Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1968
Bræðraminning :
Júlíus Tómasson flugstjori og
Gísli Tómasson flugnemi
I DAG fer fram útför bræðr-
"cLnna er fórust í flugslysi á
Reykjavíkurflugvelli 19. þ. m.
Þeir voru synir frú Karenar J.
Júlíusdóttur, sem lézt 1955, og
Tómasar Jónssonar, bátsmanns á
togaranum Karlsefni.
Júlíus var fæddur 9. septem-
ber 1936. Gísli var fæddur 26.
september 1946.
Júlíus Tómasson sótti unglings
menntun sína í Gagnfræðaskóla
Austui-bæjar. Fljótlega að námi
loknu fékk hann áhuga á flugi,
innritaðist í flugskóla og ákvað
hann að læra flug til atvinnu-
mennsku. Honum gekk flugnám-
ið mjög vel, stundaði námið af
miklum áhuga og dugnaði. Júlí-
us byrjar starfsferil sinn hjá
Loftleiðum hf. um sama leyti og
þann er í flugnáminu. Fyrst
starfaði hann við afgrei'ðslu
flugvéla en 1957 hefur Júlíus
starf sem siglingafræðingur og
fljótlega sem flugmaður. Þótt við
Júlíus störfuðum aldrei saman
sem flugmenn, þá er mér kunn-
ugt um að fljótlega kom það í
ljós að Júlíus hafði mikla hæfi-
leika til að bera, sem stjórn-
andi flugvélar, þau meðmæli
gáfu honum, bæði þeir innlendu
sem erlendir menn, sem sáu um
þjálfun hans til flugmannsstarfs
hans. Árið 1965 fólu Loftleiðir
honum flugstjórn á DC-6B flug-
vélum félagsins, og seinna flug-
stjórastörf á Rolls Royce flugvél-
um félagsins. Undirmenn hans
báru mikið traust til hans, hann
var mjög vinsæll sem yfirmáður
vegna skaps- og mannkosta
sinna. Júlíus var virkur þátt-
takandi í störfum og framgangi
Félags íslenzkra atvinnuflug-
manna. Bar mikið á því þar að
starfsfélagar hans hjá Loftleið-
um treystu honum vel til þess
áð fara með sín mál og þeir
notuðu atkvæði sín til þess að
koma honum í trúnaðarstöður
innan félagsins. Á undanförnum
árum hefur hann setið í trúnað-
armannaráði F.Í.A. og var í
starfsráði fyrir flugmenn Loft-
leiða hf. Júlíus átti sæti í nú-
verandi stjóm F.Í.A.
Júlíus var mikill áhugamað-
ur á öllu útilífi, þótt honum
igæfist ekki tími til þess áð sinna
því, eins og hann hafði hug á,
þar sem hann var bundinn við
að skapa fjölskyldu sinni gott og
öruggt framtíðarheimili. Veiði-
mennska óg hestar voru hans á-
hugamál. Þau hjónin notuðu þau
tækifæri sem þeim gáfust til að
fara í ferðalög út um landið,
^Jar sem þau voru bæði unnend-
ur útilífs.
Eftir lát móður sinnar var
Júlíus á heimili föður síns, þar
til hann fluttist til systur sinnar,
Þórunnar Tómasdóttur, og
manns hennar, Jóns Grétars Guð
mundssonar raffræðings, í
Skaftahlíð 10. Þau ágætu hjón
bjuggu honum hið bezta heimili
þar til hann gekk í hjónaband.
Júlíus kvæntist 18. júní 1960,
eftirlifandi konu sinni, Þórunni
Jónsdóttur. Þau eignu'ðust þrjár
yndislegar dætur, en einn son,
Runólf Hilmar, átti Júlíus fyrir
hjónaband, hann elzt upp með
móður sinni á Norðurlandi.
Júlíus var nýbúinn að byggja
fjölskyldu sinni yndislegt heim-
ili að Kársnesbraut 97 í Kópa-
vogi. Það er mikill harmur fyr-
ir eftirlifandi konu og þrjár
ungar dætur að sjá á eftir góð-
um eiginmanni og föður. Júlíus
var alltaf mjög annt um heimili
sitt, einstakur heimilisfaðir,
ekki mjög mannblendinn, en
traustur vinur vina sinna.
Það verður alltaf óbætanlegur
missir fyrir Tómas, föður Júlí-
usar og Gísla, að hafa misst
fyrst konu sína, síðan sína mann
Július Tómasson
vænlegu syni í blóma lífsins,
drengi, sem hann er búinn að
horfa á vaxa upp, menntast fyr-
ir þáð starf sem þeir ætluðu að
helga starfskrafta sína. Það er
samt hjálp í sorg hans að þessir
drengir voru framúrskarandi
prúðmenni og drengir góðir, og
þeirra verður ávallt minnst sem
slíkra. I kringum hann verður
umhyggjusöm dóttir og hans á-
gæti tengdasonur og tengdadótt-
ir og litlu börnin sem munu
halda minningu föður síns á
lofti. Ég vil votta þesum ágæta
manni einlæga samúð mína.
Sem unglingar dvöldust þeir
bræður mikið hjá föðurbróður
þeirra, Sveini Jónssyni bónda,
og konu hans, Eyrúnu, að Lang-
holtsparti í Flóa. Nú í seinni tíð
notuðu þeir bræður þær stundir
sem þeir gátu til þess áð heim-
sækja það ágæta fólk. Man ég
að hugur þeirra var oftar hjá
þeim hjónum heldur en þeir
gátu komið við að dvelja þar.
Það er mikill Söknuður fyrir
tengdafólk Júlíusar, að missa
hann, mér er vel kunnugt um
að hann var elskaður og dáður
af því. Það var mikill sam-
gangur og vinskapur með hon-
um og tengdafólki hans.
Gísla hef ég þekkt — síðan
hann var unglingur, því við hitt-
umst oft á heimili systur hans.
Ég mun alltaf minnast þess, hve
þessi ungi maður hafði einstak-
lega prúðmannlega framkomu.
Það var auðséð að þar gekk
piltur sem hafði mikla mann-
kosti. Er fór að bera á veikind-
um móður hans, tók föðursystir
hans og maður hennar, Sigríður
og Þórhallur Benediktsson, Ak-
urgerði 31, hann inn á heimili
sitt. Seinna fluttist Gísli til
Júlíusar bróður síns og Þórunn-
ar. Gísli var nú nýfluttur inn á
heimili systur sinnar, Þórunnar,
og manns hennar, en hann ætl-
aði að vera í heimili hjá þeim.
Unglingsmenntun sína fékk
Gísli í Réttarholtsskóla og lauk
gagnfræ'ðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, en fljótlega
að námi loknu fór hann í sigl-
ingar, þar til hann hóf flugnám.
Ég fylgdist með Gísla í flug-
námi hans, honum gekk þar
mjög vel, flugkennarar haris
sögðu mér að það væri mikils
að vænta af honum sem flug-
manni. Gísli var að ljúka loka-
stigi flugnámsins, og bróðir
hans ætlaði að hjálpa honum að
komast yfir þann síðasta áfanga.
Þeir urðu samferða til þess á-
kvörðunarstaðar sem vfð förum
ö!l.
Ég hafði því láni að fagna að
eiga Júlíus að vini, við kynnt-
umst meðan hann var við flug-
nám. Sú vinátta hélzt æ síðan.
Hann var traustur og skemmti-
legur, við áttum með öðrum fé-
lögum okkar, skemmtilegar
stundir. Er við bá'ðir höfðum
Gísli Tómasson
gengið í hjónaband, bund-
umst sömu tengslin með heimil-
unum, ég vona að þau bönd
geti orðið til að styrkja syrgj-
andi eiginkonu og börn um ó-
komin ár. Við félagarnir sökn-
um góðs félaga og bróður hans.
Ég votta eiginkonu, börnum,
og öðrum ættingjum og vinum,
hjartanlega samúð við missir
mannkostamanna.
Ingimar K. Sveinbjörnsson.
t
LÍFI hvers einstaklings fylgir á
hætta á öllum sviðum frá vöggu
til grafar. Samt fáum við ekki
skilið hversvegna við erum svipt
ungum samstarfsmönnum í
blóma lffsins og finnst að verið
sé að fremja á okkur mikið rang
læti.
Því þyngri verður harmurinn,
þegar í hlut eiga tveir, ná-
komnir, sem á brott eru kaílaðir
á sviplegan hátt.
Flugið hefur krafist mikiilla
fórna, eins og allar framfarir í
þessum heim-i, en þær fómir
verða jafnframt til að auka ör-
yggi þeirra er eftir litfa- og síðar
koma, Öryggið sem við njótum
í stöðugt vaxandi m-æli, er feng-
ið með áihættu og fórnum þeirra
er á un-da-n fóru. Sóknin að því
miarki að fullkomn-a- öryggið
muni halda áfram og vonandi
fcoma þeir tím-ar að slys eins og
það, er svipti- okkur nærveru
bræðranna Júlíusar og Gí'sla
Tómassona gerast ekki. en þang
að til verða margar fórnir færð-
ar og mörg tár fell-d.
Júlíus Tómasson helgaði sig
ungur fluginu og starfi hjá Loft-
leið-um, þar sem við nutum þess
um árabil að vera sa-mstarfs-
menn og sj-á hann vaxa 1 starfi
og áli-ti og verða hinn mætasti
maður og traustur flugmaður.
Er þeir bræður fóru í sína
hinztu för, var Júlíus að miðla
bróður ®ínum af þekkingu sinni
og reynzlu, en Gísli hugðist
einnig gera flu-gmannsstarf að
fra-mtíðars'tarfi og va-r kominn
að síðasta áfanganum á náms-
ferli sínum, Var ha-nn ta-linn hinn
efnilegastur maður.
Það eru þungar byrðir, sem
fj-ölakylda þeirra þarf nú að
bera um erfiðan veg. Við voti-
um henni okka-r dýpstu samúð,
um leið og vi-ð biðjum skap-
arann að sen-da okkur fleiri slíka
menn, sem við megum njóta
lengur samvistar við.
Jóhannes Markússon.
t
Kveðja til vinar
Á stundu sem þessari er svo
margs að minnast, en manni
verður orða fá-tt.
Okkur langar til að þakka þér
vináttu þína og þær mörgu
björtu stundir, sem þú hefur
gefið okkur. Minninigin um góð-
an dreng verður okkur alltaf
björt og fögur, því að þú varst
ævinlega glaður og léttur í lund,
og í þínum félagsskap var alltaf
gott að vera.
Nú er stórt skarð höggvið í
hóp náinna vina, — skarð, sem
aldrei verður fyllt. Lífsgleði þín,
trygglyndi þitt og traustleiki
vekja okkur þær endurminning-
ar, sem geymast munu ævilangt.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við þig, kæri vinur, og
þökkum þér samfylgdina. Guðs-
blessun fylgi þér og minningu
þinni.
Óskar og Fróði.
t
ÞEGAR ég, áTÍð 1)902, starfaði
um skeið sem flugstjóri hjá
Loftleiðum, 'kynntist ég þar fjöl-
mörgum á-gætum mönnum, tíug-
mönnum og flugliðum, og var
Júl'íus Tóma-ss-on einn þeirra.
Er m'ér enn í fersku min-ni, hve
AÐflL-
fasteignasalan
Laugavegi 96-Sími 20780.
og 19565. Kvöldsími 38291.
Breiðholtshverfi
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir
tilb. undir tréverk í haust.
Sameign fullfrágengin.
KÖPAVOGUR
Við Holtagerði
4ra—5 herb. sérhæð, 127
ferm., teppi á stofu og holi,
þvottaherb. á hæðinni.
Við Auðbrekku
5 iherb. íbúð, 115 ferm., sér-
þvottaherb., bílskúr.
Vi'j Nýbýlaveg
6 herb. íb. á 1. hæð í tvíbýl-
ishúsi. Nýtízku innréttingar.
í BYGGINGU
Við Sunnubraut
einbýlishús, 200 ferm.
Vii> Vogatungu
raðhús, geta verið tvær íbúð
ir.
Við Álfhólsveg
5 h-erb. íbúð, tilb. undir tré-
verk.
Við Borgarholtsb.
stórt einbýlishús á tveim
hæðum. Geta verið tvær
íbúðir, selst fok-helt.
Á Flötunum
200 ferm. glæslegt einbýlis-
'hús, tvöfaldur bílskúr, frá-
gengin lóð.
Vió Álfaskeið
5—6 herb. endaíbúð í blokk.
Fullgerðar að öll-u leyti með
teppum á gólfum, -sérþvotta
herb. og búri á 'hverri hæð.
Tilb. til af-h. í vor. Teikn-
ingar á skrifstofunni.
I SMÍÐUM
Vi'j Krókahraun
Fokheld efri hæð í tvíbýlis-
húsi, 5—6 herb., 138 ferm.
fíÐAL-
fasteignasalan
Laugavegi 96-Sími 20780.
og 19565.
Kvöldsími 38291.
geðlþekkur hann var, prúður og
fágaður í öllu dagfari sínu.
Það hlýtur að vera hverjum
manni dýrmætt, stu'nd-um ómet-
anlegt, að vita við hlið sér sam-
starfsmann, sem m-aður má
treysta, þegar mest á reynir,
ekki hvað s-ízt fyrir flugstijóra,
sem óhjákvæmilega hlýtuir stund
um að horfast í au-gu við ýtmsa
kvíðvænlega andrá í s-tarfi sínu.
Þ’á gleymist honum sein-t h-oll
hön-d -og göfugt hja-rta þess
manns, sem reyndist styrk stoð
á alvöru'stiund.
Fr-amhald á bls. 21.
IMAR 21150-21570
Kópavogur
Höfum kaupendur að íbúð-
um í Kópavogi. Sérstaklega
óskast hæðir eða einbýlishús
í smíðum. Ennfremur 4ra
herb. hæð, helzt í Vesturbæn
um.
Til sölu
Lúxuseinbýlishús, tvílyft, sam
tals 260 ferm með bílskúr.
Næstum fullbúið á glæsileg-
um stað í austanverðum Laug
arásnum.
2ja herbergja
glæsileg íbúð í háhýsi við
Austurbrún.
3ja-4ra herb.
lúxusíbúð, 96 ferm, í háhýsi
við Hátún.
6 herbergja
glæsileg efri hæð með stór-
um svölum, samtals 160 ferm
í smíðum í gamla Austurbæn-
um. Sérþvottahús á hæðinni.
Allt sér.
Raðhús
í Fossvogi
meira en fokhelt. Æskileg
skipti á 3ja—4ra herb. íbúð.
Ennfremur
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í
borginni og nágrenni. Útb. frá
200 þús. til 600 þús.
Glæsilegur
sumarbústaður í nágrenni
borgarinnar, á eignarlandi.
AIMENNA
FASTEIG WASAl AM
UNDARGATA 9 SÍMAR 21150-21570
16870
Steinhús skammt frá
Mi'ðborginni, 2 hæðir
og kj. þ.e. tvær 3ja
herb. íbúðir og ein
2ja herb.
2ja herb. íbúð á jarð-
hæð við Álftamýri.
3ja herb. jarðhæð rétt
við Miðborgina. —
Mætti breyta í verzl-
unarpláss eða þ.u.l.
3ja herb. hæð í Smá-
íbúðarhverfi. — Ný
standsett. Stór bíl-
skúr.
5 herb. íbúð á 3. hæð
í Fossvogi. Fokheld
með miðstöðvarlögn.
FASTEIGNA-
PJÓNUSTAN
IAusturslræti 17 (Silli & Valdil
Ragnar Támasson hd/. simi 24645
sölumaður fasteigna:
Stefán J. Richter sfmi 16870
kvöldslmi 30587