Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 10
10 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 Harmleikur á hafinu Þessi mynd er af togaranum St. Achilleus, systurskipi St. Rom anus, en hann var af sömu gerð. KVÍÐI, ótti og harmur hafa orðið hlutskipti aðstand- enda og vina 60 enskra sjó- manna, sem farizt hafa í fjórum skipstöpum á skömmu tímabili. Af þess- um mönnum fórust 59 manns með togurunum St. Romanus, Kingston Peridot og Ross Cleveland frá Hull og 1 með Notts County frá Grimsby. Frá afdrifum tveggja síðarnefndu togar- anna og áhafna þeirra er skýrt frá annars staðar hér í blaðinu í dag, en hér á eftir verður rakin harma- saga togaranna St. Roman- us og Kingston Paridots, svo og þau viðbrögð, sem hvarf þeirra og áhafna þeirra hef- ur vakið. Atburðir þessir hafa að sjálfsögðu vakið feiknarlega athygli í Bret- landi og þá ekki hvað sízt að sjálfsögðu í heimaborg togaranna sjálfra, Hull. — Konur og mæður sjómanna hafa staðið fyrir fundarhöld um og beitt sér fyrir því, að þessir atburðir yrðu teknir fyrir í brezka þinginu og af ríkisstjórn Bretlands. Nú, þegar jafn válegir at- burðir hafa orðið að "nýju, má fullvíst telja, að þeir muni vekja enn meiri at- hygli og að á opinberum vettvangi í Bretlandi muni fara fram miklar umræður um, því svo voveiflegir at- burðir hafi gerzt og hvort ekki hafi mátt koma í veg fyrir þá. Hvarf St. Romanus. St. Romanus fór frá Hull hinn 10. jan. sl. og hélt til veiða á fiskimiðin við Lofoten í Noregi. Togarinn var 600 tonn að stærð og í eigu útgerðar- félagsins Thos. Hamling & Co. Ltd. Áhöfn hans var 20 manns. Eftir að samband við togarann rofnaði mjög fljótlega eftir brottför hans, var gripið til allra mögulegra ráðstafanna til þess að komast að raun um, hvar togarinn væri staddur en án árangurs. Um tíma var haldið, að annar togari, St. Mathew hefði haft samband við St. Romanus fyrir utan Lofoten 13. janúar, en síðar kom í ljós, að það hafði verið St. Andronieus, systur- skip St. Romanus, sem er af svipaðri gerð og síðastnefndi togarinn. Síðast mun hafa heyrzt í St. Romanus 11. jan., en þá heyrði mb. Víkingur III frá ísafirði neyðarkall frá togar- anum, en þar sem hann var mörg hundruð mílur frá fs landi og nær öðrum löndum og auk þess annar brezkur togari að hafa samband við hann, töldu skipsmenn á Víkingi, að þeir gætu ekkert aðhafzt, eins og fram kemur í viðtali frétta- ritara Morgunbl. 30. janúar sl. við Ásgeir Sölvason skip- stjóra á Víkingi. f brezka blaðinu „Fishing News‘ eru höfð eftirfarandi um mæli eftir Mr. A. Robinson, aðalframkvæmdastjóra útgerð arfyrirtækis togarans, þar sem hann sagði, að sér hefði verið skýrt frá því, að neyðarkall frá togaranum hefði heyrzt af islenzkum fiskibáti inni á firði við ísland. Robinson sagði enn fremur: — Togarinn var of langt í burtu, til þess að þeir gætu gert neitt. Að áliti sérfræðinga var það talið mjög ólíklegt, að kall hefði getað heyrzt alla þessa fjarlægu leið til íslands en samt ekki heyrzt á stöðum á strönd Noregs eða af skipum á þessu svæði. Skipstjóri St. Romanus hét James Wheeldon frá Hull. Þetta var fyrsta ferð hans með þennan togara, en allan starfs- feril sinn sem togaraskipstjóri hafði hann starfað hjá þessu sama fyrirtæki. Hann var kvæntur og átti tvö börn. Fyrirspum í brezka þinginu. Á togaranum var enginn loft Þetta er Lillian Bilocca, sem haft hefur forystuna í aðgerð- um kvenna í Hull fyrir kröfum um aukið öryggi sjómanna. skeytameður, en Wheeldon hafði tekið loftskeytamanns- próf. í neðri deild brezka þings ins fyrra mánudag spurði Mc Namara, þingmaður fyrir Hull North Mr. J.P.W. Malla- lieu aðstoðarsiglingarmálaráð herra, hvað hann gæti sagt varðandi hvarf togarans og leit að honum. Ráðherrann sagði, að leit úr lofti og á sjó hefði hafizt 26. janúar samkv. beiðni eigenda O'g væri henni haldið álfram frá Noregsströndum til íslands. Hann bætti því við, að hann fylgdist náið með framvindu mála og biði þess, hver árang- ur yrði að leitinni, áður en hann ákvæði, til hvaða frek- ari ráðstafanna skyldi gripið. Fletcher—Cooke þingmaður úr Darven—kjördæmi spurði ráðherrann, hvort hann gerði sér grein fyrir hinni ótrúlegu töf, sem orðið hefði, síðan síð- ast var haft samband við togar ann 10. janúar og nú væru næstum komin janúarlok? Hann sagði enn fremur, að orðrómur væri á kreiki um, að enginn loftskeytamaður hefði verið um borð. í svari sínu við því, hve langur tími hefði liðið, áður en skýrt var frá hvarfi togarans, sagði Mallieu, að hann viður- kenndi, að það væri óvenju- legt. En hann sagði, að það væri talsvert algengt, að skip- stjóri annaðist störf loftskeyta- manns. Hvarf Kingston Peridots Togarinn Kingston Peridot var 658 tonn að stærð og í eigu útgerðarfyrirtækisins Hell yer Bros. Á honum var 20 manna áhöfn. Kingston Peridot sigldi áleiðis á fiskimið við ís- land sama dag og St. Roman- us hélt úr höfn í Hull eða 10. janúar sl. Síðast heyrðist til Kingston Peridots kl. 10 að morgni á föstudaginn var, er skipið var statt fyrir vestan Grímsey og hafði þá samband við systurskip sitt, Kingston Saridus. Síðan hefur ekkert til Þessi mynd er af sjómannshjón um í Hull. James Gregory, en svo heitir maðurinn sagði: — Þessir ungu skipstjórar taka á sig mikla áhættu. skipsins spurt og er það talið af ásamt allri áhöfn þess, enda búið að leita mjög mikið úr lofti, á láði og legi á stóru svæði kringum Brekann, þar sem talið er, að togarinn hafi farizt. Þess skal getið, að sér- stakur loftskeytamaður var á togaranum. Áskorun til Wilsons forsætis- ráðherra Hvarf togaranna tveggja vakti að vonum mikla athygli. Hull hafði misst 40 sjómenn og áttu því margir um sárt að binda. Ekkjur sjómannanna sendu Wilson forsætisráðherra áskorun, sem greint var frá hér í blaðinu sl. föstudag. I þessari áskorun eru borin fram almenn mótmæli og kraf- izt algerrar endurskoðunar á aðstæðum um borð í skipunum. Því er mótmælt, að ráðnir séu á skipin óreyndir menn, menn sem ekki hafi sjóferðarbækur. Þá er þess krafizt, að fullkom- in skoðun og viðgerð fari fram á togurunum til undirbún- ings hverri veiðiferð. Þá var þess enn fremur krafizt, að sjómennirnir og skipstjórarnir fái hækkuð laun í áhættusöm- Framhal'd á bls. 21 Gsræ | Of cliff- ítkatmr ■ÍcSSK: TFjSE*'"-'5 Onethousand million pounds worth of _ confidence.0 Kroadcast with Prof.Barnafd, 4^cl?iied 'j S- - JIIIV MKTIOMHL ■sS^gii = _ I Pi ■ l Blöð í Bretlandi hafa skrifað mjög mikið um hvarf togaranna St. Romanus og Kingston Peridots. Þetta er mynd af einni síðu úr blaðinu The Times si. föstudag, en örin bendir á þriggja dálka fyrirsögn: Rules broken, fishermen say (Regiur brotnar, segja sjómenn). Road dealhs |Srf do»ii jgjin i ir03 JKJ $ dttíáWfk Trawlermen’s wives. to try ‘diplomacy’ ín Briéf___ £10,000 scheme to aid anglers . | ..■ ‘ - ... Þessi síða er tekin úr sama blaði á iaugardag. Örin bendir á fimm dálka fyrirsögn, þar sem sagt er frá aðgerðum eigin- kvenna togarasjómanna. Hið víðáttumikla svæði, þar sem Ieit fór fram að togaranum St. Romanus, er merkt með punktalínu á kortið. Á meðan leitin stóð yfir, var leitað á 2.800 mílna svæði á dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.