Morgunblaðið - 20.02.1968, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 190«
Frá umrœðum um hraðfrystiiðnaðinn:
45 milljdnir greiddar til frystihús-
anna á næstunni
— til þess að auðvelda rekstur þeirra á
vertíðinni
— Sjávarútvegsmálaráðherra gagnrýnir
forustumenn hraðfrystiiðnaðarins
í RÆÐU í Efri deild Alþing-
is í gær gagnrýndi Eggert
G. Þorsteinsson all harðlega
forustumenn hraðfrystiiðnað
arins, sem hann sagði að
hefðu „á undanförnum árum
mjög ýkt erfiðleika hans í
kröfum sínum til stjórnar-
valdanna og í almennum
áróðri.“ Ráðherrann sagði
ennfremur að „af hálfu for-
ustumanna iðnaðarins hefði
orðið vart verulegrar tregðu
tfl þess að horfast í augu við
þan raunverulega vanda,
sem iðnaðurinn stendur
frammi fyrir og takast á við
þann vanda með raunhæfum
aðgerðum. f stað þess hefur
stöðugt verið leitað á náðir
ríkisvaldsins um aukna að-
stoð og hótunum og jafnvel
hreinum ofbeldisaðgerðum
beitt til að fylgja fram mál-
um sínum.“ f ræðu sinni
sagði sjávarútvegsmálaráð-
herra einnig, að þjóðarnauð-
syn væri að búa frystiiðnað-
invim þau starfsskilyrði, að
hann gæti vaxið og dafnað.
Sjávarútvegsmálaráðherra
flutti ræðu sína við fyrstu uim-
ræðu í efri deild um frv. um
ráðstafanir vegna sjávarútvegs-
ins og rakti í upphafi þróun
mála sl. fjögur ár en gerði síð-
an grein fyrir viðhorfunum í
málefnum hraðfrystihúsanna síð
ustu vi'kur, og sérstaklega í sam
bandi við gengislækkunina í nóv.
Kvaðst ráðherrann vilja rifja
upp nokkur meginatriði varð-
andi gengislækbunina og afkomu
sjávarútvegsins. í fyrsta lagi: af-
koma þorskveiðanna í heild og
hraðfrystiiðnaðarins sérstaklega,
gat ekki ráðið úrslitum við á-
kvörðun hins nýja gengis. í
öðru lagi: Mikil óvissa var ríkj-
andi í nóvember um verðlags-
þróun íslenzkra sjávarafurða á
næstunni og er það raunar enn.
1 þriðja lagi: Mikil óvissa hlaut
að vera ríkjandi um afkomuhorf
ur fiskvinnslunnar þar til fisk-
verð hefði verið ákveðið og allar
þær upplýsingar lægju fyrir
sem safnað er og unnið úr í sam
bandi við þá ákvörðun. f fjórða
lagi: Á meðan samningum um
fiskverð var ólokið mátti af rík-
isvaldsins hálfu ekki með nokkru
móti gefa til kynna hvort eða
að hve miklu leyti eðlilegt gæti
talizt að þorskveiðar eða fisk-
vinnsla nytu áfram opinbers
stuðnings.
Sjávarútvegsmálaráðherra
sagði að með tilliti til þessara
staðreynda þyrfti engan að
undra að gengisbreytingin hefði
ekki tryggt hallalausan rekstur
frystihúsanna, það hefði verið
vitað frá upphafi. Hins vegar
hefði nauðsynlegur stuðningur
reynzt meiri en ástæða hefði ver
ið til að ætla fyrir nokkrum
mánuðum. Hefði verðþróun
íslenzkra afurða reynzt óhag-
stæð síðan gengisbreytingin var
ákveðin og hefði hún brugðizt
honum sem byggðar hefðu ver-
ið á varfærni. Þar er fyrst og
fremst um að ræða verðlækkun
frystna fiskafurða í Sovétríkjun
um saigði Eggert G. Þorsteinsson
og einnig að engin hreyfing er
enn upp á við á verði mjöls og
lýsis nema síður sé. Ennfremur
hefur afkoma frystihúsanna
reynzt enn lakari en ástæða var
til að ætla í nóvember.
Aðstoðin við hraðfrystiiðnað-
inn nemur 198 milljónum. Er
ætlunin að hún skiptist þannig
að 25 milljónir gangi til sénstakr
ar viðbótar á verð línufisks. Um
148 milljónir munu verða greidd
ar hraðfrystihúsunum í hlutfalli
við verðmæti framleiðslu þeirra
á árinu 1968 og er æthinin að
tæpur þriðjungur þessarar upp-
hæðar verði greiddur nú sem
allra fyrst til þess að auðvelda
það að rekstur frystihúsanna
Framhald á bls. 27.
Stjórnarfrumvarp:
Hætt verði að byggja em-
bættisbústaði í þéttbýli
- embœttisbústaðir seldir
- samrœming gerð á húsaleigu-
greiðslu embœttismanna
Á FUNDI í efri-deild Alþingis í
gær mælti Magnús Jónsson, fjár
málaráffherra fyrir stjórnar-
Frystihúsin án stuðnings:
250 milljóna netatjón
— hefði leitt til rekstrarstöðvunar
f GREINARGERÐ fyrir frv. rík-
isstjórnarinnar um ráffstafanir
vegna sjávarútvegsins er gerff
grein fyrir áætlunum um af-
komu frystihúsanna á þessu ári
og jafnframt birt samanburffar-
tafla yfir afkomu þeirra 1966.
Þessi tafla fyigir hér aff ofan en
hér fer á eftir sá kafii í grein-
argerff frv., sem fjailar um af-
komu frystihúsanna þessi tvö
ár:
í meðfylgjandi töflu er sýnt
yfirlit um afkomu hraðfrysti-
húsanna á árinu 1966 og áætlun
um afkomu þeirra á árinu 1968.
Er taflan byggð á ni’ðurstöðum
athugana Efnahagsstofnunarinn-
ar og nær til 68 hraðfrystihúsa,
er framleiddu um 87% af heild-
arframleiðsluverðmæti iðnaðar-
ins á árinu 1966. það útflutn-
ingsverðlag, sem ríkjandi var um
sl. áramót og það verðlag og
kaupgjald, sem ríkjahdi er imn-
anlands í febrúarmánuði. Auk
þess að sýna afkomu allra 68
húsanna, sýnir taflan sérstak-
lega afkomu þeirra 20 húsa, sem
bezta afkomu höfðu á árinu
1966, þeirra 20 húsa, er lakasta
afkomu höfðu, og þeirra 28 húsa,
er höfðu miðlungs afkomu. Á-
ætlanir hafa einnig veri'ð gerð-
ar um afkomu þessara þriggja
hópa á árinu 1968.
Eins og yfirlitið ber með sér
var afkoma húsanna slæm á ár-
inu 1966. Þrátt fyrir þá opin-
beru aðstoð, sem húsin fengu á
því ári og talin er með í tekj-
um þeirra, var brúttóhagnaður
húsanna 68 aðeins 25% af af-
skriftum, stofnvöxtum og leig-
um og nettótap, er nam 79 m.
kr. Stakk hér mjög í stúf við
árin 1964 og 1965, er munu hafa
verið ein beztu ár þessa iðn-
aðar, en þau ár varð verulegur
hreinn hagnaður á rekstrinum.
Jafnframt er Ijóst, hversu mikill
munur er á rekstri húsanna inn-
byrðis. Þau 20 hús, er bezta af-
komu höfðu, voru rekin með
nokkrum nettóhagnaði, en þau
20, er lakasta afkomu höfðu,
með gifurlegu nettótapi, enda
var velta þessara húsa aðeins
helmingur af veltu þeirra 20
beztu, enda þótt stærð húsa í
þessum tveimur hópum sé svip-
uð.
Eins og áætlunin fyrir árið
1968 ber með sér, hefði afkom-
an enn versnað mjög á því ári,
ef til sérstakrar opinberrar að-
stoðar hefði ekki komið. Jafn-
vel 20 beztu húsin myndu hafa
verið rekin með brúttótapi,
þannig a'ð þau hefðu átt minna
en ekkert upp í afskriftir og
stofnvexti. Nettótap alls iðnað-
arins er áætlað yfir 250 m.kr.
Er auðséð, að slíkt ástand hefði
leitt til algerrar rekstrarstöðv-
unar. Sú opinbera aðstoð til iðn
aðarins, sem hér er farið fram
á heimild til þess að inna af
hendi mun bæta afkomuna mjög
mikið. Er aðstoðin miðuð við
það, að 20 beztu húsin séu rek-
in án nettótaps, þannig að þau
eigi að fullu fyrir afskriftum,
leigum og stofnvöxtum, en held-
ur ekki umfram það. Afkoma
iðnaðarins í heild mundi vera
nokkru lakari en á árinu 1966,
þar sem brúttóhagnaður mundi
aðeins svara til 15% af afskrift-
um, leigum og stofnvöxtum sam
anborið við 25% á árinu 1966.
Afkoma húsanna í miðið myndi
þó vera nokkru betri en 1966,
enda gert ráð fyrir, að þau njóti
hlutfallslega nokkru meiri að-
stoðar en önnur hús. Á hinn bóg-
inn verður að gera ráð fyrir,
að rekstur margra lökustu hús-
anna hætti, eða um sameiningu
eða samvinnu við önnur hús
verði að ræða. Sú afkoma sem
húsunum með þessu móti yrði
búin á árinu 1968, getur að
sjálfsögðu ekki verið framtíð-
argrundvöllur. Það er þó aðeins
endurskipulagning iðnaðarins af
því tagi, sem nú er hafin, sem
getur skapað slíkan grundvöll
og nokkur tími hlýtur að líða,
þar til hún hefur verið fram-
kvæmd og árangur hennar hef-
"r komið í ljós.
frumvarpi er fjallar um breyt-
ingu á lögum um íbúðarhús-
næffi í eigu ríkisins.
' í ræffu ráffherra kom fram aff
'mikiff ósamræmi er í gildandi
lögum um byggingu embættis-
bústaða, og reyndar ekki til laga
ákvæffi um bústaði fyrir sum em
bætti.
Frumvarpiff miffar aff þVi, aff
hætt verffi aff byggja embættis-
'bústaffi, nema í þeim landshlut-
um þar sem sérstakir staffhættir
gera slíkt nauffsynlegt, og aff em
hættisbústaffir verffi seldir. Þá
Verffi ennfremur settar sam-
ræmdar reglur um húsaleigu-
greiffsiur embættismanna. Frum
varpiff gerir ráff fyrir því, aff
lög þessi taki gildi efti því sem
húverandi embættismenn hætta
störfum, þannig aff þeir missi
ekki hlunnindi sín.
f ræðu sinni sagði Magnús
Jónsson m.a., að um embættis
búsitaði hefðu gilt margar mis-
munandi löggjafir og segja
mætti, að það værí óeðlilegt að
ekki væri tekið til gagngerðar
athugunar og grundvallarbreyt-
ingar þau sjónarmið sem gilt
Ihefðu um bústaðina. Meðan til-
tölulega fáir embætismenn voru,
‘náði þessi löggjöf til þeirra að
verulegu leyti, en nú eru orðin
mörg embætti sem eru utan
þessa kerfis, þótt segja megi, að
það séu alveg jafngild rök fyr-
ir því að þeir embættismenn
nytu þessara hlunninda.
Til undirbúndngs á þessu máli
var fulltrúum frá þeim ráðuneyt
um sem embættisbústaðir falla
undir, falið að rannsaka þetta
mál og gera síðan tillögur um
hvernig hægt værj að samræma
gildandi ákvæði við núverandi
viðhorf og aðstöði* í sambandi
við stjórnsýslukerfið.
Núgildandi regiur
Ráðherra vék síðan að núgild-
andi reglum og lagaákvæðum
um embættisbústaði og sagðj m.
a.: Um embættisbústaði héraðs-
dýralækna er í lögum frá 1957
mælt svo fyrir, að ríkisstjórnin
skuli þar til ful'lnægt er hús-
•næðisþörf þeirra láta byggja eft
'ir því sem fé er veitt til í fjár-
lögum, íbúðarhús handa héraðs-
dýralækni.
Bústöðum eða íbúðum hefur
verið komið upp fyrir kennara
og skólastjóra bændaskólanna
og garðyrkj.uskóla ríkisins. Það
er ekki séð, að nein lagaákvæði
gildi um þessa bústaði, en þar
sem skólarnir eru staðsettir úti
á landi, hefur það reynzt sjálf-
gert, að reyna að koma slíkum
bústöðum upp. Sama er að
segja um húsmæðraskóla í sveit
um, o g ennfremur um sand-
græðslu ríkiisins í Gunnarsholti.
Framhald á bls. 27.
Afkoma hraðfrystihúsa 1966 ásamt áætlun. fyrir 1968.
Miðað við 68 hús.
1966
1968
68 hús 20 heztu 28 miðhús 20 lökustu 68 hús 20 beztu 28 miðhús 20 lökustu
Tekjur m.kr. 1822 667 836 318 1952 715 893 344
Gjöld:
Hrácfniskostnaður m.kr. 909 328 418 162 1 079 388 408 193
Annar breytilegur kostn. m.kr. 773 263 356 154 883 301 407 176
Viðhald og viðgerðir .... m.kr. 63 21 31 11 71 24 34 12
Rekstrarvextir m.kr. 45 12 17 15 52 14 20 18
Tekjuskattur m.kr. 4 2 3 — — — — —
1795 626 825 342 2 085 727 959 399
Brúttóhagnaður m.kr. 27 41 11 -f- 24 •4-133 4- 12 -j- 66 4- 55
Afskriftir, stofnvextir og lcigur . m.kr. 106 31 45 30 121 35 52 34
Hreinn hagnaður m.kr. ~ 79 10 -í- 34 -4- 54 4-254 4- 47 4-118 4- 89
Brúttóhagnaður í hlutfalli við
afskriftir og stofnv ... % 25 132 25 -f- 80 4-110 4- 34 4-127 4-162
Áætlað framlag1) m.kr. 151 47 81 23
Afkoma að fengnu framlagi: — — — —
Brúttóhagnaður m.kr. 18 35 15 4- 32
Hreinn hagnaður ........ m.kr. 4-103 0 4- 37 4- 66
Brúttóhagnaður í hlutfalli við
afskriftir og stofnv % 15 100 29 4- 94
1) Miðað við að 87% af lieildarframlagi að upphæð 173 m.kr. komi i hlut l»essara 68 húsa.
Af þessari upphæð skiptist 148 m.kr. hlutfallslega eftir framleiðsluverðmæti, en 26 in.kr.
komi i hlut „miðhúsa'*.