Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 18
1«
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 196«
Hörður Jónsson
Fæddur 27. október 1892.
Dáinn 25. október 1968.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley við mættum
margt
muna hvort ö'ðru að segja frá.
J. H.
ÞESSAR Ijóðlínur listaskáldsins
góða koma mér í hug þegar ég
hugsa til vinar míns, Harðar
Jónssonar frá Gafli, sem andað-
ist í Húsavíkurspítala 25, febrú-
ar sl. Hann hefði vel getað með
réttu tekið sér þau í munn. Alla
ævi helgaði hann krafta sína
landbúnaðarstörfum og vann að
jarðrækt, garðrækt og hlúði að
og unni öllum gróðri jar’ðar.
Hörður fæddist í Garði í Aðal-
dal 27. október 1892. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Helgason
frá Hallbjarnarstöðum og Herdís
Benediktsdóttir frá Auðnum.
Hann var elztur margra systkina.
Næstur honum var Jón Haukur,
búsettur á Húsavík, starfsmaður
K. Þ., Helgi, húsgagnasmiður hér
t
Móðir okkar,
Kristín Hansdóttir,
lézt að Hrafnistu þriðjudag-
tnn 19. marz.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilberg Guðmundsson,
Davíð Guðmundsson.
t
Konan mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
Ingveldur Jónsdóttir,
Bragagötu 16,
verður jarðsungin frá Há-
teigskirkju fimmtudaginn 21.
marz kl. 13.30.
Guðjón Jónsson,
Kristin Þ. Guðjónsdóttir,
Guðjón Guðjónsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Jón Adólf Guðjónsson.
t
Útför
Steinunnar Einarsdóttur,
yfirhjúkrunarkonu,
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 21. marz kl.
13.30.
Valgerður Jónsdóttir.
t
Innilegustu þakkir vottum
við Læknafélagi Akureyrar,
Oddfellow-bræðrum og öll-
um þeim hinum mörgu, nær
og fjær, sem auðsýndu okk-
ur samúð við andlát og út-
för eiginmanns míns og föður
okkar,
Péturs Stefáns
Jónssonar,
Iæknis.
Ásta Jónsson,
Camilla Fétursdóttir,
Gissur Pétursson,
Kolbeinn Pétursson,
Sighvatur Pétursson,
Snorri Pétursson,
Pétur Stefán Pétursson.
í borg, Bergljót, látin fyrir
nokkrum árum, var gift Ólafi
Gíslasyni, sem nú er safnvörður
á Grenjaðarstað. Héðinn, bróðir
hans, starfaði í Kaupfélagi
Borgfirðinga, Borgarnesi, er líka
dáinn. Aðalbjörg, gift Birgi
Steingrímssyni á Húsavík. Bene-
dikt var starfsma'ður hjá SÍS og
lézt í fyrrasumar. Ynstur syst-
kinanna var Snorri, sem verið
hefur kaupmaður á Húsavík.
Það lætur að líkum að erfitt
muni hafa verið að sjá farborða
svo stórum bamahóp fyrir fá-
tækan bónda og voru bræðurnir
sendir. snemma að heiman til
þess að vinna fyrir sér tíma og
tíma af árinu. Mun Hörður, sem
var elztur, hafa lítið verið hjá
foreldrum sínum eftir átta ára
aldur. Um fermingu fer hann
svo í Stafn í Reykjadal og
hafði þar hið bezta atlæti hjá
frændfólki sínu, sem reyndust
honum traustir vinir til æviloka.
Frá Stafni fer hann í unglinga-
skóla á Húsavík hjá Benedikt
Bjömssyni veturinn 1907—1908.
Árfð 1913 útskrifast hann frá
Hólaskóla og vinnur nokkur ár
við jarðabætur í Húnavatns-
sýslu og víðar. Hörður mun
hafa haft ríka þrá til menntunar
þó hann ætti ekki kost á lengra
skólanámi eins og algengt var á
þeim árum. En afi hans, Bene-
dikt á Auðnum, sendi honum
bækur til lestrar og valdi hon-
um gott lestrarefni. Talaði Hörð-
ur oft um það, enda var Bene-
dikt þjóðkunnur menningar-
frömuður og gætti áhrifa hans
víða.
Vorið 1915 kvæntist Hörður
Auði Tómasróttur frá Stafni,
glæsilegri og greindri konu.
Ekkert jarðnæði gátu þau feng-
fð í Reykjadal. Réðist Hörður þá
í að byggja sér nýbýli á gamalli
eyðijörð uppi á heiði, sem heitir
Gafl. ar áttu þau heimili í næsft-
um 40 ár eða þar til Hörður var
orðinn heilsutæpur og treysti sér
ÞRIÐJUDAGINN 20. febrúar sl.
var til moldar borinn að Hjarð-
arholti í E>ölum Magnús Guð-
brandsson, bóndi í Lækjarskógi,
Laxárdalshreppi. Hann var flutt-
ur að heiman frá Lækjarskógi í
Sjúkrahús Akraness á Þorláks-
messu. Þar lá hann banaleguna
og andaðist 10. þ. m. — Með
honum er horfinn góður dreng-
ur og gegn, sem skylt er að
kveðja örfáum orðum.
Hann fæddist í Lækjarskógi 6.
sept. 1918. Foreldrar hans vom
Guðbrandur Guðmundsson,
bóndi þar, og kona hans, Arndís
Magnúsdóttir. Eignuðust þau
sæmarhjón 7 mannvænleg börn.
Auk þess átti Arndís eina dóttur
með fyrri manni sínum, Magnúsi
Magnússyni, bónda í Lækjar-
skógi, en hann dó ungur a'ð ár-
um, 28. febrúar 1916. — Arndís
lézt 16. júlí 1948, 58 ára að aldri.
Hún var systir Guðbrands ís-
t
Þökkum auðsýnda samúð
og hjálpsemi við andlát og
jarðarför mannsins míns og
föður okkar,
Magnúsar
Guðbrandssonar,
bónda,
Lækjarskógi,
er andaðist 10. febrúar sl.
Lilja Kristinsdóttir,
Jón Heiðar Magnússon,
Georg Helgi Magnússon,
Sigurður Gunnar
Magnússon.
ekki til að búa þar lengur. Flutt-
ust þau þá til vina og skyld-
fólks frá Stafni. Þó Hörður
byggi sjálfur aldrei stérbúi og
yrði að hverfa frá þessu af-
skekkta býli, gladdist hann mik-
ið yfir öllum framförum í bú-
skaparháttum í Stafni og bætt-
um húsakosti þar og hvatti þá
Stafnsbændur til skógræktar.
Árið 1942 réðist Hörður til
Héðins Valdimarssonar og min
áð Höfða í Mýtvatnssveit til
vinnu við skógrækt og hefur
unnið þar á hverju sumri og nú
síðast í sumar sem Jeið. Eftir lát
mannsins míns 1948 hefur hann
verið mér ómetanleg stoð við að
halda áfram skógræktinni. Hörð-
ur var hið mesta prúðmenni,
greindur og glaðvær og vann öll
sín störf af umhyggju og trú-
mennsku. Hann var með afbrigð-
um barngóður og hændust öll
börn, sem verið hafa í Höfða, að
honum. Hann sagði þeim sögur
og gaf sér tíma til að sinna
hugðarefnum þeirra. Við mæðg-
urnar allar í Höfða stöndum því
í þakkarskuld við hann og minn-
umst hans með söknuði. Hann
verður jarðsettur í Einarsstaða-
kirkjugarði.
Ég votta aldraðri ekkju hans,
vinum og skyldfólki mína inni-
legustu samúð vfð fráfall hans.
G. P.
bergs, fyrrv. sýslumanns Hún-
vetninga. Var hún greind kona
og merk. Man ég, að Björn Guð-
finnsson, menntaskólakennari,
sagði mér eitt sinn, að þá er
hann kenndi íslenzku í Ríkisút-
varpinu, hefði einn af sinum
beztu nemendum verið bónda-
kona vestur í Dölum. Það var
Arndís í Lækjarskógi.
Magnús ólst upp í Lækjar-
skógi, en nam síðan húsasmíði i
Reykjavík og lauk meistaraprófi
í þeirri iðn. Hann var harðdug-
legur til vinnu og vel gefinn.
Ekki skorti verkefni í borginni
fyrir röskan trésmið, en Maggi
kaus heldur að hverfa heim á
ættarstöðvarnar. Hann hóf bú-
skap í Lækjarskógi árfð 1951 og
bjó þar til dauðadags. Eftirlif-
andi kona hans er Sigurbjörg
Lilja Kristinsdóttir, ættuð úr
Reykjavík. Eignuðust þau þrjá
sonu: Jón Heiðar, Georg Helga
og Sigurð Gunnar.
Ég kynntist Magga í Lækjar-
skógi á þeim árum, er hann var
við nám í Reykjavík. Mér féll
vel í geð hlýlegt viðmót hans og
drengilegt yfirbragð. Þá var
hann ungur og hraustur. Seinna
hnignaði heilsu hans, brjóstið
bilaði, og árum saman gekk
hann ekki heill til skógar. Um
það hafði hann fá orð, en eng-
um gat dulizt, hversu þróttur
hans minnkaði. Aldrei brást vin-
átta hans og drenglund.
A'ð leiðarlokum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur til ekkju
hans og sona að Lækjarskógi,
til föður hans, sem nú dvelst,
rúmlega áttræður að aldri, hjá
syni sinum, Böðvari Hilmari í
Reykjavik, og til hins fjölmenna
hóps systkina og vandamanna. —
Minningin um góðan dreng vak-
ir og 'mildar söknuð þeirra, sem
áfram lifa. — F. Þ.
Magnús Guðbrands-
son, Lækjarskógi
Ólafur Krist-
mundsson
Kveðja frá bekkjarbróður
Ólafur kristmundsson er lát-
inn. Og mér finnst sem með hon-
um sé til grafar genginn sá
hluti æsku minnar, sem var mér
ef til vill kærastur. Svo dýr-
mætur og ógleymanlegur félagi
var hann, og á vináttu okkar
bar aldrei hinn minnsta skugga.
Kynni okkar Ólafs hófust á
unglingsárunum. Við sóttum báð
ir nám í Menntaskóla á Akur-
eyri. Oftast fórum við landleið-
ina að heiman og heim. Við fél-
agarnir og Dalamennirnir, Jón
frá Ljárskógum og ég, áttum
samleið oftast. Fyrsta daginn yf-
ir Laxárdalsheiði til Borðeyrar,
þar sem við gistum ævinlega á
heimili Ólafs Kristmundssonar.
Þá var oft glatt á hjalla. For-
eldrar hans voru hjónin Krist-
mundur Jónsson kaupfélagsstjóri
og Sigríður Ólafsdóttir. Gest-
risni og gestanauð var þar mikil
enda heimilið öllum farandi gest
um opið. Hjónin voru bæði
greindarfólk. Við kynntumst hús
bóndanum minna, sökum starfa
hans utan heimilis, en húsfreyj-
unni því nánar. Frú Sigríður var
gáfukona og fylgdist vel með,
ekki hvað sízt í þjóðmálum. Hún
undi gleðskap hinna ungu og
galsafengnu námsmanna vel.
Við Ólafur vorum bekkjar-
bræður fimm vetur. Hann mátti
heita afburða námsmaður: skip-
aði oftast efstu eða næstefstu
sætin í prófeinkunnum. Hann las
þó ekki ýkja mikið, því að hann
var flugnæmur og mjög jafn-
vígur á námsgreinar. Hann var
um skeið bezti skákmaður skól-
ans og varði miklum tíma til
þeirra listar. Hefði hans vafa-
laust beðið glæsileg framtíð á
því sviði, ef honum hefði enzt
heilsa til. Auk þess var hann
harla félagslyndur og hrókur alls
fagnaðar í sínum hóp, enda með
afburðum skemmtilegur í um-
gengni, skapléttur og jafnlyndur.
Hann var traustur og fórnfús
félagi og vinur.
Hann naut mikils trausts bæði
skólasystkina og kennara. Einn
vetur var hann t.d. inspector
seholae — umsjónarmaður skóla,
sem var virðingastaðan í sveit
nemenda. Sigurður skólameistari
hafði á honum miklar mætur, en
hann var oft glöggur í góð
mannsefni.
Ólafur lauk stúdentsprófi með
hárri einkunn og glæsileg
framtíð virtist blasa við þessum
unga efnismanni. Enda má örugg
teljast, að ef honum hefði enzt
heilsa, hefðu beðið hans háar
stöður með þjóð sinni. En ör-
lögin höfðu ekki ætlað honum
það hlutskipti.
Haustið 1930 urðu góð um-
skipti í kjörum íslenzkra stúd-
enta. Stúdentagarðurinn tók til
starfa. Við Ólafur vorum svo
heppnir að fá þar inni — að
vísu í kjallara, en sæmileg her-
bergi þó. Herbergi okkar lágu
saman. Dyr voru á milli þeirra
þeim mátti að vísu loka að stað-
aldri, en við vorum svo sam-
rýmdir, að við létum þær jafn-
an standa opnar, og skröfuðum
saman fram á nótt, eftir að báð-
ir voru háttaðir. — Ólafur inn-
ritaðist í lögfræði.
Fyrri hluta þessa vetrar veikt
ist Ólafur hastarlega upp úr
kvefi. Heilsusterkur hafði hann
aldrei verið, en nú hafði hann
tekið það mein, sem átti að verða
Þakka öllum þeim sem
glöddu mig með heimsóknum,
skeytum og gjöfum á 70 ára
afmæli mínu.
Gúð blessi ykkur öll.
Margrét Finnsdóttir,
Haugum.
— Kveðja
honum þungbærast. Hann var
fluttur á Vífilsstaðahæli og varð
að dveljast þar næstu árin, en
náði síðar nokkurri heilsu, þótt
alheill yrði hann aldrei. Hann
var höggvinn, sem kallað var,
eigi sjaldnar en þrisvar. Voru
því samfara ægilegar þjáningar.
Ólafi var ekki tamt að kvarta
yfir kjörum sínum, en hann
sagði mér einu sinni, að þegar
þessar hroðalegu aðgerðir stóðu
yfir, hefði hann einskis óskað
fremur en að deyja. En maður-
inn var karlmenni og lífslöng-
unin sterk. Hann náði þeirri
heilsu, að hann komst af hæl-
inu. Á síðari árum, þegar hann
hafði sigrazt á berklunum, bil-
aði maginn. Ævi Ólafs mátti því
heita ein samfelld sjúkdómsraun.
Þegar hann hafði náð nokkr-
um starfskröftum í fyrra skipti
gerðist hann fulltrúi hjá skóla-
bróður sínum, Páli Hallgríms-
syni, sýslumanni Árnesinga. Því
starfi gengdi hann nokkur ár,
unz heilsan bilaði alvarlega aft-
ur. Síðustu árin starfaði hann
nokkuð í skrifstofum Kaupfél-
agsins á Selfossi. Öllum þessum
störfum sinnti Ólafur af ýtrustu
samvizkusemi, við miklar vin-
sældir, enda lipurmenni og starf
hæfur vel, þegar heilsan leyfði
Ólafur var svo lánssamur, að
á Selfossi kynntist hann góðri
konu, Guðrúnu Guðlaugsdóttur,
og stóðu samvistir þeirra til
dauðadags Ólafs, honum til ó-
metanlegs styrks.
Satt að segja kom dauði Ól-
afs okkur vinum hans ekki á
óvænt. Enginn, sem ég þekki
hefir þurft að stríða við slíkt
heilsuleysi. Sennilega er það að
þakka viljastyrk hans og léttri
lund, að ævi hans entist þó þetta
lengi. Og þótt við byggjumst
fyrir löngu við dánarfregn hans,
þá söknum við hans sárt. Mann-
kostir hans gleymast okkur ekki.
Ævinlega mun bjart um ninn-
ingu hans.
Með einlægum söknuði kveð
ég minn kæra vin og bekkjar-
bróður og einn mesta mann-
kostamann, sem ég hefi kynnst.
Ragnar Jóhannesson.
MOKGU N B LADID
Innilegt þakklæti sendi ég
öllum vinum mínum og
vandamönnum fyrir heim-
sóknir, gjafir og skeyti á sex-
tugsafmæli mínu 5. marz sl.
Lifið heiL
Benedikt Sæmundsson,
Hólmavík.
Hafnfirðingar.
Hjartanlegar þakkir fyrir
þá sæmd sem mér og fjöl-
skyldu minni var sýnd á af-
mælisdegi mínum 8. þessa
mánaðar.
Guð blessi bæinn okkar.
Bjami Snæbjörnsson.