Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.1968, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968 Landkynning, sem sómi er að Ef til vill kann að þykja yfir- máta, að stinga niður penna til þess að skrifa um útgáfu daga- tala, þar sem slíkur straumur af dagatölum flöðir um hver áramót inn í flest fyrirtæki í landinu, að mörgum finnst nóg um og of langt gengið í þeim efnum, því í þessu sem öðru, kann að vera vandratað meðalhófið. Sá, sem þetta ritar, vill þó engan dóm leggja á slíkt, heldur minnast á eitt dagatal, dagatal Eimskipafé- lagsins, sem honum finnst bera af öðrum, enda þótt mörg daga- töl séu vel gerð og vel til þeirra vandað, bæði að því er viðvíkur myndavali og frágangi. Um áramótin barzt mér daga- tal Eimskipafélagsins fyrir árið 1968. Mér hefur myndaval og frágangur á dagatali Eimskipafé lagsins jafnan þótt takast vel, en þó mun óhætt að fullyrða, að ekki hafi áður tekizt betur en nú, enda eru myndirnar teknar af nafnkunnum ljósmyndurum. Það er annars orðið langt síð- an fyrsta dagatal Eimskipafélags ins kom út, líklega meira en 40 ár, og væri fróðlegt og skemmti- legt að geta rakið þróunarferil þess frá því fyrst það kom út, en félagið hefur jafnan verið brautryðjandi í útgáfu dagatals hér á landi. Því miður á ég ekki dagatöl félagsins frá fyrstu árunum, en á seinni árum hefi ég kappkostað að halda þeim saman og eignast á þann hátt gótt og fagurt myndaval ís- lenzkra landslagsmynda. Ég veit einnig til þess, að víða erlend- is eru dagatöl Eimskipafélagsins tekin fram yfir önnur dagatöl og komið hefur fyrir að myndir úr þeim hafa verið notaðar erlend- is til þess að kynna ísland. Síðastliðin tvö ár hefur félagið sent hluthöfum sínum daga- talið, en þeir eru nú vart færri en 10 þúsund hér á landi. Þau eru því ófá íslenzku heimilin víðs vegar um landið, þar sem þil eru prýdd með fallegum mynd- um dagatalsins. Árið 1965 hugðist Eimskipafé- lagið leggja niður útgáfu daga- talsins og kom dagatal ekki út það árið. Þetta hefur líklega verið gert vegna þess hve kostn- aðarsöm svo vönduð dagatals- útgáfa er. — Olli þessi ákvörð- un miklum vonbrigðum og er vonandi að Eimskipafélagið láti útgáfuna ekki falla niður öðru sinni, þar sem dagatalið er auk þess að vera einhver bezta land- kynning, sem völ er á, ómissandi okkur hér heima á fslandi, sem fallegum myndum unna. — Hafi Eimskipafélagið þökk fyrir þetta ágæta framlag sitt til landkynn- ingar bæði heima og erlendis. Verzlunarmaður. Mikill lausasnjór á Suðurlandi og dýrt að opna veginn norður Gúmmíbáturinn frá Kingston Peridot. Myndin er tekin á hafn- arbakkanum í Reykjavík. Enn leitað fyrir norðan L MIKILL snjór er nú á vegum um al'lt land. í Ámessýslu, Rang árvallasýslu og Vesturhluta SkaftafeLssýlu er mikill lausa- snjór, og hreyfi vind verðux þar geysilegur skafbylur. í gær var enn fært þar víðast hvar fyrir vöruíbíla og jeppa, en mjög var- huigavert ð reyna að fara um á Htlum bílum, samfcvæimt upplýs- ingum Vegamálaskrifstofunnar. Mýrdalssandur var í gær orðinn ákaflega þungfær. Á Þrengslavegi var í gær- morgun snjólþæfingur, sem var hreinsaður af. En skafrenningur var mikill í gær. Og Fjallið er alveg lokað og hefur verið ’engi. Aftur á móti var góð færð um Suðurnes og fyrir Hvalfjörð upp í Borgarnes og fyrir Hvalfjörð upp í Borgames. Fjallvegir á Snæfellsnesi, Fróð árbeiði og Kerlingaekarð, voru opnaðir á föstudag og sennilega enn færir stórum bílum í gær. Holtavörðulheiðin var opnuð á föstudagsmorgun og var fær stórum bílum í gær. Er þar orðið geysilegt fannfergi og var áfcaflega kostnaðarsamt að opna 75 ára í dag: Alfons Gíslason frá Hnífsdal ALFONS Gíslason frá Hnífsdal é í dag 75 ára afmæli. Hann flutti hingað til Reykjavíkur árið 1960, og hefur átt sér heim- ili síðan. í heimahögum sínum í Hnífs- dal rak Alfons verzlun og baka- rí í fjölda ára. Jafnframt gegndi hann mörgum opinberum störf- um í þágu byggðarlagsins. Hann var hreppstjóri Eyrarhrepps í 30 ár og átti sæti í hreppsnefnd um árabil. Öll störf sín vann Alfons af einstakri reglusemi og árvekni. Alfons Gíslason er frábærlega vandaður og gegn maður. Hann er hið mesta prúðmenni, ágæt- lega starfhæfur, greindur vel, greðvikinn og elskulegur í öllu viðmóti. Þess vegna nýtur hann trausts og vinsælda meðal allra er kynnast honum. Alfons er kvæntur Helgu Sig- urða.rdóttur, ágætri og góðri konu. Hafa þau átt fjögur börn. Eruð þrjú þeirra á lífi og hið mannvænlegasta fólk. Elzt þeirra er Ólafía, sem g'ft er Jóakim Hjartarsyni, skipstjóra í Hnífsdal, Helga, gift Halldóri Þórarinssyni kennara í Reykja- vík og Þorvarður, hagfræðing- ur, sem kvæntur er þýzkri konu, Almut Andersen. Heimili frú Heigu og Alfons Gíslasonar í Hnífsdal var eitt af öndveg sheimilunum í Hnífs- dal. Ég óska þessum gamla vini innilega til hamingju á þessum tímamótum í lífi hans um leið og ég þakka honum og fólki hans vináttu og tryggð á liðnum tíma. SBj Alfons Gíslason dvelst utan- bæjar í dag. Nómskeið í linnsku 1 Háskólnnum FINNSKI sendikennarinn við Há skóla íslands, hum. kand. Juha K. Peura, byrjar aftur kennslu í finnsku fyrir almenning míð- vikudag 7. febr. kl. 8.15 e. h. í stofu IV, 2 hæð. á föstudaginn. Hefur Vegagerðin tekið þann kost að moka aðeins einu sinni í viku, þ.e. á þriðju- dögum, meðan þetta helzt. Á fösitudag þurfti að moka bæði Langadal og Vatnsskarð og var sá vegur fær á laugardag. Einnig var Öxnadalsheiði opnuð. Á fimmtudag var opnaður veg urinn frá Sauðárkróki til Siglu- fjarðar og var fær a.m.k. á föstudag. í Eyjafirði var í gær fært til Dalvíkur. En óvíst var um veginn til Húsavikur, senni- lega var hann ófær orðinn. Þang- að verður rutt á mánudag. ÞÓ skipulagðri leit að brezku togurunum sé hætt, svlpast land róðrabátar við Skjálfandaflóa og Axarfjörð um á þessum slóð- um og menn rnunu einnig ganga fjörur og fyigjast með ef eitt- hvað kynni að koma fram. Á föstudag voru gengnar fjörur i botni Skjálfandaflóa, og hann vestanverðan og leitaðar víkur þair. En ekkert fannst. Skipbrots mannaskýli eru í Naustavík og í Þorgeirsfirði, þar sem er neyð- artalstöð, og í eyjarnar, en það bar engan árangur. Gúmmíbáturinn af togaranum Ungur tannlæknir til Stykkishólms? Hreppur og sýsla greiða fyrir honum HREPPSFÉLAGIÐ og embætt- ismenn Snæfellssýslu eru að vinn að því að fá tannlækni í byggðarlagið, en enginn tann- iækni'r hefur verið á öllu Snæ- fellsnesi. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá sýslumanni í gær, að haft hefði verið samband við ungan mann, sem lýkur tannlækna- prófi í vor. Kom þessi ungi mað ur til Stykkishólms í flugvél frá B rni Pálssyni á föstudag, til að líta á staðinn, ræða við sýslu- mann, sveitarstjóra, oddvita, héraðslækni og fleíri. Er hug- myndin að aðstoða þennan unga mann á einhvern hátt við að koma sér fyrir þarna, bæði með húsnæði og útbúnað. Sagði sýslumaður að piltur- inn virtist gjarnan vilja koma til Stykkishólmis, ef aðstæðuT leyfa og hægt verði að greiða fyrár honum. Eitt sé víst, að verk efni verði næg fyrir hann. Sé fullur vilji á því á staðnum að greiða fyrir þessu máli. Flugvélin frá Birni Pálssyni varð veðurteppt á Stykkishólmi og beið þar enn veðurs í gær. Aðoliundur Fulltrúurdðsins í Huinurfirði AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði var haldinn 22. janúar sl. Formaður Fulltrúaráðsins var kjörinn Guðmundur Guðmunds- son, sparisjóðsstjóri, en aðrir í stjórn. Páll V. Daníelsson, hag- sýslustjóri, Sveinn Guðbjarts- son, útvarpsvirki. frú Sigurveig Guðmundsdóttir og Árni Grétar Finnsson, hrl. sem rak fyrir norðan, er nú kom nn til Slysavarnafélagsins. Verðhæbkunir HINN 24. janúar sl. hækkaði gas olia úr 2.18 kr. í 2.37 hver lítri- frá leiðslu. Að sögn verðlags- stjóra stafar þessi hækkun af hækkuðu innkaupsverði. Þá hækkaði taxti leigubifreiða stjóra um 8% í fyrradag. Er startgjaldið nú 36 krónur á dag- inn í stað 34, en á kvöldin er það 43 í stað 41 króna. í fyrradag hækkaði einnig verðið á rúgbrauði og normal- brauði. Rúgbrauðið hækkaði úr 13.20 kr. í 15.30 kr. en normal- brauðið úr 14.20 kr. í 16.30. \ ----------------- Fræðslustjófi rúðinn í Hnfnuriirði Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag var sam- þykkt að ráða Helga Jónasson,, fræðslustjóra Hafnarfjarðar. — Mun hann sem fræðslustjóri verða framkvæmdastjóri fræðslu ráðs Hafnarfjarðar og einnig hafa yfirumsjón með æskulýðs- og íþróttastarfi í bænum. Hinn nýi fræðslustjóri Hafnar- fjarðar lauk prófi frá Kennara- skólanum 1955 og var skólastjóri á Svalbarðsströnd 1956—1957. Frá 1957 hefur hann verið kenn- ari við Lækjarskólann í Hafnar- firði og yfirkennari frá 1962. Hann hefur unnið mikið að æsku lýðsmálum í Hafnarfirði og verið barnaverndarfulltrúi í Hafnar- firði í fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.