Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968
13
ICve nnadá Ik
-I W f^»^***
Unga stúlkan og eldhússtörfin
í HAUST var gefin út bók á
vegum Ríkisútgáfu námsbóka,
sem nefnist „Unga stúlkan og
eldhússtörfin", og er ætluð til
kennslu í hússtjórn á skyldu-
námsstiginn. Höfundar bókcir-
innar eru húsmæðrakennararnir
Vilborg Björnsdóttir og Þorgerð
ur Þorgeirsdóttir.
Þar sem okkur virðist bókin
alveg sérlega aðgengileg og
skemmtilega saman sett, er ó-
hætt að benda á, að hún er
mjög vel hæf til notkunar fyrir
ungar húsmæður, ásamt auðvitað
að henta þeim aldri., sem hún er
ætluð.
í bók þessari er komið víða við
Iögð áherzla á einfaldar vinnu-
aðferðir, hélzztu fæðutegundina
kynntar ásamt meðferð þeirra.
Kaflar bókarinnar eru m. a.
þessir: Dagleg störf í eldhúsi,
Uppþvottur, fskápur, Að leggja
á borð, Borðsiðir, Að ganga um
beina, Mjólk og grjón, Mál og
vog, Ábætisréttir, Grænmeti og
grænmetisréttir, Fiskur og fiski-
réttir, Leiðbeiningar um ger-
bakstur, Hirðing líkamans, Press
un á pilsi, Þvottur á ullarpeysu,
Hreinsun á skófatnaði. í bók-
inni er tafla um helztu næringar
efnin og fæðutegundir, sem nauð
synlegt er að hafa á borðum
daglega.
Margar góðar uppskriftir eru
í bókinni, og virðist þær eiga
það sameiginlegt, að auðvelt er
að fara eftir þeim og að kostn-
aði við tilbúning réttanna er
stillt mjög í hóf. Við höfum feng-
ið leyfi höfunda til að birta hér
nokkrar mataruppskriftir úr bók
inni, ef einhver vildi reyna.
Vonandi eignast sem flestar
ungar stúlkur þessa handhægu
bók, því eins og höfundar segja
í formála: „flest störf krefjast
þekkingar, og eru heimilisstörf-
in þar sízt undantekning.
Konur þurfa að afla sér henn-
ar á unga aldri og æfa saman
hug og hönd, þá verða störfin
léttari og ánægjulegri og nýt-
ing tíma og fjármuna betri“.
Blandað salat.
1—2 gulrætur
100—150 gr. hvítkál
1—2 epli
1— 2 matsk. púðursykur
safi úr hálfri sítrónu
Grænmetið er þvegið og flysj-
að, síðan rifið niður á rifjárni.
Öllu blandað vel saman í skál,
púðursykri og sítrónusafa bætt
í eftir smekk.
Gulrótasalat með rúsínum.
2— 3 gulrætur
2 matsk. rúsínur
1—2 matsk. sykur
!4 sítróna
Gulræturnar eru hreinsaðar og
rifnar smátt. Saman við þær er
blandað smátt skornum rúsínum
sykri og sítrónusafa. í staðinn
fyrir rúsínur má nota epli.
Gulrófu- og appelsínusalat.
200 gr. gulrófur
1 appelsína
1 matsk. sykur
!4 sítróna
Gulrófurnar eru þvegnar, flysj
aðar og rifnar smátt. Appelsín-
an er flysjuð og skorin í litla
þita. Appelsínum og gulrófum
er blandað saman ásamt sítrónu-
safa og sykri. í staðinn fyrir
appelsínu má nota epli.
Hvítkálssalat I.
200 gr. hvítkál
1 appelsina
1 matsk. púðursykur
4 fíkjur ef vill
Hvítkálið skorið niður í litla
bita eða rifið á grófu rifjárni.
Appelsínan er flysjuð og skor-
in í bita, blandað saman við hvít
kálið ásamt sykrinum. Ef fíkjur
eru notaðar í salatið, eru þær
þvegnar og skornar í þunnar
sneiðar.
Hvitkálssalat. II.
200 gr. hvítkál
!4 bolli brytjaðar rúsínur eða
fíkjur
!4 bolli súrmjólk, 1 matsk.
púðursykur
Hvítkál er skorið í litla bita
eða rifið á grófu rifjárni, rúsín-
Hrá salöt.
Hrá salöt eru búin til úr alls
konar hráu grænmeti og nýjum
eða þurrkuðum ávöxtum. Þau
eru mjög holl og góð og ættu
að vera á borðum daglega með
heitum eða köldum mat. Þau
gera máltíðina lystugri og fjöl-
breyttari auk þess verður mat-
borðið fallegra. Hrá salöt á að-
eins að matreiða til einnar mál-
tíðár í senn, rétt áður en þau
eru borin fram, svo að fjörvin
fari ekki forgörðum.
Blandað grænmetissalat.
200 gr. hvítkál
200 gr. gulrætur
50 gr. grænkál.
Sósan:
!4 dl matarolía
% dl edik
!4 tsk. salt
!4 tsk. sykur
Va ts-k. pip-a-r
Grænmetið er þvegið og hreins
að, rifið smátt á rifjárni. Bland-
að saman í skál. Sósunni hellt
yfir.
um eða fíkjum blandað saman við
Súrmjólk og púðursykri er bland
að saman og hellt yfir.
Fiskur.
Fiskur er mikið notaður til mat
ar og er bæði holl og ódýr fæða.
Næringarefni fisksins eru eggja
hvíta og fita. Fjörvi eru A og
D, einkum í feitum fiski. í mörg-
um fisktegundum er nokkuð af
B-fjörvi.
Fiskur er flokkaður í feita og
magra fiska. Til feitra fiska telj-
ast m.a. síld, lúða, steinbítur,
rauðmagi, silungur og lax. Til
magurra teljast: þorskur, ýsa
og koli.
Feitir fiskar eru yfirleitt dýr-
ari. Innmatur, hrogn og lifur er
mjög hollur matur. í lifrinni eru
fituleysanlegu fjörvin A og D,
en í hrognunum A, B og C. Unnt
er að geyma fisk á margan hátt,
t.d. frystan, saltaðan, reyktan,
þurrkaðan (harðfiskur) og nið-
ursoðinn.
Fiskflök með eplum, lauk og
karrý.
!4 fiskflök (roðlaus)
1 laukur
1 epli
!4 tsk. karrý
%-% tsk. salt
25 gr. smjörlíki
Laukurinn er saxaður og hit-
aður aðeins í smjörlíkinu, karrý
og niðurrifnu epli blandað sam-
an við. Fiskstykkjunum er raðað
ofan á og salti stráð yfir. Þétt
lok er sett yfir eða málmpappír.
Látið á minnsta straum í 10—15
mín. Fiskurinn er borinn fram
á pönnunni eða í pottinum með
soðnum kartöflum og græneti.
Ofnsteiktur fiskur
450 g þorskflök,
1 laukur,
Vs tsk. salt,
% tsk. pipar,
2 msk. tómatkraftur eða
þrír tómatar,
2 lárviðarlauf,
50 g smjörlíki.
Fiskflökin eru roðflett og skorin
í stykki. Lögð í vel smurt eld-
fast fat. Salti og pipar stráð yf-
ir. Tómatarnir eru skornir í
sneiðar og þeim raðað yfir fisk-
inn ásamt lárviðarlaufum og
smátt skornum lauk. Sjörlíkið er
látið ofan á í litlum bitum. Málm
pappír eða lok er látið yfir fat-
ið. Steikt í vel heitum ofni í 20—
30 min. Borið fram á fatinu.
Ofnsteiktur fiskur
Mt kg fiskflök (roðlaus),
!4 tsk. salt,
25 gr smjörlíki,
Vt dl rjómi,
1 di mjólk,
1 matsk. lituð brauðmylsna,
2 matsk. rifinn ostur.
Fiskflökin eru skoirin í stykki og
lögð í smurt, eldfast mót. Salt-
inu stráð á. Smjörlíkið er sett í
smábitum ofan á. Mótið er látið
inn í vel heitan ofn og fiskurinn
steiktur í 8—10 mín. Þá er rjóma,
mjólk, brauðmylsnu og rifnum
osti hrært saman og hellt gæti-
iega yfir fiskinn. Steikt áfram í
10—15 mín. Verði sósan of
þykk, má bæta í hana meiri
mjólk. Fiskurinn er borinn á
borð í mótinu.
Fiskbakstur
50 gr smjörlíki,
1 dl hveiti,
214—3 dl mjólk,
!4 tsk. salt,
Vs tsk. pipar,
1 tsk. sykuT,
200 gr beinlaus fiskur, soðinn
eða hrár.
Jafningur er búinn til úr smjör-
líki, hveiti og mjólk. Kældur dá-
líti’ð. Eggin eru aðskilin og
eggjarauðunum hrært saman við
og að lokum þeyttum eggjahvít-
unum. Eldfast mót er smurt og
stráð brauðmylsnu, jafningurinn
er látinn þar í og rifnum osti
stráð ofan á. Bakað við meiri
undirhita í 40—50 mín. Borið
fram í mótinu. Sé notuð hræri-
vél, þarf ekki að skilja eggin.
Fallegur vorkjóll
fyrir ungar stúlkur eftir Rod-
ger Bass, ungan brezkan tízku-
teiknara. Kjóllinn er úr drapp-
litu ullar-flanneli, beltið er i
mjaðmastað. Kragi og uppslög
stungin.
DR8-68
Stroffur á pilsin
PILS, sem ekki er með streng í
mittið, breytist mikið, ef við
setjum á það stroffur, fremur
langar og fáum okkur svo belti
við. Stroffumar búum við til á
eftirfarandi hátt:
Sníðið fjórar lengjur, sem
hver um sig er 12 cm löng og
4 cm breið. Notið í stroffurnar
annað hvort efni eða leður.
1. Saumið stroffuna saman,
þannig að saumurinn verði á
miðri stroff u og snúi inn.
Stiroffan á að vera ca. 1!4 cm
á breidd, þegar búið er að
sauma hana saman. Þræ'ðið á
réttunni meðfram köntunum,
og pressið.
2. Finnið miðjuna á pilsinu að
framan og að aftan, og eiga
stroffurnar að vera 10 cm til
hægri og vinstri frá miðjunni
að framan og aftan. Stroff-
urnar eru síðan saumaðar á
pilsið.
3. Þar næst er fóðrinu á pilsinu
aðeins sprett frá og stroff-
urnar þræddar í mittið.
4. Stroffurnar saumaðar me’ð
fóðrinu í mittið.
5. Pressið. Festa má hnappa á
stroffurnar ef vill. Ef efniC
í pilsinu er ekki mjög þykkt,
má nota tölur, sem eru yfir-
dekktar með sama efni.
AUt í röð og reglu.
Ef við saumum niður endann
á hnyklinum, áður en honum er
hent niður í garnpokann, helzt
hnykillinn fastur saman það
varnar því að allt fari í
bendu þar.