Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 17

Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 17 Finnar fella niöur alla tolla innan EFTA tollfrjálst á Finnskir iðnrekendur selja nú 100 milljón manna markað ÞESSA mánuðina er mikið um það rætt hér á landi að tímabært sé orðið að ísland gerist aðili að EFTA .— Frí- verzlunarbandalagi Evrópu. Þar eru öll Norðurlöndin önnur aðilar, nema hvað Finnland er aukaaðili. Það er því fróðlegt að sjá hvernig reynsla Finna hefur ver ið af bandalaginu, m.a. því þeir áttu hvað erfiðast með að ger- ast þar aðilar, vegnia sinna aust urviðskipta og annarra efna- hagsþátta, og tóku þann kost- inn í upphafi að verða aðeins aukaaðilar. f stuttu máli sagt hefur reynsla Finna af bandalaginu verið mjög góð. Nú um áramót- in gerðust þau tíðindi að þeir felldu endanlega niður alla tolla sína á vörum sem fluttar eru til Finnlands frá EFTA lönd- unum. Á móti hafa Finnar feng ið algjört tollfrelsi fyrir vörur sínar í þesaum löndum. Hér felldu Finnar raunar, fyrr niður tolla en efni stóðu til samkvæmt samningum þeirra við EFTA, vegna þess að þeir máttu halda til 1970 nokkrum vemdartollum á vörum sem þeir höfðu sérstak lega óskað eftir að veita vernd vegna innlends iðnaðar, En sem fyrr segir töldu þeir sig ekki á þessum varnagla þurfa að halda og neyttu ekki þessarar heimildar. Ör þróun. Tölur sem sýna viðskipti Finna við EFTA löndin á liðn- um árum gefa kannski bezt til kynna hvernig þróunin hefur verið í þessum efnum og hvern hag Finnar telja sig hafa haft af viðskiptum með sí lækkandi tollum. Á tímabilinu 1960-1966 jókst útflutningur Finnlands um 52%. Á þessu sama tímabili jókst út- flutningur landsins til EFTA- landanna um 60%. Árið 1966 voru 58% útflutnings Finna iðn- aðarvörur, en sex árum áður Var sambærileg tala aðeins 33%. Sýn ir þetta hve auðveldara Finnar hafa átt með að selja iðnaðar- vörur sínar, þegar þeir hafa fengið tolllágan og tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í EFTA- löndunum, 100 milljón manna markaði. Á þessu sama tímabili, 1960- 1966, hefur hlutur EFTA í inn- flutningi Finna á iðnaðarvörum, þeim vörum sem bandalagið nær til, vaxið úr 38 í 45 . Finnar óttuðust að iðnaður þeirra myndi bíða allmikinn hnekki við aðild að EFTA, vegna samkeppninnar frá iðnaði í öðrum löndum, en sá ótti hefur ekki nema að litlu leyti reynzt á rökum reistur. Finnski iðnaðurinn hefur svar- að hinni auknu samkeppni með því að afla sér nýrri og full- komnari véla og hefja meiri sér- greiningu í framleiðslunni. I dag eiga finnskir iðnrekend ur tollfrjálsan aðgang að 100 milljón manna markaði, í stað 5 milljóna manna markaðs áður. Það telja þeir að geri gæfumun- inn. Miklir möguleikar á mörk- udum í Japan - seg/r Bafdvin Einarsson, aðalrœðism. FYRIR skömmu var um það getið hér á síðunni að við íslendingar keyptum vörur af Japönum fyrir nær 300 millj. kr. á ári, en seldum þeim nær ekkert í staðinn. Útflutning- ur okkar til Japan nam að- eins rúmri milljón á síðasta ári! í tilefni þessa hefur Mbl. átt viðtal við aðalræðismann Japans á íslandi, Baldvin Ein arsson, forstj. Almennra trygg inga og spurt hann um það hvort hann telji ekki unnt að finna markaði í Japan fyrir ísl. afurðir. — Ég er ekki í nokkrum vafa um það að miklir mögu- leikar eru á því að selja ís- lenzkar afurðir í Asíulönd- um, og þá ekki sízt í Japan, sagði Baldvin. Þar eð kaup- smekkur almennings hneigist mjög að vestrænum vörum. En markaðurinn í Japan er alveg ókannaður af hálfu okkar íslandinga, eins og ann ars staðar í Asíu. Og það er ekki von að vel gangi þegar þannig er. Hinsvegar selja Norðurlöndin hin í vaxandi mæli vörur sínar í Japan. — Hvaða vörum gætum við helzt komið í verð í Japan? — Fyrst og fremst sjávar- afurðum. Þar má nefna loðn- una. Þá ekki síður hraðfrysta síld með hrognum, sem er ágæt söluvara í Japan og einn ig síldar og þorskhrogn. Síld Baldvin Einarsson. arhrogn eru hið mesta lostæti í Japan og gott verð fyrir þau greitt. Á nýjári er það m.a. þjóðarsiður að hver ein asta fjölskylda hefur þann rétt á borðum sínum. Sannleikurinn er sá að þótt Japanir séu ein mesta fisk- veiðiþjóð heims hafa fiskveið ar þeirra dregizt saman vegna þess að fiskurinn hef- ur horfið af heimamiðum. Nú verða japanskir fiskimenn að sækja í Miðjarðarhafið. At- landshafið og alla leið til Ný fundnalands. Því eru mögu- leikar á vaxandi fiskmarkaði þar í landi. — En hvað um landbúnað- arafurðirnar? — Norðmenn hafa selt Jap önum smjör á undanförnum árum, enda flytja þeir inn mikið magn af smjöri árlega, m.a. frá Ástralíu. Og góður markaður er í Japan fyrir garnir. Það ættu okkar land- búnaðarmenn að athuga. Kannski er komin hér lausn in á smjörfjallinu! Þá má nefna ullarvörur. Japanir flytja mjög mikið inn af þeim og vissulega mætti reyna að selja þeim ís lenzkar ullarvörur. Ástralíu- menn selja þeim mikið af þess um vörutegundum. Loks vil ég minnast á list- iðnaðinn segir Baldvin. Ég hefi séð mikið af dönsku kera miki í verzlunum í Tokýo. og veit að Danir hafa þar góðan markað. Ættum við ekki að reyna að komast þar að líka? — En er vegalengdin ekki of löng, framgjaldið og hátt fyrir íslenzkar vörur á leið til Japan? — Nei, stór skip sigla í sí- fellu milli Japan og Evrópu, svo það er ekkert sérstakt vandamál. Aðalatriðið er að hefjast handa, eins og frændur okk- ar á Norðurlöndum. Að mínu áliti er mjög tímabært að stofna til embættis íslenzks verzlunarfulltrúa í Tokýó, sem einnig leitaði markaða í nálægum Asíulöndum. Það er erfitt að finna markaðinn héð an að heiman. Við þurfum að hafa mann á staðnum, segir Baldvin að lokum. Finnar hafa aukið útflutning sinn á iðnaðarvörum til EFTA landanna um hvorki meira né minna en 60% á sex árum. Nú eiga þeir tollfrjálsan aðgang að næst -stærsta markaði Ev- rópu fyrir allar iðnaðarvörur sínar — svo sem finnsku kjól- ana, sem myndin sýnir. Kennslubók í markaðsöflun og útflutnlngi N5LEGA eru komnar út í Noregi og Danmörku tvær bæk- ur um markaðsmál og útflutn- ing, sem eru góður leiðarvísir og handbaakur í þessum efnum. Þótt bækurnar séu báðar fyrst og fremst sniðnar eftir þarlendum þörfum eru þær þó almenns eðl- is og hægt að hafa af þeim mikil not fyrir alla þá sem áhuga hafa á því að stunda útflutning og kynna sér markaðs og sölu mál erlendis. Á það þó fyrst og fremst við um fyrrnefndu bók- ina. -- Það er bókin „Exportmarkeds föring“ sem gefin er út af Nor- ges Exportskole. Um nokkurt skeið hafa Norðmenn rekið sér- stakan útflutningsskóla. Hann var stofnaður til þess að kynna norskum útflytjendum, verzlun- armönnum og öðrum sem áhuga hafa á markaðsmálum helztu lög mál útflutningsins, og hvernig ætti að haga aðgerðum svo sem mestur hagnaður yrði af. Er þessi bók fyrsta almenna handbókin um útflutningsmál sem skólinn gefur út. Er hún rituð af 21 sérfræðingi í hinum ýmsu greinum útflutningsmála. Er hér um að ræða bæði hand- bók fyrir útflytjendur en einnig þarfa kennslubók í þessari grein. I fyrri hluta bókarinnar er rætt um grundvallaratriði markaðs og útflutningsmála. Þar er rætt um helztu forsendur þess að útflutningurinn verði arðbær markaðskannanir áður en af stað er farið, tollamál, hvernig velja á ákveðna markaði, vöru- dreifingar fyrirkomulag erlendis og um innflutningshöft. Annar hluti bókarinnar fjall- ar um ýmis meiri framkvæmda- atriði, svo sem auglýsingar, er- lendis, verðákvörðun á útflutn- ingsvörunni, umboðsmenn, sölu- möguleika, fjármögnun útflutn- ingsvara, skjöl varðandi útflutn ng o.s.frv. Eins og sjá má af ofangreindu er hér um ágæta kennslubók að ræða, sem aðrir en norskir út- flytjendur geta haft gott gagn af, vegna þess að um sömu mark aðina er að ræða. Það má held- ur ekki gleymast að útflutnings verzlun er sérstakt fag innan verzlunarinnar, sem menn þurfa nokkra reynslu að þekkingu til að geta ráðið við. Vill það þó stundum gleymast hér á landi. Hin bókin, sem hér verður minnzt á, er ritið „The World Markets and Denmark“. Er það rit gefið út af stórkaupmanna- félaginu danska og gefur nokk- urt yfirlit yfir starf og stöðu dönsku verzlunarinnar á erlend um mörkuðum. Svipað rit hef- ur norska útflutningsráðið raun ar einnig gefið út og nefnist það „Norge pá Verdensmarkedet“. Unnt er að panta þessi rit hjá íslenzkum bólksölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.