Morgunblaðið - 21.04.1968, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1968, Side 8
t 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRlL I9W. innin nr. 47 vi er til sölu nú þegar.. Tilboð í eignina með tilgreindum greiðsluskil- málum sendist undirrituðum fyrir 25. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Ólafur Þorgrhnsson, hrl., Austurstræti 14. Ályktanir Fél. ísl. náttúrufræðinga AÐALFUNDUR Félags íslen^kra náttúrufræðinga 1968, var hald- inn 22. febrúar síðastliðinn, og var fundurinn vel sóttur. ,Helztu ályktanir fundarins voru þessar: Fundurinn hanmar dráitt þann, sem enn hefur orðið á, að hafin verði kennsia í náttúrufræðum við Hláskóla íslands, og er þess VERZLUNARHUSNÆÐI Til leigu er nýtt glæsilegt verzlunarhúnæði í nýju hverfi í Austurbænum fyrir eftirtaldar verzlanir. VEFNAÐARVÖRUVERZLUN BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERZLUN SKÓBÚÐ FISKBÚÐ RAFMAGNSVÖRUR Einnig er möguleiki á öðrum verzlunum og lagerplássi í kjallara. Verzlunarhúsnæðið verður tilbúið í maí n.k. Nánari upplýsingar gefnar í síma 16990._ Víkingaöldin, glœsilegasta tímabil norrcennar sögu, stigur Ijóslifandi fram af hverju blaði þessa mikla og veglega verks. VIKINGARNIR Svipraikil saga, Ktrík og heillandi, af lifi forfeðra vorra I önn og ævintýnim. Aldrei hefur íslenzkum lesendum gefist kostur að kynna sér lífshætti op verkmenningu víkingaaldarinnar & jafn skýran og aðgengilegan hátt. Próf. Bertil Almgren sá um útgáfu þessa mikla verks 1 samvinnu við vísindamenn í mörgum löndum. Dr. Kristján Eldjám, þjóðminjavörður, ritaði þáttinn um ísland i bókina. Þýðingu gerði Eirikur Hreinn Finnbogason, cand. mag. Bókin er 288 blaðsiður og hefur að geyma 400 myndir og teikningar, þar af 92 stórar litmyndir. •Bókarbrot 31,5x29,5 cm.—Verð til féiagsmanna AB kr. 980.— vænzt, að ekki dragist lengur á langinn að sú kennsla hefjist. Fundurinn fagnar byggingu hafrannsóknarskipanna „Bjarna Sæmundssonar“ og „Árna Frið- rikssonar", og nýbyggingar Rann sóknarstoefnunar Landbúnaðar- ins á Keldnaholti. Fundurinn vekur athygli á að- kallandi húsnæðisvandamáli Veðurstofu íslands og sfcorar á Alþingi og ríkisstjórn að gfcra nú þegar ráðstafanir til fyrir- hugaðra byggingarframkvæmda. Bendir fundurinn á, að skammt er nú til 50 ára starfsafmælis Veðurstofu fslands, sem er í ársbyrjun 1970. Fundurinn mælist til þess við stjórnvöld, að hafin verði und- irbúningur að byggingu húsnæð- is fyrir Náttúrufræðistofnun ís- lands með húsrými fyrir rann- sóknaraðstöðu, háskólakennslu og sýningarsali. Fundurinn ítrekar ályktun að- alfundar 1967 og lýsir yfir óánægju sinni með launakjör há skólamenntaðra sérfræðinga, sem laun taka samkvæmt hinu almenna launakerfi ríkisins. Jafn framt er vakin athygli á ósam- ræmi því, sem nú er á launa- kjörum samibærilegra hópa há- skólamenntaðra manna í opin- berri þjónustu. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Banda- lag háskólamanna og telur eðli- legt, að bandalagið og aðildar- félög þess fái fullan samnings- rétt. Fundurinn telur, að Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja hafi ekki sýnt kjaramálum og sérstöðu náttúrufræðinga og annarra háskólamanna nægileg- an skilning. í stjórn Félags ísl. Náttúru- fræðinga eru: dr. Sturla Friðriks son, formaður, Bergþór Jchanns- son, varaformaður, Svend-Aage Malmíberg, ritari Gunnar Ólafs- son, gjaldkeri og Flosi H. Sig- urðsson, meðstjórnandi. í fulltrúaráð Bandalags há- skólamanna var fyrir Félag ís- lenzkra nátitúrufræðinga kosinn Flosi H. Sigurðsson og til vara Friðrik Pálmason. (Frá Félagi íslenzkra náttúrufræðinga). - UR VERINU Framh. á bls. 3 Sviar komast á bragðið. Norðmenn smíðuðu í fyrra síldveiðiskip fyrir Svía, „Stella Nova“. Skipið var að veiðum í Norðursjónum. Síðustu 7 mán- uði ársins aflaði það fyrir sem svarar 14% millj. íslenzkra króna, sem er álíka aflaverð- mæti og hæstu íslenzku stóru bátanna allt árið í fyrra. Aflinn var seldur í Danmörku og að nokkru leyti í Þýzkalandi. Þetta er hringnótarskip með geymum til að kæla í síld og fisk, svo að skipið skilaði fyrsta flokks vöru. Þessi velgengni „Stella Nova“ hefur leitt til þess að nokkrir sænskir útgerðar- menn ætla nú að fylgja í kjölfar- ið og láta smíða sér slík skip. Samdráttur í togaraútgerð Breta Gufutogarar eru nú S0 í Bret- landi á móti 120 fyrir 17 mánuð- um. Olía hefur hækkað og fisk- verð lækkað, og eykur það á erfiðleikana. Brezk blöð segja, að þeir verði ekki margir gufu- togararnir, ef þeir verða þá nokkrir, sem verði látnir fara í fjögurra ára flokkunarviðgerð, sem kostar 3% milljón krónur á skip. Formaður félags togaraút- gerðarmanna. í Hull segist gera ráð fyrir, að 30 togurum í við- bót verði lagt í sumar, og það geti orðið fyrir fullt og allt. Þeg- ar skipi hefur einu sinni verið lagt, er næstum því ógerningur að koma því á veiðar á ný, kostn aðurinn er svo mikill. Ég held, að á síðustu 9 mánuðum hafi eng inn brezkur togari að undan- skildum 6 skipum haft fyrir fif- skriftum, og 50% af togurunum hafa ekki haft neitt upp í af- skriftir og verið reknir með beinu tapi. Þetta getur efcki gengið þannig áfram, sagði for- maðurinn. Verði 20 togurum lagt í viðbót, missa 600 menn at- vinnu. Með núverandi rekstrar- grundvelli eru engin skilyrði til jflovjjimWsiþib RITSTJORN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI IQ.IOD að byggja nýja togara. Og ef hinar nýju kröfur sjómanna nú verða gerðar að veruleika, verð- ur það til þess að reka naglann í líkkistu brezkrar togaraútgerð- ar. Allt, sem stéttarfélögin áynnu við að auka þannig til- kostnaðinn, yrði að varpa með- limum sínum út í atvinnuleysi, sagði formaðurinn að lokum. Hættir Ross togaraútgerð? Ross er annað stærsta togara- útgerðarfélag í Bretlandi. Þeir eiga nú 52 skip, en áttu 70 fyrir ári. Þeir létu aðeins byggja einn togara á síðastliðnu ári, og var það frystitogari. Fengu þeir í op- inberan styrk 40% og 50% lán hjá skipasmíðastöðinni. Þrátt fyrir þessa miklu aðstoð er tal- ið vafasamt, að skipið beri sig, eins og ástandið er nú hjá brezkri togaraútgerð. Á síðast- liðnu ári tapaði Ross-félagið sem svarar 1% milljón króna á skip. Bretar færa sig upp á skaftið í síldveiðum. Brezka síldveiðiskipið Selma, sem Salvesen & Co. í Leith á og er frekar lítið skip, fékk um miðjan marz góðan farm við Færeyjar. Fyrir síldina fékkst á- gætt verð í Aberdeen, um % milljón krónur. Selma flutti síid ina, sem var stórsíld, í tönkum með kældum sjó, og reyndist hún afbragðs vara. Segir í fréttinni, að Selma hafi að losun lokið farið á sömu slóðir, þar sem is- lenzk og færeysk skip voru að veiðum (Reykjaborg og Fylkir) ásamt rússneskum reknetabát- Brezk síldarvinnsla nálgast Island Fyrir nokkru var skýrt frá því í þessum þáttum, að brezkt fyrirtæki hefði stóraukið afköst frystihúss á Shetlandseyjum. Nú berast fréttir um, að þeir hafi stækkað mikið síldar- og fiskimjölsverksmiðju í Bressay, sem er ein af Shetlandseyjunum. Stækkunin þrefaldar afköst verksmiðju þeirrar, sem fyrir er. I fréttinni í „Fishing News“ segir, að 1967 hafi verk- smiðjan fengið meira hráefni en nokkru sinni áður og hafi mest af því komið frá íslenzk- um og skandinaviskum síld- veiðiskipum, og hafi afköst verksmiðjunnar í sumar verið nýtt til hins ítrasta. ,ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ AB, Húsnæði Húsnæði um 200 ferm. og athafnasvæði óskast fyrir vöruafgreiðslu. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vöruflutningar — 8554“ fyrir fimmtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.