Morgunblaðið - 01.02.1968, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1963 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SPARNAÐUR ER ÓHJÁKVÆMILEGUR egar útflutningsverðmæti lítillar þjóðar minnkar um allt að % hluta á einu ári, sætir það vissulega engri furðu þó að slíkt segi til sín í þjóðfélagi hennar. Þetta er það sem fyrst og fremst hef- ur gerzt í hinu íslenzka þjóð- félagi. Þess vegna á útflutn- ingsframleiðslan við mikla erfiðleika að etja. Hefur hið opinbera reynt eftir föngum að gera ráðstafanir til stuðn- ings atvinnuvegunum. En þegar hyrningarsteinn bjarg- ræðisveganna, og efnahags- lífsins, sjávarútvegurinn, verður fyrir slíku áfalli verð- ur auðsætt að erfitt verður um vik að veita fulla hjálp. Það er frá sjávarútveginum og fiskiiðnaðinum, sem meg- inhluti aflafjár þjóðarinnar kemur á hverjum tíma. Engu að síður verður að vona að útflutningsframleiðsl an komizt nú í fullan gang og að þar með dragi úr því atvinnuleysi, sem gert hefur vart við sig víðsvegar um land áður en vetrarvertíð hófst að fullum krafti. En auðsætt er að það er ekki nóg að hið opinbera geri ráðstafanir til stuðnings at- vinnuvegunum. Fleira verð- ur til að koma. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hið opin- bera, ríkið og bæjarfélög hefj ist nú þegar handa um veru- legan sparnað. Það er óhjá- kvæmilegt að draga úr ríkis- útgjöldum og einnig úr út- gjöldum bæjar- og sveitarfé- laga. Þegar ríkustu þjóðir heims, eins og Bretar og Bandaríkjamenn hefjast handa um víðtækan sparnað til þess að rétta efnahag sinn við, eða treysta hann, ætti það að liggja í augum uppi, að smáþjóð, eins og við ís- lendingar ættum ekki að veigra okkur við að grípa til alíkra ráðstafana. íslenzka þjóðin verður að gera sér Ijóst, að hið geysilega afurða verðfall og minnkun fram- leiðslu á sl. ári hefur skapað neyðarástand í landinu. — Á erfiðleikunum verður ekki sigrast nema að þjóðin mæti þeim með manndómi og festu Þess vegna er óhjákvæmilegt að draga saman seglin á ein- stökum sviðum. Sparnaði hjá ríki og sveitarfélögum á að vera hægt að haga þannig, að hann bitni lítt eða ekki á at- vinnulífi og allra nauðsynleg ustu framkvæmdum. Vitanlega er mikið af út- gjöldum ríkisins og bæjar- og sveitarfélaga lögbundið, þannig að erfitt er að koma I við skjótum sparnaði nú þeg ar. Vera má að nauðsynlegt sé að breyta ýmiskonar lög- gjöf, og þá verður að gera það. Það ástand, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir er svo sérstætt að því verður að mæta með hiklausum og raunhæfum ráðstöfunum. En það er ekki nóg að hið opinbera spari. Einstakling- arnir, þjóðin í heild, verður að gera sér ljóst, að hún verður að gæta meira hófs í eyðslu og útgjöldum en hún. hefur gert í góðæri síðustu ára. Þetta á að vera hægt án þess að nokkur líði skort. Atvinnurekendur verða einn ig að gæta aukinnar hag- sýni í rekstri fyrirtækja sinna, hvort heldur er til lands eða sjávar. Hyggileg meðferð erlends gjaldeyris er einnig mjög þýðingarmik- il eftir að dregið hefur svo verulega úr útflutningnum, sem raun ber vitni á sl. ári. Aðalatriðið er að allir legg- ist á eitt. Þessi litla þjóð hef- ur á undanförnum árum byggt upp bjargræðisvegi sína af stórhug og dugnaði. Hún á nú betri og fullkomn- ari framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Þess vegna hefur hún að mörgu leyti góð skilyrði til þess að sigrast á erfiðleikunum. Höfuðkapp verður að leggja á að auka framleiðsluna og efla á alla lund. Það mun hafa í för með sér aukið at- vinnuöryggi og tryggari af- komu alls almennings. SENDIRÁÐS- SVÆÐI í ÓVINA- HÖNDUM Ch'ðustu tvo daga hafa her- ^ sveitir kommúnista í Suður-Víetnam gert víðtæk- ar árásir á flugvelli, her- bækistöðvar og ýmsa aðra staði jafnframt því sem fregnir berast af miklum liðssafnaði í norðurhluta landsins. Það er því Ijóst, að enn búa kommúnistar yfir miklum hernaðarstyrk, þrátt fyrir hið fjölmenna banda- ríska herlið í landinu og látlausar loftárásir á Norð- ur-Víetnam. í Sá atburður, sem vekur þó mesta athygli í hinum samfelldu árásaraðgerðum Spánska stjórnin vill stuðning Bandaríkjanna um yfirráð yfir Gibraltar SPÁNSKA stjórnin hefur borið fram mjög harðorð mót mæli við bandaríska sendi- ráið í Madrid í sambandi við heimsókn VI. fiota Banda- ríkjamanna til Gíbraltar um næstsíðustu helgi. Til þessa hafa engin skrifleg mótmæli komið fram, engir formleg- ir úrslitakostir, en spánska utanríkisráðuneytið hefur gert það eins ljóst og unnt er innan marka diplómat- iskra kurteisisvenja, að Bandaríkin verða að taka ákvörðun um að velja á milli Gibraltar eða spánskra hafna. VI. f loti Bandaríkj anna hefur siglt um Miðjarðarhaf- ið sl. 15 ár. Þessi skipatflöti er í aðalatriðum sjátfum sér nægur. Herskipin fá það, sem þau þarfnast frá mörg- um olíuflutningaskipum, sem flytja þeim eidsneyti, öðrum skipum, sem flytja þeim skot færi, en einnig fylgja þeim skip, sem eru fljótandi sjúkra hús svo og önnur skip, sem geta séð um hvers konar við- gerðir aðrar en þær, þar sem nauðsyn krefur. að skip fari í skipakvi til viðgerðar. Aðeins eitt vantar. Menn hafa ekki sömu þolgæði til að bera og skip, sem knúin eru kjarnorku og bandarískir sjómenn verða að £á að skreppa í land öðru hvoru. Eru það einkum borgirnar Barcelona og Palma de Mall- orca, sem notið hafa mikilla vinsælda bandarískra sjóliða í fríi. En Gibraltar er einnig á með al þeirra haifna, sem VI. flot- inn hefur heimsótt á Miðjarð arhafi. Stjórn Francos hers- höfðingja, hvött af atkrvæða- greiðslu þeirri, sem fór fram fyrir skömmu á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, krefst og rnun áreiðanlega halda áfram að kreifjast þess að Spánn fái yfirráð yfir Gi- braltar. Enda þótt Spánn hafi hvað . eftir annað boðizt til þess að ábyrgjast réttindi íbúa Gibraltar og gert Bret- um ríkmannlegt boð fyrir hin ar gamaldags herbækistöðv- ar þeirra í þessu gamla vígi, virðist brezkia stjórnin samt sem áður ekki vera því fylgj- andi að gefa í neinu eftir varðandi hina mikilvægu dei'lu um yfirráðin yfir Gi- braltar. Haft er eftir diplomatisk- um heímildum í Madrid, að spánska stjórnin haifi verið að reyna að fá Bandaríkjastjórn til þess að styðja kröfur sínar varðandi Gi'braltar. En bandaríska stjórnsn, sem er vinveitt bæði Spáni og Bret- landi, hefur ekki að ástæðu- lausu fylgt stefnu fullkomins hlutleysis í þessari deilu. Það er samt staðreynd, að sambúð Spánar og Banda- ríkjanna er með erfiðara móti um þessar mundir. Spönsk stjórnarvöld tóku ilia stefnu Johnsons um efna hagsleg höft. Blöðin, sem kunna etf til viil að hafa hlot ið hvatningu frá stjórninni, lýstu yfir reiði sinni vegna þess, að liönd eins og Grikk- tand og Finnland voru und- anþegin, á roeðan Spánn hlaut það, sem talin var ó- sanngjörn meðferð. Á það var bent, að Spánn hefur gert samning við Bandaríkin, þar sem Bandaríkjunum hef ur verið veitt heimild til þess að koma upp og við- hialda mik'ilvægum bækistöðv um á Spáni. Slíkur samning- ur ætti að áliti hins áhrifa- miklia dagblaðs YA að minnsta kosti að heimili Spánd vissan forgangsrétt nú, er landið á við talsverða eig- in efnahagsörðugleika að stríða. Samniingurinn milli Spán- ar og Bandaríkjannia um bækistöðvarnar verður tek- inn til endurskoðunar í sept- ember n.k. og enda þótt svo virðist, sem bandarískum stjórnvöldum sé umhugað um að halda þessum atriðum aðskildum, þá virðist það greinilegt, að Franco hers- höfðingi sé ákiveðinn í þ<ví að tengja þau saman og bæta því þriðja við, þ.e.a.s. Gi- braltar. TaLsmaður Bandaríkja- stjórnar hefur bent á, að deildir úr VI. flotanum hafi komiið til hafnar í Gibraltar með um það bil þriggja món aða mi'llilbffi sl. 15 ár bæði til þess að taka eldsneyti og Framh. á bls. 19 kommúnista er þó tvímæla- laust taka þeirra á svæðinu kringum bandaríska sendiráðið í Saigon, sem þeir héldu samfleytt í 6 klukkustundir. Með þeirri árás hafa kommúnistar stefnt að því að valda Banda ríkjamönnum alvarlegum álitshnekki og hefur ótví- rætt tekizt það. Kjarni baráttunnar í Suð- ur-Víetnam er kannski ekki fyrst og fremst hin hemað- arlega hlið hennar, heldur að vinna trúnað og traust bændafólksins í landinu. Á stuðningi þess velta raun- veruleg úrslit þessara átaka. í því skyni að vinna traust þessa fólks hafa hersveitir Bandaríkjamanna og Suður- Víetnama reynt að koma upp öryggiskerfi, sem tryggi bændaþorpin gegn árásum kommúnista. Þær tilraunir hafa gengið misjafnlega. En vafalaust munu bænd- urnir í Suður-Víetnam nú velta því fyrir sér hvert hald er í vernd Bandaríkja- manna, ef þeir missa jafn- vel sitt eigið sendiráðssvæði í hendur óvinarins. Styrjöldin í Víetnam er ekki venjuleg styrjöld. Það er löngu orðið ljóst og jafn- framt, að hernaðarlegir yf- irburðir munu tæpast tryggja hernaðarlegan sigur. En það er alla vega ástæða til að samfagna því með Bandaríkjamönnum, að þeim hefur þó tekizt að ná sendi- ráðssvæðinu sínu aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.