Morgunblaðið - 20.04.1968, Side 19

Morgunblaðið - 20.04.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 19 Hvert er hlutverk Barna' verndarnefndar? af völdum kynferðisafbroAa- manflia gr%á því nær undantekn ingarlaust aldrei þeirra sára, sem barnssálinni voru veitt. f SEPTEMBER 1967, barst undirrituðum blaðið The Police Journial, en meðal efnis þess var getið um áróðursaðferð, sem beindist að því að vara börn við afskiptum af ókunnum mönnum, sem voru að bjóða sælgæti, í bílferðir o.fl. í þá átt að lokka börn, sérstaklega stúlkubörn. Áróðri þeasum var komið fyrir í formi teiknimynda, þannig að auðskilið var yngri börnum. Taldi Lögreglan í East Sussex, Englandi, þar sem þetta var reynt, þetta hafa borið góðan árangur í baráttunni fyrir fækk un kynferðisafbrota á börnum. Þar sem töluvert hefur verið um svívirðilega kynferðisglæpi gagnvart börnum hér á landi, og lítið virðist hægt að gera til að stemma sigu við þessum ó- hugnaði, datt mér í hug að áróð ur sem þessi ætti brýnt erindi til okkar. í októbermánuði hafði ég lát- ið gera myndaflokk 1 líkingu við þann enska, en sniðinn eftir okkar aðstæðum. Var því komið til leiðar að Barnaverndarnefnd Reykjvíkur voru sýndar þessar myndir í þeirri von að hún taaki að sér útgáfu á þeim og sæi um dreif- ingu myndaflokksins í barna- skólum borgarinnar. Áætlaður kostnaður mun hafa verið kr. 15.000,00 - 20.000,00 sem skiptist á teiknara og prentun, en kostn aðurinn mun hafa vaxið nefnd- inni í augum, þannig að hún hefur ekki sýnt þessu neinn á- huga. Ég hygg að það sé flestum farið eins og mér (var), þegar hugsað er um barnavemdar- nefnd, að það geti ekki verið um innantómt nafnið eitt að ræða. í>ví miður hef ég komizt á aðra skoðun. Undanfarin ár hefur verið rek inn geysilegur umferðaráróður gagnvart yngstu borgurunum, 1 formi reglulegrar umferðar fræðslu í skólum, enda er ár- angurinn bersýnilega að koma í ljós með bættri umferðarmenn- ingu, Áhugi þeirra, sem þessu stjórna er aðdáunarverður, það leynir sér ekki að þeir eru að hugsa um velferð barna okkar og spara ekkert til þess að. ár- angur náist, þökk sé þeim. Mikill fjöldi barna þeirra, sem lenda í umferðarslysum og meið ast, gróa sára sinna, en börn sem verða fyrir misþyrmingum HÉRER AÐVÖRUN TILAU.RA BARNA! FhLAUPIÐ HBLDUR HE/M EINS ., HRATT 00 þ/Ð &ET/Ð • • • ••••OGRET'NIÐ APMUNA B'íLNÚME-RIÐ J Er ekki kominn tími til að byrgja brunninn áður en fleiri böm falla ofan í hyldýpið? Tek ur Bamaverndarnefnd aldrei við aðsendum til]<ig®m *il úr- bóta, eða er aldrei notazt við reynzlu þeirra þjóða, sem em komnar lengra en við á þessu sviði? Er sálarheill bama okk- ar ekki metin meira en svo að það þurfi að horfa í kostnað, til þess að fyrirbyggja að glæp ur sá, sem að framan getur, geti átt sér stað? Sævar þ. Jóhannesson rannsóknarlögreglumaðuir. Athugasemd í Morgunblaðinu þ. 11. apríl 1968, blaði II, bls. '11 er grein um upphaf Hitaveitu Reykjavík- ur eftir Jakob Jónasson. f grein- inni er samtal við undirritaðan og gætir nokkurrar ónákvæmni, sem mig langar til að leiðrétta. 1. Það voru fundirnir í Verkfræð ingafélagi íslands um jarðhita málin haustið 192i6, sem vöktu athygli hér heima og erlendis einnig Er þeirra getið itar- lega í tímariti V.F.Í. þá um haustið. Á síðara fundinum flutti Jón Þorláksson erindi þar sem hann. sýndi m. a. fram á að vel væri viðráðan- legt af fjárlhagsástæðum að einangra svo hitavatnsæðar, að þær töpuðu eigi nema fáum C° á 30 km vegalengd svo sem frá Hengli til Reykja- víkur. 2. Þegar Þorkell heitinn veður- stofustjóri fór til Ítaiíu að skoða jarðgufuboranir þar, fékk hann fyrirgreiðslu ræð- ismanns íslendinga í Genua, en svo illa hittist á að for- ystumenn fyrirtækisins voru ekki heima og komst Þorkell því ekki í samband við rétta menn og naut minni fyrir- greiðslu en ella. En hann fékk að skoða borsvæðið, er þá var orðið all umfangsmikið. Hafi Þorkell sent reikning fyrir hatti eða öðru smávægi, sem ég man nú ekki lengur, þá hefir hann áreiðanlega fengið reikninginn greiddan. En hitt man ég, að hann vildi hvorki þiggja þóknun fyrir ferðina eða greiðslu ferða- kostnaðar, sem hann hafði aukalega af för þessari. 3. Árin 1930—1931 var fyrsta hitaveitan lögð í Reykjavík á vegum bæjarins frá Þvotta- laugunum. Það var ekki sér- stakt félag, heldur sjálfstætt fyrirtæki bæjarsjóðs. 4. Það er ekki rétt að tillaga Zimsens á haustinu 1932 um kaup á borréttindum í Suður- Reykjalundi í Mosfellssveit hafi verið felld. Hún var aldrei borin upp þá, því Zim- sen fékk ekki nægan stuðning sinna manna við tillöguna. Má vel vera að honum hafi ekki tekizt að sannfæra þá um að vatnið héldist nógu heitt, eins og segir um Ágúst heitinn Jósefsson, sem sagðist hafa mi’kla trú á Zimsen um margt, þótt hann væri ekki fl'okksmaður hans, en á heita vatnið væri vont að trúa. Það var þó eins sennilegt að fylgis mönnum Zimsens hafi þótt borréttindin of dýru verði keypt. En Jóni Þorlákssyni tókst fljótlega að fá tillög- unni fylgi, þegar hann tók við borgarstjórn 1933. Reykjaví'k, 15. apríl 1968. Steingrímur Jónsson. Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar h.f., í Reykjavík árið 1968 verður haldinn í veitingahúsinu Lidó laugar- daginn 27. apríl 1968 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt 15. gr. samþykktar félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða öðrum með skriflegu umboði frá þeim í skrifstofu félagsins að Eiríks- götu 5, Reykjavík, dagana 23. til 27. apríl næst- komandi á venjulegum skrifstofutíma. Stjórn Hagtryggingar h.f. 4 LESBÓK BARNANNA Pósturinn Kæri póstur. f Lesbók Barnanna, sem kom út 27. jan. 1968, er uppskrift af lltilli tösku eða buddu. Ég ætl- aði nú að verða klók og búa til þessa buddu, en gat það ekki hvernig sem ég reyndi. Er ég svona mikill klaufi eða er prent villa í uppskritftinni? Þó að mér hafi mistek- izt í þetta skipti þ'á þykir mér gaman að svona lög uðu. Svo ætla ég að senda þér skrítlur og gátur: — Hundrað krónur fyr ir þennan hund er of mik ið. Ég skal borga helm- inginn. — Nei, ég sel aðeins heilan hund. Einu sinni fékk kennar inn miða frá móður Óla litla. Á miðanum stóð: Óli gat ómögulega kom- ið í skólann í gær, ég fór með augun hans til lækn is. Hver er það sem bítur grasið af jörðinni, en er þó bæði blóðlaus og bein laus? Hvað er það sem hopp- ar og skoppar á heljar- brún með mannabein í maganum og gettu nú? Þakka þér svo kærlega fyrir allt. Og vertu bless- aður og sæll. Didda 11 ára, Dalvík. Þakka þér fyrir bréfið, Didda. Það er alltaf gam- an að fá svona sköruleg bréf. Ég held að þú hljótir að hafa misskilið upp- skriftina af töskunni, þvi að ekki viar prentvilla í blaðinu. Eina ráðið held ég væri að þú sendir mér heimilisfangið þitt. Ég myndi síðan senda þér eina tilbúna tösku svo að þú gætir séð hvað þú gerðir rangt. Hérna á eftir fylgir svo mynd, sem Didda teikn- aði og sendi okkur. Þessa skemmitlegu mynd sendi Þórður Jónsson okkur alla leið frá Noregi. Og við þökkum honum hjartanlega fyrir. krttdmi 12. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 20. april 1968 Lalli verður hræddur EFTIR EDIE McKELVY SHARP LALLI teygði úr tánum og hreyfði þær á alla vegu. Hann reyndi að klemma aft-ur augun, en hann gat ekki sofnað aftur. í raun og veru var hann glaðvakandi. „Ætli pabbi sé ennþá sofandi“, sagði hann við sjálfan sig. Lalli hafði nefnHega þann ávana að tala við sjálfan sig. — Hann stakk nefinu fram undan þýkku ábreiðunni sinni og sagði: ,,Ég ætla að fara á fætur og sjá hvað á sér stað úti í hinum stóra heimi. Það hlýtur hvort sem er að vera komið vor“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.