Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 31

Morgunblaðið - 06.02.1968, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 31 Ný sdknarlota í Saigon hafin 20 þús. manns í borginni heimilislausir - Barizt af heift um landið allf Saigon, Washington, 5. febr. (AP) SKÆRULIÐAR Viet Cong réðust í dag gegn aðalstöðv- um lögreglunnar í Saigon, og er talið, að Viet Cong hafi þar með hafið aðra meiri háttar árás sína á borgina. Um 400 skæruliðar náðu lögreglustöðinni á sitt vald. Fyrr um daginn höfðu bandarísk hernaðaryfirvöld tilkynnt, að 500—700 skæru- liðar leyndust í borginni, en vitað var um þrjú herfylki Viet Cong utan við borgina, sem reiðuhúin voru til árása á hana. Útgöngubannið í Saigon var hert í dag og hafa hermenn bandamanna og lögreglan skipun um að skjóta á allt, sem hreyfist á götunum eftir kl. 11 að ísl. tíma. Blóðugir bardagar geisa nú um alla borgina og sums staðar standa hverfi í björtu báli. Stöðugt er verið að flytja óhreytta borgara frá heimilum sínum í þeim hverfum, þar sem skærulið- arnir hafa hreiðrað um sig og eru stórskotaárásir síð- an gerðar á hverfin. Tals- maður bandarísku herstöðv- aðilar beðið mikið afhroð. Seg- ir fregnritari frönsku fréttastof- unnar AFP, að Bandaríkj amönn um hafi lítið orðið ágengt í borg inni. Loftárásir hafa verið gerð- ar á stöðvar Víet Cong í Hue, en með litlum árangri. Hermenn N-Vietnamstjórnar tóku á sitt vald hæð 861 í nánd við bandarísku stöðvarnar í Khe Sanh í dag, en þeir voru skjót- lega hraktir þaðan aftur. Khe Sanh er mikilvægasta virki Bandaríkjamanna í norðurhéruð um S-Vietnam og skutu N-Viet- nam hermenn af fallbyssum á virkið, en tókst ekki að komast nálægt því. Frá Can Tho i Mekong-ós- hólmunum berast þær fregnir, að skæruliðar hafi þar gert mikl ar árásir á helztu borgir. Tali'ð er, að á þessu svæði séu um 80.000 manns heim- ilislaush og 1200 óbreyttir borg arar hafi fallið. í Saigon er álit ið, að 20.000 manns hafi misst heimili sín á síðustu sjö dög- um. Bandaríski öldungardeildar- þ’ngmaðurinr, Edward M. Kenn edy sagði i dag, að kommún- istar í Víetnam hefðu unnið miklan pólitískan sigur í síðustu viku. Hvatti Kennedy Banda- ríkjastjórn til að krefjast þess að stjórnin í S-Víetnam beitti sér fyrir endurbótum eða verði af hjálp Bandaríkjamanna ella. Kennedy gagnrýndi stjórn Johnsons forseta og sagði, að ef stjórnin neitaði að horfast í augu við staðreyndir í S-Víet- nam gæti það orðið til þess að viðbrögð bandarísku þjóðarinn- ar til atburðanna þar yrðu gagns laus og jafnvel hættuleg. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacob K. Javits lagði til í dag, að Bandaríkjastjórn viðurkenndi að hernaðarlegt þrátefli hefði orðið í Víetnam og færi þess á leit við Sovétstjórnina, að hún hefð’ frumkvæðið um málamiðl un þar. í grein í n-víetnamska dag- blaðinu Nanh Dan er gefið í skyn, að stjórnin í Hanoi vilji ekki útiloka alla möguleika á friðsamlegri lausn á Víetnam- styrjÖldinni. Er andi þessarar greinar í samræmi við ummæli stjórnmálamanna í aHnoi, sem segja að þrátt fyrir neikvæða afstöðu Johnsons Bandaríkja- forseta gagnvart þeim góða vilja, sem Hanoi hefði sýnt þá stæðu dyrnar að samn- ngaviðræðum enn opnar, en þessar viðræður yrðu að fara fram eftir forskrift Hanoi-stjórn arinnar. Hóðtíðleg minningarathöln í Mfl um Þórarin Björnsson arinnar í Saigon sagði í dag, að 17.000 skæruliðar hefðu verið felldir í bardögunum undanfarna daga, en ýmsir stjórnmálafréttaritarar í Sai- gon áiíta, að þessi tala sé stórlega ýkt. f fréttaskeyti NTB-fréttastofunnar segir, að 4000 manns liafi verið handteknir í borginni, þar á meðal konur og börn, sem grunuð eru um að hafa að- stoðað Viet Cong. Þá er enn barizt af heift í kon ungborginni Hue og hafa báðir Skákþing Reykjavíkur Akureyri, 5. febrúar. KVEÐJU- og minningarathöfn um Þórarin Björsson, skólameist ara fór fram í Menntaskólanum á Akureyri í dag og hófst hún kl. 13.30. Viðstaddir voru nán- ustu vandamenn hins látna skóla meistara, kennarar skólans og konur þeirra og nokkrir próf- dómarar og fyrrverandi kenn- arar. Nemendur sungu fyrst skóla- sönginn, „Undir skóians mennta merki“, en því næst flutti einn kennarana, séra Árni Sigurðs- son bæn. Þá söng skólakórinn Integer vitae, en síðan flutti Steindór Steindórsson, settur skólameistari minningarræðu. Að henni lokinni sungu nemend ur sálmana „Hærra minn guð til þín“ og „Faðir andanna". Áskell Jónsson stýrði söng, en frú Þórgunnur Ingimundardóttir lék undir á píanó. Útvarpað var frá athöfninni. Ekki komust allir nemendur skólans fyrir í Sal, en hátölurum hafði verið komið fyrir í kennslu stofum, þar sem þeir gátu hlýtt á það, sem fram fór. Mikill al- vörubiær og hátíðleiki hvíldi yfir athöfninni. Ungir kennarar hófu kistuna út úr skólahúsinu, en sjöttubekk ingar út af skólalóðinni í lík- vagninn, sem þar beið. Allir við staddir fylgdu síðan kistunni til kirkju en á undan líkvagninum Guðmundur vann Gunnar Björn Þorsteinsson með 6Vi af 7. Sjöunda umferð var tefld sl. fimmtudagskvöld í meistara- flokki og urðu úrslit þessi: A-riðill. í þessum riðli lauk aðeins einni skák milli Benónýs Benediktssonar og Braga Hall- dórssonar og vann Benóný. Aðr- ar skákir fóru í bíð, eða var frestað. Guðm. Sigurjónsson sat yfir. B-riðill Björn Þorsteinsson vann Gylfa Magnússon, Jón Kristinsson vann Júlíus Frið- jónsson, Bragi Kristjánsson vann Sigurð Kristjánsson en Bjarni Magnússon og Leifur Jó- steinson gerðu jafntefli. Skák Hauks Kristjónssonar og Jóhanns Þóris Jónssonar var frestað. Frank Herlufsen sat yf- ir. Áttunda umferð var tefld sl. sunnudag og urðu úrslit þessi: A-riðill: Guðmundur vann Gunnar Gunnarsson, Benóný vann Stíg Herlufsen, Jón Þor- valdsson vann Jón Pálsson, en Hermann Ragnarsson og Bragi Halldórsson gerðu jafntefli. Skák Andrésar Fjeldsted og Sig urðar Herlufsen var frestað. Björgvin Yíglundsson sat yfir. B-riðill. Jóhann Þórir vann Gylfa, en Bjarni og Bragi Kr., og Björn og Jón Kristinsson gerðu jafntefli. Frank og Leifur eiga biðskák. Skák Sigurðar Kristjánssonar og Hauks var frestað. Júlíus sat yfir. V nningsstaðan er nú þessi: A-riðill: Guðmundur Sigur- jónsson er efstur með 6% vinn- ing (af 7 möguleigum), annar er Gunnar Gunnarsson 6V2 (8), Benóný Benediktsson er í þriðja sæti með 4 (7), Björgvin Víg- lundsson 3% (5), Jón Þorvlds- son 3Vi (6), Andrés Fjeldsted 3 1 (6). B-riðill: Hér hefur Björn Þor- steinsson örugga forystu með 7 vinn nga (af 8 mögulegum), annar er Bragi Kristjánsson 5% (8), Jón Kristinsson 4 (6), Bjarni Magnússon og Leifur Jó- steinsson með 4 (7) hvor. Aðeins tveir keppenda þeir Guðmundur í A-riðli og Björn í B-riðl' eru taplausir til þessa. Fjórir keppenda í hvorum riðli tefla síðan til úrslita um titil- inn „Skákmeistari Reykjavíkur 1968“. í kvöld verður 9. umferðin tefld að Grensásvegi 46, og hefst keppnin kl. 20. SVO sem áður hefur verið skýrt frá hefur verið stofnaður minn- ingarsjóður um Þórarin Björns- son, skólamestara. Framlögum til sjóðsins er veitt viðtaka á var borinn fáni skólans, sveip- aður sorgarblæjum. í kirkjunni söng Kirkjukór Akureyrar, sálm inn „Þín miskunn, ó guð“ und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonar, sem að lokum lék sorgarmars á kirkjuorgelið. — Sv. P. N-Vietnamar mótmæla loftárásum STJÓRN Norður-Vietnam mót- mælti í dag harðlega loftárásum bandarískra flugvéla á kínversk skip í vietnamskri höfn í síðasta mánuði og sagði að Bandaríkin yrðu að taka á sig fulla ábyrgð gerða sinna. Hin opinbera fréttastofa Hanoi stjórnarinnar sagði að utanríkis- ráðuneyti N-Vietnam hefði birt mójtmælin á laugardaginn. Árás á kínversku skipin varð hinn 20. og 27. janúar. Sam- kvæmt fréttum urðu miklar skemmdir á skipunum tveimutr og að minnsta kosti 6 af áhöfn þeirra meiddust. Akureyri, hjá húsverði mennta- skólans þar, hjá Gunnlaugi Kristinssyni í Kaupfélagi Eyfirð inga og í bókaverzluninni Bók- val, Hafnarstræti 94. IViinningarsjóður Þórarins, skólameistara - HEIÐRÚN Framhald af bls. 32 Allir bátar við Djúp munu úta í dag og í ráði var að fá flugvél, ef veður leyfði til leit- ar. Leitað verður á sömu slóð- um í dag og í gær, og þó sér- staklega á fjörum, sem vart hef ur orðið reka. Vélbátur nn Heiðrún er eign Einars Guðfinnssonar, útgerðar- manns í Bolungarvík og keypti hann bátin frá Sandgerði fyrir um það bil tveimur árum. Er hann var gerður út frá Sand- gerði bar hann nafnið Páll Páls- son. Skipið er smíðað á Ak-ra- nesi 1963, eikarskip 154 vergar lestir. Ví&a takmarkað síoiasamband - sambandslaust við Raufar- höfn og Þórshöfn NOKKRAR skemmdir urðu á símalínum í óveðrinu um helg- ina. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, tjáffi Mbl. í gær, aff víffa væri símasamband tak- markaff og sambandslaust var viff Raufrhöfn og Þórshöfn. Þá tókst ekki aff ná sambandi viff Borgarfjörff eystri í gær. Símalínurnar til Raufarhafnar og Þórshafnar slitnuðu allar, en samband var á milli staðanna í gær. Takmarkað símasamband var við Hólmavík, Hvamms- tanga, Blönduós, og línan milli Stykkighólms og Búðardals var slitin. Lélegt símasamband var við Ólafsvík í gær og línan til Grundarfjarðar var óvirk, einnig var iélegt símasamband milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ekki kvaðst póst- og síma- málastjóri vita um fleiri skemmdir á símalínum, en sagði að sér hefðu enn ekki borizt skýrslur úr sumum sveitum landsins. Gífurleg ófœrö um helgina ALLIR vegir urffu ófærir um helgina vegna fannfergLs effa óveffurs, aff því er Vegagerffin tjáffi Mbl. í gær. Ekki höfðu enn borizt frekari upplýsingar, en þó var vitaff. aff í gær var ófært um Vestfirffi og Norffur- land vestra, en þar var allt á kafi í snjó. Á Norffurlandi eystra var mikil ófærff og eins á Austur- landi, en Vegagerffin hafffi ekki haft neinar spurnir af ástand- inu þar. Engir bílar munu hafa teppzt Engir bílar munu hafa teppzt á lengri leiðum, en einhver brögð voru að því á þeim skemmri. Fólk tepptist vegna ófærðarinn- ar í skíðaskálum og eitthvað í danshúsum. Unnið var að því að opna veg- inn til Selfoss í gær, og var síð- degis orðið fært um Þrengsli fyrir stóra bíla. Þá var einnig víða fært um Suðurland, en þó var ófært til Stokkseyrar og Eyrarbakka. í Borgarfirði var ástandið svip- að og á Suðurlandi. í dag mun ætlunin að reyna Tókíó, 4. febr. AP. DAGBLAÐ Alþýðunnar í Pek- ing segir á sunnudag, að bylt- ingaröfl í Inidónesíu séu að hefja skæruliðahernað á stórum svæð- um í landinu. Því er bætt við, að Indónesíu stjórn hamri sífellt á óeirðafréttum frá kínverska Alþýðulýðveldinu til að reyna að draga athygli manna frá því, sem sé að gerast í þeirra eigin landi. að opna fjallvegi á Snæfellsnesi og vestur í Dali um Bröttu- brekku og eins Norðurlandsveg, en verið getur, að það dragist fram á miðvikudag, ef veður hamlar. Siötuqs- aimæli SJÖTUGUR er í dag Sigurjón Sigurbjörnsson Hringbraut 103, aðalbókari hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hann verður staddur að heim ili sonar síns, Einars Sigurjóns- sonar, Me staravöllum 7. Afmæliskveðja til hans, mun birtast í blaðinu síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.