Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FSBRtTAK I9ð« 21 Þórður Jónsson, Látrum: „Vandamál æskunnar" „Vandamál unglinganna" SLÍKAR fyrirsagnir í ræSu og riti eru nú að verða mjög al- gengar, sem bendir sennilega til þess, að hér sé um vandamál að ræða í raun og veru. En mér hafa alltaf fundist þessar fyrir- sagnir rangar að verulegu leyti. Þessi uppeldisvandamál, sem hér er átt við, eru ekki vandamál æskunnar, sem er að alast upp, nema að nokkru leyti, heldur vandamál þeirrar kynslóðar, sem er að ala þessa æslku upp Þess vegna ferst henni ekki að æpa, þótt vanræksla hennar komi fram í verki hjá æskunni í dag. Fyrir ýmis mistök ein- staklinga og þjóðfélagsheildar- innar hefir þessi æska verið svikin, svikin um það, sem kristn ir menn telja kjarna lífsins, sem er kristilegt uppeldi. En hvernig stendur á þessum svikum, og ‘hvernig áttu þau sér stað? Því vildi ég gera til- raun til að svara frá mínum bæjardyrum séð í þessu greinar- korni. Það virðist vera öllum mann- legum verum meðskapað að trúa á eitthvað, hafa einhvern átrún- að, og sagt er að trúin flytji fjöll. Við fsl'endingar játum al- mennt kristna trú, og erum því kristnir að kalla. Grundvallar- atriði kristindómsins er kærleik ur, á honum byggir kristinn maður lífsbreytni sína, og reynir að láta hann móta afstöðu sína til annara, manna og málefna. Maður, sem ekki veit hvað kristindómur er, og sem aldrei hefix fundið mátt trúarinnar, mátt kærleikans, hann er 1 stöð- ugri leit eftir einhverju, sem hann í raun og veru veit ekki hvað er, en sem er þó hin eftir- sótta lífshamingja, sem alltof fáir fá handsamað, af því henn- ar er öft leitað langt yfir skammt, og leitandinn hefir ekki fengið lykilinn að henni, kristin- dóminn, kærleikann, en án þess að hafa fullnægingu trúarinnar miun áka'flega erfitt að bandsama hina sönnu lífshamingju. Eitt af því fyrsta, sem hver kristinn maður þarf að eignast er kærleikur, því frækorn kær- leikans þarf svo að fá sína um- önnun sem önnur frœkbrn ann- ars fölnar það og deyr, en hætt við að illgresið festi þá rætur, því sáning þess er auðveldari. Þegar barn er komið það langt á vitsmunastiginu, að það fer að skynja hvað fram fer í kringum það, þá er sál þess sem ósáinn akur, sem er móttækilegur fyrir hverskonar frækorn góðs og ills. Hver á þá að sá frækorni kær- leikans í sál barnsins? Móðirin, mundi flestum á að svara, því það hafa íslenzkar mæður gert um aldir, og foreldrar sameigin- lega, ásamt ömmu og og afa, gefið þessu frækorni þá næringu sem það hefir þurft til eðlilegs vaxtar, með góðu atlæti og kristi legu líferni. Og staðið vörð um sál barnsins meðan hún var sem viðkvæmust, svo illgresið fengi þar ekki fest rætur. Þegar þessi börn uxu svo upp, alltof oft við kröpp kjör, og gengu út í straumiðu lífsins með kristindóm og kærleika í kjöl- festu, þá urðu það traustur þjóð- félagsþegnar, sem stóðu fast í hretviðrum lífsins, hvort sem þeir voru í tölu verkamanna til sjós eða lands, eða öðduðust æðri menntun. Þannig byggðist þjóð- félag okkar upp um aldir, að traustustu stoðir þess í uppeld- ismálum voru heimilin. En allt er breytingum undir- orpið, uppbygging þjóðfélaga sem annað. Um miðja þessa öld varð þjóðfélagsbylting í þessu landi, sem heldur áfram að rísa. Mikið flóð peninga tók að streyma inní landið og um allt landið, flesta hungraði eftir pen- ingum því þeir höfðu heyrt þeirra og máttar þeirra getið, varla séð þá, og öll veraldar- gæði virtust fáanleg fyrir pen- inga. Stjórnarvöld þjóðfélagsins vildu ráða straumnum og fá sinn hlut af flóðinu, sem eðlilegt var, til þess að geta mætt auknum kröfum þegnanna sem fylgdu í kjölfarið. Ásóknin 1 peningana jókst, lífskjörin bötnuðu sem þörf var á, eftirspurnin eftir vinnuaflinu jókst stöðugt Kapp ihlaupið um lífs'kjörin og lífs- þægindi var hafið. Mæður yfirgá'fu heknili og börn, og héldu á vinnumarkað- inn. Létu börnin ganga sjálfala um daga, eða reyndu að koma þeim fyrir á dagheimilum þar sem þau voru fyrir hendi, sem ekki var víða. Kapp'hiaupið hélt áfram villt- ara og villtara. Glæsileg húsa- kynni urðu sem betur fór víða almenn, en því miður, vað þar óvíða pláss fyrir afa og ömmu, og varla fyrir börnin. Leiðir afa, ömmu og barnanna skildu, jafn- vel foreldranna að verulegu leyti. Það var ógæfan. Fjöldi barna voru vanrækt andle'ga séð. Þjóðfélagsheild- in reyndi að koma börnunum til hjálpar, en var því ekki viðbúin, og réði ekki að fullu við það risavaxna verkefni. Skólahallir risu að vísu hver af annari, en aðrar hallir risu einnig jafn'hliða á'fengishallir, ó- þrifa sjoppur, kvikmyndahús með stórkostlegar sýningar kryddaðar með lægstu hvötum mannlegra vera, svo sem morð- um, þjófnuðum, og hverskonar glæpum, sem eru ein:s og geng- ur í kvikmyndum notaðir hik- laust, ef á þarf að halda að því marki að verða stór karl, eins og unglinga dreymir jafnan um. Þetta togaðist á við skúlana um gróðurreiti barnssálarinnar, og þau góðu áhrif, sem kennar- arnir reyndu að hafa á börnin. Kristindórrusfræðslunni varð að mestu byggt útúr skólunum, hún var allt í einu orðin úrelt í öllu þessu annríki og alsnægtum, eins og þjóðin hefði sagt við guð sinn: Nú þarft þú ekki meir, nú get ég sjálf. Það voru svik þjóðfélagsins við uppvaxandi æsku. Prestum fækkaði, og voru af fjölmörgum taldir óþarfir, en þar sem prestar voru tiltækir, skyldu þeir annast kristindóms- fræðsluna með sínu starfi, nokkr ar klukkustundir á ári eða nokkrar klukkustundir á öllum skólatíma barnsins, fermingar- undirbúningur, sem er að vísu ágætur og sjálfsagður, og marg- ur man þær stundir með presti sínum lengi æfi. Æskan, sem í dag er verið að dæma, hefir verið svikin um kirstindósmfræðsluna í skólum og á heimilinum, verið svikin um þau góðu sálrænu áhrif, sem á að vera og er þeirri fræðslu samfara, og skapa í barnssálinni djúpstæða virðingu fyrir hinu góða í lífinu og samskiptum manna. Þess vegna ferst okkur ekki að dæma, það erum við, sem ætt- um að dæmiast, það er okkur, sem hefir mistekist. En hvað hefir henni verið rétt í staðinn, þessari æsku? Fræðsla um hverskonar glæpi, siðferðilega og fjármunalega, á- samt aðgangi að nægu áfengi og fjármunum. Fræðs'luna fær hún úr kvik- myndum, sorpritum, sem eru gerð girnilegri með nektarmynd- um og kynferðisstellingum, úr sjónvarpinu, og það sem furðu- legra er, nú úr okkar eigin sjón- varpi að því er virðist, því ein kona skrifar um það í d'álkum „Velvakanda11 Morgunblaðsins nú á dögunum að í sjónvarpinu hafi beinlínis farið fram kennsla á hverskonar vasaþjófnaði og teðru hnupli, og biður kona þessi um að hafa heldur ekkert sjón- varp á laugarkögum en slíka fræðsluþætti. Get ég ekki láð henni það sé rétt með farið. Sjálfur sá ég ekki sjónvarpið, en ég heyrði í hljóðvarpinu síð- astliðinn laugardag, mér til stórr ar furðu fræðsluiþátt í leikrits- forml mætti kalla það, um það, hvernig hægt væri að féfletta náungann með svikum og prett- um, allt frá smáþjófnuðum og uppí mannrán. Þetta var að vísu áhrifameira af því að það var kona, sem var aðalkennarinn. Fræðsluþáttur þessi endaði á því, hvernig hægt væri að hefja rekstur á þeirri starfsemi sem íslendingar hafa ekki til þessa fengið sig til að reka sem al- mennt sé vitað, en það er „Hóru hús. Verður að teljast, að óheppi- lega hafi tekizt til um leikrita- val að þessu sinni svo ekki sé meira sagt, miðað við að þetta er flutt fyrir börn á öllum aldri eins og fullorðna. Svo ég held að ég verði eins og konan í dálkum „Velvakanda" að óska eftir því, að hafa heldur ekkert leikrit á laugardögum en slíka fræðsluþætti. Og þætti mér ekki ólíklegt að margar mæður og barnaverndar nefndir væru því samm'ála. Ég hefi hér að framan talað um heildina. En sem betur fer þá eru enn mjög víða um byggð- ir landsins, bæði í sveit og við sjó, traust og góð heimili sem uppalendur, en þau ráða ekki við þróunina, en það er á hana sem þarf að hafa áhrif, og það getur aðeins hið opinbera með skynsamlegum ráðstöfunum. Við getum ekki búist við því, að börn og unglingar, sem al- izt hafa upp í umróti síðustu ára, við flóðibylgju peninga, áfengis- munaðar, að þar komist allir heil ir í höfn eða án áfalla. Nei til þess er ekki hægt að ætlast. Hitt munu flestir viðurkenna, að óhugnanlega ört hafi vaxið glæpahneigð barna og unglinga, sem mótast af virðingarleysi þeirra fyrir lífi og eignum með- bræðra sinna. Og hinir hrylli- legu atburðir síðustu daga, þeg- ar bílstjóri er skotinn í sæti sínu, og 18 ára stúlka stingur eldri konu í bakið með eldhús- kníf, ekki eina stungu heldur fleiri, fyllir hugi fólks hryll- ingi og kvíða, og manni verður hugsað til þeirra manna, sem eru að hverfa sporlaust. Börn og unglingar vaxa upp og verða fullorðið fólk, sem þá er flest farið að líta lífið og það samfélag sem það lifir í, ail- varlegri augum. En því miður, ekki allt, og þessvagna ske ó- höppin. Hér er á ferðinni eitt af okk- ar erfiðustu þjóðfélagsvandamál um, sem allra hluta vegna verð- ur að taka föstum tökum, og spara h'Vorki fé né fyriifliöfn til. Skipstjórnarmaður, sem kemst í vanda með skip sitt í barátt- unni við storma og stórsjóa, finn ur bezt muninn á því að stjórna skipinu með úrvals mannskap eða ruslalalýð. Þannig er þetta á öllum sviðum mannlífsins. Uppeldi þjóðfélagsþegnanna, og þá alveg sérstaklega barn- anna, er því það mál, sem hvert þjóðfélag á að leggja alla alúð við. Ef við ætlum svo að bæta uppeldisaðstöðuna og uppeldið í dag eða á morgun, verður það ekki gert með harðari refsing- um, stærri tukthúsum, eða fleiri bönnum. Heldur verður af finna meinsemdina og taka yfir rætur hennar. Við hljótum að íhuga, hvað verðandi móðir, sem ekki hefir fengið aðra trúarlega fræðslu en fermingarundirbúninginn, og hann búi með henni, og hefir aldrei notið fullnægingar trúar- innar, geti gefið barni sínu í kjölfestu og vegarnesti út í lífið af hverju á hún að taka. Gefi þjóðfélagið eða aðrir því heldur ekkert, þá fer þetta barn illa búið af andlegum styrk útí lífið, og verður því veikara fyrir þeim fjölmörgu freistingum, sem bíða þess á næsta leyti. Eftir því sem fleiri börn fara þannig vanbúin út í straumiðu lífsins, þess meiri hætta er á að fleiri verið skotnir og fleiri konur stungnar í bakiði Ég er eins og svo margir aðr- ir aðeins leikmaður í þessum málum, en er kvíðinn yfir vax- andi glæpahneigð svo fámennr- ar en vel menntaðrar þjóðar, sem ætti þó að geta orðið aðeins stundarfyrirbæri, ef full aðúð væri lögð við að uppræta það hugarfar, sem á bakvið glæpi liggur. Það , sem ég tel mjög að-kall - MINNING Framlhald af bls. 8. Þannig reyndist Ihann mér. Alltaf var 'hann boðinn og búinn. Haifði allt 'þegar til reiðu, — all- ar upplýsingar, öll gögn- þegar á þurfti að íhalda. Hann var góð- ur flugmaður og um iþað ’bland- aðist aldrei neinum manni ihug- ur. Seinna Tágu leiðir okkar aftur sama'n, er ég var farinn að vinna við tæki þau á Reýkja'Víikurflug- velli, sem Loftleiðir k'omu upp til. sérhæfingar flugmdnnum sín- um. Hafði Júlíus þá tekið vúð flugstjórastarfi hjá Loftleiðum. Var iþar a'ftur kominn sami prúði drengurinn og áður, hlédrægur, en þá ákveðinn og fylginn skoð- unuim sínu-m, — vaxinn mokkuð að árum og reynslu, en þó meir mótaðar af eðlilægri virðingu fyrir miklu ábyrgðarstarfi, sem ihann gerði sér far um að kynn- ast til hlítar. Og framundan lá l'öng leið, og ekki annað að sjá en gatan væri greið. Hann var sem skínandi leifur, tákn 'hins göfugasta og eftirsókn- arverðasta í fari (hvers þess manns, sem hlýtur að verða trú- að fyrir mifclu. Hvers vegna ihlaut þet'ta að verða? Þeir, sem til þekkja, leiða að því líkur. En við ihöfum enn ekki lært að telja daga vora, og þess vegna m'á enginn sköpum renna. Farðu iheill, góði vinur, og við munum minnast þín sem góðs drengs, seon alltaf varst köllun •þinni trúr. Hörður 'Sigurjónsson. t Mánudagskvöldið 19. febrúar, er ein af áhöfnum Loftleiða var nýkomin til Luxemborgar og önnur var að búa sig undir flug- i'ð út til íslands, barst sú voða- fregn, að Júlíus Tómasson flug- stjóri hefði farizt í flugslysi í Reykjavík, ásamt bróður sínum, Gísla, þá fyrr um daginn. Menn setti hljóða og vildu ekki trúa. Þegar ungir og efni- legir menn falla svo skyndilega frá er erfitt að tengja helfregn sem þessa veruleikanum. Flug- liðarnir, sem sátu hljóðir þessa kvöldstund úti í Luxemburg, áttu margar og góðar minningar um fallinn félaga og vin. Þegar hugsað er til liðinna ára líða margar myndir fram í hugann. Ein er mér einkum minnisstæð, hún er úr stjórnklefa flugvélar, sem er á flugi á vetrarnóttu milli Grænlands og Labrador. Skyndilega verður bilun í ein- um hreyflinum og nú ríður á, að fljótt og rétt sé unnið, ef frek- ari erfi'ðleikar eiga ekki að skap- ast. Með hröðum handtökum og samvinnu áhafnarinnar var kom- andi að gert verði nú þegar, eða svo fljótt sem verða má: 1. Að lögð verði áherzla á barna- og unglingaskólum, og lögð verði svo mikil aðúð við þá fræðslu, að hún geti að sem mestu beyti bætt það upp, sem heimilin vanrækja. 2. Að upp verði komið heima- vistarskólum nægjanlegamörg um, sem starfi allt árið til að taka á móti þeim börn- um, sem eru þannig sett, að eiga ekkert heimili, sem því nafni gæti kallast, eða verra en það. Þessum skólum, sem ættu ekki að vera stórir, held ur fleiri, ætti að velja góða staði utan iþéttibýlisins, sem gætu þá tekið á móti gest- um á sumrin, ef svo bæri undir 3. Að auka æskulýðs- og bind- indisstarfsemi verulega frá því sem nú er, og umfram allt, að sérmennta fólk til að veita þeirri starfsemi forstöðu á hverjum stað. 4. Að nota hin stórkostlegu „fjölmiðlunartæki,, meira til bættra uppeldisá/hrifa en gert hefir verið. „Það ungur nemur, gamaá temur“. ið í veg fyrir að svo yrði. Júlíus Tómasson var aðstoðarflugmað- ur minn í þessari ferð og sýndi þá sem endranær, að hann var snarráður, auk þess sem hann var gætinn og fær flugmaður. Júlíus gat sér góðan orðstír í starfi og ávann sér traust og vin- sældir félaga sinna, hann átti lengi sæti í starfsráði og trún- aðarmannará'ði Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, og var á síð- asta aðalfundi kosinn í stjóm félagsins. Júlíus var fæddur 9. septem- ber 1936 í Reykjayík, sonur hjónanna Karenar Júlíu Júlíus- dóttur, sem látin er fyrir nokkr- um árum, og Tómasar Jónsson- ar bátsmanns. Júlíus lauk námi við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar árið 1953. Árin 1954—57 vann hann við afgreiðslustörf hjá Loftleiðum og stundaði jafn- framt flugnám við flugskólann Þyt. Hann hóf störf sem flug- maður hjá Loftleiðum árið 1959, öðlaðist réttindi flugstjóra vorfð 1965 og gegndi því starfi til dauðadags. Árið 1960 kvæntist Júlíus eftir lifandi konu sinni, Þórunni Jóns dóttur, börn þeira eru: Karen Júlía 7 ára, Þórunn Brynja 5 ára og Ásta Ragnheiður 4 ára. Son, Runólf Hilmar, átti Júlíus áður en hann kvæntist. Mikil harmur er kveðinn að ungri eiginkonu og börnum, systur og föður, sem misst hefur báða syni sína. Fyrir hönd Félags íslenzkra atvinnuflugmanna flyt ég þeim öllum og öðrum ættingjum og vandamönnum innilegustu sam- úðarkveðjur. Júlíus féll ungur í valinn og við hugsum til hans með sökn- uði, er hann hefir lagt upp í sína hinztu fer'ð, en minningin um góðan dreng lifir. Að leiðar- lokum þakka ég þér, Júlíus, fyr- ir samfylgdina. Skúli Br. Steinþórsson. SAMKOMUR Kristniboðssambandið. Aknenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Föstuhugleiðing, Jóhannes Sigurðsson. Allir vel'komnir. BLÓIViAÚRVAL mrnm Cróðrarstöðin við Miklatorg Sími 22822 og 19775. Látrum 8.2. 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.