Morgunblaðið - 20.04.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1968
23
Furðulegt framtak
og fyrirbrigði
FYRIR nokkru fékk ég send upp
í Reykholtsdal tvö hefti af nýju
ársfjórðungsriti. Það heitir 65°,
og mun niafnið miðað við hruatt-
stöðu íslands, enda á það að
fjalla um líf og hugsunarhátt fs-
lendinga. Það er ritað á enska
tungu, en prentað í prentsmiðj-
unni Hólum og gefið út hér í
Reykjavík. Ritstjóri þess og út-
gefandi er frú, sem heitir Ama-
lía Líndal, og á hún heima í
Kópavogi, en ekki kann ég á
henni frekari skil, nema hvað
ég heyrði, þegar ég talaði við
hana í síma, að hún talar góða
íslenzku með erlendum hreimi.
Tímaritið flytur mlkið lesmál.
Ég hygg að nærri láti, að hvort
hinna tveggja hefta, sem eru 34
tvídálka blaðsíður, séu á við 5
arka bók í sæmilega stóru broti
— eða árangurinn, sem kostar
250 íslenzkar krónur sé ekki
minrua lesefni en 20 arka bók.
En ritið á fyrst og fremst að
fræða menn erlendis um fsland
og íslendinga, og þar kostar það
fjóra dollara.
Ritið hafði verið sent upp eft-
ir, meðan við hjónin dvöldum
hér í Reykjavík, og póst, sem
til okkar berst, þangað, hirðir
ávallt vinur okkar, hollenzkur
miaður, sem heitir Jóhannes
Jónsson. Hann á gróðurhús í Dal
bæ á Kleppsjárnreykjum og hef
ur dvalizt hér á landi í hart-
nær þrjá áratugi. Hann er
greindur maður og athugull, les-
inn og fróður um margt. Hann
og kona hans, sem er íslenzk,
fara til Hollands með nokkurra
ára millibili, og komu þau úr
slíkri ferð skömmu fyrir síðustu
jól . . Strax og við vorum kom-
in heim, kom Jóhannes með
póst, sem til okkar hafði bor-
izt, þar á meðal tímaritsheftin.
Hann afsakaði, að hann hefði
smeygt þeim úr umbúðunum og
lesið þau.
„Það er víst skaðlaust, og þú
mættir víst hafa þau lengur. Ég
hef anniað að lesa og býst við,
að ég geri annað en fletta þess-
um heftum."
Jóhannes, sem við, vinir hans
köllum Jan, brá hart við og
mælti:
„Jú, þú átt endilega að lesa
þessi hefti og helzt skrifa um
þau. Þau flytja einmitt þann
fróðleik um fsland, sem flest-
ir útlendingar hafa frekast á-
huga á. Ég vildi, að ég hefði
haft svona hefti til að fræða á
vini mína í Hollandi — eða
hefði getað bent á þau útlending
um, sem hér hafa komið til mín
og spyrja og spyrja, hvar og
hvernig þeir geti fræðzt um
landið.“
„Það er nú eitthvað til af upp-
lýsingapésum", sagði ég.
„Jó, en það er svo hrafl-
Afmœliskveðja:
kennt og yfirborðslegt. Fólk vill
vita, hvernig nútíðarmaður á fs-
landi hugsar, hvernig híettir
hans eru í raun og veru, hvem-
ig og hvaða leyti hann er sér
stæður, hvernig fólkinu líður og
hvaða lífsskilyrði eru í landinu,
— svo fer sá útlendi kannski að
hafa álhuga fyrir sögu og bók-
menntum og listum íslendinga.
„Nú, það er naumast þú ert
hrifinn. Það er víst einhver
furðukona, þessi Amalía Lín-
dal“, sagði ég.
„Já, hún veit sínu viti, — hún
gerir sér grein fyrir því, hvað
skiptir máli í augum útlendings,
sem vill kynnast landinu, og hún
hefur lag á að finna menn til
að vinna með sér. Að einstök
kona skuli taka sér svona fyrir
hendur, — það sýnir furðulegt
framtak og furðulegt fyrirbrigði.
Þetta á að styðja, — þetta tíma-
rit má ekki hætta að koma út“.
Hvort sem við töluðum um
þetta lengur eða skemur, tók ég
mig til og las heftin, og sannar-
lega þóttist ég komast að raun
um, að vinur minn, Jan, h^fði
rétt fyrir sér. Frú Arnalía Lín-
dal ber skyn á, hvernig hún á
að kynna ísland þannig, að eftir
því sé tekið og menn séu ekki
jafnnær eftir lestur rits hennar,
og hún veit lí'ka, að gott er, að
virðulegir menn í háum embætt-
um leggi máli hennar lið. í upp-
hafi fyrsta heftis mælir forseti
íslands, Ásgeir Ásgeirsson, með
ritinu í fáum en skýrum orðum,
og í sama hefti skrifar ambassa-
dor Bandaríkjannia, Karl F. Rol-
vaag, um kynni sín af íslandi og
Islendingum, en hann er, svo
sem kunnugt er, af norskum ætt-
um, sonur O. E. Rölvaags pró-
fessons, sem varð víðfrægur fyr-
ir skáldsögur sínar um norska
landnema í Bandaríkjunum.
Grein ambassadorsins er bæði
vinsamleg og skemmtileg. í ann-
að heftið ritar ambassador Bret-
lands, A. S. Halford-Macleod,
um samskipti íslendinga og
Breta og getur rækilega og
fróðlega ferðabóka frá íslandi,
sem merkir Bretar hafa skrifað.
Haraldur Bessason, prófessor í
íslenzkum fræðum í Winnipeg,
skrifar skilorða grein um Vest-
ur-íslendinga, svo að ekki er
þeim þarna gleymt. Þú hefur frú
Líndal tekizt að fá sjálfan pró-
fessor Sigurð Nordal til að rita
um töfra íslenzkrar náttúru, og
lýsir hann þeim í alllangri grein
á mjög frumlegan, gumlausan
og að sama skapi áhrifaríkan
hátt.
Annars er þarna, svo sem áð-
ur er á drepið, fjallað um íslend-
ing nútímans frá ýmsum hliðum
og um hagi þjóðarinnar. Frú
Líndal ritar sumt sjálf, og eitt af
Gestur Úlafsson
Þann 6. marz síðastliðinn, varð
Gestur Ólafsson kennari á Ak-
ureyri sextugur.
Þegar litið er yfir farinn veg,
finnst manni ótrúlegt hvað tím-
inn líður fljótt og enn þá ótrú-
legra að Gestur skuli vera orð-
inn sextugur. Hann er einn
þeirra fáu manna, sem enginn
setur í samband við þann ára-
fjölda, sem skráður er í kirkju-
bókum, svo unglegur er hann
bæði í sjón og raun.
Þó að stúdentsárin séu nú
löngu liðin, hefur hann ekki
týnt gleði þeirra í önn hvers-
dagsleikans og honum er jafn
tiltæk glettin og góðlátleg
kímni, nú eins ag þá, og ekki
er alveg útilokað, að ein og ein
hnyttin vísa fjúki enn, í góðra
vina hópi.
Endurminningarnar frá þeim
árum, laða fram myndina af ljúf-
um félaga og góðum dreng.
Aðalstarf Gests er kennsla við
Gagnfræðaskólann á Akureyri,
en auk þess hefur hann lagt á
margt gjörva hönd, svo sem að
hyggja sér fallegt hús og koma
upp fjölbreyttu plöntusafni í
garði sínum. Hann hefur búið
sér og fjölskyldu sinni ágætt
heimili, þar sem snyrtimennska
og menning ráða ríkjum og vin-
um þeirra þykir gott að koma.
Gestur minn. Við hjónin send-
Um þér og þinni ágætu konu
beztu hamingjuóskir í tilefni
þessara tímamóta.
Lifðu heill og lifðu lengi.
Vinur.
því haglegasta í þessum heftum
er frásögn, sem hún birtir um
vandamál móður, sem þarf að
senda börn sín á ýmsum aldri að
morgni dags í skóla og óttast að
vonum hina stygglyndu og mis-
lyndu íslenzku veðráttu. Hins
vegar hefur frú Líndal svo fengið
furðu marga.toæði konur og karla
til að skrifa um ýmis efni, sem
Ihún veit að málið varða og for-
vitnileg eru, þá er kynna á það
fólk, sem nú er uppi á íslandi,
og hagi þess. Tvær yfirlitsgrein-
ar eru í heftunum eftir Jón heit-
inn Magnússon, fréttastjóra, og
er þar drepið á helztu atbur'ði í
stjórnmálalífi íslendinga á ár-
.inu, sem leið, og stiklað á stóru
um atvinnuvegi og verðlag ís-
lenzkra afurða, minnzt á gengis-
fellingu krónunnar og á sitthvað
fleira. Stefán Bjarnason verk-
fræðingur ritar skýrt og allræki-
lega um nafnasið Islendinga,
sem er útlendingum yfirleitt
undrunarefni, og hann skýrir frá
þekkingu þeirra og áhuga á ætt-
um sínum. Pétur Eiríksson hag-
fræðingur gerir grein fyrir því,
hvemig varið hafi verið búsetu
fóksins í landinu fram yfir síð-
ustu aldamót, hver breyting hef-
ur á henni orðið með breyttum
atvinnuvegum og hann minnist
á fyrirætlanir irá'ðamannna um
hina svonefndu byggðakjarna.
Frú Anna Sigurðardóttir ritar
um réttindi og aðstöðu íslenzkra
kvenna, og frú Eiríka Anna Frið
riksdóttir, sem er lærður og
víðförull hagfræðingur, lýsir lífs
kjörum íslendinga fyrrum og nú,
en Björn guðfræðingur Bjöms-
son skrifar um hjónabandið í nú-
tíð og fortíð og fjallar um þá
staðreynd, að fleira er hér óskil-
getinna barna en vfðast annars
staðar. Þá ritar ungur fræðimað-
ur í félagsmálum, Pétur Guð-
jónsson, um siði og lífshætti al-
mennings og að nokkm um við-
horf hans við tilverunni. Og ekki
er gleymt útlendingum þeim,
sem hér vinna — eða fýsir að
leita hingað atvinnu. Þama er
skilmerkilegt viðtal við Jón Sig-
urpálsson, lögfræðing hjá útlend
ingaeftirlitinu, um aðstötöu út-
lendinga ftl vinnu hér á landi og
um hagi þeirra erlendu manna,
sem nú eru hér að störfum.
Fleira er i heftunujn, sumt smá-
Tilkynning frd
NOVO-sjóði
Úr sjóðinum hefur nýlega ver
ið veitt fé tveimur íslenzkum
læknum til vísindalegra rann-
sókna. Ófeigi J. Ófeigssyni
vom veittar danskar krónur
7.500,00 til frekari rannsókna á
brunasárum og lækningu á
þeim. Ólafi Jónssyni vom veitt-
ar danskar krónur 2.500,00 til
frekari rannsókna á arfgengi
vissra blóðsjúkdóma hér á landi.
NOVO—SJÓðUR er sjálfe-
eignarstofnun. Úr sjóðnum er
árlega veitt fé til vísindalegra
rannsókna á sviði læknisfræði,
er mönnum gefst kostur á að
sækja um samkvæmt auglýsingu.
Formaður sjóðstjórnarinnar er
prófessor dr. phil. H-H. Ussing,
Kaupmannahafnarháskóla. Full-
legt, bæði kímins og alvarlegs
efnis, og loks skrá yfir sitthvað,
sem hér hefur verið á síðasta
hausti og fyrstu mánuðum vetr-
arins upp á boðið af leiklist og
tónlist — ennfremur drepið á
Myndlistarskólann og á athafnir
íslenzk-erlendra kynningar- og
menningarfélaga.
Éð teldi það illa farið, ef Is-
lendingar, sem fjölmargir lesa
enska tungu, styddu ekki útgáfu
þessa rits með því að kaupa þa’ð,
þar sem þeir þá líka mundu ó-
tvírætt hafa ánægju af lestrin-
um — og jafnvel flestir einhvern
hagnýtan fróðleik.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
trúi af hálfu íslands í sjóð—
stjóminni er dr. Þorkell Jóhann
esson, Rannsóknastofu Háskóla
íslands í lyfjafræði.
NOVO—SJÓðUR var stofnað
ur af stofnendum lyfjaverksmiðj-
unnar NOVO INDUSTRI A.S. í
Kaupmannahöfn. Sjóðurinn á nú
meirihluta hlutafjár í lyfjaverk-
smiðjunni. Sjóðurinn veitti sam-
tals danskar krónur 192.000,00
til vísindalegra rannsókna á ár-
inu 1967. Á þessu ári verður
fé veitt úr sjóðnum til rann-
sóknastarfsemi í Svíþjóð, Finn-
landi, Noregi og íslandi auk
Danmerkur.
Aðalframkvæmdastjóri fyrir
NOVO INDUSTRI A.S er dr.
phil. K. Hallas-Möller, og í
Henning Juncher, M.Sc., en
hann dvaldist á íslandi á stríðs-
árunum síðari og starfaði þá í
Laugavegs Apóteki og Reykja-
vlkur Apóteki.
SYN IIMG
Um leið og við opnum nýtt VOLVO-verkstæði bjóðum, við þeim
sem áhuga hafa að sjá það svo og þær vörur sem við seljum.
BÁTAR OC ÚTBÚNAÐUR FYRIR ÞÁ
HUSQVARNA SAUMAVÉLAR
HUSQVARNA ELDHÚSTÆKI
BLAUPUNKT SJÓNVARPSTÆKI
OC ÚTVARPSTÆKI
Sýningin verður opin: Laugardag kl. 2 — 6
Sunnudag kl, 2 — 6
Börn í fylgd með fulorðnum eru velkomin.
ATHUGIÐ! y
5% afsláttur veittur af öllum vörum úr Husqvarna og Blau-
punkt deild sem pantaðar eru á sýningunni á laugardag.
Greiðist fyrirfram innan 14 daga, afhending 4 dögum síðar.
unnai S$>£eiw>an h.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver< - Sími 35200