telpnakápur, telpnabuxnadragtir og kjólar.
Verzlunin Kotra
Skólavörðustíg 22 C. — Sími 17021.