Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 196» Garðahreppur Næstu daga verður íarið um hreppinn og flækings- köttum útrýmt. Þeir sem eiga ketti eru þvi beðnir að halda þeim inn- an dyra eða merkja þá með hálsbandi. Heilbrigðisnefnd. Hnotan auglýsir Næstu daga seljum við nokkrar tegundir húsgagna með miklum afslætli. Komið og gerið góð kaup. HNOTAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 — Sími 20820. Gröfur - Loftpressur Höfum ávallt til leigu hinar fjölþættu Massey-Ferguson skurðgröfur og loftpressur í minni eða stærri verk. Tíma- eða ákvæðisvinna. Upplýsingar í síma 31422 heima 32160 og 81999. B ó k h a 1 d Maður, sem hefur góða þekkingu á bókhaldi óskast, sem aðalbókari. Tiiboð sendist Morgunblaðinu fyrir 10. febrúar, merkt: „Umfangsmikið bókhald 5361“. Frá Verzlunarskóla íslands Skráning til inntökuprófs inn í 1. bekk Verzlunar- skóla íslands er hafin. Skréning fer fram í skrifstofu skólans, Grundarstíg 24. Skólastjóri. r Oskilahestur! Rauður hestur sennil. 4ra vetra, mark sýlt h. stýft fj. a. v. var seldur í Biskupstungnahreppi. Innlausnarfrestur til 6. júní 1968. Hreppstjórinn. Blikksmiðja! Hef opnað blikksmiðju að Súðavogi 34. Annast hvers konar blikksmiði. BJARNI ÓLAFSSON. Nauðungaruppboð að kröfu skattheimtumanns ríkissjóðs í Keflavík, tollstjórans í Reykjavík, sýslumannsins í Þingeyjar- sýslu og Loga Guðbrandssonar verða bifreiðarnar ö—12, Ö- 243, Ö—496, ö—568, Ö-845, Ö—945, ö—1133, Ö—1134, Þ—295 seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður við bifreiðaverkstæði Suðurnesja, Vesturbraut 34, Keflavík, í dag kl. 14. Keflavík, 1. febrúar 1968. Bæjarfógetinn í Keflavík. Tamningarstöð á vegum Hestamannafélagsins Harðar, verður starf- rækl í Laxnesi frá 17. febrúar til 20. apríl. Þátttaka tiikynnist Bjarna á Reynivöllum eða Hreini í Helgadal fyrir 12. þessa mánaðar. Stjórn Harðar. Jónína Arnesen Kveðja f DAG kveðjum við Jónínu Arnesen nokkrir frændur hennar og vinir. Jónína frænka var fædd á Skagaströnd 22. júní 1877. For- eldrar hennar voru Friðrik Möll er, þá verzlunarstjóri, síðar póst meistari á Akureyri og Ragnheið ur Jónsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Við sem erum nú að byrja að taka saman föggur okk- ar, hugsum með hrærðum huga til góða fólksins, sem við höfum kynnzt á lífsleiðinni. Ég átti því láni að fagna að dvelja á heimili frænku, ungur stúdent. Þá kynntist ég henni nánar en öllum öðrum á því góða heimili. Það heimili stóð í Brekku götu 14 á Akureyri. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Stóð á föstum rótum gamalla Akur- eyringa. En Jónína frænka var sú sem gæddi þetta stóra hús hlýleika. Maður hennar Jón Arnesen var alltaf önnum kafinn. En frænka hafði alltaf stundir aflögu. Við höfðum sameiginlegt áhugamál. Að ganga á vit hins fagra um- hverfis, setjast niður og tala um lífið. Já, kæra frænka, sem betur fór átti ég eftir að njóta vináttu þinnar á langri ævi. Þú varst móðursystir mín og ég naut þess kærleika, sem þú hafðir bundið við móður mína í bernsku. Góða frænka, nú ertu öll. En í hugum og hjörtum sonar þíns og ættingja þinna lifir minning um góða og skemmtilega konu. Þú varst svo þroskuð að þú óttaðist ekki dauðann. Á tíræðisaldri varstu reiðubúinn í trú og von. Kæra frænka, vertu æfinlega Guði falin. Þ. Ól. Notaðir bílar Cortina 4ra dyra árg. 1966. Skoda Oktavia, 2ja dyra árg. 1962 til sýnis og sölu. HR. KRISTJÁNSSON H.F. U M B 0 II I tJ SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum Kentucky í Ameríku kemur þessi úrvals tóbaksblanda Sir Walter Raleigh... ilmar ffnt... pakkast rétt... bragðast bezt. Geymist 44% lengur ferkst í handhægu loftþéttu pokunum. SIRWALTER RALEIGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.