Morgunblaðið - 06.02.1968, Side 16

Morgunblaðið - 06.02.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1908 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órn ar f ulltr úí: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SJÓRINN GEFUR, SJÓRINN TEKUR 17eður eru válynd við strend * ur íslands að vetrarlagi. Það er gömul staðreynd og ný sem fjölmargar sjó- mannafjölskyldur hafa kynnzt af eigin raun fyrr og síðar. Mesta skammdegið, desember og janúar, hefur jafnan reynzt hættulegt fyr- ir þá sem sækja björg í greip ar Ægis. Óttazt er um ís- lenzkt skip eftir náttúruham farir og veðurofsa hér við land síðustu sólarhringa, en vonandi kemur það fram. Tilfinnanlegt er það áfall, sem fiskimannabærinn Hull hefur orðið fyr- ir síðustu vikur. Tveir tog- arar frá Hull hafa farizt upp við landsteinana hjá okkur og sá þriðji líklega á hafinu milli íslands og Noregs. Fyrir nokkru sökk tog- ari frá Hull úti fyrir Axar- firði og öll áhöfnin með hon- um. í fyrrinótt hvarf annar togari frá Hull skyndilega í ísafjarðardjúp í geysilegu fárviðri og togari frá Grims- by er strandaður við Snæ- fjallaströnd, en björgun mannanna fór giftusamlega fram. — Við íslendingar höfum svo oft orðið að sjá á eftir mörgum okkar beztu sonum, hraustum og dug- miklum sjómönnum, að við skiljum sorg Hullbúa og þá sérstaklega þeirra fjölskyldna, sem nú hafa misst ástvini sína og fyrir- vinnu. Hér á landi hefur verið komið upp fullkomnu slysa- varnakerfi, sem fólkið í landinu hefur byggt upp sjálft að eigin frumkvæði. Alls staðar kringum landið eru vaskar björgunarsveitir reiðubúnar til þess að gera það sem í mannlegu valdi stendur til þess að bjarga þeim, sem lenda í sjávar- háska. En stundum verður engum vörnum við komið. Hulltogararnir tveir, sem með skömmu millibili hafa farizt, fóru skyndilega og án þess að vitað væri í landi hvað yfir vofði. í sambandi við hvarf fyrri togaranna tveggja hefur það komið fram að loftskeyta- menn eru ekki um borð í öll- um brezkum togurum og í umræðum um vandamál tog araútgerðarinnar hér á landi hefur því verið varpað fram, hvort hægt væri að létta undir með togaraútgerðinni m.a. með því að fækka mönn um um borð þ.á.m. að hafa enga loftskeytamenn. At- burðir síðustu daga og vikna hafa sýnt okkur, að slíkt kemur ekki til mála. Fjölmargar brezkar sjó- mannafjölskyldur eiga nú um sárt að binda vegna náttúruhamfara við strend- ur lands okkar. Við skiljum hvernig þeim er innanbrjósts og sendum íbúum Hull og þá sérstaklega þeim, sem nú hafa misst sína nánustu dýpstu samúðarkveðjur. DJÖRFUNG GEGN ZRFIÐLEIKUNUM A llt frá því að verðfalls fór að gæta á íslenzkum framleiðsluvörum erlendis hefur verið búizt við því að þeir erfiðleikar, sem af því leiða mundu verða tíma- bundnir og framan af voru viðbrögð íslenzkra stjórn- valda við það miðuð. Síðan hafa ný áföll bætzt við þau fyrri, aflabrestur og sölu- erfiðleikar, sérstaklega á skreið. Ekkert hefur enn komið fram, sem bendir til þess, að úr rætist á næstunni og þótt nokkrar vonir séu bundnar við vetrarvertíð- ina í ár, lofar byrjunin ekki góðu enda hefur almennt gæftaleysi verið frá vertíð- arbyrjun. Það virðist því full ástæða til að þjóðin aðlagi sig þeirri staðreynd, sem blasir við, að telja megi líklegt, að um lang varandi örðugleika sé að ræða. Engin ástæða er þó til að missa kjarkinn af þeim sökum, heldur ber okkur miklu fremur að snúa erfið- leikunum okkur til hags. Á uppgangstímum síðustu ára hefur ekki alltaf verið gætt fyllstu hagsýni í reícstri at- vinnuvega okkar, ríkis og sveitarfélaga enda er eðlilegt á uppgripatímum, að ekki sé haldið jafn fast utan um hlutina og þegar harðnar í ári. Nú er því höfuðnauðsyn, að atvinnurekendur og for- svarsmenn ríkis og sveitarfé- laga leiti allra hugsanlegra leiða til þess að auka hag- sýni í rekstri og sparnað í útgjöldum, jafnframt því sem treysta verður þann ávinning, sem náðst hefur á undanförnum velgengisár- um. í kjölfarið á slíkum að- gerðum ber okkur af fullri djörfung að halda áfram þeirri viðleitni, sem hafin er til þess að auka fjölbreyttni íslenzks atvinnulífs og leggja grundvöll að því að verða © UTAN ÚR HEIMI Hvernig árásin á Saigon heppnaðist INNRÁS Viet Cong í Saigon í síðustu viku var þauilskipu- lögð og kom gersamlega á óvart. Skæruliðarnir, sem réð ust inn í bandaríska sendi- ráðið og höfðu neðstu hæðir þess á valdi sínu í sex kl'ukkustundir, óku inn í borg na í vörubifreiðum, sem voru fagurlega skreyttar og prýdd ar blómum í tilefni nýárshá- tíðarnnar, sem var að ganga garð. Undirbúningar þessarar mklu friðar- og fagnaðarhá- tíðar var í algleymingi, og yfirvöldin uggðu ekki að sér. Borgin stóð öllum opin, og engan grunaði að í hópi hinna mörgu aðkomumanna, sem streymdu til borgarinnar til að taka þátt í hátíðarhöld unum, leyndust harðsvíraðir skæruliðar, sem tilheyrðu sér þjáifuðum víkingasveitum. Alls héldu 600 menn úr þess- um sérþjálfuðu sveitum inn í borgina, í hinum skrautlegu vörubifreiðum, almennings- vögnum, á reiðhjólum eða fótgangandi. Enginn þeirrs hafði vopn meðferðis, því að miklu magni vopna, sprengi- efnis og skotfæra hafði verið komið fyrir í ótal mörgum sak leysislegum felustöðum, löngu áður en merkið var gefið um að árásin skyldi hefjast. Einn þessara felustaða var húsið nr. 266 við Tran Qui Vapstræti rétt hjá heimili William C. Westmorelands hershöfðingja, yfirmanns bandaríska herliðsins í Viet- nam. Lögreglan í Saigon fann tvo kassa af vélbyssum og handsprengjum í húsi þessu tveimur dögum fyrir nýárshátíðina. Skólakennar- inn og dóttir hans, sem þarna áttu heima, neituðu að gefa lögreglunni upplýsingar. Þau voru félagar í neðanjarðar- hreyfingu kommúnista, en hún hefur innan sinna vé- banda fólk úr öiium stéttum þjóðfélagsins, sem hefur eitt sameiginlegt: takmarkalausa hollustu við máistað komm- únismans. Nákvæm skipulagning Eitt af því sem tryggði kommúnistum góðan árang- ur var að enginn átti sér ills von. í öðru lagi áttu undir- ferli og bragðvísi mikinn þátt í velgengninni. Skæruliðar höfðu lýst yfr sjö daga vopna hléi í tilefni nýárshátíðarinn- ar, og þótt Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra van- treystu þessari yfirlýsingu vegna slæmrar reynslu af vopnahlésbrotum, sem keyrðu úr hófi um jólin í fyrra, trúðu þeir þeim hálft í hvoru. En eftir því sem leið á orrust- una í Saigon, kom æ betur í ljós að megin skýringin á árangri Viet Cong í höfuð- borginni var þau nákvæm skipulagning og vandlegur undirbúningur, sem hófst mörgum mánuðum áður en árásin var gerð. Lögreglan í Saigon hafði óljósan grun um, að til tíð- inda mundi draga í sambandi við nýárshátíðina, en allar áhyggjur gleymdust í glaumi og gieði hátíðarinnar og sak- leysislegum hávaðanum frá púðurkerlingum. Seinna komst lögreglan að raun um, að kommúnistar prófuðu vopn sín í hávaðanum án þess si... að greina frá gildum vega- bréfum. Þeir notuðu flókið merkjakerfi til þess að gefa hverjum öðrum bendingar og þekkja hverjir aðra. Ein sveitin þekktist á því, að með limir hennar voru klæddir litríkum skyrtum, önnur á því að meðlimir hennar höfðu skyrturnar fráhneppt- ar. Þeir notuðu opinbera bandaríska bíla, sem þeir höfðu stolið mörgum ménuð- um áður, og óku í þeim til út- varpsstöðvarinnar. Frá bardögunum í bandaríska sendiráðinu í Saigon, þar sem talið er að allir meðlimir sjálfsmorðssveitarinnar, sein árásina gerði, hafi fall ð. Myndin sýnir fallinn skæru- liða á sendiráðslóðinni. að nokkur veitti því eftir- tekt. Árás kommúnista á Saigon var tvíþætt. Annars vegar var árás víkingasveitanna, sem var falið vandasamasta hlut- verkið. Þessar sveitir réðust á bandaríska sendiráðið, for- setahöllina og útvarpsstöðina. Þetta voru sannkallaðar sjálfs morðsárásir. Hins vegar var árás skæru- liða, sem voru klaeddir ein- kenn sbúningum hermanna, á úthverfin. Þessu liði hafði verið safnað saman í ná- grenni höfuðborgarinnar á fyrsta degi nýársíhátíðarinn- ar. Þetta voru ekki sjálfs- morðssveitir, en búast mátti við miklu niannfalli í liði þeirra. Kommúnistar gleymdu ekki smáatriðum, sem nauðsynleg voru, ef árásin átti að heppn- ast. Allir skæruliðarnir, sem felldir voru við bandaríska sendiráðið, báru fölsuð vega- bréf, sem jafnvel sérfræðing- ar hefðvi átt fullt í fangi með Ókunnugir í borginni Áætlað er, að fimm her- sveitir hafi tekið þátt í bar- dögunum og allir skærulið- arnir eru frá hinum þéttbýlu byggðum á Mekongósasvæð- inu og héruðunum umhverf- is Saigon. Suður-vietnamska öryggisþjónustan hefur kom- izt að því, að aðeins örfáir þessara skæruliða hafa áður komið til höfuð'borgarinnar, en neðanjarðarhreyfingin í borginni útvegaði þei-m kort og leiðarvísa. Ástæðan fyrir því, að ókunnugir menn voru valdir til árásarinnar var sennilega sú, að þannig þótti tryggt að ekkert spyrðist út. Að sögn lögreglunnar hef- ur enginn skæruliði, sem tek- inn hefur verið til fanga, getað skýrt frá því hvar hús þau voru þar sem þeir fengu vopn sín og skotfæri. Vopn- unum var útbýtt að nætur- lagi, og dreifinguna önnuðust yfirmenn hinna ýmsu deilda neðanjarðarhreyfing- arinnar. Mikið mannfall Framihald á bls. 25 betur undir slík áföll búnir í framtíðinni, jafnframt því sem nýjar atvinnugreinar dragi úr áhrifum slíkra sveiflna í sjávarútveginum á þjóðarbúið. Það þýðir ekki að gefast upp fyrir erfiðleik- unum heldur bíta á jaxlinn og læra af þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.