Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1968 5 A að endurskoða íslenzku stjórnarskrána? Umrœður á fundi Stúdentafélags H. í Stúdentafélag Háskóla fslands — SFHÍ — gekkst fyrir almenn um umræðufundi um endurskoð- un jtjórnarskrár fimmtudaginn 22. febrúar síðastliðinn. Fram- sögumenn voru þrir Tómas Árna son hrl., Þór Vilhjálmsson pró- fessor og Jón Ögmundur Þor- móðsson stud. jur. Fundarstjóri var Björn Teitsson stud. mag., en fundarritari Sigmundur Sig- fússon stud. med. Fundurinn tókst vel, og urðu fjörugar umræður. Verður nú birtur útdráttur úr því, sem þar kom fram: Tómas Árnason hrl. rakti 1 upphafi kosningu og starfsleysi stjómarskránefnda þeirra, sem falið var að endurskoða bráða- birgðarstjómarskrána sem við höfum nú. Taldi hann samstöðu- leysi stjórnmálaflokka hafa hindrað framgang endurskoðun- ar. Breytingar taldi hann eiga að miða að tryggingu lýðræðis. Vald forseta við stjórnarmynd- anir væri aukið, en ALþingi væru sett tímamörk um myndun meiri hlutastjórnar, t.d. sex vikur.Ein menningskjördæmi yrðu um land allt, kosningafyrirkomulag yrði als staðar meirifhlutakosning og þingmönnum yrði fækkað. Rakti hann síðan kosti einmennings- kjördæma, tengsl þingmanna og kjósenda ykjust, samstæður meiriihluti væri líklegur á Al- þingi, 2ja flokka kerfi myndaðist á löngum tíma, en núverandi kerfi taldi hann mundu leiða til flokkafjölgunar í framtíðinni.Þá mætti vænta ábyrgari stjórnar og stjórnarandstöðu og jafn- framt aukinnar virðingar þings- ins. Deildarskiptingu ætti að af- nema. Hæstiréttur ætti að skera úr um kosningu og kjörgengi þingmanna í stað þingsins nú. Jafnrétti í byggð landsins vildi hann tryggja með því að stjórn- arskrárfesta breytingar á sýslu- <og hreppsfélögum. Að lokum taldi hann endurskoðun aðkall- andi verkefni og lagði til, að henni yrði lokið fyrir 1974. 'Þór Vilhjálmsson prófessor taldi stjórnarskrána ekki nógu ýtarlega. Nauðsyn endurskoðun ar hugði hann ótvíræða, enda hefði stjórnarskráin ekki verið aðhæfð gerbreyttum þjóðfélags- háttum. Heildarendurskoðun hennar væri æskileg. ekki taldi hann þó æskilegt að fara að dæmi Svía og ætla sér að gjör- breyta öllu, byggja ekkert á nú gildandi stjórnarskrá. Við end- urskoðun yrði að hafa í huga byggðabreytingar og atvinnu- háttarbreytingar meðal annars. Vék hann síðan nánar að þessu og ræddi fyrst um sjálfstjórn héraða og kjördæmaskipan. í því sambandi taldi hann m.a., að að þingmanafjöldi kjördæma ætti að fara eftir kjósendafjölda þeirra. Atvinnuháttabreytingum voru gerð ýtarleg skil, og taldi hann þurfa ákvæði um hagsmun asamtök í íslenzku stjórnarskrá og benti á erlendar fyrirmyndir. Þá lagði hann áherzlu á, að lýð- næðislegra stjórnarhátt væri gætt. Taldi hann nauðsyn á- kvæða, sem aðhæfðu stjórnar- hætti framiþróuninni. Stjórnméla flökkar væru nauðsynleg tæki gegn ofurvaldi embættismanna, sérfræðinga og ríkisstofnana.og taldi hann, að gera yrði þeim skil í stjórnarskránni. Loks taldi Þór enn unnt að gera breyting- ar á stjórnarskránni í lýðræðis- átt t.d. með því að heimila minni hluta þingmanna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Jón Ögmundur Þormóðsson, stud. jur. sagði, að stjórnarskrár væru tiltölulega ungt fyrirbæri en nú hefðu flest, ef ekki öll ríki heims, sett sér stjórnarskrá. Þótt þær væru almennt eins kon ar kjölfesta réttarkerfisins, yrði að aðhæfa þær breyttu þjóðfél- agi og breyttum heimi, og gilti slíkt um íslenzku stjórnarskrána en stofninn í henni væri frá 19. öld. Við endurskoðunina væri hendi næst að hafa hliðsjón af þeirri stjórnarskrá, sem skyld- ust væri hinni íslenzku, m.ö.o. dönsku stjórnarskránni frá 1953. Gerði hann síðan ýtarlegan sam- anburð á þessum tveimur stjórn arskrám. Vék hann sérstaklega að deildas'kiptingu þinga og þjóð aratkvæðagreiðslum. Leiiddi hann margvísleg rök að því, að Al- þingi ætti að vera í einni deild, m.a. væri stjórnmálaleg samsetn ing deilda nú orðin hin sama. Þá rökstuddi hann m.a. það, að heimila ætti % þingmanna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp, þó með viss- um undantekningum, og hitt, að þjóðaratkvæðagreiðsíu fær ætíð fram um frumvörp til breytinga á stjórnarskránni íslenzku. Þá lagði hann ríka áherzlu á það, að fyrirmynda og hugmynda um æskilegar reglur endurskoðaðr- ar íslenzkrar stjórnarSkrár væri leitað í stjórnarsknám ríkja um víða veröld, en ekki einungis grannríkja. Þá þyrfti að fjölga ákvæðum stjórnarskrár, hafa m. a. ýtarlegri ákvæði um dóms- valdið, sérstakan kafla um land- ið á alþjóðavettvangi, stjórnar- skrárfesta stjórnarskipunarvenj ur, t.d. þingræðið, og grund- vallarreglur stjórnskipunar, t.d. regluna um jafnrétti allra fyrir lögunum. Stefna ætti að því að hefja heildarendurskoðun af kappi fyrir 17. júní 1969 og ljúka henni 1974, á 1100 ára af- mæli fslanidsbyggðar, en þá væru jafnframt liðin 100 ár frá gildis- töku fyrstu íslenzku stjórnar- stjórnarskrá ætti formlega að vera hin sama, m.ö.o. stjórnar- skrá lýðveldisins íslands, nr.33 17. júní 1944. Að loknum framsöguræðum hófust almennar umræðnr. Björn Guðmundsson fulltrúi yfirborgardómara tók fyrstur til niáls. Kvað hann alla sammála um ófullkomleika stjórnarskrár- innar. Ákvæðin í hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá yrðu að vera þess eðlis, að unnt væri að framfylgja þeim. Vék hann síðan að hinum þremur þáttum ríkisvald’sins. Spyrja mætti hvort ástæðan væri ekki til þess að leggja forsetaembættið niður í sinni núverandi mynd. Drap í því sambandi á stjórnarskipan Bandaríkjanna og Sviss. Forseti sambandsráðsins í Sviss, er kos- inn væri til eins árs í senn og rálðherrastarfi, væri jafnframt forseti sambandsríkisins. Deilda skiptingu bæri að afnema og fækka þingmönnum í 30—40. Þá vantaði mörg ákvæði um dóm- endur í stjórnarskrána. Jakob R. Möller lögfræðing- ur 'kvað deyfð hafa ríkt um stjórnarskrármálið, og þakkaði hann auk annarra stúdentafél- aginu frumkvæði þess með fund inum. Væri æskilegt, að aðrir færu einnig af stað. Þingræði taldi hann ekki hafa gefizt sem skyldi hér á landi. E.t.v. væri ekki rétt að leggja deildaskipt- lingu niður, heldur hafa efri deild öðruvísi skipaða en hina neðri. Tvíflokkakerfi taldi hann ekki styrkja lýðræðið. Ekkert réttlæti væri í því, að strjálbýl- ið fengi fleiri þingmenn hlutfalls lega en þéttbýlið, þrátt fyrir aðstöðumun. Loks vildi hann ýt- arlegri ákvæði um dómstólana í stjórnarskrána. Ármann Sveinsson stud. jur. átaldi sofandahátt í hinu stór- brotna stjórnarskrármáli, og væri ábyrgðin stjórnmálafor- ingja. Vakti hann síðan atlhygli á ályktun þjóðmálaráðstefnu Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta um stjórnarskrármálefni og viss- um tillögum Sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd þ.á.m. hug- myndinni um einn varaforseta, t.d. forseta hæstaréttar. Hann tók undir það með fyrri ræðu- mönnum, að þjóðaratkvæða- greiðslur ættu að vera tíðari hér. Þá vildi hann og einmennings- kjördæmi, en vildi úthluta 10-15 uppbótarþingsætum til jöfnunar milli þingflokka, þannig að smærri flokkar legðust ekki nið- ur, enda væri tveggja flokka kerfið e.t.v. ekki æskilegt. Steingrímur Gautur Kristjáns son fulltrúi bæjarfógetans í Hafn arfirði taldi stjórnarskrármálið ekki eiga að vera einkamál lög- fræðinga. Ræddi hann um stjórn málaflokka, sem í reynd væru hér ein grein ríkisvaldsins.Stjórn arskrárbreytingar ættu að hníga í átt til samræmis við nýjar þjóð lífshræringar og ný viðhorf. Þá taldi hann að hlúa ætti að for- setaembættinu og veita forseta e.t.v. aukin völd. í því sambandi mætti minnast á breytingar á frönsku stjórnarskránni, en þær miðuðu að styrkingu framkvæmd arvalds. Sveinn Guðmundsson verk- fræðingur taldi framkvæmdar- valdið of veikt hér, enda væri lagaframkvæmd ábótavant. Á- hrif embættismanna og sérfræð- inga taldi hann sennilega orðin fullmikil. Persónufrelsinu vék hann nokkuð að, og loks taldi hann, að gæta yrði vel við end- urskoðun stjórnarskrár helgustu mannréttinda. Að loknum almennum umræð- um tóku framsögumenn aftur til máls. Tómas Árnason taldi m.a. slæ- lega lagaframkvæmd áhyggju- efni. Lýðræði og tveggja flokka kerfi gæti vel farið saman, og hefði brezkt lýðræði þannig gef- ið góða raun. Taldi hann á- stæðu til að óttast ofur vald þéttbýlisins, sem síðan hefði var anleg og óheillavænleg áhrif á þróun þjóðfélagsins, ef þingmann afjöldi dreifbýlis og þéttbýlis væri eingöngu byggður á at- kvæðafjölda, en ekki væri tekið tillit til aðstöðumunar. Þá kvað hann menn ekki hafa skipzt eft- ir stjórnmálaflokkum á fundin- um, en stjórnarskrána taldi hann eiga að setja fyrir þjóðina, en ekki flokkana. Þór Vilhjálmsson kvað athygl- isvert, að grundvallarskoðana- munur hefði ekki komið fram hjá ræðumönnum. Taldi hann þannig, að unnt væri að afnema deildaskiptingu án mikilla átaka. Þá taldi hann m.a., að finna bæri leiðir til að gera lýð- ræðið virkt í núverandi tækni- þjóðfélagi. Jón Ögmundur Þormóðsson kvað ýmsar hugmyndir og til- lögur hafa komið fram, og væri vert að athuga þær við væntan- lega endurskoðun stjórnarskrár innar. Þá benti hann á kosti hlutfallskosninga, sem tryggðu m.a. alljafna aðstöðu smærri sem stærri þjóðfélagshópa til aðeiga fulltrúa á þingi. Einnig lagði hann ríka áherzlu á jafnrétti kjósenda í þéttbýli sem dreifbýli í sambandi við þingmannafjölda. reynst illa hér, en niðurstaða í einmenningskjördæmakosningum yrði stundum fremur ósanngjörn svo sem ákveðin dæmi sönnuðu. Þá sagði hann m.a., að þing- mönnum væri ekki rétt að fækka meir en um tíu, þ.e. í fimmtíu, á meðan fjöldi þeirra hefði þing- starfið í hjáverkum. Fréttatilkynning frá Stúdenta félagi Háskóla fslands — SFHÍ GRENSÁSVEGIZZ - 24 130280-32262 UTAVER Pilkington4s tiles postulíns veggflísar Stærðir 11x11, 7J/2Xl5 og 15x15 cm. Mikið úrval — Gott verð. OLIUMOL Þau bœjar- og sveitarfélög, sem œtla að fá olíumöl nœsta sumar, þurfa að hafa samband við okkur í síðasta lagi 15. marx vegna pantana á vegolíu og amíni. VÉLTÆKNI Fossvogi við Reykjanesbraut Pósthólf 238. - Sími 24078

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.