Morgunblaðið - 21.04.1968, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRIL 158«.
Hinn grunaði sást
í Suður Kaliforníu
New York, 29. apríl — NTB:
ÁFRAM ER haldið hinni áköfu
leit að morðingja dr. Martins
Luthers Kings, m.a. er mikil á-
herzla lögð á að leita í Imperial
Valley í Suður Kaliforníu, þar
sem lögreglunni barst vitneskja
um að hann hefði sézt þar fyrr
í þessari viku og þá verið að
reyna að fá far til Arizona.
Maðurifm, sem leitað er, Jam
es Earl Ray, eins og hann mun
heita réttu nafni, slapp úr fang-
elsi í Missouri 23. apríl sl. þar
sem hann átti að afplána 20 ára
fangelsisdóm.
Fangavörðurinn, sem gætti
hans segir, að Ray sé forhertur
og gersamlega tillitslaus afbrota
maður, sem ekki mundi víla fyr
ir sér að myrða mann eins og
dr. King. Þá er haft eftir veit-
ingamönnum í vínstúku í Los
Angeles, þar sem hann var tíður
gestur, að hann hafi verið ákaf
ur hatursmaður blökkumanna og
stuðningsmaður George Wallace
sem fer í reynd með embætti rík
isstjóra Alabama, þótt heita eigi
að kona hans gegni embættinu.
Bandarískir könnuð-
ir ó Norðurpólnusn
Chicago, 19. apríl AP.
HÓPUR áhugamanna um land-
könnun komst til Norðurpólsins
á föstudag og eru þetta fyrstu
mennirnir, sem náð hafa að kom
ast þangað landleiðis, frá því að
leiðangur Pearys fór til Norður-
pólsins 1909. Leiðangurinn nú
hafði lagt að baki sér 763 km
leið yfir heimskautaísinn og far-
ið þessa leið á 44 dögum.
Var frá því skýrt, að Ralph
Plaisted, foringi leiðangursins,
hefði tilkynnt um útvarp, að
22000 óro
„skúlptúr"
íinnst í Asíu
New York, 20. apríl AP.
• „SKÚLPTUR“ af mannshöfði,
sem höggið hefur verið í
kalkstein fyrir um það bil 22.000
árum, fannst nýlega í Afghan-
istan. Þeir, sem fundu voru fom
leifafræðingar frá „The Ameri-
can Museum of Natural History"
og mun þetta elzti „skúlptúr“,
sem til þessa hefur fundizt í
Asíu.
Höfuðið fannst í Kupruk sum-
arið 1965 í klettabyrgi, um þrjá
metra undir yfirborði. Hafa síð-
an verið gerðar á því nókvæmaT
irannsóknir og sérfræð'ngar kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að það
sé 22.000 ára.
hann og þrír aðrir af leiðang-
ursmönnunum, en þeir eru sex
alls, hefðu komist til Norðurpóls
ins á föstudaginn, er þeir fóru
lokaspölinn til pólsins og var sú
leið um 16 km. Plaisted skýrði
frá því, að hinir leiðangursmenn
irnir væru nokkurn spöl á eftir.
Leiðangursmenn hafa notað
vélknúna sleða á ferðalaginu
og er þetta í fyrsta sinn, sem slík
um tækjum er beitt til þess að
komast til Norðurpólsins með
því að fara eftir heimskautsísn-
um. Vistum var varpað til leið-
angursmanna öðru hvoru úr
flugvélum og fengu þeir þann-
ig það, sem þeir þörfnuðust, til
þess að standast hörkufrost, snjó
storma, sem ollu því, að þeir
urðu að haldast við í tjöldum sín
um dögum saman, einu sinni í
sjö daga samfleytt, svo og fleiri
erfiðleika.
Leikstjóri og aðalleikendur í „Horft um öxl“ frá vinstri: Ævar R. Kvaran, Helgi Skúlason og
Helga Bachmann.
Ritverk Einars Kvarans fram-
haldsleikrit Útvarpsins —
NÆSTKOMANDI fimmtudag,
sumardaginn fyrsta, verður flutt
ur fyrsti þátturinn af nýju fram
haldsleikriti í útvarpinu, sem
nefnist „Horft um öxl“. Leikritið
er samið eftir Sögum Rannveig
ar eftir Einar H. Kvaran, en
skáldsaga þessi var gefin út ár
ið 1919. Um þessar mundir eru
liðin 30 ár frá láti höfundar. —
Ævar R. Kvaran hefir fært sög
urnar í leikritsbúning og annast
hann jafnframt leikstjórn.
Framkvæmdastjóri hljóðvarps,
dagskrárstjóri og leikstjórinn
skýrðu frá þessu á blaðamanna-
fundi nú fyrir helgina. Þar kom
fram, að þetta er liður í þeirri
Mesta útboö sjálfboðaliða
—í sambandi við gildistöku
H-umferðai 26. maí
EINS og Mbl. sagði frá í frétt
s.l. miðvikudag, er nú hafið eitt
mesta útboð sjálfboðaliða, sem
um getur hér á landi, í sam-
bandi við gildistöku H-umferð-
ar 26. maí. Sjálfboðaliðarnirmun
starfa sem umferðarverðir á H-
Fræðslunámskeið um
sveitastjórnarmál —
SAMBAND íslenzkra sveitarfé-
laga heldur fræðslunámskeið um
sveitarstjórnarmál í Tjamarbúð
í Reykjavík dagana 22.-24. þessa
mánaðar. Formaður sambandsins,
Páll Líndal, borgarlögmaður, set-
ur námskeiðið. Ingólfur Jónsson
landbúnaðarráðherra, flytur á-
varp. Síðan verða flutt erindi
um helztu viðfangsefni oddvita
og hreppsnefnda.
Fyrsta daginn flytur Hjálmar
Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, erindi,
um samskipti sveitarstjóma við
önnur stjórnarvöld, Ölvir Karls
son, oddviti talar um sveitar-
stjórn í dreifbýli og Unnar Stef-
ánsson blaðstjóri um sameiningu
sveitarfélaga. Sigurbjöm Þor-
björnsson ríkisskattstjóri, hefur
framsögu um staðgreiðslukerfi op
inberra gjalda. Aðalsteinn Eiríks
son, námsstjóri og Torfi Ásgeirs
son, skrifstofustjóri ræða skóla-
mál og Gísli Kristjánsson rit-
stjóri Freys talar um forða-
gæzlu.
Annan daginn ræðir Guðjón
Hansen, tryggingafræðingur um
almannatryggingar, dr. Sigurður
Sigurðsson, landlæknir um lækn
isþjónustu í dreifbýli, Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri,
um Lánasjóð sveitarfélaga og
Bjargráðasjóð fslands og Valdi-
mar Óskarsson skrifstofustjóri,
um nýja fasteignamatið. Einnig
verður rætt um þjóðskrá, bók-
hald og samskipti sveitarfélaga
við Hagstofu íslands. Erindi
flytja Klemenz Tryggvason, hag
stofustjóri, Ingimar Jónsson,
deildarstjóri og Hrólfur Ásvalds
son, viðskiptáfræðingur.
Seinasta dag námskeiðsins tal-
ar Ásgeir Ólafsson, forstjóri, um
bmnavarnir í sveitum, Þorsteinn
Einarsson, íþróttafulltrúi um fé-
lagsheimili, Birgir Kjaran alþm.,
um náttúmvernd, Guðmundur G.
Hagalín, bókavörður, um sveita
bókasöfn og héraðsbókasöfn og
Vigfús Jónsson, oddviti um fram
kvæmd sveitarstjómarkosninga í
kauptúnahreppnuml
Námskeiðið sækja milli 40 og
50 hreppsnefndarmenn og sveitar
stjórar frá sveitarfélögum víða
um land.
dag og vikuna þar á eftir og
er talið, að ekki þurfi færri en
1000 umferðarverði í Reykjavík
einni saman. Umferðarnefnd
Reykjavíkur hefur tekið að sér
að sjá um útvegun sjálfboða-
liða í Reykjavík og í gær kvaddi
Pétur Sveinbjamarson, forstöðu-
stöðumaður Fræðslu- og upp-
lýsingaskrifstofu Umferðanefnd-
ar fréttamenn á sinn fund og
skýrði þeim frá tilhöguninni
eins og hún verður í Reykjavík.
Reykjavíkurborg hefur verið
skipt niður í 17 varðsvæði og
verða flokksstjórar yfir hverju
svæði sem tengiliðir milli um-
ferðarvarða og lögreglu. Flokks
stjórarnir eru sjálfboðaliðar og
hafa þeir verið fengir frá
hjálparsveitum, svo og öðrum
félögum og félagasamtökum.
Umferðarverðir eiga að að-
stoða gangandi vegfarendur, veita
þeim ráð og leiðbeiningar og á
allan hátt auka öryggi þeirra
eins og frekast er unnt. Aftur
á móti hafa umferðarverðir eng-
in afskipti af stjórn umferðar
ökutækja. Til að auðvelda um-
ferðarvörðum starfið, verður gef
in út handbók, þar sem upplýs-
ingar verður að finna um verk-
verða einkenndir með hvítum
ermahlífum. Heppilegast er tal-
ið að hver umferðarvörður starfi
tvo tíma í senn á dag.
Þeim stöðum þar sem umferð-
averðir verða að störfum, er
skipt í tvo flokka. í fyrsta lagi
frá kl. 08.30 að morgni og fram
til kl. 18.30 að kvöldi. í öðru
lagi eru staðir, þar sem aðeins
er þörf tímabundinnar umferð-
arvörzlu. Er umferðarvarzla þar
á þeim tímum, sem umferð gang-
andi vegfarenda er mest, svo
sem er fólk fer til og frá vinnu,
í sambandi við kvikmyndasýnin
ar, heimsóknartíma sjúkrahúsa
o.s.frv. Leitað verður til um eitt
hundrað fyrirtækja, um að starf
fólk þeirra annist umferðarvörzl
á þeim gangbrautum, sem við
fyrirtækin eru.
Allir geta gerzt umferðarverð-
ir, konur jafnt sem karlar, en
15 ára eða eldri. Er hér því
Iteerkomið tækifæri fyrir fólk
til að gerast virkir þátttakend-
ur í umferðarbreytingunni. Kyn
ingarrit liggur frammi á lög-
reglustöðvum, hjá bifreiðaeftir-
liti ríkisins, á pósthúsum og
fleiri stöðum, auk þess sem bækl
ingi með þátttökutilkynningu hef
ur verið dreift.
Framkvæmdanefnd H-umferð
ar efnir til happdrættis meðal
umferðarvarða um allt land og
munu þeir fá afhentan einn
happdrættismiða fyrir hverja
tveggja stundá varðstöðu. Vinn-
ingar í happdrættinu eru alls
10, fimm eru ferðir til Banda-
ríkjanna ásamt vikudvöl þar í
landi, en þá vinninga hafa Loft-
leiðir gefið. Fimm vinningar eru
dvöl í vikutíma í skíðaskólanum
í Kerlingarfjöllum. Þá fá umferð
arverðir sérstök viðurkenningar
skjöl fyrir þátttöku sína í um-
ferðarbreytingunni.
Allar nánari upplýsingar veit
ir Fræðslu- og upplýsingaskrif-
stifa Umferðarnefndar Reykja-
víkur, íþróttamiðstöðinni, Laug-
ardal, sími 83320, og er æski-
legt, að fólk verði heldur í
fyrra lagi með að tilkynna þátt
töku sína.
starfsemi Utvarpsins, að kynna
verk eldri höfunda, en leikform
ið er einkar vinsælt í því efni.
Með aðalhlutverk í leikþátt-
um þessum, sem alls eru 6 tals
ins, hver um 45 mínútur, fara
þau hjónin Helga Bachmann og
Helgi Skúlason. Ýmsir aðrir fara
með hlutverk í þáttunum svo
sem Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón
Aðils, Þóra Borg, Árni Tryggva-
son o. fl.
Magnús Blöndal Jóhannsson
hefir samið sutta tónverkskafla,
sem verða fluttir á undan hverj
um þætti og á nokkrum stöðum
í þeim.
Sögur Rannveigar er frásogn
aðalpersónu leiksins, en einstök
atvik síðan leikin. Tveir fyrstu
kaflarnir gerast heima í sveitinni
á æskuslóðum söguhetjunnar,
hinn 3. í Kvennaskólanum í
Reykjavík og þrír hinir síðustu
í Kaupmannahöfn. Atburðirnir
gerast á þjóðlífsbreytingarstigi
fyrstu tuga þessarar aldar.
Leikstjórinn kvað það reynslu
útvarpsmanna að íslenzk leik-
verk væru vinsæl bæði meðal á-
heyrenda og einnig tækju þau
leikarana sjálfa sterkari tökum
en mörg erlend verk. — Hann
kvað áök og spennu mikla í
þessu verki og lét í ljós þá von
að það mætti vel líka.
Á að leggja
landsprólið
niður?
UNDANFARIÐ hafa átt sér stað
miklar umræður um skólamál. Af
því tilefni verða þau gerð að
umtalsefni í þætti Björgvins Guð
mundssonar, „Á rökstólum", sem
úvarpað verður annað kvöld kl.
20,50.
Björgvin Guðmundsson hefur
beðið blaðið að geta þáttar þessa
en dr. Matthías Jónasson og
Matthías Johannessen, ritstjóri,
munu þar ræða um það, hvort
leggja eigi landsprófið niður.