Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 28
2ttovijimI>TaíiVii 3Hovj)imWaí>iíi RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 MIÐVIKUDAGUK 20. MARZ 1968 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Volkswagenbifreiðin dregin upp. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) lifreið í höfnina V 'SWAGENBIFREIÐ lenti í hö inni í dag, en ökumaður- inn sem var einn, slapp með að vökna rækilega. Hann var að aka niðureftir Grandagarði og er talið að Tvö innbrot TVÖ innbrot voru framin í fyrrinótt. Litlu var stolið, en miklar skemmdir unnar á báð- um stöðum. Brotizt var inn í vélsmiðjuna Bjarg við Höfðatún. í>ar var stolið 200 krónu-m í peningum og miklar skemmdir unnar í leit að frekari verðmætum. í>á var brotizt inn í prent- smiðjuna Leiftur. Ekki varð séð, að neinu h-efði verið stolið, en margar rúður voru brotnar svo og hurðir og rótað var til. 18. marz. NTB. Tilkynnt var opinberlega á mánudag, að forvextir í Dan- mörku myndu lækka frá og með þriðjudeginum um 1% nið- ur í 7%. hemlabilun hafi valdið sjóferð- inni. Bifreiðin vó stilt á hafnar- bakkanum nokkur augnablik áður en hún steyptist í sjóinn og tókst ökumanninum þá að opna hurðina og komast út. Hann fylgdi þó á eftir henni í sjó niður en var fljótlega bjarg- að. Andri Heigberg, kafari, kaf- aði svo niður að bifreiðinni, festi í hana vír og var hún síðan dreg- in upp af krana. og Breðholti — Frekari lóðaúthlutun i Breiðholti á nœstunni - Frá blaðam.fundi borgarstjóra GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, skýrði frá því á hin- um reglulega blaðamanna- fundi sínum sl. föstudag, að hinn 12. marz sl. hefði verið úthlutað lóðum í Fossvogi og Breiðholti undir einbýlishús, raðhús og f jölbýlishús. Borgarstjóri sagði, að í Fossvogi hefði verið úthlutað lóðum fyrir 51 einbýlishús, 59 raðhús og 30 íbúðir í fjöl- býlishúsum. í Breiðholti var úthlutað 28 lóðum undir rað- hús. Lóðir þessar voru auglýstar í febrúar og var umsóknarfrestur til 5. marz. Alls bárust 102 um- sóknir um einbýlishús, 228 um raðhús og 103 um aðild að fjöl- býlishúsalóðum. Borgarstjóri sagði að reynslan Fjögur slys í Hverodölum — snjóþotur varasamar segir lögreglan FJÖGUR slys urðu við skíða- skálann í Hveradölum í gær. Piltur skarst á fæti, annar togn- aði, stúlka meiddist í baki og önnur fór úr axlarlið. Veður var mjög gott í gær og því mörg hundruð manns að leika sér á skíðum ag sleðum í Hveradöl- um. Lögreglumenn á staðnum tóku sérstaklega eftir snjóþotunum svonefndu, sem þeir telja ákaf- lega varasöm farartæki. Ef brekkur eru háar og snjórinn harður geta þoturnar náð geysi- legum hraða og er þá ekki hægt að hafa á þeim neina stjórn, enda munu flest óhöppin orðið af þeirra völdum. Sjúkrabifreiðar sóttu þrjú Póliiónkórinn flytur Messu í H-moll eftir Buch PÓLÝFÓNKORINN æfir nú af kappi eitt af stórverkum tónbók menntanna, Messu í H-moIl eftir Johann Sebastian Bach. Mun það vera eitt mesta viðfangs- efni, sem íslenzkur kór hefur ráðizt í til þessa, enda hefur snilld Bachs hvergi verið talin ná í slikar hæðir sem í þessu verki. Það verður flutt í fyrsta sinn hér á landi þann 9. apríl í Kristskirkju í Landakoti og á skírdag og föstudaginn langa í Þjóðleikhúsinu. Um eitt hundrað manns taka þátt í flutningnum og koma þrír tónlistarm-enn erlendis frá, Ein- ar G. Sveinibjörnsson, fiðluleik- ari, trompetleikarinn Bernard Brown, sem talinn er í hópi færu-stu trompetleikara í verk- um Bachs, og altonsöngkonan Ann Collins. Flutningi íóverksins stjórnar Ingólfur Guðbrandsson, sem ver ið hefur stjórnandi Polýfónkórs- ins frá upphafi Þetta er þriðja stórverkið eftir Bach, sem kór- irn tekur til fJutnings. Líflegt við höfnina í gær — 20 flutningaskip stöðvuðust vegna verkfallsins MIKIL þröng var á þingi við Reykjavíkurhöfn í gær, þeg- ar verkamenn hófu aftur vinnu eftir hálfs mánaðar verkfall. AIls stöðvuðust tuttugu flutningaskip í höfn- inni vegna verkfallsins, en í gær unnið að losun tveggja togara, Marz og Þormóðs goða. Miklar annir eru nú framundan hjá skipafélögun- um, en vörur hafa safnazt saman í höfnum innanlands og utan og bíða flutnings. Eng ar vörur í millilandaskipun- um Iágu undir skemmdum í verkfallinu, þar sem skipafé- Iögin höfðu öll gert sínar ráð- stafanir í tíma. Öll skip Skipaútgerðar rík- isins lokuðust inni í Reykja- víkurhöfn vegna verkfallsins og var byrjað að lesta þau í gær. Gekk verkið seint, þar sem flokka þurfti vörurnar eftir höfnum, en bílar með vörur streymdu að í tugatali. Þá er og mikið af vörum i m llilandaskipunum, sem þurfa að komast út á land með skipum Skipaútgerðar- innar. Herjólfur átti að fara til Vestmannaeyja í gærkvöldi, en Herðubreið og Esja eiga að leggja úr höfn í dag í hringferðir um landið, Herðu breið austur um, en Esja vest ur um land. Blikur fer vænt- anlega með vörur á Aust- fjarðar'hafnir á föstudag. Framnlhald ó bls. 19 hinna slösuðu, en lögreglumenn fluttu aðra stúlkuna í bæinn. sýndi að 20—30% af umsóknum féllu úr vegna þess að umsækj- endur uppfylltu ekki nauðsyn- leg skilyrði en skilyrði fyrir lóðarúthlutun hjá borginni eru þessi: 1. Umsækjandi sé skuld- laus við borgina. 2. Umsækjandi hafi ekki fengið lóð hjá borg- inni sl. 5 ár fyrir fjölbýlishús og sl. 10 ár fyrir einbýlis- og rað- hús. 3. Umsækjandi skal vera kvnætur (það á þó ekki vi’ð um fjölbýlishús). 4. Umsækjandi skal hafa verið búsettur í Reykja vík í 5 ár en undantekningar eru gerðar þegar um er að ræða búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri sagði að á næst- unni yrði úthlutað lóðum fyrir 6 fjölbýlishús með 300 íbúðum í Breiðholti. Frestur til að grei'ða gatnagerðargjöld vegna úthlut- aðra lóða er til 10. apríl og að þeim tíma liðnum verður tekið til athugunar, hvort einhverjar lóðir eru lausar til endurúthlut- unar og er þeim þá úthlutað til þeirra, sem þegar eiga umsóknir hjá borginni. Með aðild að GATT ALLSHERJARNEFND samein- affs þings hefur sent frá sér nefndarálit um þingsólyktunar- tillögu ríkisstjcrnjarinnai' um að- ild Ísíands aff GATT og Genfar- búkun. Mælir nefndin meff að tillagan verffi samþykkt eins og hún liggur fyrir. í nefndaráliti segir, að neflnd- in hafi rætt tililöiguna á no'kkrum fundlum sínum og kynnt sér ýtar lega greinargerðina, sem henni fylgir, og hið ahnenna sam- komiula'g um tolla og viðslkipiti. Einar Benedikitsson, sendi- •ráðunautur, ha'fi miætt á fundi nefndarinar og g’efið ne'fndar- rnönnum ýtanlegar uipplýsingar uim gan,g þessara má-la oig svar- að fyririspurnum þeirra. Það sé s’k'oðiun nefndarinnar, að íslandi sé viðtekiptal'egt 'hag- ræði að því, að gerast aðili að hinu alm'enna sa'mfcomulagi um tolla og viðskipti (General Agreeim'enit on Tariffs and Trade) og bóikun þeirri við Hið almenna saimlk'omulag, sem kennd er við Genf (Geneva Protoco'i), og er neifndin sam- njála urn að mæla með samiþykkt tii.'lögunnar eins og hún liiggur fyrir. Vinna viff höfnina hófst aftur í gær. (Ljósm.: MM. ÓI.K.M.) Lóðum úthlutað í Fossvogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.