Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1908
Hvoð segjn þnu um skolnkerfið?
SKÓLAKERFIÐ íslenzka hefur
mjög verið undir smásjánni í um
ræðum fólks að undanfömu.
Sumir hafa verið ósparir á gagn
rýnina og heimtað róttækar
hreytingar, en aðrir viljað fara
* hægar í sakimar. Einn merk-
ur skólamaður sagði, að hann
teldi ekki að það væri löggjöfin
sjálf, sem þyrfti fyrst og fremst
að endurbæta, heldur mætti ráða
hót á því, sem mest fer aflaga
í skólunum, með því að fram-
kvæma fyllilega þá löggjöf, sem
við búum vi?, ekki aðeins eftir
bókstafnum, heldur umfram allt
eftir anda hennar.
Þannig sýnist sitt hverjum í
þessu máli, sem öðrum ,Mbl.
sneri sér til tólf menntaskóla-
nemenda og bað þá að láta uppi
álit sitt á íslenzka Skólakerfinu.
Fara sex svör hér á eftir, en
hin verða birt síðar.
Úreltar kennsluaðferðir.
ÞAð skólakerfi sem við búum
* við í dag, er að vísu komið til
ára sinna. Þrátt fyrir árin og
harða gagnrýni, stendur það
ennþá næstum án áhrifa breyttra
tíma. Engum blandast því hugur
um, að einhverra breytinga sé
þörf.
En hverju skal breyta og hvað
skal standa er öllu erfiðara að
segja til um.
Ég hygg, að mestu meinsemd-
ina í skólakerfinu sé að finna
í þeim kennsluaðferðum, sem nú
tíðkast. Það getur ekki talizt
heppilegt að láta nemanda sitja
undir yfirheyrslu sex tíma á dag.
Þann tíma sem í slíkt fer, mætti
nota á miklu nytsamari hátt.
Sigmundur Stefánsson
Menntaskólanum Akureyri.
Með þessu á ég ekki við að
-■ leggja beri niður kennslu, því
að hún er mjög nauðsyn
leg, heldur verður að breyta
kennslustundinni í það form, að
taka upp á því að kenna, en
hætta yfirheyrslum.
Mestra úrbóta þörf í barnaskól-
unum.
Að mínum dómi er mestra úr-
bóta þörf í barnaskólunum, en
þá mætti að skaðlausu stytta um
eitt ár að óbreyttri námsskrá.
Hins vegar væri allt eins hægt
að þyngja barnaskólanámið, t.d.
með tungumálakennslu og eða
viðameiri lesgreinum. Eins og
nú er ástatt, eru viðbrigðin að
koma í unglingsskóla úr barna-
skóla allt of mikil.
Ég held, að flestum barna-
prófsnemendum sé það ekki
ljóst, að lærdómur er vinna,
enda verður yfirleitt mikill mun
ur á glæstum einkunnum 12 ára
bekkjar og 1. bekkjar í unglinga
skóla. Æskilegt væri og að nem-
endur 13 eða 14 ára fengju ofur
lítið valfrelsi, sem síðan ykist
smám saman eftir því, sem nem-
endur þroskuðust.
Hvað hið margumrædda lands
próf snertir, kem ég ekki auga
á neitt fyrirkomulag sem tæki
því fram. Hitt er svo aftur ann-
að mál, að landsprófið hefur ver
ið heldur fast í skorðum -
sams konar próf ár eftir ár -
enda skilst mér að í mörgum
greinum hafi sömu mennirnir
samið landsprófin um árabil.
Hugsanlegt væri að stytta
menntaskólanámið, t.d. með því
að lengja skólaárið, en burt séð
frá því, hvaða breytingar yrðu
Sigríður Guðmundsdóttir
Menntaskólanum við Hamrahlíð
hagkvæmastar tel ég augljóst,
að við gætum og þyrftum að
verða stúdentar a.m.k. einu ári
fyrr.
Mótfallinn afnámi Iandsprófsins
að svo stöddu.
MENNTAMÁL hafa verið ofar-
lega á baugi undanfarið. Marg-
ur ætlar að við reisum okkur
hurðarás um öxl og að víða sé
pottur brotinn.
Bekkjaskipting í barnaskóla
ætti fremur að markast af þroska
stigi og gáfnafari nemenda, en
aldri þeirra. Á þann hátt fengju
þeir miður gefnu og seinþrosk-
uðu sérstaka umönnum 1 stað
þess að paufast áfram með hin-
um og komast aldrei á traustan
grunn í námsefninu.
Skólaákylda ætti að byrja
fyrr og enskukennsla ætti að
hefjast strax í barnaskóla. Móð-
urmálskennslu er víða ábótavant
svo sem stafsetningu og upp-
byggingu ritgerða. Valgreinar í
menntaskóla er sjálfsagt fyrir-
bæri. Með því fyrirkomulagi
gefst nemandanum kostur á að
auka þekkingu sína í þeim grein
um, sem hann hefur áhuga á,
og álítur sér gagnlegar fyrir
áframhaldandi nám. Kennslu í
sumum greinum má vissulega
ekki skerða, svo sem í stærð-
fræði, efnafræði og eðlisfræði
í stærðfræðideild.
Á hinn bóginn held ég að
Gísli Pálsson
t.d. frönskukunnátta flestra stú-
denta sé skammgóður vermir.
Mér virðist starf menntaskól-
anna einkennast of mikið af því
að gefa nemendum innsýn í sem
flestar greinar, án þess að þeir
komist til botns í þeim. Ég hygg,
að heppilegra sé, að gefa nem-
endum kost á að velja og hafna
strax í menntaskóla. Að vísu
er valið fljótlega á milli mála-
og stærðfræðideildar, en sú
skipting er svo gróf, að nem-
endur í báðum deildum eru til-
neyddir að þvælast með greinar,
sem liggja fyrir utan áhugasvið
þeirra og þeir hafa þess vegna
mjög takmarkað gagn af. Tíma-
skyldu í greinum svo sem sögu
og íslenzkum fræðum á að af-
nema strax, þegar nemendur eru
orðnir nógu þroskaðir fyrir hið
akademíska frelsi. Það álít ég að
nemendur séu þegar í seinni
hluta menntaskóla.
Breytingar, sem þessar er
vissulega mjög erfitt að fram-
kvæma. Þær krefjast aukins
kennarafjölda, en kennaraskort
ur er tilfinnanlegur eins og er.
Þar við bætist að hér er um
að ræða breytingu á rótgrónu
skipulagi og allt sem einu sinni
er rótgróið er erfitt að uppræta.
Landsprófið er eitt umdeild-
asta þrepið í menntastiganum.
Enda þótt það sé mörgum efni-
legum nemandanum þrándur í
götu er ég mótfallinn afnámi þess
að svo stöddu. Landsprófið jafn
aði mjög á sínu mtíma aðstöðu
landsmanna til framhaldsnáms.
Hvað kæmi í stað landsprófs?
Á hvern hátt yrðu menn valdir
til framhalds-náms? Líklegt er
að menntaskólar fengju það hlut
verk í hendur, en þar með versn
ar mjög aðstaða dreifbýlismanna
hvað snerti fjárhag vegna
landfræðilegrar legu mennta-
skólanna. Gagnfræðaskólar
hlytu því að halda þessu hlut-
verki. Það sem kæmi í staðinn,
væri því aðeins landspróf með
breyttum kennsluháttum og ef
til vill breyttu nafni. En eng-
um fær dulizt að breytinga er
þörf á námsefni og kennsluhátt-
u mþessa menntunarstigs.
Móðurmálskennslunni í mörgu
ábótavant.
ÍSLEN4KA skólakerfinu er í
mörgu ábótavant, eins og löngum
Guðbjörg Hólm
Menntaskólanum að Laugar-
vatni.
hefur verið um rætt. Á síðustu
Menntaskólanum Laugarvatni.
tímum hefur úr mærgu verið
bætt og stefna þessara breytinga
er í átt að hinum rétta þrönga
vegi, en ekkert er svo gott að
ekki megi úr bæta.
Ef smásjánni er beint að ís-
lenzkukennslunni, kemur að
mínu áliti í ljós að mörgu megi
breyta til batnaðar.
Málfræðistagl gengur sem rauð-
ur þráður gegnum alla íslenzku-
kennslu í gagnfræðaskólum. Er
margt af því óþarfa staðhæfing-
ar sem ekki eru notaðar í ís-
lenzku máli.
Mætti þess í stað auka kennslu
í íslenzkum bókmenntum.
í menntaskóla er lestur bók-
mennta aukinn, einkum fornbók
mennta. Það er að mörgu leyti
gott því að hin ævagömlu rit
okkar eru gulls í gildi. En mætti
ekki að öllu skaðalausu auka víð
sýni nemenda í nútímabókmennt
um sem eru í mjög litlu mæli
kenndar.
Þótt þjóðin hafi átt marga frá
bæra ritsnillinga á þjóðveldis-
öld er ennþá margt skrifað af
kunnáttu og fegurð. Einnig ætti
að kenna rétt íslenzkt talmál og
framsögn.
Flestir þurfa einhverntíma á
lífsleiðinni að segja sitt álit og
eiga þá rnargir í erfiðleikum með
að tjá sig á einfaldan og rögg-
saman hátt.
Þannig mætti lengi upp telja,
en það bezta er ekki alltaf auð-
fengið, sérhver menntun er betri
en engin.
Því til er gull og gnægð af
perlum, en hið dýrmætasta þing
eru vitkar varir.
Úrelt einkunnarkerfi.
Ég vil láta leggja niður ein-
kunnakerfi í sinni núverandi
mynd og taka upp þess í stað
bókstafaeinkunnir. Hið svokall-
aða „tíukerfi" sem nú er notað
í nær öllum menntastotfnunum
í landinu er vægast sagt mjög
ófullnægjandi, þungt í vöfum og
Kristinn Björnsson
Menntaskólanum í Reykjavík.
gefur engan veginn rétta mynd
af kunnáttu nemandans. Hver er
t.d. munurinn á stærðfræðikunn
áttu manna með einkunnirnar
7,2 og 7,8? Ef bókstafafyrirgjöf
væri notuð, og þá fimm stafa
kerfið, þ.e. a,b,c,d,e, myndu þess
ir tveir menn að öllum líkindum
hljóta sömu einkunn og þá lík-
lega b. Enda hlýtur það að fara
oft eftir persónulegu mati kenn
arans á nemandanum, hvort
kennarinn gefur 7,2 eða 7,8.
Nemendur Menntaskólans í
Reykjavík fá ætíð, áður en þeir
halda í upplestrarfrí á vorin,
árseinkun. Sú einkunn gildir
að hálfu á móti prófseinkunn,
og sé það meðaltal undir lág-
marki telst nemandinn fallinn.
Árseinkunn er lítið annað, en,
eins og einhver hinna ágætu
lærifeðra sagði, ágizkun kennara
á árangur nemenda um vorið.
Árseinkunn er ætíð mjög tíð-
rædd meðal okkar nemendanna,
og yfirleitt skiptast menn í tvo
hópa, þá sem ekki mega heyra
á hana minnzt, og svo aftur hina,
sem mæla henni bót, en sá hópur
er öllu minni. Mín skoðun er sú,
að árseinkunn skuli gefin, en
hún sé ekki látin gilda, eins og
hún nú gerir, hálfan á móti prófs
einkunn heldur skuli hún gilda
einn þriðja eða jafnvel ekki
nema einn fjórða á móti prófs-
einkunninni. Lág árseinkunn
nemanda getur orðið honum dýrt
spaug, og getur hún dregið all-
an baráttuvilja úr honum rétt,
er orrahríðin er að hefjast
Þá er ég fylgjandi þeirri
stefnu, sem upp hefur verið tek
in í M.A. og M.H. þ.e., aðfjölga
deildum. í M.A. hefur verið sett
á laggirnar náttúrufræðideild,
en í M.H. nýmáladeild. Er mér
kunnugt um marga menn innan
veggja M.R., sem myndu hafa
kosið náttúrufræðideildina frek
ar en mála- og stærðfræðideild,
og sjálfur hefði ég ekki hikað
við að fara í nýmáladeildina,
frekar en latínumáladeild. Og
ekki get ég í fljótu bragði séð
að afnám latínu úr íslenzkum
skólum gæti e.t.v. máð okkur að
loknum af landakortinu sem
sjálfstæða menningarþjóð, eins
og sumir vilja halda fram.
En um slíkt þyrfti ekki að
hugsa, ef komið yrði á valfrelsi
í menntakkólunum. Höfð yrðu
nokkur skyldufög, (íslenzka og
fl.) Deildaskipting yrði þá óþörf
nemendur veldu sér sín fög og
sæktu tíma í þeim og skyldu-
fögunum, hafður yrði einhver
ákveðinn lágmarksfjöldi faga
undir stúdentspróf, en enginn
hámarksfjöldi, svo allir fengju
nóg.
Hagnýt kennsla látin sitja á
liakanum.
Tilgangur allrar skólasetu
hlýtur að vera sá, að standaað
henni lokinni betur að vígi en
ella í lífsbaráttunni.
Til að svo verði, þarf að leggja
á það ríka áherzlu að kenna
nemendum að læra, svo að þeir
geti haldið áfram að afla sér
menntunar á sínum athafna- og
áhugasviðum, þegar skólasetu
lýkur. Þarna hygg ég, að ís-
lenzka skólakerfið bregðist að
nokkru leyti. ítroðsluaðferðin
undir próf er allt of oft höfð
að leiðarljósi, kennsla til hag-
nýtingar viðkomandi greina lát-
in sitja á hakanum. Annars ætla
ég ekki að ræða um einstakar
Þorvaldur Jónsson
MenntaSkólanum við Hamrahlíð
námsgreinar sj*áiltfur er ég hlynnt
ur valfrelsi námsgriena að vissu
marki.
Það hefur verið sagt, að ís-
lenzkir stúdentar séu vel mennt-
aðir að flestu leyti, þeir kynnu
bara hvorki að lesa né skrifa.
Þótt þarna sé fullsterkt að orði
kveðið, held ég, að nokkur sann
leikur liggi að baki þessari stað-
hæfingu. Stúdentum hafa verið
kennd heil býsn í t.d. sögu,
landafræði, svo og íslenzku,
en kunna þó hvorki að koma
fyrir sig orði né setja staf á
prent án þess að verða sér til
skammar. Ég held þetta endur
spegli nokkuð orð mín hér að
framan
Fyrst ég minnist á stúdenta,
er ekki úr vdgi að minnast á
brautskráningaraldur þeirra. ég
lít svo á, að kennsla til stúd-
entsprófs sé aðeins undirbún-
ur undir háskólanám, en þá
fyrst fari menna að nema þá
grein, sem þeir ætli að leggja
fyrir sig. Ég held, að þennan
undirbúning mætti draga saman
og stytta um a.m.k. eitt ár. f
beinu framhaldi af þessu mætti
svo minnast á lengd barnskól-
anna. Þar held ég, að verið sé að
Framlhald á bls. 20.