Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1968
13
Elín Helgadóttir
Kveðja
SUNNUDAGINN 4. þ.m. lézt í
Landspítalanum Elín Helgadótt-
ir, Brekku við Sogaveg í Reykja
vík. Hún var fædd að Þykkva-
bæ í Landbroti 22. júlí 1893.
Foreldrar hennar voru hjónin
Halla Einarsdóttir og Helgi Þór
arinsson. Elín ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum í
an er hún andaðist eftir stutta
legu.
Börn Elínar og Þorsteins eru:
Haukur rafvirkjameistari í Kópa
vogi, kona Kristín Ottósdóttir.
Halldór flugvélavirki, Reykja-
vík, kona Rósa Ingimundardótt-
ir, Einar, starfsm. Landleiða,
Reykjavík, kona Brynhildur Jóns
dóttir, Halla búsett á Rangár-
völlum, maður Jóhann Ragnars-
son, Helgi rafvirki Reykjavík,
kona Guðrún Guðlaugsdóttir. Þá
ólst upp hjá þeim hjónum bróð-
urdóttir Þorsteins, Unnur Ei-
ríksdóttir rithöfundur. Einnig
sonarsonur þeirra Halldór Hall-
dórsson, sem nú er 13 ára.
Ég, sem þetta riita, er of ná-
kominn Elinu Helgadóttur til að
lýsa henni eins og mér býr í
brjósti, en það ætla ég ekki of-
mælt, að hún væri kona mik-
iilar gerðar í sjón og raun.
Það voru örlög Elinar að vera
elzta barnið í hópi okkar sex
systkina og einnar uppeldissyst-
ur. Hún hafði því forustuhlut-
verki að gegna í leikjum okkar
og störfum. Það hlutverk rækti
hún af mikilli alúð og ábyrgð-
artilfinningu. Hún rólaði vöggu
yngri systkinanna og hafði vök-
ul augu okkur til verndar fyrir
öllum hættum. Brást henni aldrei
dugur og áræði þegar á reyndi.
Minningar æskuáranna skýr-
ast og kveðja sér hljóðs í hugan
um á þessari stundu skilnaðar-
ins. Við hin yngri urðum full-
orðin eins og hún, en það breytti
ekki viðhorfinu, alltaf litum við
upp til hennar sömu augum.
Þakklæti og söknuður verður
okkur nú efst í huga. Systirin
stóra hverfur ekki úr minni, þó
að hún sé farin af sviðinu hérna
megin. Og það yljar manni um
hjartað, að henni gafst sú ósk,
sem kemur í ljós í þessu-m Ijóð-
línum: „Þar sem var mín vagga,
vil ég hljóta gröf“.
Þórarinn Helgason.
Þykkvabæ. Barnafræðsia var þá
enn ekki í föstu formi í Land-
broti. Var henni því komið í
skóla til Víkur í Mýrdal vet-
urinn fyrir ferminguna og þaðan
var hún fermd um vorið. Heim-
ili hennar þennan vetur var í
Suður-—Vík hjá Halldóri Jóns-
syni kaupmanni og dóttur hans
Guðlaugu. Var það heimili mjög
rómað að verðleikum. BatztElín
vináttuböndum við Guðlaugu,
sem aldrei rofnuðu meðan báð-
ar lifðu. Kynni Elínar við hana
urðu henni ómetanlegt veganesti
og gæfa, því að Guðlaug var
óyenjuleg kona að myndarskap
og manngöfgi.
Eftir þennan fyrrnefnda vetur
átti Ellín oft dvöl í Suður-Vík
léngri eða skemmri tíma, unz
Kún giftist sumarið 1917 Þor-
steini Einarssyni, ágætum manni'
Áttu þau fyrst heimili í Þykkva
bæ og hafði Þorsteinn á hendi
kennslu og forstöðu unglinga-
skóla þar veturinn 1917—18. Um
sumarið 1918 eignuðust þau son,
sem andaðist í sama mánuði og
hann fæddist. Hann bar föður-
nafn Elínar og var jarðsettur
í heimagrafreit að Þykkvabæ.
Hefur það án efa átt þátt í því,
að þau hjón kusu sér hinztu
hvílu við hlið hans í somu miold.
Næstu árin voru þau Elín og
Þorsteinn Einarsson búsett í
Reykjavík. Vorið 1923 keyptu
þau svo jörðina Höfðabrekku í
Mýrdal og bjuggu þar rausnar-
búi til haustsins 1938, en þá
missti Elín heilsu og var í sjúkra
húsi í Reykjavík um nokkur ár.
Þorsteinn fluttist þá einnig til
Reykjavíkur. Fljótlega keypti
hann býlið Brekku við Sogaveg
og þangað fór Elín þegar heilsa
leyfði. Þorsteinn er látinn fyrir
tveimur árum.
Síðari árin hafði Elín öðru
hverju dvöl á heilsuhæli Nátt-
úruiækningafélagsins í Hvera-
gerði. Þótti henni gott að vera
þar og nýlega komin heim það-
Stéttarfélag verkfræðinga.
Aðalfundur
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður
haldinn í dag í Tjarnarbúð uppi kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn fjölmennið .
STJÓRNIN.
Skrifstof ustúlka óskast
Innflutningsíyrirtæki nskar að ráða röska stúlku
til vélritunar á enskum og ísl. bréfum eftir
dicatophone. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og
fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: ,,RÖsk 2981“. .
Nauðungaruppboð
Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri skuld
heimtumanna verða eftirtaldar bifreiðir seldar á
opinberu uppboði við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar
við Reykjavíkurveg fimmtudaginn 7. marz 1968
kl. 2 síðdegis:
G-735, G-1168, G-1756, G-1931, G-2287, G-2673,
G-2903, G-3366, G-3547, G-3910, G-4077, -4399,
R-19917 og X-629.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 26.2 1968.
Auglýsing
til simnotenda i Kópavogi
Frá 1. marz 1968 verður innheimta símareikninga
fyrir símnotendur í Kópavogi til afgreiðslu í Póst-
afgreiðslunni að Digranesvegi 9 Kópavogi.
Afgreiðsla daglega kl. 9—18 nema laugardaga kl.
9—12. — Þó geta þeir símnotendur, sem þess óska,
greitt símareikninga sína í Innheimtu landssímams
í Reykjavík, gegn sérstakri kvittun og verða fylgi
skjölin síðan póstlögð til viðkomandi simnotanda.
Bæjarsími Reykjavíkur.
Aðalskrifstofan verður lokuð
frá kl. 1 e.h. í dag, miðvikudaginn 28. febrúar,
vegna útfarar Júlíusar Tómassonar, flugstjóra.
LOFTLEIÐIR. H.F.
Húsnæði óskast
4—5 herbergja íbúð óskast til leigu.
Litið einbýlishús kemur einnig til greina. Tilboð
leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt' „Húsnæði
— 2930“.
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF
HAFNARSTRÆTI 5 - SÍMI 11400
Nýkomið glæsilegt úrval
af dralon, fiberglass og
storesgluggatjaldaefnum
Einnig áklæði, margar
nýjar tegundir
Aklæði og gluggatjöld
Skipholti 17 A — Sími 17563.
Hltinta
Kjörgarði
Karlmannaföt
UnglingafÖt,
stakir jakkar.
Föt eftir máli.
ÁVAXTAMARKAÐUR
Jaffa-apelsínur 27 kr. kg. — Amerísk delicious-epli 32 kr. kg. — Stórverðlækkun á niðursoðnum jarðarberjum. —
Heildós 47.40, hálfdós 26.40. — Ferskjur 41.90 heildós — 22.20 hálfdós. — Aprikósusafi 22.20 ds. — Ferskjusafi 21.40
— Appelsínusafi 17.70.
Súpur 12.90 pakkinn, 10 bragðtegundir. — Fíkjultex, hafrakex, piparkökur. Aðeins 19 kr. pk.
IVIatvörumiðstöðin. — Horni Laugalækjar og Rauðalækjar
Sími 3 53 25.