Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968 21 Næturvagt á vegum kirkjunnar eftir sr. Arelius IMielsson I fámennum þjóðfélögum eins og hér hjá okkur á íslandi, verð- ur hver einstaklingur svo ótrú- lega mikils virði svo dýrmætur svo kær Ef einhver týnist eru allar hendur á lofti til að finna hann aftur lífs eða liðinn, heilan eða særðan. Auglýst er í útvarpi og blöð- um, skip og bílar, leitarflokkar og flugvélar sett í gang. Og finnist sá, sem týndist ekki sízt, ef hann er lifandi er mikill fögn- uður vís, en finnist hann ekki er hins vegar söknuður og að sjálfsögðu flutt opinberlega kveðja sem allir geta tekið þátt í Þessu er ekki alls staðar þann ig varið. Víða og ekki sízt í gömlum hernaðarlöndum þar sem fjöldi fólks býr í stórum borg- um virðist líf og heimingja ein- staklings svo ótrúlega lítils virði óskir hans svo átakanlega til- gangslausar í annarra vitund. Við sem ólumst upp í sveit í gamla daga á fslandi gátum kynnst þessu hvor tveggja á vissan hátt vel. Enginn varð stærri í eigin augum en duglegur sveitadrengur, sem miðaði allt við umhverfi, sem hann gat ráð- ið auðveldlega miklu um. Og eng inn heldur minni en hann, myrk- fælinn og uppgefinn í vetrar- hríð, þar sem engin hjálp virt- ist nærhi. En einstæðingskennd mannlegr ar sálar verður hvergi meiri en meðal fjöldans, þar sem hver ein staklingur verður svo undar- lega smár. Það er eins og per- sónuleiki hvers einstaks minnki í sama hlutfalli, sem fjöldinn eykst. Og í milljónaborg verður maðurinn minnstur eiginlega mill jón sinnum minni en bróðir hans á íslenzka afdalabænum. Það er því ekki eins mikil fjarstæða og það kann að virðast í fljótu bragði, þegar haft var eftir Mao hinum mikla þessi orð fyrir nokkru: „Hvað munar okkur um nokkrar milljónir Kínverja?" Maðurinn er þannig alltaf einn, ekki sízt meðal fjöldans. Þar vex líka einstæðingskennd- in mörgum um megn. Þeir hugsa líkt og meistarinn forðum: Ref- ir hafa greni, og fuglar himins hreiður, en mannsbarnið á hvergi höfði sínu að halla“ Hann skildi svo vel mann- lega sál og mannlegan sársauka og þá ekki sízt hina yfirþyrm- andi einstæðingskennd sem stund um verður allri annarri þján- ingu meiri og verður aðeins læknuð með oddi dauðans. Og margir velja fremur dauð- ann en áþján og kvöl einstæð- ingskenndarinnar til lengdar. Meðal fjöldans er miskunn yfir- leitt ekki á háu stigi og stund- um mikill vandi hvað gera skal. Ég minnist atviks um síðdegis stund úr Lundunaborg Ungur maður lá hálfpart á grúfu á gangstétt nærri járn- brautarstöð í einu af úthverf- um borgarinnar. Þetta var þokka legur maður, skolhærður, fölur, særður á enni og blóð vætlaði úr munnvikjum hans. Þrjú lítil svertingjabörn horfðu á hann forvitin. Aðrir höfðu ekki numið staðar til að athuga hann. Var hann drukk- inn? Hafði hann verið barinn eða hafði hann dottið? Var hann lífs eða liðinn. Um það vissi eng- inn. Og um það virtist öllum sama. Ég fór inn á stöðina og sagði umsjónarmanninum frá þessum manni. Honum kom hann ekki við af því að hann var utan dyra í húsi hans. Ég fór inn á pöbb, sem var nýbúið að opna þarna ogvakti athygli á særða manninum. En þeir ypptu öxlum, höfðu öðru að sinna. Að lokum kon þarna að kona, sem benti mér á að hringja í Rauða krossinn, ef ég vildi þá vera að skipta mér af þessu. Það gæti haft ýmislegt í för með sér, sem betra væri að vera laus við skildist mér, en vissi þó ekki hvað. Rauðakrossmenn komu svo inn an stundar með sjúkravagn og drösluðu manninum upp í hann dauðum eða lifandi og óku burt Þetta kom íslendingi undar- lega fyrir sjónir. En þetta er skýr mynd af ein- stæðingsskap í stórborg meðal fjöldans og getur að sjálfsögðu orðið enn ægilegri þar sem mmn íngin er á lægra stigi og sam- hjálp minni en í hinu háþróaða brezka veldi. Og þótt þarna væri um efnis- legan eða líkamlegan einstæðings skap að ræða er enn þá meira til um hinn andlega einstæðings- skap. Og hann getur verið, þar sem flesta grunar sízt. „Enginn skilur hjartað". Og sá sársauki er að verða algengt hlutskipti hér sérstaklega í fjölmenninu. Og Ijósustu vitni num hann eru hin síauknu sjálfsmorð meðal þjóðarinnar. Talið er, að ekki beri eins mikið á einstæðingskennd og ör- væntingu þeirri og svokallaðri taugaveiklun, sem af henni staf- ar í katólskum löndum eins og meðal mótmælenda. Og segja margir, að skriftir kirkjunnar, það er að segja ópersónulegt viðtal við prest á örvæntisaugna blikum og við samvizkubit bæti þarna úr. Þar rætist hið fornkveðna ís- lenzka máltæki: Segðu steinin- um heldur en engum“. Þar sem málum er bezt komið í mótmæl- enda ríkjum er nú komið á fót sérstökum félagsmálastofnunum, þar sem svonefndur socialworker eða félagsmálaráðunautur veitir fólki áheyrn og ráð 1 ýmsum vandamálum Ekki mun þetta þó yfirleitt enn hafa náð sömu tök- um og skriftir kirkjunnar. Og því er það að kirkjan hef- ur farið inn á þá braut að veita svona hjálp þeim, sem til hennar leita. Ein helzta og næsta slíkra vakt stöðva er hin svo nefnda St Nic olai-þjónusta í Kaupmannahöfn. Og þar eð þetta er að verða að kallandi vandamál af mikilli þörf hér á landi líka, vildi ég leyfa mér að kynna lítilsháttar þessa yfirlætislausu hjálparstarfsemi dönsku þjóðkirkjunnar. En ég átti þess kost að koma þarna og kynna mér starfsemi þessa ný lega. Hún er nú staðsett ofarlega við hina frægu götu, Strikið í Kaupmannahöfn. Þarna stendur aldaforn kirkja, sem ekki er lengur notuð til messugjörða, en þó hið tignar- legasta musteri. En þar er nú söfnum fyrirkomið Ég held bæði bókasafni og listasafni. En Danir eru mjög listelskir og þurfa mik- inn húsakost fyrir söfn sín. Ég kom þarna síðari hluta sunnudags og hafði áður verið við messugjörðir í tveim kirkj- um borgarinnar, en fannst hálf- gert tómahljóð í þeim báðum. Önnur predikunin hvarf alveg í bergmál tómsins í kirkjunni. En í annarri var minnisstæð frá- sögn, sem einmitt studdist við at- vik úr þessu hjálparstarfi Nic- olaiþjónustunnar. Fólkstraumurinn iðaði á flúð um fram og aftur um Strikið, en við Nicolaikirkjuna við Litla- kirkjustræti var enginn, utan einn drukkinn miðaldra maður sem sat á bekk við hliðið og kallaði loðinni röddu: Hvad skal du herhen? De gir'sku ingen nog et her i kirken? Ég anzaði hon- um engu, en hélt leiðar minnar inn um hliðardyr kirkjunnar. En óneitanlega fannst mér þetta koma kunnuglega fyrir augu og eyru. Ég sá ekki fleiri drukkna á almannafæri í Kaupmannahöfn þessa björtu vordaga. En þessi útvörður starfseminnar minnti ó boðinn á þá miklu þörf sem ein- mitt er á slíkri þjónustu hér á íslandi. í kirkjunni hitti ég þá og síð- ar, þegar ég kom aftur til að leita mér frekari upplýsinga, nokkrar manneskjur, sem störf- uðu þarna bæði sem embættis- menn og sjálfboðaliðar. Niðurstöður samtals okkar fara hér á eftir í sem styztu máli En það torveldar frásögn og upp- lýsingar um þessa merkilegu starfsemi, að þar eru engar skýrzlur gerðar, engar dagbæk- ur skrifaðar. Hið eina, sem nefna mætti er tala þeirra, sem koma og vegsögn hljóta. En samt eru þær tölur ekki tæmandi, því að erindi fólksins eru svo mörg, þarna er líka upplýsingaþjón- usta eða skrifstofa þjóðkirkjunn ar skildist mér. En að sjálfsögðu er í fæstum tilfellum neinu rugl- að saman. Og gestir Nicolai- þjón ustunnar svona hér um bil 10 á dag að jafnaði, eða rúm 3000 á ári hverju, en vaktin er frá 9 að morgni til 3 að nóttu. Hið eina, sem um þetta fæst er ofur- lítið upplýsingablað, með mynd af kirkjunni og það, sem þar stendur segir nokkuð mikið, kannske allt, sem nauðsynlegast er. Það er því einmitt rétt, að það komi orðrétt í þessu kynningar- erindi mínu, Þar segir svo: Sankti Nicolai-þjónustan býður þér hjálp sína. Margir - ef til vill flestir - þekkja til þess að glíma við ýmiss konar hugsanir, gátur og vandamál, sem verða torleyst og geta valdið erfiðleikum. Fjölskyldulífið, starfsvettvang urinn, innri langanir, þrár og tilhneigingar í eigin barmi, at- vik og ævintýri, einstæðings- kennd, já aðeins þetta að vera manneskja á vegi frá vöggu til grafar, gefur þarna mörg tilefni til umræðna og athugunar. Það getur verið mikill styrkur í slíkum kringumstæðum að fá hljóðlátt samtal um vandamálin utan við ys og hraða hins dag- lega lífs. Þess vegna kemur þetta tilboð frá kirkjunni sem flestir tilheyra, og það kemur einnig af löngun til að þjóna þessari sömu kirkju eins og nauðsynlegt er, og þar sem þess er þörf. Það sem þér þurfið að vita er aðeins þetta: Ekkert, sem sagt er frá í St. Nic. þjónustunni fer lengra, því að samstarfsmenn allir eru bundnir þagnarheiti bæði gagn- vart einstaklingum og yfirvöld um. Þér getið komið og farið án þess að nefna nafn yðar, þar eð engin slík kynning á sér stað, nema þess sé óskað af viðkom- andi persónulega. Hér er hvorki færð dagbók né skýrsluform útfyllt, svo að ekk ert skriflegt gefur til kynna um komu yðar eða heimsókn og get ur þá heldur ekki borizt óvið- komandi í hendur. Hér snýzt ekkert um áróður eða hagnað, heldur aðeins um þjónustu, og það er yðar mál- efni, sem öllu varðar, meðan þér standið við. Þér komið ekki til óþæginda þeir, sem hér starfa eru hér einmitt til að tala við yður. Allt er rætt í ST. Nicolai- þjónustunni frá hinum smæstu vandamálum, sem sjaldan eru smá og til hinna stærstu. Auð- vitað eru skriftamál eðlileg hér. Peningahjálpar verðið þér hins vegar að leita annars staðar Hér er öllum heimill aðgangur, ríkum og fátækum „trúuðum" og „ekki trúuðum", öllum, sem hafa þörf fyrir samtal. Við vonum að það verði eins eðlilegt að leita St. Nicolai-hjálp arinnar eins og að fara til hár- skerans, og að nafn og númer þjónustunnar 12.14.00 megigeym ast í vitund yðar umleikið ljóma hlýju og mannúðar, og þér minn- ist þess strax, ef þörf krefur. Enginn má reika um einmana og kalinn á hjarta, þegar hægt er að komast hjá því. Opið á virkum dögum frá 9 að morgni til 3 að nóttu, á helg- um frá 13 að degi til 3 að nóttu.“ Hér kemur þá skýrt í ljós sú hlið þessarar þjónustu, sem snýr að almenningi. En um hina innri gerð og framkvæmd má taka fram eftirfarandi, sem kom fram í svörum starfsfólksins. Þessi starfsemi er mjög ung á þessum stað og í þessu formi að minnsta kosti. Það eru aðeins 8 ár síðan hún hófst, en tíu ár, síðan farið var að undirbúa hana Hún er þáttur í almennri starf- semi dönsku þjóðkirkjunnar, og kostuð af henni að langmestu leyti, samt eru margir sjálfboða- liðar bæði karlar og konur, prest ar og leikmenn, sem leggja fram starf og tíma án launa. Ákveðinn umsjónarmaður og frú hans hafa það sem aðal- starf að líta eftir og halda öllu í skorðum. Hann er prestur. Auk þess eru hér margir prestar þjóð kirkjunnar sem sjálfboðaliðar til viðtals sumir oft aðrir sjaldnar, ietn aðrir minnsta kosti tveir hafa þetta sem aðalembætti, en þó einhverja lítilsháttar predik- unarskyldu í nágrannakirkjum samhliða sálgæzlustarfinu í St. Nic. þjónustunni.Að sjálfsögðu liggur þetta sérstæða starf mjög misjafnlega fyrir prestun- um. Sumir virðast hafa það á valdi sínu á hinn furðulegasta hátt, aðrir valda því vart eða ekki. Engin sérstök menntun er til þess, að minnsta kosti ekki enn. Enda ræður hér mestu um af- köstin eða aðstöðuna einhver meðfæddur eða þróaður þokki eða persónuleiki, sem erfitt er að lýsa, verður ekki lært og virð ist einhver náðargjöf. Slíkur per sónuleiki vekur traust og aðlöð un, sem er bezti grundvöllur starfsins við þessa sérstæðu og þýðingarmiklu sálgæzlu. En auð vitað er líka nauðsynlegt að vita margt og mikið, ekki sízt um ýmiss konar hæli og hjálparstofn anir, sem þarf að gefa upplýs- ingar um, hringja til og komast í samband við. Gestirnir eru af öllum gerðum’ öllum stéttum og frá öllum heims ins hornum, ef svo mætti segja. og vandamál þeirra margvísleg, flókin og margþætt. Þó ber einna mest á þrenns konar málefnum: Heimilisböli, ^ drykkjuskap og homoseksualisma. Drykkjumenn eru hér í sér flokki eiginlega sérstakri deild og viðtalsherbergi fyrir þá er niðri í kjallara kirkjunnar og þar eru líka lítilsháttar húsa- kynni til að skjóta yfir þá skjóls húsi nótt og nótt, „hvis de opför er sig pent“, eins og Danir orða svo fallega. En samt er lítið af því gjört, en hins vegar mikið af því að útvega þeim hælisdvöl og læknismeðferð. Heimilisvandamálum er líka oftast vísað til sérstakarar fél agsmálastofnunnar eða annarra skrifstofa, sem hafa slíkt mál með höndum t.d. barnavernd og hjónsiskilnaðarmál. Hvað snertir homosekualt fólk þá er það einna flest útlend- ingar frá löndum þar sem enn ríkja fordómar og lagasetningar sem skapa því stöðugan ótta sektarvitund og vanlíðan, sem stundum brýzt út í örvæntingu og algjörri uppgjöf. Stundum er þessu fólkið vísað til sálfræði- og geðlækningastofnana, sé á- stand þess orðið hættulegt og sjúklegt. En oft nægir að telja í það kjark og benda á ðnnur sjónarmið og viðhorf en það hef- ur vanizt gagnvart þessu vanda máli sínu. Um fjárhagslega hjálp er hér ekki að ræða annað en það, sem fólkinu, sem hingað leitar ráða er bent á ýmiss konar aðstoð, sem þjóðfélagið lætur því í té, en það hefur ekki vitað um eða gert sér grein fyrir. Þannig er auðvitað mörgum lið sinnt óbeinlínis. Það átti að hafa hér sérstakan sjóð, sem af mætti taka og sumir prestanna, sem eru á vakt gefa stundum úr eig- in vasa. En það hefur komið í ljós, að oftast er slík hjálp til einskis, öllu sóað um leið og út er komið bæði í ölföng og til annarra sem svipað er ástatt fyr ir, og svo er þessum peningum rænt. Betra er að gefa föt og fæði og fyrirgreiðslu, það bætir oft úr, einkum sé háttvísi og sjálfsumhirðu krafizt í staðinn. Flestir, sem biðja um peninga hér eru drykkjumenn og auðvit- að er oft erfitt að neita, það er ill nauðsyn.Þessi starfsemi - St. Nicolaiþjónustan hefur áreiðan- lega orðið mörgum að liði, gefið hugrekki og kjark og opnað leið ir, sem virtust lokaðar í bili á örvæntingarstund. Sumir koma aftur, það sést þótt engin nöfn séu nefnd, og það sýnir, að stofnunin vekur traust. Eins og áður er getið hafa starfsemin og prestar, sálusorg- ararnir mjög misjöfn tök og á- hrif. Sá, sem orðinn er líklega þekktastur af prestum þeim, sem hér vinna er Ole Jensen. Og þjónustan við næturvaktina er hans aðalstarf. Hann predikar líka stundum í Helligándskirken sem er þarna í næsta nágrenni. Predikanir hans vekja mikla at- hygli, þar eð hann talar um bar áttu mannlífsins eins og hún er. Hann þekkir viðfangsefnin inn- an frá, ef svo mætti segja Það má áreiðanlega fullyrða, að danska kirkjan vinnur hér mjög merkilegt starf, en þó umn það, sem hér er tekið til umræðu aðeins vera einn liður í marg- þættri þjónustu, sem bæði hef- ur fangahjálp og aðstoð við ein- stæðinga og drykkjusjúklinga innan sinna vébanda. Og samtökin , sem eiga hér mestan þátt eru orðin nokkuð gömul, nefnast KirkensKorshær. Sá sem stofnaði þau hét MP. Mollerup og fæddist 17. júní hinn mætasti maður. Þessi starfsemi er í mörgu lík starfsemi Hjálpræðishersins, en er þó alveg innan vébanda dönsku þjóðkirkjunnar og styrkt af henni. Það mun áreiðanlega kominn tími til að hér á íslandi sé stofn- að til skipulegrar þjónustu á veg um kirkjunnar. Viðfangsefnin eru mörg og stór orðin í þessu ört vaxandi stórborgarumhverfi. Þegar ég kvaddi St. Nicolai- kirkjuna og smeygði mér út um hliðið,sat drukkni maðurinn enn á bekknum og hrópaði ókvæðis orð að baki mér. Og enn fannst mér því miður eitthvað heimalegt við nærveru hans og orð. Var þetta hið nei- kvæða kall um neyðina hér heima? Eftir andartak var St. Nicolai- kirkjan og næturvakt hennar fyrir hina vegvilltu að baki, en mannfjöldinn á Strikinu var eins og haf, þar sem andvörp djúps- ins felast bak við sólglit á bár um Árelíus Níelsson Til sölu nýlegt 120 rúml. FISKISKIP Skip, vélar og allur búnaður í I. flokks ásigkomu- lagi. Til greina kemur að taka 35 — 45 rúmlesta bát upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar gefur Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Tjarnargötu 4, símar 23340 og 13192.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.