Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 8

Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 8
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1068 Nauðtmganippboð Eftir fcröfu bæjarfógetans í Kópavogi og GjaMheimt- unnar í Reykjavík fer fram nauðungaroppboð að Síðumúla 17, hér í borg, miðvikudagÍDn 24. apríl n.k. kl. 10.30 árdegis og verður þar selt: Raíkn. borvél, loft- pressa, 3 rennibekkir og 1 stór rennibafckur, talið eign Eysteins Leifssonar h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. ______________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðmigaruppboð Eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl., og Gjalcfheiant- unnar í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð að Lang- holtsvegi 89, hér í borg, miðvikudagmn 24. apríl n.k. kl. 11 árdegis og verður þar selt: Kæliborð Levin, frystiborð og búðarvog, talið eign Holtskjörs h.f. Langholtsvegi 89. Greiðsla fari fram við hamarshögg. ______________Borgarfógetaemhættiff í Reykjavík. ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í að byggja dælu- hús, undirstöður véla, leiðslustokk o. fl. fyrir gas- aflstöð í nágrenni Straumsvíkur, og er tilboðsfrestur til 6. maí n.k. útboðsgögn eru afhent í skrifstofu Lauidsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 2.000,—. Reykjavík. 10. apríl 1968. LANDSVIRKJUN. I.O.G.T. Þingsfúha Reykjnvíkur Aðalfundur þingstúlku Reykjavíkur verður settur í Góðtemplarahúsinu við Templarasund, laugar- daginn 20. apríl 1968 kl. 2 e.h. stundvíslega. Dagskrá: Stigveiting. Venjuleg aðalfundarstörf. Þ. T. BLADBURÐARFOLK OSKAST í eftirtaíin hverfi AÐALSTRÆTI, Talið við afgreiðsluna i sima 10100 ■ i Stuðningsmenn GUNNARS THORODDSEN haía opnað SKBirSTOFU í Pósthússtræti 13, sími 84500 Stuðningsfólk! Hafið samband við skrifstofuna. Meff því aff gerast umferffar- vörffur, verffur auffveldara fyr- ir þig að aðlagast breyttum akstursháttum með tilkomu hægri umferðar. Umferðarveriirnir LEITAÐ hefur verið til al- mennings um að gegna sjálf- boðaliðsstörfum við umferðar- vörzlu á H-daginn, 26. maí til 2. júní. Umferðarverðir geta allir orðið sem eru 15 ára og eldri. Gert er ráð fyrir, að um 1600 sjálfboðaliða þurfi til starfa á öllu landinu, þar af um 1450 á höfuðborgarsvæðinu SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Tónabíó Goldfinger Ensk mynd, gerff eftir sögu Jan Flemmings Leikstjóri: Guy Hamilton Vafalaust hefur flestum kvik- myndahússgestum orðið léttir að því, er milljónarinn „Goldfing- er“ komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði enn um stund betri not af James Bond lifandi en dauðum og hætti því við að saga hann kvikan í sundur. Eins og málin skipast í kvikmynd- inni, er þó ekki ótrúlegt, að milljónarinn, sem var flestum glæpamönnum snjallari, grimm- ari og hugvitssamari, hafi iðrazt þessarar ákvörðunar sinnar, hafi hann þá ekki verið upphafinn yfir hvers konar iðrun yfirleitt — f öllu falli er það þessari ákvörðun Goldfingers að þakka, að James lifir enn og er við beztu heilsu, að því er áreiðan- legar fregnir herma. Þótt Goldfinger væri auðugur maður og því sennilega ekki ýkja hlynntur „alræði öreig- anna“, þá kom það ekki í veg fyrir, að hann höndlaði við Kína komma, fengi meðal annars frá þeim kjarnorkuvopn. Þar fóru líka hagsmunir beggja aðilja sam an, því ætlunin var að ráðast á „Knoxvirki“ í Bandaríkjunum, þar sem þarlendir menn geyma gullforða sinn. Taugagas átti að gera verjendur virkisins óvíga í einn sólarhring, og er virkið væri á valdi liðsveita Goldfing- ers, átti að gera gullforðann, sem var jafnvirði fimmtán millj- arða dollara, geislavirkan um rösklega hálfrar aldar skeið. — Þetta taldi Goldfinger, sem var óhemju duglegur gullsafnari, að mundi fjórfalda verðgildi þess gulls, er hann sjálfur átti og væntanlega hefði Mao grátið tjón Johnsons þurrum tárum. En sú ákvörðun Goldfingers að hætta við að kljúfa Bond að endilöngu, gerði framkvæmd þes arar áætlunar allmiklu torveld- ari en hann hafði vænzt, enda er ekki vitað annað en megin- hluti áðurnefnds gulls sé enn ógeislavirkur, þrátt fyrir ítrek aðar tilraunir De Gaulles til að grafa undan dollaranum. Ef dæma skal eftir fyrri mynd um um James Bond, sem hér hafa verið sýndar, þá þarf vart að draga í efa, að mynd þessi nái hér vinsældum, einkum meðal yngri fólks. Hún býður upp á „áhrifamikil" atriði: kaldrifjuð manndráp, tæknileg forvitnileg áhöld, sem þjóna raunar ekki ávallt sem beztum tilgangi, og einnig bregður þar fyTÍr „sæng- ursenum", að vísu í nokkuð gam aldags stíl. Allt þetta mun styðja að vin- sældum hennar meðal ungling- anna, en siðprútt eldra fólk stíg ur trúlega upp á kassa og hefur uppi mótbárur gegn því, að ung- lingum sé veitt sýnikennsla í því að kyssa, berja eða drepa annað fólk. — En það er víst lítið við þessu að gera. Bond virðist hafa orðið svo fastmótaða lifnaðarhætti og starfsvenjur, að það væri líklega erfitt fyrir hann að taka upp nýjar, þó hann ósk- aði þess, enda gerir starf hans ýmsar þær kröfur til hans, sem fólk úr öðrum starfsstéttum þarf ekki að uppfylla. Sem sagt: James Bond er lif- andi enn og tekur á móti gestum í Tónabíói kl. 5 og 9 daglega. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbL Lög-birtingablaðs 1967 á hluta í Bjargarstíg 15 þingl. eign Áka Jakohs- sonar hrl., fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands o. fl. á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 23. apríl 1968, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. svonefnda, Reykjavík, Hafnar- firði, Garðahreppi, Kópavogi, Seltjamamesi og Mosfellssveit. 1 Reykjavík verður umferðar- varzla á um 100 stöðum, oig mun til þeirra starfa þurfa 1000 sjálfboðaliða. í Reykjavík ann- ast Umferðamefnd Reykjavík- ur útvegun umferðarvarða, og fyrir hönd hennar Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa Umferðar- nefndar Reykjavíkur, sem safn ar og skráir sjálfboðaliða. I öðrum byggðarlögum er slíkt í höndum löggæzluyfirvalda. Lög reglan hefur yfirumsjón með framkvæmd umferðarvörzlunn ar. Umsjón með framkvæmd um ferðarvörzlunnar á hverjum stað hefur flokksstjóri, og er hann tengiliður lögreglu og umferðarvarðanna sjálfra. Þá hefur hann og umsjón með vaktaskiptum umferðarvarða og er ábyrgur fyrir hópnum. Flokksstjórar, sem einnig eru sjálfboðaliðar, verða m.a. úir slysavarna- og hjálpaTsveitum, svo og frá íþróttafélögum. Starf umferðarvarða er fólg- fð í því að veita gangandi veg- farendum aðstoð, leiðbeina þeim og stjórna umferð þeirra. Umferðarvörður hefur engin afskipti af umferð ökutækja. Umferðarvörður verður búinn hvítum ermahlífum. Hann verð ur staðsettur þar, sem umferð gangandi vegfarenda er mest, og beinir umferð þeirra yfir ak- brautina á einn stað. Til merk- is um að umfer’ðin á akbraut- inni leyfi að gjmgandi vegfar- endur fari yfir akbrautina hef- ur hann hendur niður með síð- um, en gefur merki um að um- ferðin á akbrautinni leyfi ekki umferð gangandi yfir akbraut- ina með því að halda höndum út frá öxlum. Umferðarverðir í Reykjavík munu fá sérstaka þjálfun lög- reglunnar, sem mun hafa stutt námskeið fyrir alla umferðar- verði. Þá munu og þeir, sem skrá sig til umferðarvar'ða- starfa, fá sent upplýsingarit um starfið. Lögreglan í Reykjavík hefur gert athugun á því, á hve mörg um stöðum í borginni umferð- arvarzla verður. Samkvæmt þeirri athugun verður um- ferðarvarzla á 100 stöðum í borginni. Stöðunum er skipt í tvo hópa eftir þörf staðanna fyrir umferðarvörzlu. I fyrsta lagi er um að ræða staði, þar sem stöðug umferðarvarzla veTður á tímanum frá 08.30 til 18.30 dag hvern, en í öðru lagi eru staðir, þar sem umferðar- varzla verður á þeim tíma, er umferð gangandi er mest, svo sem er fólk fer úr og í vinnu, við kvikmyndahús, sjúkrahús o. fl. Efnt er til happdrættis með- al umferðarvarða um allt land. Vinningar eru 10, fimm eru vikudvöl í Bandaríkjunum í boði Loftleiða, en fimm eru vikudvöl í skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum. Eins og áður segir annast Fræðslu- og upplýsingaskrif- stofa Umferðarnefndar Reykja- víkur útvegun og skráningu sjálfboðalfða. Fer skráning fram daglega í síma 83320. Upplýsingarit um starf um- ferðarvarða liggur frammi á pósthúsum, lögreglustöðvum og víðar. Allar gerdir Myndamóta ■Fyrir auglýsingar •Btekur og timarit • Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MMDANÓT fcf. simi 17152 MORGUNBIAÐSHUSINU •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.