Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 196« Get bætt við mig nemendum • ökukennslu. ÞÓRIR HERSVEINSSON Sími 19893. ÍV1AGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lotcun limi 40381 — lOsiM' 1-44-44 mfíif/Ð/ff Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagrstætt leigugjald Sím/14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Signrður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f/ ’B/UK IFfKAM l££\/uy7/&p RAUOABARSTlG 31 SÍMI 22022 Sérhæfing skapar betri vöru og betra verð. Svefnbekkjaiðjan Laufásvegi 4, sími 13492. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8 - Sími 11171 Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Málflutriingur - lögfræðistörf Súnar: 23338 og 12343. ★ Varðveitum gömlu húsin H .G. Schmidt skrifar: Kæri Velvakandi. Það er ánægjulegt að lesa bréf það er. „Ungutr borgarbúi“ skrifaði þér og þú birtir í dálk- um þínum þann 16. febrúar sl. Sjálfur hef ég brennandi áhuga á gömlu Reykjavík og hef því mjög gaman af að lesa bækur Árna Óla, en því miður stendur of mörgum á sama um slíka hluti sem þessa, og þá sérstaklega borgaryfirvöldun- um sem láta rífa hvern ein- asta hlut sem er, í þeirra aug- um, „gamaldags". f mörgum tilfellum er ekki hjá því komizt að rífa gömul hús þegar þau standa í vegi fyrir nauðsynlegum fram- kvæmdr í. En alltof oft eru hinir ýmsu hlutir eða hús fjar- lægð vegna þess að þau eru ekki úr harðviði og gleri. Þar má sem dæmi nefna Skóla- vörðuna. Ekki var hún til traf- ala þar sem hún stóð á Skóla- vörðuholtinu! Nei, hún var bara ljót í aiugum þeirra er ráku smiðshöggið í þær ákvarð anir. Ekki skipti máli hvort að hún ætti einhverja sögu á bak við sig. Hún bara varð að fara. Sama máli gegnir úm litlu gas- ljóskerin sem lengi stóðu við salernin í Bankastræti. Þau minntu á gamla umhverfið og hefði án mikils tilkostnaðair mátt breyta þeim og leiða í þau rafmagn likt og gert hefur verið í gömlu hverfunum í London. Það verður stundum að hugsa um hvernig húsin og hiutirnir sem í kring eru líta út. f því sambandi má nefna gamla ísiandsbanka, Útvegs- bankann. Ekki er beinlinis hægt að segja að hann geti fengið verðlaun fyrir útlit sitt eins og honum hefur nú verið breytt! Ég tek undir þá lögeggjan Árna Óla er birt var í Lesbók Morgunblaðsins þann 18. febrú ar sl. Borgaryfirvöld og Al- þingi: Takið tillit til gamalla húsa er tilheyra fortíðinni. Verði þeir eyddir mun ekki hægt að afla þeiira aftur; eftir líkingar eru aldrei neitt nema eftirlíkingar. Þjóðemiskennd okkar íslendinga á ekki ein- göngu að vera skorðuð við það að vera hreykin af forfeðrum okkar og sögum þeirra, heldur einnig að vavðveita þá hluti er þeir byggðu og minna okkur á horfna tíð. Að vísu var stigið stórt spor í rétta átt er komið var upp minjasafni að Árbæ. En það er ekki nóg. Það þarf að vernda gamla bæinn í heild og byggja alúmíníum- og glerkofana i nýju hverfunum. Þar eiga þeir heima innan um „arkítektÚT" nútímans. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. G. H. Schmidt. ic Utanríkis- þjónustan Næsta bréf fjallar um utan rikisþ jónustuna: — í hvert skipti, sem fitjað er upp á sparnaði (milli þess sem peningum er sóað á alla vegu), er byrjað að amast við utanrikisþjónustunni. Auðvit- að kostar okkur peninga að vera sjálfstæð. En svo er Agn- ari Kl. Jónssyni fyrir að þakka, að utanríkisráðuneytið hefÍT verið rekið með meiri hagsýni en nokkurt annað ráðuneyti. í mjög fráðlegu erindi í Þjóð leikhúskjallaranum skýrði Pét- ur Thorsteinsson, ambassador í Washington, frá því nýlega, að kostnaður við utanrikisþjón- ustuna hér á landi væru um 1% af þjóðartekjunum, og e:r varnarmálanefnd þá meðtalin. Flest önnur iönd eyða í utan- ríkis- og varnarmál 20—30% af þjóðartekjunum. Ættum við því að hefja spamaðinn þar, sem þess er meiri þörf. Það er mála sannast, að efla þarf utanrík:sþjónustu okkar. Er okkur það lífsnauðsyn. Alltof mikið starf er nú lagt á fáa sendiherra. Okkuir vant- ar fulltrúa í fjölmörgum lönd- um Asíu, Afríku og bæði Norð- ur- og Suður-Ameríku. Þeilrra verkefni er að fylgjast með nýjungum á sviði tækni og menningar, sem og að tryggja markaði fyrir afurðir okkar, svo að við séum ekki of háðir gömlu Evrópu. Evrópulönd að Rússlandi meðtöldu verða brátt sjálfum sér nóg um fram- leiðslu fiskjair og fiskafurða. Munum við innan tíðar dragast aftur úr öðrum þjóðum og hætta að geta selt afurðir Okk- ar, nema e.t.v. með afaTkost- um í EBE, ef við höfum ebki djarfa og dugmikla erindreka hvarvetna í heiminum. Hitt er rétt, að ekki þarf alltaf am- bassadora, heldur sendifulltrúa og viðskiptafulltrúa ,sem ekki eru dýjir í rekstri. G. Vinna komi í stað refsingar H.Ó.V. skrifar: Þökk sé „annarri móður“ fyrir uppástungu hennar, sem þér birtuð 14. febrúar, að vinna komi í stað refsinga við afbrotum. Eyðileggingarfýsn sumra unglinga er hvimleið, þótt hér sé oftast um galsa að ræða. En vissulega ætti að gera unglingum, sem brenna og skemma sumarbústaði, skylt að byggja þá að fullu upp aftur og þá helzt undir eftir- liti löggæzlúmanns eða eig- anda bústaðar. Yfirleitt ætti þegar að kenna ungbörnum, að við séum ábyrg ir gerða okkar og að það sé því siálfsögð skylda, að bæta tjón, sem valdið er — bæði viljandi og óviljandi. Refsinig- ar eru einskonar hefnd hins opinbera og neikvæðaT og kosta borgarana auk þess milljónafé árlega. Að setja menn í fangelsi getur orðið til þess að ala hatur, sem leiðir oft til nýrri og enn alvarlegri afbrota. Ef það væri að breyta hugarfari alls almennings með því að kenna mönnum, að bera ábyrgð á verknaði sínuim og að bæta fyrir tjón, mundi allt sam líftið verða ánægjulegra. Með þökk-um íyrir birting- una. H.Ó.V. ★ Gengið upp Bankastræti Síðasta bréfið í dag er frá Steindóri Björnssyni frá Gröf og er á þessa leið: Síðastliðinn sunnudag (3. m-arz 1968) g-ekk ég neðst í Bankastræti fram á konu, sem leiddi mjög lítið bam, en ann- að stálpaðra gekk til hægri. Ég ha-fði orð á því að þetta væri lítill göngumaður úti í krapa-slabbinu. Þá leit litla telpu-ögnin upp á mig og rétti mér litlu höndina sína, sem ég tók í og leiddi svo, m-eð móður hennar, upp alla „Bakarabrekk una“ upp um Ingólfsisstiræti. Konan þuldi mér töluvert af tilvit-nunum úr Biblíu-nni um Jesúm Krist, tilvitnanir, sem ég kannaðist. við flestallar. Og svo stakk hún í vasa mdnn smá riti, er heitir: „Sannleikurinn um Jesúrn". Þessa konu bið ég um að hringja til mín (sími 13687) — eða senda mé-r miða með nafni sínu og heimilisfangi ,svo ég geti sent henni rifLing minn, er hann kemur út, líklega um sumarmál. Steindór Björnsson frá Gröf Söivhólsgötu 10, Reykjavík. Hríseyingamót Laugardaginn 23. marz verður haldið Hríseyinga- mót í Félagsheimili Kópavogs. Mótið hefst kl. 7 e.h. Þátttakendur tilkynni strax þátttöku sína í síma 12504 og 40656. Skemmtinefndin. íbúð óskast N auðun i»aruppboð 5 herbergja íbúð óskast til leigu, helzt í Vesturborg- Að kröfu Iðnaðarbanka íslands verður 2. og síðasta inni eða í Hlíðunum. uppboð á Veitingahúsinu Ferstiklu í Hvalfirði, Leigutími í allt að 1 ár. Góð umgengni. haldið á eigninni sjálfri laugardaginn 23. þessa Tilboð ásamt nánari upplýsingum sendist afgr. mánaðar og hefst kl. 15. Morgunbl. fyrir næstkomandi föstudagskvöld, Á sama stað verður einnig boðinn upp stór ísskápur, merkt: „íbúð til leigu 2962“. eign uppboðsþola. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. // J .( Til leigu ^SSonur citnucjió Til leigu er allt að 150 ferm. húsnæði á horni Nóatúns og Laugavegs. Húsnæðið er tilvalið fyrir ANDLITSBÖÐ — TYRKNESK BÖÐ skrifstofur og kemur einnig til greina fyrir verzl- PARTANUDD — MEGRUN ARNUDD. unarrekstur. ÁSTA BALDVINSDÓTTIR. Upplýsingar í simum 19150 og 21065 á skrifstofu- Sími 40609. tíma og í 36987 eftir kl. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.