Morgunblaðið - 04.02.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968
3
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
Bæn og töfrar
Ég minntist á það á sunnudag
inn var, að mörgum yrðu óljós
mörk milli töfra og trúar, og að
inn í bænalíf nútímans teygðu
sig angar gamiallar töfratrúar.
Lítum örlítið nánar á þetta
mál í dag.
Hún er furðu lífseig sú forna
trú, að bænin geti orðið tæki
til þess að fá Guð til að grípa
inn í lögmál efnisheimsins og
upphefja þau. Elftir að hafa beð
ið þannig og árangurslaust fyll-
ast menn vontorigðum, gremju
og kulda.
f sjúkdómsneyð er Guð ákall-
aður til að knýja fram bata.
Hann var ekki beðinn fyrr, ekki
beðinn í byrjun sjúkdóms eða
fyrr um vegsömu til heilbrigðis
og viljastyrk til að vinna gegn
sjúkdóminum. ótoænheyrður
snýr maðurinn sér þá vonsvik-
inn burt, vonsvikinn og sár.
Auðvitað þráir sjúkur bata,
og vinur þráir bata fyrir sjúk-
an vin.. En þótt bsen fyrir sjúk-
um, sjálfum séð eða öðrum, sé
kristnum manni sjálfsögð, þá er
honurn sjálfsagðast, að biðja
hinum sjúka, sjálfum sér eða
öðrum, sálarrósemi og styrks til
að standast hið óhjákvæmilega.
„Þó ekki sem ég vi-1, heldur
sem þú vilt“, sagði Kristur í Get
semane. Þegar þjáningin stóra,
var að nálgast. Hann kveið and
artaksstund kvalaferlinum og
krossinum. En hann lagði á
Guðs vald það, sem framundan
var, og þessvegna hlaut hann af
bæn sinni þá yfirmannlegu, há-
leitu rósemi, að enginn hefir bor
ið þjáninguna eins og hann.
í prestsstarfi mínu hef ég oft
orðið þess var, að trú og töfr-
ar runnu saman í hugarheiml
manna, svo að bitur broddur
varð í sálinni eftir vonbrigðin,
þegar bænheyrsla fékkst ekki á
þann hátt, sem óskað var.
Síðustu vikur hafa slysfarir
orðið hér og önnur hörmuleg
tíðindi gerzt.
Hversvegna afstýrir Guð ekki
þessu spyrja menn? Hví leyfir
almættið, að lítið barn verði fyr
ir bifreið, skip týnist í stórsjó
og vetrarhörku? Hversvegna
sendir Guð ekki hjálp örmagna
mannssál, sem getur ekki borið
lífsiharminn lengur og villist
..vegmóður, einn“ frá fjölsfcyldu
og vinum?
Eins og úthaf með æðandi öld
um er það mannlíf, sem Guð
hefir gert. En hann fyllir öryggi
og friði mannssál, sem ber gæfu
til að leita hans og finna.
„Þótt ég stigi upp í himininn,
þá ert þú þar Þótt ég gjöri
undirheima að hvílu 'minni, sjá,
þú ert þar. — Við hið yzta haf
mundi hönd þin leiða mig“
sagði sjáandinn á löngu liðinni
öld.
Þessi er sannfæring kristins
manns, en ekki trú á að töfr-
ar stilli storm og sjó, þar verndi
Guð suma, en láti aðra vorkenn
ast. Fyrir kemur að einn bjarg-
ast úr lífslháska en félagar hans
farast. Þá er Guð lofaður fyrir
máttarverkið á þessum eina, —
og það er eðlilegt þeim, sem
heimta ástvininn úr helju. En
vildi hann ekki sýna mátt sinn
og bjarga öðrum? Verður hin-
um að spyrja, sem heimtu ekki
ástvin sinn heim. Ein fjölskylda
fagnandi, — og víst hafði hún
ástæðu til þess. En vildi Guð
láta hinar fjölskyldurnar gráta?
Nei. nei, ekiki svo! En leifar
ævafornra hugmynda um Guð
loða við triúarlif okkar enn í
dag. Og af misskilinni hollustu
' við hið gamla er talið syndsam-
; legt, hásikalegt að hrófia við
nokkru og spyrja.
Sumir munu telja það jaðra
við háskalegt trúleysi, að taka
; ekki bókstaflega það, að Jesús
hafi hastað á vinda-na og vatn-
ið og þá hafi allt dottið í dúna-
l'ogn
Er sú trú samrýmanleg þeirri
guðslhugmynd, sem Fjallræðan
flytur? Þeirri spurn verður að
svara. Hún verður ekki afgreidd
með gífuryrðum með „niðurrifs
mann“, „vantrúarmenn", og
ekiki með trúfræðilegum slagorð
um og hroka.
Hitt er háskasamlegt, að
að banna mönnum í nafni trú-
arinnar að hugsa og spyrja.
Enda fara menn ekki að slílku,
þegar þeim er varpað í eld Ufs-
reynslunnar. Á slíkri trú væri
valt að byggja. Enda hefir hún
þrásinnis hrunið, eða núizt í
beiskustu efasemdir og guðileysi,
þegar verulega á hana reyndi,
og maðurinn hafði mesta þörf
fyrir blessun heilbrigðrar trú-
ar.
Vetur í sveit
SNÝTUR föðurins berast eins
og angan af nýrri tilíhlökkun
inn í svefninn, og fótatak hans
inn til stóra bróður í næsta
herbergi er frekari staðfesting
þess, að dagur sé runninn.
Hl-æjandi bjartur verður nann
um það er lýkur, kannski lífca
á litinn eins og kolatoingur.
Nú staulast pabtoi í þung-
lamalegri morgunskímunni
fram í eldlhús, þar sem hann
tendrar ljós og kveikir undir
hafragrautarpottinum. Marrið í
eldlhúöhurðinni blandast sveín
rofunum, og hljómfaiíLið af rödd
um þeirra í eldlhúsinu gjörir
vakandi dagvitund væra og
hljóðláta og næstum því óað-
skiljanlega svefninum.
Litla systir finnur inn í svefn
inn, að hver þögn á sér merk-
ingu í framvindu morgunsins
og hver raddiblær er áfangi á
vit nýju dagstarfi Nú spyr
hann, hvort hann vilji ekki
meiri graut. Nú minnir hann á
nestið og vettlingana. Það er
lengd setninganna og fallandi
raddlhreimsins, sem tengir
kvöldsvæfa hugsun litlu systúr
við morgunattourði bæjarins.
Og draumurinn við mjúkan
koddann tekur á sig ýmiss kon-
ar gervi af kviku eldihússins1.
Loksins hefir strákurinn
drattazt af stað í skólann, og
eftir samkomulagi m-illi pabba
og li-tlu systur á hann nú að
koma og gjöra henni viðvart.
Allt af er h-ann jafnhiss-a á, að
hún skuli spretta upp um leið
og hann þokast inn úr my-rkri
gættinni. Hann hefir heldur
aldrei verið fræddur á. að það
eru þessar in-dælu morgunsnýt-
ur hans, sem tengja svefn-
drukkinn huga litlu systur við
nýjan dag. Kannski er það
eina leyndarmálið, sem hún á
sér og hefir ald-rei trúað hon-
um fyrir.
Hvu-tti gjamma-r úti fyri-r ein
og hann er vanur, þegar hon-
uim hefr verið hleypt út á
morgnana, Og á meðan borðar
ltla systir hafragrautinn
sinn úr rósóttri skál. Það er
ekki af því, að litla sy-stir geti
ekki borðað grautinn sinn af
diski eins og annað fólk. Þessi
skál er kostulegri og dýrmæt-
ari en önnur matarílát á bæn-
um og litla systir var gefin
h.n í tannfé. Grautarspónminn í
h-enni ber líka enn þá í sér
keim ævintýranna, sem pabbi
og mamma sögðu henni, meðan
þau mötuðu hana, þegar hún
var lftil.
'Paibbi og litla systir eru
samsærismenn. Þau læð-ast um
á tánum, meðan litla systir
finnur hundadallinn og setur í
hann graut og skófir m-eð dá-
litlu útáláti, en palbbi hi'tar
undir katlin-um og l-a-gar kaffi.
Þau vita bæði, að ekkert gleð-
ur mömmu meir á morgnana
en vakna við rjúkandi kaffi,
sem henni er fært í rúmið. Ekki
svo að skilja, að hún h-efir eklki
al-lt af látið þau færa sér í
rúmið. en þau ætla að gjöra
það í vetur. Og þau eru ekki
að gjöra þ-etta fyrir mömmu
eina, þó að hún ei-gi það meira
en s-kilið. Bráðum verður li-tla
systir stóra systir á bænum, en
það tölum við ekki um.
í dag ætlar litla systir ekki
út í fjós með pabba. Veðrið er
svo leiðinlegt, úrhellisrigning
og rok, en litla systir minnir
pa-bba á að gefa honum Brandi,
sem gegnir veigamiklu hiut-
verki við búskapi-nn, eins og
allir gjöra raunar á þessum
b-æ. Og patobi lofa-r að gefa
honum hreyturna-r úr Búibót,
því að litl-a systir eignar sér
hana.
Að-a-lástæða þess, að litla syst
ir fer ekki í fjósið n-úna,
er satt að s-egja sú, að hún má
efcki vera að því. Hún þarf að
læra heima- og það alveg svika-
laust, þó að hún sé ekki nema
aðra vikuna í skólanum. Það
er líka eins gott að h-erða sig,
því að litl-a systir ætlar sér
að reyna að skáka stóra bróð-
ur og fá ei-n-s h-átt eða hærra
í lestri en hann. Iss, hann er
svoddan letingi. Og um fengi-
tímann vill hann helzt ekki
ta-la um annað en hrútana.
Þeir-, sem gætu heinlega drepið
hann. Það hefði að minnsta
kosti ekki verið gam-an að
verða mi-lli þeirra um daginn,
þegar þeir lentu sa-m-an Hall-
inskíði og Hösmagi. Þeir voru
báðir orðnir allblóðu-gir og
linntu efcki látum fyrr en þeir
kræktust sam-an á honunum,
svo að þeir gá-tu ekki losað sig
aftu-r af eigin rammleik,
Pabbi sagði líka, að þeir
'hefðu verið lúpulegir, þegar
hann kom að þeim svona sam-
ankræiktum. Hann ætlaði jafn-
vel ekki að geta losað þá. Stóri
bróðir komst alluir á loft, þegar
pabbi sagði honum frá þessu-,
og þarna gat hann verið að
tönnlast á þvi lengi á eftir, að
sér þætti verst að hafa ekki
séð þá stangast.
Svo þarf líka að hjólpa
mömmu við inniverkin. Það
þarf að sópa o.g hlaupa með
ruslið og h-ell-a úr geispu-nni út
í tunnu. Það þa-rf að sækja
kartöflur niður í kjall-ara, og
það þarf að búa um rúmin. Og
svo þarf að horfa á mömmu,
hverni-g hún hressist eftir katffi
sopann. Hún teygir úr sér í
rúminu og geispar makinda-
lega. Það er aldrei eins gott
að vera ein með mömmu og
þegar henni lið-ur svona vel,
eins og til að m-ynda eftir morg
u-nsopann sinn.
Og mamma segist vera hepp
in að eiga svona stóra og dug-
lega stúlku, sem hjálpar til í
bænum. Hún segist ekki vita,
hvernig hún færi að á morgn-
ana, ef h-ún hefði ekki litlu
systuir til að taka til og hjálpa-
sé við morgunverkin. Og
mamma segi-r, að sér 1-íð-i miklu
betur á morgnanna, síðan hún
hætti að reykja. Fyrir bragð-
ið getur hún líka keypt hnakk
beizli, sem þær ætla að gefa
pabba í afmælisgjöf í vor. Og
litlu systur fellur vel að mega
taka þátt í mor-gunihamingju
mömmu. og hún er allt af að
sannfærast betur og betur um,
hverjum hún vilji helzt líkjast,
þegar hún veður stór.
Værð morgunsin-s líðu-r fram
áreynslulaust, eins og reykur,
s-em lykkjast upp um stromp-
inn í logni. Og inn í þessari
hátíðlegu kyrrð birtist mömmu
svipur stóra bróður, sem nú er
í skólanum. Hvernig skyldi hon
um nú takast að skila kvæð-
inu sínu blessuðu-m? Eiginlega
sofnuðu þau bæði út frá því í
gærkvöldi: Þögull þorri heyrir/
þetta harmakvein,/ en gefu-r
grið ei nein,/ glíkuir hörðum
stein.
Það var öldungiis sama-, hve
oft þau höfðu yfir þessar hend-
ingar, a-ldrei bar neinn skugga
á þetta þolinmóða og spyrjandi
bros, er hvorki skilst við hann
í vöiku né svefni. En líka-st til
mundi hann al-d-rei blómgast
við iðju sveitarinnar og verða
hugfanginn af a-ngan moldar
ein-s og litla systiir.
Einhvern veginn finnst henni
al-lt af hann vera m-eð skipti-
lykil í h-endinni, einis og h-ann
pabbi hans var, þega-r hún sá
hann fyrst.
Bjarni Sigurðsson.
«$-—---------------------------
Góð rækjuveiði
í djúpinu
fsafirði, 2. febrú-ar.
UNDANFARNA tvo daga hefur
verið ágætis sjóveður að undan-
gengnum miklum umhleyping-
um, en þá bregður svo við að
afli er sáratregur og hafa bát-
arnir ekki fengið nema um ©g
rétt yfir tvær iestir í róðri.
Hinsvegar hafa rækjuveiðar
gengið mjög vel í ísatfjaTðar-
djúpi, frá því að þær hótfust á
nýjan lei'k fyrir tveim vilkum.
H-afa sumir bátanna fengið
leyfðan vikuskamm-t, þrjár lest-
ir, á þrem og fjórurn dögum.
Stöku bátar hafa fengi-ð fró 1200
og allt upp í 1500 kg. í róðri og
er rækjan mjög stór og falleg.
Atihygli vekur, að nær ekkert
veiðist atf rækju í inndjúpimu,
sem jafnan hafa þó reynzt
beztu miðin, og hefur rækjan á
þessari vertíð haldið sig miklu
utar en venja hetfur verið.
— H. T.
LEIPZIG
Sýningartímar:
3. — 12. 3. 1968
Sýning á iðnaðar-
og neyzluvörum
1. — 8. 9. 1968
Neyzluvörur
Á kaupstefnunni í Leipzig sem er elzta og umfangsmesta vörusýning í
heimi, getið þér fylgzt með þróun f ramleiðslunnar í yðar atvinnugrein.
— Þar mætast iðnrekendur og kau psýslumenn, vísindamenn og iðn-
fræðingar, hvaðanæva úr heimi. — í Leipzig sýna framleiðendur frá 70
löndum í austri og vestri vörur sín ar í 60 skýrt aðgreindum vöruflokk-
um. Leipzig styður þannig að fram þróun heimsviðskipta og tækniþró-
unar. Heimsækið Leipzig miðstöð alþjóðlegra viðskipta.
Kaupstefnuskírteini sem jafnframt gilda sem vegabréfsáritun fáið þér
hjá umboðsmönnum: KAUPSTEFN UNNI — REYKJAVÍK Pósthús-
stræti 13, Símar: 10509 og 24397 eða við landamæri DDR.
KAUPSTEFNAN í LEIPZIG Þýzka alþýðulýðveldið.