Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 30

Morgunblaðið - 06.02.1968, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 dþekktur KR-ingur vann skjöldinn SKJALDARGLÍMA Ármanns var háð á laugardaginn og var nú í fyrsta sinn keppt eftir nýj- um reglum Glímusambandsins, en fiær boða allmiklar breyting ar frá hinum eldri glímulögum. Úrslitin nú komu nokkuð á óvart þar sem skjaldhaíi sl. ára varð að láta sér nægja 4. sætið í keppninni. Skjöldinn vann að þessu sinni ungur giímumaður úr KR, Óm- ar Úlfarsson. Hlaut hann 5 vinn inga ásamt Gunnari Ingvarssyni Víkverja. Eftir 3 au'kaglímur um 1. verðlaun sigraði Ómar. Hannes Þorkelsson Víkverja varð þriðji að vinningafjölda hlaut 4,5 vinninga og sama vinn ingafjölda hlaut Sigtryggur Sigurðsson skjaldarhafi sl. 3 ár. KFR vann Þór Á laugardagskvöld Iéku á Kefla- víkurflugvelli ÍR og ÍKF í I. deild íslandsmótsins í körfuknatt leik. Er þetta fyrsti leikur ÍKF á heimavelli í mótinu. Segja má að leikurinn hafi verið hratt spil- aður og vel leikinn á köflum, en nokkuð harður. ÍKF „átti“ fyrri hálfleikinn, sem endaði 25: 18 þeim í vil. Fyrst í síðari hálfleik komst ÍKF í 27:18. Þá tekur ÍR við og skor- ar 14 stig, og á 8. mín. er staðan 34:28 ÍR í vil. Á 15. mín. tekst ÍKF að komast yfir á ný 42:41. Á síðustu mínútunni standa leik- ar 48:47 ÍKF í vil, en þá skor- ar Anton úr tveim vítaskotum fyrir ÍR, og Agnar bætir einu við og leikurinn endaði 50:48, naumur sigur ÍR. Hjá ÍKF var Friðþjófur með 16 stig, Jón Helgason 11 og Sigurður Arn- björnsson með 10 stig. Birgir Jakobsson var lang — stigahæst ur ÍR—inga með 22 stig. Hann átti 100% hittni úr vítaköstum, sem er mjög gott. Framhald á bls. 3 Páll skorar síðasta mark FH,skapaði forystu sem Fram tókst að jafna úr vítakasti eftir venju legan leiktíma. Myndir Mbl. Kr. Ben. Jafntefli hjá Fram og FH Skemmtilegur leikur topp- liðanna í 1. deild á sunnudag ÞAÐ var mikil spenna í iþróttahöllinni í Laugardal á sunnudags- völdin eins og jafnan er, þegar errkiandstæðingarnir IVam og FH eigast við. Sá leikur var næsta furðulegur fyrir margar sakir, en svo fór áð Iiðin skildu jöfn 17:17. Þáttur Magnúsar Péturssonar dóm ara í leiknum var líka kapítuli út af fyrir sig, því að mestan hluta leiksins var lítið samhengi í dómum hans. Var hann ákaflega ósam kvæmur sjálfum sér, svo miðað sé við fyrri leiki, sem hann hef- ur dæmt — var nú allt í einu óskaplega smásmugulegur í skrefa- talningu, óspar á dóma vegna ruðnings og dæmdi vítaköst í vafa- sömum tilfellum. Tvö vafasöm vítaköst. Hitt er svo annað mál, að ekki ......Hp ...............w.f,;.nM,riiiininn,^,.^.... Akureyringar í sókn. Akureyri vann 17:0 ver’ður sagt að annað liðið hafi hagnazt hinu fremur á dómum Magnúsar. Svo dæmi séu tekin má benda á það, að í lok leiksins, er Fram arar höfðu forustuna 16:15, jafn aði Páll úr vítakasti, sem dæmt hafði verið vegna brots á Kristján Stefánsson. Var þetta ákaflega vafasamt, þar sem Kristján hafði ekki nokkur tök á því að skjóta á markið, er brotið var á hann. Sömu sögu er að segja um síðasta mark leiksins, er Gunnlaugur jafnaði 17:17 úr vítakasti. Pétur fékk knöttinn inn á línuna og var hann í engu skotfærri, er brot- ið var á honum. Forsenda Magn- úsar fyrir vítakastinu var sú að varnarmiaður FH hefði set- ið inn í teignum til varnar, en enginn virðist hafa komið auga á það nema Magnús einn. Kom þessi góðvild jafnvel leikmönn- um Fram nokkuð á óvart. Forysta Fram í byrjrun. FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, og voru Geir og Páll þar að verki. Gunnlaugur jafnaði fyrir Fram litlu síðar, en liðin skiptust síðan á að skora — 3:3 og 4:4. Þá tóku Framarar á sig rögg og skor- uðu fjögur mörk í rö'ð, og urðu lokatölur hálfleiksins 8:4. Var leikur FH í þessum hálfleik all- ur í molum. Þeir gerðu hvað eftir annað tilraun með nýja leikaðferð, sem þeir réðu ekk- ert við, heldur skapaði aðeins sundrung. Framarar léku frem- ur rólega og notuðu línuna mik- ið. Reyndu þeir sjaldan lang- skot. Sviptingar í síðari hálfleik. Ingólfur skorar níunda mark Fram strax í byrjrun seinni hálfleiks, en Páll og Geir svara þegar í stað með tveimur mörk um. Leikur FH var strax í upp- hafi stórum betri en allan fyrri hálfleik, og hægt og sígandi vinna þeir upp forskoti'ð. Á 11. mínútu jafnar Birgir 11:11, og Auðunn nær forustunni fyr- ir F. H. Þeir létu ekki staðar numið þarna, heldur juku við forskotið og brátt var staðan 15:12. Úrslit í vítaköstum. Var því af sem áður var — nú voru Framarar sem börðust af örvæntingu — og þeir uppskáru ríkulega. Þegar sjö mínútur eru til leiksloka jafnar Pétur 15:15, og Ingólfur nær forustunni aftur fyrir Fram 16:15. Þá fá FH-ingar dæmt víti það, sem áður er getið um, og Páll skorar örugglega. Framarar sækja að marki FH, en knötturinn er dæmdur af þeim vegna þess að Guðjón tók mörg skref. FH-ingar ná leiftur- sókn, og Kristján skorar stór- glæsilega úr mjög erfiðri að- stöðu. Aðeins 56 sekúndur til Ieiksloka, og Framarar leita að smugu í vamarvegg FH í örvænt ingu. Sekúndumar liða, og er aðeins 22 sekúndur til leiksloka. Þá fær Pétur knöttinn inn á línu, og víti er dæmt. Tíminn er úti, er Gunnlaugr skorar örugglega út vítakastinu. Liðin Bæði liðin áttu oft ágæta leik- kafla í þessum leik, en voru sarnt ákaflega mistæk. Sama má reyndar segja um einstaka leik- menn, t.d. átti Geir Hallsteinsson góðan lei'k í síðari hálfieik en hvarf hins vegar nær alveg í fyrri hálfleik. Þá átti Auðunn og mjög góðan leik, en lítið bar á Erni og Birgi. Hjá Fram brugð- ust langskytturnar illa, en hins vegar var línuspil allgott. Guð- jón átti nú fremur slæman dag, og Ingólfur var heldur óöruggur í vörninni, en dreifir spilinu þó alltaf skemmtilega í sóknmiu. Það var tvímælalaust styrkur fyrir Fram að fá Sigurberg í lið- ið, enda þótt eitthvað væri grunnt á því góða milli hans og Magnúsar Péturssonar. Hraðskautahlaup og listhlaup á skautum kennt á Akureyri FYRSTA bæjakeppnin í ís- hokkí, sem fram fer hér á Iandi var háð á skautavelli Skauta- félags Akureyrar síðdegis á laug ardag. Þar áttust við sveitir Reykvíkinga og Akureyringa. Keppninni lauk með yfirburða- sigrri Akureyringa, 17 mörkum gegn 0. Að kappleiknum loknum af- henti Hermann Sigtryggsson iþróttafulltrúi sigurvegurunum verðlaunagrip, (farandgrip sem Sjóvátryggingafélag íslands gaf. (Umboð Kristjáns P. Guðnumds sonar). Á sunnudaginn var háð hrað- keppni. Hver leikur stóð 2x15 mín. Fyrir hádegi keppti A-lið Reykvíkinga og drengir (14— 17 ára úr skautafél. Ak., sem sigruðu með 3 mörkum gegn 2 og B-lið Reykvíkinga og B-lið Akureyringa, sem sigraði með 7 gegn 1. Eftir hádegi keppti A-lið Reykjavíkur og B-lið Akureyr- inga. Reykvíkingar sigruðu 5 gégn 3. Loks áttust við B-lið Reykvíkinga og drengjasveit Akureyrar sem sigraði með 9 gegn 0. Vann drengjalíðið þann ig báða leiki sína. Æfingar standa nú yfir hjá Skautafélagi Akureyrar bæði í listhlaupi og hraðhiaupi og ver ið er að athuga möguieika á að koma á Norðurlandsmóti í skautagreinum. í þessari viku hefst kennsla í listhlaupi. Kenn* ari verður Gralf Bohnsack. HAUKAR hafa mjög sótt í sig veðrið í síðustu leikjum sínum og er liðið óþekkjanlegt frá fyrstu leikjunum í íslandsmót- inu i haust. í fyrrakvöld sigraði liðið KR-inga með 22:14 og voru Haukar vel að þessum sigri kom nir. Léku leikmenn Hauka af skynsemi, tókst að gera Gísla Blöndal, sem hefur verið helzta langskytta KR-inga, óvirkan, þannig að lítið var um snörp skot að marki Hauka. Þá hefur það efiaust haft mikið að segja fyrir KR-inga, að Kari Jóhanns son gat ekki leikið með vegna meiðsla. Lið Hauka er skipað mjög traustum leikmönnum, sem eru ákaflega áþekkir að getu. Liðið hefur ágætar langskyttur, þar sem þeir eru Þórður, Ólafur og Viðar, og einnig harða og ó- eigingjarna línuleikmenn, svo sem Stefán Jónsson og Sigurð Jóakimsson. KR-liðið er ungt að árum, skipað liprum leikmönnum, en þá skortir flesta meiri skothörku að Gísla Blöndal undanskyldum, en í leiknum í fyrrakvöld nýttist hann mjög illa. Eflaust hefur fjarvera Karls haft áhrif á leik liðsins gegn Haukum og hafa menn því vart fengið þar rétta mynd af styrkleika liðsins. Sig urður Óskarsson kom bezt frá leiknum á sunnudag og er óðum að komast í sitt gamla form, — alltaf mjög traustur í vörn og gerði margt mjög laglegt inn á línunni. KR-ingar skoruðu fyrsta mark ið í leiknum. en Haukar jöfnuðu strax og náðu forustunni. Var leikurinn framan af nokkuð jafn enda þótt Haukarrnir hefðu jafn an frumkvæðið. í hálfleik var staðan 12:8 Haukum í vil. Um miðjan síðari hálfleik fór mjög að síga á ógæfuhliðina fyr- ir KR-inga. Var staðan þá 17-14 Haukum í vil, en það sem eftir var skoruðu þeir 5 mörk gegn aðeins tveimur mörkum KR-inga Urðu lokatölur því 22:16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.