Morgunblaðið - 20.02.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 20.02.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1068 15 A Islandi eru kjörin jafnari og betri Ræða Ingólfs Jónssonar ráðherra við setningu 50. búnaðarþings H E R R A forseti íslands, stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóri, búnaðar- þingsfulltrúar og aðrir áheyr endur. Að þessu sinni er Búnaðarþing sett í 50. sinn- Það kom fyrst saman 7. júlí 1899. Búnaðarþing starfaði lengi aðeins annað hvert ár. Miklar framfarir hafa orðið í landhúnaði síðan fyrstu bún aðarfélögin voru stofnuð hér á landi fyrir 80—90 árum. Búnaðarfélag íslands og landsmenn allir geta vissu- lega með ánægju minnst þeirra breytinga sem orðið hafa á nærri 70 árum frá því Búnaðarþing kom saman í fyrsta sinn. íslendingar hafa lengst af bú- ið við frumstæð skilyrði í land- búnaði og á öðrum sviðum þjóð- lífsins. í landbúnaðinum var ekki um framfarir að ræða fyrr en búnaðarfélögin komu til að hafa áhrif. Harðindi, langir vetur og erf- ið vor hafa lengi gert landbún- aðinum erfitt fyrir. Margar sög- ur fara af því þegar búpening- urinn féll vegna fóðurskorts. Harðindi geta alltaf komið á ís- landi bæði um vetur og vor. Landbúnaðurinn er betur und ir það búinn nú en áður að taka á móti harðindum. Ræktun- in gerir fóðuröflun auðveldari og reglubundnari siglingar til landsins gera mögulegt að hafa innflutt kjarnfóður jafnan fyrir hendi. í seinni tíð hafa harðindi auk- izt nokkuð og minna að sumu leyti á það sem lesa má um frá fyrri tímum. Á s.l. sumri var mik ið um kalskemmdir í ýmsum hér uðum landsins og var töðufengur því miklu minni en venjulega. Búnaðarfélag íslands og Stétt- arsamband bænda óskuðu eftir því við raðuneytið að skipuð yrði nefnd til þess að gera til- lögur um nauðsynlegar ráðstaf- anir til úrbóta. Nefndin skilaði samhljóða tillögum um stuðning við þá, sem talið var að þyrftu á aðstoð að halda og hefur verið farið eftir áliti nefndarinnar. Til eru lög um forðagæzlu, sem ætlazt er til að fari'ð sé eftir. I þeim lögum er ákveðið að forðagæzlumenn starfi í hverju sveitarfélagi, gefi upp fóð urbirgðir að haustinu og aðvari viðkomandi bændur og sveitar- stjórn ef útlit er fyrir að ekki sé fóður eða hús til fyrir þann búpening, sem settur er á vetur. Eftir þessum lögum hefur því miður ekki verið farið í öllum atriðum. Verður að vænta þess að sveitarstjórnir, sýslumenn og Búnaðarfélag íslands fylgist með framkvæmd þessara laga svo nauðsynlegt sem það er. Verði lögin ekki framkvæmd gæti viljað til óbætanlegt slys, ef óvenjulega harður vetur kem ur ásamt vorharðindum. Nú á þorranum voru gerðar ráðstafanir í einu héraði, til þess að kalla saman oddvitana til við ræðna um fóðurbirgðir í hér- aðinu. Var þetta gert, að sagt var, vegna harðinda sem verið hafa. Jarðbönn og harðindi geta jafnan komið um miðjan vetur, enda æskilegra að taka á móti slíku þá, heldur en á vormán- uðum. Hyggilegast er að kanna fóðurbirgðamálið á haustnóttum og búa sig þá, eftir því sem hægt er, undir veturinn. Bændur nota mikið kjarnfóður og margir of mikið, sem byggist á því að það er notað til þess að spara hey en ekki aðeins sem fóðurbætir. Verð á fóðurbæti hefur hækkað vegna gengisbreyt ingarinnar, en er þó lægra held ur en það hefur oftast verið áð- ur. Munu bændur því enn telja hagstætt að gefa fóðurbæti, mið að við verð á búvörunni. Búnaðarfél. ísl. og búnaðarsam böndin hafa marga ráðunauta í þjónustu sinni. Verkefni ráðu- nautanna er að gefa upplýsingar um allt, sem til framfara getur orðið í landbúnaðinum. Um fóðr- un búpenings og notkun tilbúins áburðar er ekki síður nauðsyn- legt að gefa leiðbeiningar en um annað. Það er örugglega mikilsvert að fara rétt að í því efni. Sé fóðurbætir og áburður ekki rétt notaður er fjármunum kastað að óþörfu. Sjálfsagt er að samræma og auka tilrauna- og upplýsingaþjónustu landbún aðarins, með það fyrir augum að tilætlaður árangur náist sem allra fyrst. Ræktunin hefur aukizt mikið hin síðari ár, allt upp í 6000 hektara sum árin. Sumir telja að töðufengur af hektara sé nú nokkru minni en áður var. Er talið að þetta stafi af því að ræktunin sé ekki eins góð og hún ætti að vera. Þess ber að geta áður en þetta er staðhæft, að bændur nota í seinni tíð túnin til beitar vor og haust og eru því margir hættir að tvíslá. Þess munu og vera nokkur dæmi, þar sem ræktunin er mest, að hluti af túnunum séu notuð til beitar allt sumarið. Þegar þetta er athugað fæst skýring á bví að töðumagn- ið, sem flutt er í hlöðu verður minna af hverjum hektara held- ur én áður var, þegar túnin voru eingöngu notuð til slægna. Þetta sannar þó ekki að rækt- unin geti ekki verið betur gerð. Afkoma landbúnaðarins bygg- ist á framleiðslunni, en góð ræktun er undirstaða hennar. Framleiðslan hefur aukist mjög mikið síðustu árin. Er fróðlegt að gera sér grein fyrir þeirri breytingu sem orðið hefir á síð- ustu 10 árum. Árið 1957 var innvegin mjólk til mjólkurbúanna 66,4 milllj kgr. en 1967 101,6 millj. kgr. Aukn- ingin er um 50%. Þótt nokkur ný mjólkurbú hafi bætzt við á þessu tímabili, sem eru yfirleitt með lítið mjólkurmagn, breytir það litlu í samanburðinum. Kjötframleiðslan 1957 var 8,3 millj. kg. en 1967 12,6 millj. kg. Er hér einnig um 50% aukningu að ræða. Fjármunamyndun í landbúnaðinum hefiur aukizt á þessu tímabili í samræmi við aukna framleiðslu. Sé fjármuna- myndunin á árunum 1958 til 1966 reiknuð á verðlagi ársins 1960 er hún fyrra árið 288,5 millj. en síðara árið 365,3 millj. Sýnir þetta að aukning fjármunamynd unar í landbúnaðinum hefir ver- ið mikil og æskileg síðustu árin. Á þessu tímabili hefur bænd- um fækkað nokkuð. Litlar jarð- ir hafa verið sameinaðar og þannig fengist sæmilegar bújarð ir í stað lítilla jarða, sem ekki voru æskilegar til búsetu. En þrátt fyrir þetta . hefur fram- leiðslan aukist vegna vélvæðing ar og tækni sem bændur hafa tileinkað sér á lofsverðan hátt. Með aukinni framleiðslu sem er umfram markaðsaukningu inn anlands, hefur orðið að flytja búvörur á erlendan markað í auknum mæli. Verð á landbúnaðarvörum er lendis er mjög lágt miðað við það sem er á iinnanl. markaði. Umframframleiðsla verður að vera, að minnsta kosti þegar vel árar, ef ekki á að verða skortur á þessari ágætu vöru þegar harðnar í ári. Síðan útflutnings- uppbætur voru greiddar sam- kvæmt lögum frá 1960, hafa bændur fengið grundvallarverð ið, þrátt fyrir mikinn útflutning á lágu verði. Á þessu verðlagsári munu út- flutningsuppbæturnar nema allt að 260 millj. króna. Talið er vafasamt að þær muni nægja að fullu í þetta sinn þótt gengishagnaðurinn bæti þar um þar sem flytja verður út meira af kjötvörum en áður og verðlag á ull og gærum hef- ur lækkað mjög mikið á er- lendum markaði. Með tilliti til þessa hafa bænd ur talið eðlilegt að ríkið hætti að reka stórbúskap eins og hef- ir átt sér stað. Eðlilega er að því spurt, hvort nauðsynlegt sé Ingólfur Jónsson. að hafa stórbú á Skriðuklaustri, við Hvanneyrarskóla, á Hesti, í Gunnarsholti, á ReykhóLum og við Hólaskóla. Þessi bú eru aðallega sauð- fjárræktarbú og til margra þeirra stofnað í tilraunarskyni. Ýmsir telja að tilraununum væri eins vel borgið, þótt nokkur af þessum búum væru lögð niður. Á s.l. ári skrifaði ráðuneytið forstöðumönnum ríkisbúanna og lagði fyrir þá að gera ráðstaf- anir til þess að framleiðslan yrði dregin saman og búin mink uð eftir áætlun. Þá hefur einnig verið orð á því haft að ekki væri ástæða til að stofna til nýbýla um sinn, meðan framleiðslan er langt um- fram það sem notað er innan- lands og erlendi markaðurinn jafn óhagstæður og raun ber vitni. Haustið 1966 varð samkomu- lag í sexmannanefnd um bú- vöruverðið. Öruggt er að það samkomulag var hagstætt fyrir bændur og sanngjarnt þegar á heildina er litið. Síðastliðið haust varð ekki samkomulag og má virða fulltrúum bænda til vork- unar þótt þeir teldu rétt að mál- ið færi til yfirnefndar í þetta sinn, þar sem þeim var van- þakkað af ýmsum, það sem þeir gerðu sérstaklega vel árið áður. Það er öruggt að oftast er hyggi legra að vinna að samkomulagi um búvöruverðið, fremur en að vísa málinu til yfirnefndar. Fulltrúar bænda í sexmanna- nefnd hafa á undanförnum árum fengið miklar leiðréttingar á verðlaginu og á verðlagsgrund- vellinum. Rök verða ekki til- færð hér fyrir þessu sérstaklega En bændur geta sannfærst um það með því að fletta upp í árbók landbúnaðarins 1966 á bls. 125 og 126. Þar eru tölur sem sýna að með verðlagningunni á undanförnum árum hafa bændur fengið hlut sinn verulega leið- réttan. Það má auðvitað færa enn rök fyrir því að þörf sé á frekari lagfæringum. Það er hægt að sýna fram á eins og oft hefur verið gert, að meðal- tekjur bænda séu mjög lágar og að ýmsir útgjaldaliðir séu lágt reiknaðir á verðlagsgrund- vellinum. Þegar um þetta er rætt verður þó að taka með í reikninginn að allt of margir bændur hafa það lítil bú, að þau geta ekki gefið sæmilegar tekjur. Fundið hefur verið að því hversu lengi var dregið að verð leggja búvöruna á sl. hausti. I lögum er ákveðið að verðlagn- ingu skuli lokið fyrir 1. septem ber nema um annað semjist. Að þessu sinni varð ekki sam- komulag og málinu var því vís- I að til sáttasemjara í októbermán uði. Þegar hann hafði haft mál- ið hjá sér án árangurs, var því vísað til yfirnefndar sem lauk störfum 1. desember. Nauðsynlegt er að verðlagn- ingin fari fram á réttum tíma, þótt bændur hafi ekki í þetta sinn beðið tjón, vegna þess hversu seint verðlagningunni var lokið. Þegar verðið var ákveðið var tekið tillit til þess tíma, sem lið- in var frá því að verðið átti að ákveðast miðað við að verðlagn- ingin hefði farið fram um haust íð. Það er svo eðlilegt að menn hafi misjafnar skoðanir á niður stöðum dómsins, en út í það verð ur ekki farið við þetta tæki- færi. í sambandi við gengisbreyt- inguna voru samþykkt sérstök lög til þess að tryggja að hækk un á rekstrarvörum landbúnað- arins væri tekin með í verðlag búvörunnar. Á alþingi er komið fram frum varp til laga um að breyta lausa skuldum bænda í föst lán. Árið 1962 voru samþykkt lög um þetta efni og hagnýttu bænd ur sér það tækifæri í allríkum mæli. Lausaskuldir munu hafa safnast hjá ýmsum bændum síð- an og væri því æskilegt, ef tak- ast mætti að breyta þeim í föst lán. Lausaskuldasöfnun er út af fyrir sig eðlileg miðað við þá miklu fjármunamyndun og fram kvæmdir sem orðið hafa í land- búnaðinum. Lánasjóðir landbúnaðarins hafa aukið útlán um 300% árið 1967 miðað við árið 1958. Byggingarvísitala hefur á sama tíma hækkað um 122%. Út- lánaaukningin er því langt um fram verðbrey.tingar, sem orðið hafa og verða lausaskuldir, sem nú eru hjá landbúnaðinum, því ekki til þess raktar að stofn- lánadeildin hafi ekki sinnt sínu hlutverki. Það er vitanlega margt sem búið þarfnast, til þess að kröf- um tímans verði fullnægt, sem ekki er lánað út á frá stofn- lánadeildinni, svo sem bifreiðar og fleira, sem nú er talið nauð- synlegt að hafa á hverju heim ili. Áður var lítillega minnst á framleiðsluaukningu og útflutn ing landbúnaðarvara. Ýmsir hafa verið hræddir við það sem kall að er offramleiðsla. Smjörfjallið er þó ekki lengur fjall, heldur aðeins lítil þúfa. Gefur það til- efni til að ætla að við þá erfið- lelka, sem menn nú sjá framund an verði ráðið. Komið hefur til tals að skammta fóðurbæti eða skatt- leggja hann til þess að hafa vald á framleiðslunni. Ýmsir bændur telja betra áð eitt hvað vanti á grundvallarverð- ið, heldur en að gripið verði til þeirra ráða. Úm þetta skal ekki fjölyrt að þessu sinni eða dómur lagður á þær tillögur sem uppi eru. Það ber vitanlega að leggja áherzlu á að gera framleiðsluna fjölbreytta og þannig úr garði, að hún fullnægi sanngjörnum kröfum neytanda. Það ber einn- ig að hafa í huga, hvaða vörur er hagstæðast að framleiða fyrir erlendan markað. Aukin fjöl- breytni í framleiðslunni skapa meiri möguleika til betri afkomu. Það þarf að vinna að því að auka verðgildi framleiðslunnar, með því að vinna úr hráefninu hér heima. Ullin og skinnin eru ekki sízt vel til þess fallin, að gera úr þeim verðmæta útflutningsvöru, með því að notfæra sér nýjustu aðferðir í iðnaði. Landbúnaðurinn hefur mikla möguleika til þess að vera á- fram megin stoð í þjóðlífinu og með því að halda áfram þeirri stefnu í ræktun, gróðurvernd, landgræðslu og uppbyggingu, sem ráðandi er, mun landbúnað- urinn verða enn mikilsverðari í þjóðarbúskapnum eftirleiðis en nokkru sinni fyrr. Vinna þarf að því að koma upp nýjum atvinnugreinum á sem flestum sviðum. Nota ber þá sérstöðu sem fslendingar hafa með virkjun fallvatna og notk un jarðhita, til þess að skapa fjölbreytt og þróttmikið atvinnu iíf. Á miðju árinu 1966 varð mik- ið verðfall á helstu útflutnings- vörum þjóðarinnar. Verðfall þetta varð enn meira á s.l. ári. Við það bættist að aflinn bæði á síldveiðum og þorskveiðum varð miklu minni en fyrr. Á s.l. ári var útflutningsverð- mæti afurðanna % minni en ár- ið áður eða allt að 2 þús. millj. króna lægri. Af þessu leiðir að minni verð- mæti eru til skiptanna á hvern þjóðfélagsþegn en áður hefir verið. Það er því ljóst að tími til kröfugerðar um kjarabætur er tæplega fyrir hendi um sinn Það verður vonandi ekki af því að launþegar hefji vinnu- stöðvun um næstu mánaðamót, eins og gefið hefur verið í skyn. Kjarabætur eiga að koma með bættum hag fyrirtækja og aukn um tekjum þjóðarheildarinnar. Það er sjálfsagt að fylgzt sé ávallt með því að þeir, sem að vinna að framleiðslunni njóti þess þegar vel gengur. Það verður að ætla að þjóðin hafi gert sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur, þeg- ar útflutningstekjurnar minnka á einu ári um Vs hluta. Þegar þannig stendur á er hætta á sa-m drætti í atvinnulífinu. Það sem sérstaklega verður að leggja áherzlu á, er að tryggja öllum atvinnu, sem unnið geta, og koma í veg fyrir það böl sem fylgir atvinnuleysi. Á því munu allir hafa áhuga, bændur ekki síður en aðrir. Það er lögmál, sem ekki verð ur umflúið að góðir tímar og lakari tímar koma á víxl. fslendingar munu snúast með manndómi gegn erfiðleikunum og sigrast á þeim. Bændastéttin mun ekki nú fremur en áður láta á sér standa til þess að leggja því lið, sem til heilla horf ir. Stundarerfiðleikar mega ekki verða til þess að bölsýni festi rætur eða að kjarkur manna bresti. Það er sannleikur sem oft hef ur verið sagður að á íslandi eru lífskjörin þrátt fyrir allt jafn- ari og betri heldur en gerist hjá mörgum menningarþjóðum, sem taldar eru standa í fremstu röð. Að endingu vil ég óska þess að Búnaðarþing, sem nú tekur til starfa megi vinna störfin í þeim anda að til hagsældar megi verða fyrir landbúnaðinn og þjóðina alla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.