Morgunblaðið - 06.02.1968, Side 15

Morgunblaðið - 06.02.1968, Side 15
M'ÖRGUNBLAÐTÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 15 árið 1946, Margréti Eiríksdóttur ágætri konu mikilli listakonu. Voru þau hjón samhent um að skapa fagurt menningarheimili, þar sem gott var að koma, enda bæði gædd þeirri gáfu, að gott var að vera samvistum við þau hvar sem var. Börn þeirra tvö erú: Guðrún Hlín stúdent, nú við nám í háskóla og kennara- skóla og Björn nemandi í 5. bekk Meríhtaskólahs. Nú er Þórarinn Björnsson geng inn fyrir aldur fram. Enginn fær að vísu sagt, hvað það er, sem bugar heilsu manna og starfs orku, en þó gruríar mig fastlega, að ofreynsla hafi átt þar mikinn hlut að. Ábyrgðarþungi erils- sams starfs, samvizkusemi og ósérhlífni sem engin takmörk voru sett, geta bugað heilsu hvers manns. En þótt æfi Þórarins Björnssonar yrði styttri en vér hefðum vænzt og óskað, og þótt hann oftlega hafi kennt sárs- auka og þreytu, og vafalaust eins og aðrir menn oftlega orðið fyrir vonbrigðum, hika ég ekki "við að kalla hann gæfumann. Honum hlotnaðist sú gæfa að leysa af hendi mikið og vanda- samt lífsstarf, að unna því starfi sínu af alhug, og ganga að því með ást og virðingu. Og hann var gæddur þeirri skaphöfn, sem gerði starf hans að listaverki, sem verður því meira metið, sem menn þekkja það betur. Og fáir verða þeir meðal vor sem hljóta innilegri kveðjur að leiðarlok- um. Steindór Steindórsson frá Hlöðum Hann kemur ekki oftar, kvik- ur í spori og lítið eitt álútur, ofan Ástarbrautina um áttaleyt- ið. Kveðja hans, góðan dag, yljar okkur ekki framar a ð morgni skóladags, því hversu mikil var ekki hlýjan í raddblænum og birtan yfir a—inu í dagur. Hlát- ur hans, svo hjartanlegur og al- ger við gamanspjall og leika, berst okkur ekki lengur að eyr- um. Örvænt er okkur nú að sækja heilræði að honum þá er okkur er vits vant, og ekki fáum við meir af honum uppörvun og styrk, þegar eitthvað fer verr en skyldi. Fögnuður hans yfir vel unnu starfi og snillilegri úr- lausn nær ekkj oftar að verma okkur. Þær stundir eru liðnar, að við fetum í slitróttri röð í ' fótspor hans upp á gamla Sal, og framar munum við ekki hríf- ast til aðdáunar og klökkva við skaphita hans, andagift og orð- snilld. Þetta er allt saman þátíð. Og þó. Svo lifandi maður sem Þórarinn Björnsson, ER um alla framtíð í vitund okkur, sem vor- um svo lánsamir að eignast hann að vin og meistara. Þórarinn Björnsson skóla- meistari fæddist 19. des. 1905 á Víkingavatni í Kelduhverfi- For- eldrar hans voru Guðrún Hall- grímsdóttir bónda í Austur— Görðum Hólmkelssonar og Björn Þórarinsson bóndi á Víkinga- vatni Björnssonar bónda sama staðar. Hefur ætt hans búið á Víkingavatni svo lengi sem menn vita. f manntalinu 1703 er bóndi og hreppstjóri á Víkingavatni Þórarinn Þórðarson, og var skólameistari 6. maður frá hon- um. Nöfnin Björn og Þórarinn einkenna ættina. Björn á Víkingavatni, faðir skólameistara, var „sérkennileg- ur og stórbrotinn persónuleiki,“ gæddur ríkri listamannslund og furðulegu valdi yfir íslenzku máli, enda erfði Þórarinn þá kosti í miklum mæli. Guðrún Hallgrímsdóttir var af keldhvérfskum bændaættum, og hefur verið um hana sagt, að hún sameinaði „margt hið ó- þrotgjarnasta og þróttugasta í fari íslenzkra bændakvenna." Hána sá ég aldraða hjá syni sinum, og hún kom til okkar á bókmenrítakynningu upp í skóla. Duldist ekki, áð þar fór kona gáfuð og listelsk með fagran þokka í yfirbragði. Þórarinn Björnsson ólst upp með fóreldrum sínum á Víkinga- vátni, þar sem „endurnar synda á víkinni og lítil bára brotnar í sefinu." Þar undi hann við s'törf og leik og hafði mest gaman af gæzlu lamibfjár og greiða snún ar flækjur silunganetsins. Gæzla ungviðis og greiðsla úr margvís- legum flækjum var honum síðar mikið æviyndi. Farskólakennslu naut hann, sem þá var títt, og voru kenn- arar hans Jóhannes Guðmunds- son, síðar kennari á Húsavík, og stúdent Sveinn Víkingur, en á þessum æskuárum var námsfer- illinn slitróttur. Tvo fyrstu bekki gagnfræðanáms las Þórarinn heima og naut þá tilsagnar Árna Guðmundssonar gagnfræðings, síðar læknis, og enn Sveins Vík- ings, sem nú var orðinn prestur. Settist í 3. bekk Gagnfræða- skólans á Akureyri og lauk gagn fræðaprófi vorið 1924 með mjög hárri einkunn. Um þær mundir var hafin sókn að.því marki, að Gagnfræðaskól inn fengi menntaskólaréttindi, og einmitt haustið 1924 hófst þar 4. bekkjar kennsla. Var Þórar- inn einn þeirra, er það fram- haldsnám hófu. Sumurin milli þeirra vetra, er hann las til stúd entsprófs, vann hann á Siglu- firði, tvö sumur við síldarsöltun og eitt við bankastörf. Vorið 1927 lögðu 6 nórðanmenn af stað til Reykjavíkur að þreyta stúdentspróf utanskóla og sanna svo tilverurétt menntaskóla á Akureyri, og þótti sú för ekki litlu skipta. Þórarinn Björnsson var einn í þessari sendinefnd hins verðandi menntaskóla Norð- lendinga. Þar sem þeir félagar voru utanskóla, fengu þeir eng- um stafkrók að sleppa úr náms- efninu, og var það í sumum grein um ærið fyrirferðarmikið, svo sem 1500 bls. í mannkynssögu og 2000 línur latneskra ljóða. Allir stóðust þeir raunina, og árið eft- ir voru fyrstu stúdentarnir brautskráðir frá Menntaskólan- um á Akureyri. Þórarinn Björnsson var frá- bær námsmaður og jafnvígur á allar greinar. Fór þar saman næmi, skilningur og minni. Þeg- ar utanskóla upp úr 1. bekk skipaði hann efsta sætið, og svo var jafnan síðan, að hann var ýmist hæstur eða meðal hinna hæstu. Eftirlætisnámsgrein hans var íslenzka, og svo sagði hann að aldrei lærði hann jafnmikið og með jafnmikilli kostgæfni og nautn og íslenzku hjá Sigurði Guðmundssyni, og var Sigurður honum hugstæðastur kennara- Næst íslenzku mun hann hafa haft yndi af stærðfræði, einkum algebru. Eftir stúdentspróf var Þórar- inn heima á Víkingavatni, „þar sem sólin gengur ekki til viðar á vorin, heldur vakir yfir lá- dauðu hafi og varpar rauðum geislum á víðirunna og lyngheið- ar.“ Sótti hann þá um og fékk fjögurra ára styrk til að lesa latínu og frönsku í París, og mun Sigurður Guðmundsson hafa verið þar með í ráðum, en hann var forsjáll um að mennta kennara handa skólanum.Fengi Þórarinn ekki þennan styrk, var hann ráðinn í að hefja nám í norrænum fræðum við Háskóla íslands, og þó hlutskipti Þórar- ins verði sízt harmað, fer ekki hjá því, að mönnum verði hugs- að til þess, hvílíkan liðsmann ís- lenzk fræði hefðu fengið, ef hann hefði einkum helgað þeim krafta sína. , Þórarinn stundaði 5 ár nám sitt við Sorbonne—háskólann í París. Lauk hann þaðan loka- prófi (licence és lettres) í áður- nefndum greinum og uppeldis- fræði og hvarf heim til fslands síðla árs 1932. Á þessu tímabili kom hann aðeins einu sinni heim, sumarið 1930, og var þá á Al- þingishátíðinni. Eitt sumarið var hann í alþjóðlegri sjálfboðavinnu í Sviss, þar sem land var rutt. Hin sumurin dvaldist hann í Frakklandi og vann meðal ann- ars um tíma við þjónustustörf 1 matsöluhúsi, enda hrökk nóms- styrkurinn vart fyi-ir brýnustu nauðsynjum. Háskólanámið var Þórarni Björnssyni leikur. Enda þótt hann sinnti því af alúð, gaf hann sér tíma til þess að njóta hinna margvíslegu menningarverðmæta sem París er svo auðug af. Dvöl- in í Frakklandi féll honum vel í geð. Honum var nautn að lifa og hrærast í frjálslegu menning- arandrúmslofti Parísar. Þar þótti honum margt að sjá og heyra. og óvíða myndi hin mannlega á- sýnd vera litríkari og fjölbreyti- legri en þar. Alla tíð bar Þór- arinn Björnsson merki þess, að blær heimsmenningarinnar lék um hann á þessum námsárum í Frakklandi. Þórarinn Björnsson var ungling ur smali heima á Víkingavatni. Það starf þótti honum gott. Hann var fjárglöggur svo af bar. Hann þekkti hverja sauðkind og per- sónuleg auðkenni hennar. Svo sagði hann, að hefði hann ekki valið sér kennslu að lífsstarfi, myndi hann hafa viljað vera fjárhirðir. Meðan hann var enn við menntaskólanám, kenndi hann stundum jafnframt náminu, t.d. fyrri hluta vetrar 1925—‘26 stærð fræði fyrir Lárus Bjarnason, og var það fyrsta skólakennsla hans. En í janúar 1933 hóf hann fasta kennslu við Menntaskólann á Akureyri og kenndi þar síðan sleitulaust, unz veikindi- höml- uðu. Höfuðkennslugreinar hans voru franska og latína, en fram- an af kenndi hann einnig ís- lenzku, stærðfræði og sögu. Síð- ast kenndi. hann frönsku í 6. bekk máladeiLdar. Hann var kennari með fágæt- um afburðum. Um það eru sam- mála allir hinir mörgu nemend- ur hans fyrr og síðar. Veggsljóir voru þeir menn og gersamir í getuleysi og trassaskap, sem ekki lærðu við kennslu hans. Hann var skyldurækinn og stund vís með afbrigðum. Kom í tíma, þegar er hringt hafði verið, hvat- legur og glaðlegur, og svo fullur áhuga, að alla hreif. Jafnöruggt var, að hann hætti kennslu á þeirri mínútu, er bjallan bauð, og hvorki fyrr né síðar. Þekking hans var ærin og hæfileikinn óvenjulegur að tengja ýmsa þætti námsefnisins einhverju því, sem hugtækt var í mannlegu lífi. Kunni hann hverju sinni að kryfja viðfangs- efnið til mergjar og rekja sund- ur í þætti. Leyndi sér ekki starfs gleði hans og yndi af því, sem verið var að glíma við. Það hlaut því að vera merkilegt og skemmtilegt. Glöggskyggni smalans frá Vík ingavatni fylgdi honum í kenn- arastólinn og vakandi umhyggj an fyrir hverjum einstakl- ingi hjarðarinnar. Þessa um- hyggju skynjuðu nemendur fljótt og mátu maklega. Hann var mannglöggur með ólíkindum og þekkti alla, sem hann hafði einu sinni séð. Bezt man ég latínukennslu hans í 5. bekk, hversu hann opnaði okkur svn inn í ríki setningafræðinnar. Það varð nýtt landnám skilnings og upp- sprétta skilningsunaðar, og þessi var einmitt kennarakostur hans mestur. Honum var svo lagið að vekja og glæða skiln- ingsgleði nemenda sinna og gera námið allt að ánægjulegu við- fangsefni, rækta hið jákvæða viðhorf og veita mönnum kunn- áttu til að njóta máttarkenndar gagnvart námsefninu. Á kennaraárum sínum veitti Þórarinn Björnsson Sigurði Guð- mundssyni margvíslega aðstoð í skölameistarastarfinu, og vildi Sigurður jafnan hafa hann hið næsta sér til samstarfs og róða- gerða. Nokkrum sinnum gegndi Þórarinn embætti skólameistara í forföllum Sigurðar, og var það mjög að vilja hans, er Þórarinn tók að öllu við skólameistaraem- bættinu 1. jan. 1948, þá er hann sjálfur hafði verið leystur frá því fyrir aldurs sakir eftir langa og fræga skólastjórn. Stímabrak er í straumi, sagði Bjarni skáld Thorarensen. Það er ekki létt verk að stjórna stór- um menntaskóla þar sem saman eru komin nokkur hundruð ung menna á viðkvæmu aldursskeiði, misjafnlega hæfileikum búin, misjafnlega öguð og með hin sundurleitustu markmið að keppa að. Það er engra meðal- menna eða veifiskata að stýra ferli þvílíks hóps og leiða alla til einhvers þroska. Svo óskiptur gekk Þórarinn Björnsson til þessa vandásama verkefnis, að fátítt er, og raunar furðulegt um þann, sem gæddur ér fjölþættum gáfum listamanns ins. En staðfestan, skyldurækn- in og ekki sízt ástin tid starfs- ins var slík, að nálega öllum sín- um tíma varði Þórarinn til þess eins, að vegur skólans mætti verða meiri og þroski hvers ein- staks nemanda ríkari. Hann hélt uppi virðingu skólans útávið, einingu hans og áhrifamætti inn ávið. Þá var hann mestur og ráð- svinnastur, þegar þyngstu boð- arnir brotnuðu á honum í stíma- braki straumsins. Veit enginn, hvað slíkt kostar, þó seggir sjái manninn standa hinn sama og áður, svo enn sé leitað láns hjá Bjarna Thorarensen. Ást sú og virðing, sem nem- endur og kennarar báru til Þór- arins, er mér þó órækasti vitnis- burðurinn um ágæti skólastjórn- ar hans, og margir foreldrar eru honum ævinlega þakklátir fyrir það fóstur, sem hann veitti börn- um þeirra, og það veganesti er þau báru frá honum út á lífs- leiðina. Samband hans við nemendur og okkur kennarana var per- sónulegt og náið án óþarfrar af- skiptasemi. Hann átti því lífs- lóni að fagna, að vera vinur og ráðgjafi þeirra, sem undir stjórn hans voru seldir. En hann var einnig ráðþiggjandi, tillitssamur og sanngjarn, og kom þar til skilningur hans og glöggskyggni á mannlegt eðli. Hann var mennskur í bezta skilningi þess orðs, fjölmenntaður og víðsýnn, og vildi að skipulagið og heildin hefði að markmiði hamingju mannlegra einstaklinga. Því, sem reynslan hafði dæmt úr leik, vildi hánn kasta burt, en mjög var hann minnugur þeixT ar kenningar fyrirrennara síns, Sigurðar Guðmundssonar, að ekki væri skynsamlegt að breyta því, sem vel hefði reynzt. Hon- um var ótamt að rekast fyrir hverfulum sviptibyljum tízkunn- ar og gekkst ekki fyrir breyt- ingum breytingarinnar vegna. Þær urðu að þjóna því mark- miði, sem hann stefndi að. Tak- markið var að ala upp frjáls- huga menn og óháða með sýn í sem flestar áttir, fróða menn og leitendur, en ekki kunnandi vél- menni, sem hefðu fyrirfram reidd svör við öllum ráðgátum tilverunnar í krafti óbifanlegra kennisetninga. Skólinn skyldi vera almennur menntaskóli, en ekki sérgreind tæknistöð. Þórarni Björnssyni var lagin mikil siðferðileg alvara, og sjálf- ur var hann manna vítalausastur. Því furðulegri var hinn djúpi skilningur hans á takmörkunum mannlegrar viðleitni og mann- legrar getu, sk'lningur hans á mannlegum breyskleika. Agi hans var mildur, refsingar já- kvæðar og í því skyni gerðar, að só er þeim sætti, biði bót af. Refsingin skyldi vera leið að því marki, að sá, sem hrasaði ,félli upp á við, eins og Stephan G. Stephansson kvað. Á ofanverðu sumri 1966 veikt- ist Þórarinn af hjartasjúkdómi og kom ekki til ■ starfs næsta kennsluár. Kom þá bezt í ljós, hverju hann hafði afkastað, því að það var á einskis manns færi að taka við starfi hans öllu, og væri hitt sönnu nær, að hann hefði verið margra manna maki. Hann fékk þann bata, að hann gat aftur tekið við skólastjórn síðastliðið haust. Virtist hann hafa fengið fulla heilsu, og varð með engu móti séð, að hann væri öðruvísi en hann átti að sér. En eftir sex vikna starf vitjaði sjúk dómurinn hans á ný um miðjan nóvember. Fékk hann þó brátt bót hans enn á ný og hvarf heim til sin milli jóla og nýárs. En aðfaranótt laugardagsins 20. jan. reið að honum þriðja áfallið. og í þetta sinn átti hann ekki heim- kvæmt lífs af sjúkrahúsinu. Hann andaðist klukkan fjögur að morgni sunnudags 28. janúar, eftir rúmlega vikulangt helstríð. Má það vera huggun í harmi, að hann féll frá óhrörnaður, svo sem í miðju starfi, sem hann enn hafði á valdi sínu, eins og bezt mátti verða og alþjóðaraðdáun vakti. Starfi sínu hafði hann fórnað heilsu,og lífi, og verður af engum meira krafizt. Þótt hann væri eíns starfs mað ur, komst hann ekki með öllu hjá að taka að sér nokkur trún- aðarstörf félagslegs eðlis. Var í skólanefnd Barnaskólans á Akur- eyri og síðar Fræðsluráði 1938-66, formaður fjÖgur fyrStu árin. í stjórn Félags mennta- skólakennara var hann nokkur ár, svo og stjórn Sparisjóðs Akur eyrar. í stjórn Tónlistarskóla Akureyrar var hann frá stofríun hans 1946, og sæti átti hann í bókmenntaráði Almenna bóka- félagsins. Árið 1964 var hann skipaður í Orðunefnd. Sæmdur var hann riddarakrossi Fálka- orðunnar 1956,og franska heiðurs gráðu (Officier d‘ Académie) hlaut hann sama ár. Hann var óhlutdeilinn og sóttist hvorki eft ir vegtyllum né völdum, þó hann væri ráðríkur að hófi, þar sem hann átti að stjórna. Lengi bjó kennarinn Þórar- inn Björnsson ókvæntur á Akur- eyri, en 1946 gekk hann að eiga Margréti Eiríksdóttur píanóleik- ara, og munu leiðir þeirra hafa legið saman á vegum listarinnar. Frú Margrét er dóttir Valgerðar og Eiríks Hjartarsonar rafirkja- meistara í Reykjavík. Hún er hæglát kona, staðföst og styrk og fullkomlega yfirlætislaus. Sið dekur allt og hégómaskapur er henni fjarri, en einlæg góðvild og alúðlegt viðmót jafneigin- legt. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu Hlín, stúdent frá M.A., og Björn nemanda þar í 5. bekk. Skólameistaraíbúðina fluttu þau úr gamla húsinu upp í nýju heimavistina til þess að geta bet- ur verið samvistum við sem flesta nemendiur. Á hin>u fagira og hlýja heimili þeirra hefur marg- ur átt minnilegar ánægjustundir. Þar sá ég Þórarin síðast laugar- daginn 13. janúar, og enn var áhugi hans og starfslöngun sém áður. Ekki veit ég, hvað ég hefði sagt, ef ég hefði þá vitað, að sá yrði fundur okkar hinn síð- asti. En ég hefði hugsað á þessa leið: Vertu sæll, vinur og meist- ari. Ég á þér og Menntaskólan- um á Akureyri meira að þakka en margan grunar. Þórarinn Björnsson var maður ekki mikill að vallarsýn, lágvax- inn og léttur og hvatur í hreyf- ngum. Höfuðstór og hafði mikið enni og gáfulegt með háum koll- vikum. Líktist hann um það föð- ur sínum. Andlitið bjó yfir mikl um svipbrigðum, enda auðugt sálarlífið og stundum skammt til skapbrigða, og brá honum þar til listamannsins. Hann hafði hend- ur smáar og fínlegar og líktist þar enn Birni á Víkingavatni. Var persóna hans að öllu saman lögðu gædd miklu seiðmagni. Þórarinn þýddi úr frönsku fjóra hluta af sögunni Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland og Li-tla prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry. Er hið fyrra mi’kið stórvirki og þýðingin fræg að ágætum. Kunnur rithöfundur spurði Þórarin, hvernig í ósköp- unum hann hefði getað þýtt Jó- hann Kristófer svona vel. Þór- arinn á að hafa sagt, að þegar honum þætti vandast að koma orðum að efninu, þá hefði hann hugsað heim til Vikingavatns og spurt sjálfan sig: Hvernig hefði fólkið heima komið orðum að þessu? Og þá fannst jafnan lausn in. Þórarinn Björnsson var í rauninni mikið skáld, þó ekki liiggi eftir hann skáldverk í venjulegum skilmngi þess orðs. En hann var ríkulega búinn skáldlegum eiginleikum, í senn vitur maður og greindur, sjá- andinn og skiljandiinn, og átti hið heita, næma geð listamannsins. Hann átti sköpunargáfu og frum lega hugsun. Honum var „rnáls- ins rún í minni brennd.“ Hann átt þá orðfærni, þá þekkingu á uppruna tungunnar, þann næm- leika á blæbrigði hennar, þá virðingu fyrir tign hennar og tjáningarmætti að nálega hver ræða hans var listaverk. Ræður hans á Sal verða öllum áheyrend um ógleymanlegar, og njóta þær sín ekki eins vei prentaðar á bók, svo voru orð hans lífi gædd, er hann flutti þau. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.