Morgunblaðið - 28.02.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.02.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FÉBRÚAR 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. VERKFALL, SEM ENGINN VILL Pftir því sem nær dregur verkfallsdeginum 4 marz n.k. er ástæða til að menn glöggvi sig á nokkrum meg- inatriðum í sambandi við þetta fyrirhugaða verkfall. I fyrsta lagi er ljóst að verkalýðsforustan teymir launþega nauðuga viljuga út í þetta verkfall. í einni stærstu verstöð landsins var verkfall samþykkt með 3ja atkvæða meirihluta eftir þrjár atkvæðagreiðslur en í þeirri fyrstu var verkfallið fellt á jöfnum atkvæðum. í Siglufirði ákveða 15-20 menn að 600 verkamenn skuli leggja niður vinnu. Sömu sögu er að segja víðs vegar um land, að mjög fámennur hópur manna tekur þá örlaga ríku ákvörðun að hefja verk- fall. Gleggsta dæmið um tregðu verkalýðsfélaganna til þess að leggja út í verkfall er þó sú staðreynd, að aðeins 40 félög af 130 aðildarfélög- um A9Í með aðeins um 16000 meðlimi af rúmlega 30000 hafa til þessa boðað verkfall. Er þetta vissulega rýr eftir- tekja af hvatningu ASÍ-þings og þings Verkamannasam- bandsins um „allsherjarverk- fall“- í öðru lagi liggur það fyrir að verkalýðsforustan hefur mótað kröfur sínar á þann veg, að verði orðið við þeim þýða þær minni kjarabætur fyrir láglaunamenn en meiri fyrir hálaunamenn. Láglauna menn hljóta að spyrja Eð- varð Sigurðsson, Björn Jóns- son og Guðmund J. Guð- mundsson, vegna hvers þeir héyi baráttu fyrir meiri kjarabótum til handa þeim, isem þegar búa við betri kjör en fyrir sína eigin félags- menn. Afstaða verkalýðsfor- ustunnar væri skiljanlegri ef hún óskaði eftir stiglækkandi verðlagsuppbót eða sömu krónutölu á misrnunandi kaup t.d. miðað við Dags- brúnartaxta, en svo er ekki. Dagsbrúnarmenn skulu í vérkfall til þess að berjast fyrir meiri kjarabótum til . annarra stétta. í þriðja lagi liggur ljóst fyrir, að jafnvel þótt komi til verkfalls verður samið fyrr eða síðar. En hvers vegna að semja ekki strax um það sem aðilar kunna að semja um eftir 4—6 vikna verkfall? Hvers vegna eiga launþegar að tapa tekjum og þjóðarbúið að verða fyrir stóru áfalli? Eftir því sem bezt verður vitað hafa ýmsir möguleikar verið nefndir á samningafundum en verka- lýðshreyfingin hefur hafnað öllu öðru en verðlagsuppbót þegar í stað. Er ástæðan kannski sú að hvorugur arm- ur Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni þorir að stíga fyrsta skrefið? Það getur orðið launþegum í land inu dýrkeypt að hafa falið mönnum, sem þannig er ástatt um meðferð sinna mála- Forustumenn verkalýðs- félaganna eru að leggja út í óvinsælt verkfall. Fólk vill ekki verkföll nú til dags. Það vill auðvitað bætt kjör, þeg- ar því verður við komið en verkföll eru úrelt og gamal- dags vopn. Launþegar hafa heldur ekki efni á verkfalli nú og því síður hefur þjóðar- búið efni á því. Forustumenn verkalýðsfélaganna ættu að íhuga, hvort ekki sé hyggi- legra að staldra nú aðeins við fremur en að standa frammi fyrir afleiðingum gerða sinna í félögum sínum eftir nokk- urra vikna verkföll, þegar í ljós kemur, að þeim hafa orð ið á slærn mistök. EINAR í BÚDAPEST Um þessar mundir stendur yfir í Búdapest alþjóða- fundur kommúnistaflokka víðsvegar að úr heiminum. Aðal markmið fundarins mun vera að finna leiðir til þess að draga úr þeim klofn- ingi sem hrjáir hinn komm- úníska heim um þessar mund ir. I^mmúnistar hér á landi hafa um langt skeið lagt mikla áherzlu á, að þeim væru deilur kommúnista út í heimi óviðkomandi og hefðu engin afskipti af þeim. Reyndar hefur kunnugum mönnum jafnan verið ljóst, að hér hefur verið um ein- bera blekkingu að ræða og tengsl kommúnista á íslandi við húsbændurna í austri jafn sterk og áður. Þetta er nú staðfest með fundarsetu Einars Olgeirssonar á fundin um í Búdapest. Hann er þang að kominn til þess að taka þátt í „einingar“viðleitni kommúnista frá hinum ýmsu löndum. Kannski getur hann miðlað af þeirri reynslu, sem rann hefur fengið af sam- anir á launahækkunum Eftir Kenneth Harris ÍLsM UTAN ÚR HEIMI Orlög brezku stjórnar- innar ráöin í dag Leiðtogar alþýðusamtakanna ræða takmark- DAGURINN í dag, 28. febrú- ar, getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins í Bretlandi. Ef efnt verður til almennra þing-kosning-a þar innan hálfs annars árs, og Verkamanna- flokkurinn missir meirihluta á þingi og neyðist til að sleppa stjórnartaumunum, er trúlegt að þá megi benda á 28. febrúar sem innrásardag íhaldsflokksins. f dag krama leiðtogsir al- iþýðusamtakanna brezku saim- an til ráðstefnu til að ræða h'verjar ráðlstafanir þeir eru reiðuibúnir til að gera í því skyni að takmarka launa- ihækkanir. Þeir vilja ekki að sett verði ný lög til ákvörð- unar launamáilastefnunnar, eins og gert var árið 1966. Þeir eru fúsir til að stuðla að því að launahiækkunum verði settar sanngjarnar takmark- anir, en þeir vilja að þær tak- markanir verði settar innan alþýðusamtakanna sjálfra, sem telja níu milljónir félags- manna. Leiðtogar alþýðusamtak- anna munu leggja fram til- lögur sínar. Ef ríkissttjórnin telur — eins og hún hefur gert til þessa — að tillögur leiðtoganna séu ekki fullnægj andi, má 'búast við einhvers konar opinberu eftirliti, senni lega lagasetningu, með vor- inu. Ný lög til takmörkunar á launahækkunuim muinu ekki aðeins valda úlfúð og and- stöðu frá alþýðusamtökunuim, sem eru aða'l tekjulind Verka- mannaflokksins og ráða yfir fimm sj'öttu hlutum atkv. á ársþingum flokksins á haust- in; þótt ákvarðanir ársþing- anna séu ekki bindandi fyrir ríkisstjórnir Verkamanna- flokksins, hafa þær markandi áhrif á afstöðu stjórnanna gagnvart fulltrúum flokksins í heild. Og frumvarp um ný laga'áksvæði til ‘akmörkunar á launahækkunum hljóta að mæta mikilli andstöðu á þingi frá vinstri anmi flokks- ins í Neðri máil’St'ofu'nni. Flokksmenn sviknir Ríkisstjórnin át’ti í mikluim erfiðleikum við að halda sam- stöðu í flokknum þegar fyrstu lögin voru sett um opin'bert eftirlit með launalhækkunum í júlí 1966. Núna, þegar at- vinnuleysi er mikið, gengis- lækkun ný-afstaðin, útgjöld til varnarmála 'hafa verið iækkuð, og, síðais't en ekki sízt, þegar sjúklingar eru á ný l'átnir greiða gjald fyrir lyfseðla (sem afnumið hafði verið), verður enn erfiðara að finna leiðir til að viðhalda samstöðunni. Vafalaust eru margir þingmenn Verka- mannaflokksins komnir á þá s.koðun að ríkisstjórn flokks- ins sé ekki lengur málsvari verkamannsins, ekki 'lengur boðberi sósíalisma, og að hún hafi svikizt í lið með aftur- haldsöflunum. Þessir menn munu líta á tilraun til að lög- bjóða eftirlit með l'aunalhækk- unum sem síðasta hálmstráið. Talað ’hefur verið um að Verkamannafloikkurinn hafi verið að því kraminn að klöfna vegna inn'byrðis átaka þegar undanfarið rúmt ár. En ný lagasetning um launamálin virðist lfklegust til að krama skriðunni af stað. Óvinsælasta ríkisstjórnin Líta ber á örlagadagmn í dag með tilliti til þess, sem á undan er gengið. Nýjasta skrað anakönnun Gal'lup-stofnunar- innar sýnir að núverandi rík- isstjórn verkam'annafloikks'ins er óvinsælasta ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum frá því fyrsta Galluip-könnun var gerð fyrir 31 ári; vinsæld- ir Verkamannaflokksins eru 22%% minni en íhaldsflokks- ins. Rætt hefur verið um að ný samsteypustjóm fihalds- flrakksins og Verkamanna- flokksins gæti verið lausnin á yfirstandandi vanda 3reta, og hlaut sú kenning byr undir báða vængi eftir að dagblaðið The Guardian s'kýrði frá því fyrir nokkru að Cecil King, stjórnarformaður útgáfu'félags da.gblaðsins The Daily Mirr- or, útJbreiddasta dagblaðs Bretlands, væri að hvetja tii miyndunar samsteypustjórnar þar sem kaupsýslumenn væru í lykilaðstöðu. Útgefandinn hefur jafnan verið stuðnings- maður Verkamannaflrakksins, og til íkamms tíma 'hefir hann verið talin ein af m'áttarstöð- uim flokksins. Vitað er að stjórn Verkamannaflokksins hefur valdið honum miklurn vonbrigðum undanfarið hálft annað ár. Hann er táknrænn fyrir aðra fyrri stuðnings- menn flokksins. Hvað sem öðru líður þá bíða flestir ráðlherrar fl'okksins þess, sem gerist í dag áður en hugsað er lengra. Virðist sú skoðun ríkjandi að leiðtogum alþýðuisamtakanna takist ékki að fallast á tilil'ögur, sem ríkisstjórnin geti viðurkennt að fullnægi kröfum ríkjandi erfiðleika, og að frumvarp ’il laga um eftirlit með launa- málum verði lagt fram á þingi — og sennilega birt 19. marz þegar Roy Jenkins fjár- málaráðiherra leggur 'fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt. En þá hefur teningnum þegar verið kastað. Það gerðist 28. febrúar. (Observer). starfinu í Alþýðubandalag- inu. Þar hafa svo sem kunn- ugt er verið á ferðinni tölu- verð „einingar“ vandamál — sem eru óleyst enn. RAUÐI KROSSINN ¥ dag er fjáröflunardagur Rauða Kross íslands- Rauði Krossinn er eitt þeirra mannúðarfélaga, sem vinna starf sitt í kyrrþei, en þegar á þarf að halda er hann til staðar Þær hörmungar, sem dynja yfir mannkynið virðast seint ætla að taka enda. Þrátt fyr- ir tvær, heimsstyrjaldir og miklar blóðfórnir í heiminum loga margir heimshlutar í styrjöldum og manndrápum enn í dag. Rauði Krossinn er til staðar til þess að hjálpa saklausu fólki, konum og börnum, sem verða fyrir hörmungum af völdum hern- aðarátaka, sem það skilur ekki og finnst sér óviðkom- andi. Við íslendingar eigum að styðja Rauða Krossinn í starfi hans svo sem við meg- um. Þótt hörmungarnar séu ekki við okkar dyr nú, getum við ekki verið sinnulausir fyrir því sem annars staðar gerist. Þess vegna er þess að vænta að þjóðin veiti Rauða Krossi íslands öflugan stuðn- ing í dag þegar til hennar er leitað. Því fé er vel varið sem til hans rennur. Þjóðverjur reiso kjurnorkurofstöð París, 23. febr. NTB. VESTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa gert samning við stjórn Argen- tínu um að reisa þar í landi kjarnorkurafstöð, sem framleiða á 318.000 kílówött og kosta mun um 70 milljónir dollara. Hörð samkeppni var milli stór fyrirtækja frá ýmsum löndum og varð þýzka fyrirtæki'ð Siemens ofan á í þeirri samkeppni. Talið er, að Bretar hafi ekki náð sam- komulagi um að reisa þetta mannvirki vegna þess, að sam- band Bretlands og Argentínu hefur heldur versnað að undan- förnu eftir að Bretar bönnuðu innflutning kjöts þaðan er gin- og klaufaveikin gaus þar upp á sl. ári. Tilboði Bandaríkja- manna var hafnað á þeirri for- sendu, að stjórn Argentínu vildi ekki vera háð því að fá úraní- um frá Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.