Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1966 3 í G Æ R aflaði blaðið sér upplýsinga um það hjá nokkrum bændum víðsveg ar af mjólkurframleiðslu- svæði Mjólkurbús Flóa- manna, hvort mikið hefði borið á því, að bændur hefðu orðið að hella niður mjólk sinni meðan á verk- fallinu stóð. Svo virðist sem ekki hafi verið mikið um að nýmjólk hafi verið hellt niður, hins vegar talsverðu af undanrennu, en ljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í að skilja og strokka mjólk og gera smjör, jafnvel skyr og mysuost, en talið er þó að þessi matargerð sé pen- ingalega séð fremur lítill ávinningur fyrir bændur og þeir, sem mesta mjólk framleiða, hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni, Mjólkin varö sunnlenzkum bændum mjög lítils virði - Unnu smjör, skyr og ost, en urðu þó oð hella niður mjölk enda þess nokkur dæmi að bændur hafi hreinlega ekk ert getað gert sér úr mjólk inni. Fæstir hændur hafa getað nýtt mjólk sína til fóðurs, og þó sízt þeir, sem frekast hefðu þurft þess með. Ónefnt er þá hið ó- beina tjón, þar sem líklegt er, að hændur hafi dregið úr fóðurbætisgjöf og verði því lengi að ná upp nyt kúnna á ný, svo og kann að draga úr mjólkursölu til hinna almennu neyt- enda, sem kunna að telja sig geta komizt af með minni mjólk en áður var. Fréttaritari blaðsins á Sel- fossi átti í gær tal við yfir- verkstjóra Mjólkurbúsins og sagði hann að í fyrradag hefði innvegið mjólkurmagn numið 320 þúsund lítrum, eða sem svarar framleiðslu fjög- urra daga, því fyrir verkfall var mjólkurinnlegg 80—85 þúsund lítarar á dag. I gær var mjólkurmagnið 110 þús- und lítrar, e'ða allt að 30 þús. lítrum meira en dagsfram- leiðsla. Talið er að mjólkin hafi yfirleitt verið allt að fjögurra daga gömul og nokk- ur dæmi þess að hún væri vikugömul. Mjólkin í fyrra- dag var óskemmd og yfir höfuð góð, en hins vegar bar á lélegri mjólk í gær. Hún var líka komin iengra að og úr ílátum, sem ekki var eins gott að geyma hana í. Sú mjólk var þó fyllilega hæf til vinnslu. Gunnar Sigurðsson í Selja- tungu í Flóa taldi að nokkuð væri um að bændur hefðu orðfð að hella mjólk niður. Hefði skort tæki til að vinna úr mjólkinni. Þó hefði það verið gert svo sem föng voru á. Hann sagði: — Við teljum að farið hafi verið á hinn fruntalegasta hátt að okkur bændum í þessum málum og að við eig- um launþegum ekkert gott upp að unna. Við lítum einnig svo á, a'ð það sé ekki laun- þega að ákveða hvar í sveit atvinnurekenda við skipum okkur. Einar Eiríksson bóndi í Miklaholtshelli í Flóa sagði: — Við hér höfðum nokkra sérstöðu, þar sem við gátum losnað við okkar mjólk í Ostagerðina í Hveragerði, en hún tók við allt verkfallið. Þá gátu einhverjir skilið og strokkað mjólk sína. Margir hafa stóra mjólkurtanka í nærsveitum Selfoss og svo lengra frá, svo sem undir Eyjafjöllum. Þeir geta 'geymt í tönkum sínum 600, 1200 og allt a'ð 1600 lítrum og haldið mjólkinni í mjög lágu hita- stigi. Þá bjargaði miklu að tíðarfar var kalt svo auðveld ara var að geyma mjólkina. Hörður Sigurgrímsson bóndi í Holti í Stokkseyrarhreppi sagði: — Eg hef heyrt að menn hafi hellt mjólk niður, þótt ég hafi ekki heyrt hve al- mennt það er. Sumir gátu þó geymt alla sína mjólk allt verkfallið. Svo var hjá okk- ur. Við vorum hér með 2400 —2500 lítra. Við höfum mjólkurgeyma. Þá er þessi tími víða svo a'ð'mjólk er í minna lagi, síðbærur ekki komnar í gagnið. Víða er einhver aðstaða til að skilja og strokka, en afköst mjög lítil. í Mjólkurbúið mun hafa komið allt að 9 daga gömul mjólk og var hún óskemmd þar sem hægt var að geyma hana við góða kælingu og engin svo slæm a'ð ekki mætti nota hana til vinnslu. Gísli Högnason á Læk í Hraungerðishreppi í Flóa sagði m.a.: — Ég hef 28 kýr og mjólk- urframleiðslan hjá mér hefur verið 250—300 lítrar á dag. Vitanlega varð þessi mjólk að fara niður. Það var engin leið fyrir okkur tvö hér á heimilinu að gera úr henni mat. Við höfum tank þar sem við getum varðveitt 1000 lítra í senn og við urðum a'ð hella niður úr fullum tank. Ofurlítið gáfum við kúnum, en þær eru seinar að komast upp á átið og auk þess var- hugavert að breyta við þær fóðurgjöfinni með því að gefa þeim mjólk, þótt þær vilji drekka' hana. Ég mundi á- ætla að hér hefðum við oi*ðið fyrir milli 10 og 20 þúsund króna tjóni. Sumir eiga litlar skilvindur og geta skilið 40— 50 lítra á klukkustund, en það er seinvirkt og menn verða hér að vinna öll verk eins og venjulega þótt verk- fall sé. Til er að menn reyndu að strokka í þvotta- vélunum. Vinnukrafturinn hér er við hjónin og við eig- um tvo drengi, 15 og 12 ára, sem ganga í skóla, en létta undir með okkur á málum. Páll Diðriksson á Búrfelli í Grímsnesi sagði: — Ég geri rá'ð fyrir að tals- vert miklu hafi verið hellt niður af undanrennu hér í sveit. Ég hafði hins vegar bæði tryppi og hross, sem nýttu það sem af gekk hjá mér. Eg tel að flestir hafi getað nýtt rjóma í smjör. Tankar eru hér engir fyrir mjólk á bæjum. Búið hjá mér er að meirihluta fjárbú. Það sem ég óttast mest er, að bændur hafi minnkað svo fóðurbætisgjöf við kýrnar, að þeir veröi lengi að ná upp mjólkinni í kúnum aftur og svo, að þessi mjólkurskortur dragi svo úr almennri neyzlu mjólkur í bæjunum að það taki einnig sinn tíma að vinna hana upp að nýju. Markús Jónsson á Borgar- eyrum undir Vestur-Eyja- fjöllum sagði að þar í sveit og í Austur-Landeyjum væru víðast tankar, yfirleitt 600— 800 lítra. Þeir bjarga miklu. — Reynt var hér að vinna úr mjólkinni eins og kostur Fram.hald á bls. 19. OS lágt vátryggt.. of lágar bætur Ef innbú yðar er ekki tryggt í samræmi við raun- verulegt verðmæti þess, fáið þér aldrei fullar bætur, ef tjón ber að höndum. Iðgjöld fyrir HEIMILISTRYGGINGAR falla í gjalddaga 1. apríl n.k. og þá er rétti tíminn að hækka vá- tryggingarupphæðina, þannig að fullt JAFN- VÆGI sé milli tjóna og bóta hverju sinni. ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700 STAKSTEIIVAR Lærdómar verkfallsins Alþýðublaðið ræðir í forustu- grein í gær verkfallið og þá lær- dóma, sem af því má draga og segir m.a.: „Verkfallinu er lokið og samfélagið færist aftur í venjulegt horf næstu daga. Skiptar munu skoðanir um hvort ávinningur þess verði meiri en tapið hjá hlutaðeig- andi aðilum, en sú áhætta er einkenni lýðræðisþjóðfélagsins, sem ætlar þegnum sínum annan hlut en einræðisríkið. En vissu- lega fagna allir tslendingar því, að verkfallið skuli til lykta leitt og starf og annríki hversdags- ins aftur komið til sögu. Vafa- laust má ýmsa lærdóma af verk- fallinu draga, en sú spurning vaknar í huga margra, hvort ekki sé breytinga þörf á skipu- Iagi um samningagerð launþega og atvinnurekenda til að hindra verkföll og stytta þau. Kemur í því sambandi mjög til athug- unar, hvort fámennum félögum á að leyfast að lama starfsemi fyrirtækja og stofnana, er gegna mannrænu þjónustuhlutverki og geta alls ekki ráðið úrslitum í kaupdeilum eða kjarasamning- um. Virðist ærin ástæða að heildarsjónarmið verði lögð verkföllum til grundvallar og að fslendingar taki upp í þeim efn- um skipulag grannþjóða á Norð- urlöndum, fremur en una göml- um úreltum viðhorfum.“ Verkföll og forsendur þeirra Þessar hugleiðingar Alþýðu- blaðsins eru athyglisverðar. Og sannarlega er tímabært nú að loknu þessu verkfalli að víðtæk- ar umræður fari fram um vinnu- deilur og vinnustöðvanir yfir- leitt. Sannleikurinn er sá, að vegna smæðar þjóðfélagsins verða verkföll tilfinnanlegri en með stærri þjóðum, en óneitan- lega virðist rík tilhneiging til þess hjá ýmsum sérhagsmuna- hópum að hóta vinnustöðvun, hvort sem um verkfall eða verk bann er að ræða. Nú eru aðeins þrír mánuðir liðnir af þessu ári og við sjáum að baki tveggja vikna verkfall og stöðvun frysti- húsanna í janúar. Fleiri aðilar hafa aðstöðu til að stöðva að meira eða minna leyti alla starf- semi þjóðfélagsins með slíkum stöðvunaraðgerðum. Þess vegna er ástæða til að menn hugleiði það og hvort unnt sé að ná sam- komulagi um ákveðna málsmeð- ferð í vinnudeilum, sem tryggi a.m.k., að deiluaðilar hafi rætt til fullnustu alla möguleika til lausnar deilunni, sem fyrir hendi eru, en enginn vafi er á því, að það hefði ekki verið gert, nema að mjög takmörk- uðu leyti, þegar verkfallið skall á aðfaranótt hins 5. marz s.l. Það er ljóst, að verkfallsréttur- inn er verkalýðssamtökunum heilagur og hann verður ekki afnuminn nú, hvað sem síðar kann að verða, en hins vegar skiptir miklu fyrir þjóðfélagið, að ekki komi til svo alvarlegra átaka nema eftir hinar ítarleg- ustu samningaviðræður, og einnig hljóta menn að velta fyrir sér réttmæti þess að hægt sé að stöðva alla vinnu í einni stærstu verstöð landsins eins og t .d Vestmannaeyjum með 40 manna félagsfundi í verkalýðsfélaginu á staðnum, þar sem 19 sam- þykkja verkfall en 15 greiða á móti. Oll eru þessi mál þess eðlis að þau þarf að ihuga vand- lega og væri vissulega æskilegt, að forustumenn verkalýðssam- takanna létu til sín heyra um þessi atriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.