Morgunblaðið - 21.04.1968, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1968.
„Svipaðir fjdrhagsmöguleikar
ó að salto og frysta"
Einar Símonarson skipstjóri
á Staöarberginu er þarna að
bæta trollið á bryggjunni.
eins meira, en í fyrra. Þá
fengum við 2700 tonn yfir alla
vertíðina, en nú þegar erum
við búnir að fá 2500 tonn. í
fyrra höfðum við 4 báta, en
nú höfum við 3. Við þorðum
ekki annað en að sleppa ein-
um vegna stöðvunarinnar á
skreiðinni.
— Fer aflinn í frost og
salt?
— Við frystum eins og
við gátum framan af vertíð-
tíðinni meðan aflamagn var
ekki eins mikið, en nú sölt-
um við meira því að það er
hægt að salta mun meira
magn af fiski, heldur en
frysta, á sama tíma. Dauða
fiskinn, þann sem er meir en
einnar náttar, söltum við all-
an og einnig er saltaður einn
ar náttar fiskur, þegar mik-
ið berst á land. Þegar við sölt
um vinnum við með mest all
an mannskapinn við það. Það
kemur í rauninni miklu meiri
vinna á okkur núna í vetur
heldur en í fyrravetur vegna
lokunarinnar á skreiðarmörk
uðum. Skreiðin er langsam-
lega fljót verkuðust af þeim
vinnuaðferðum sem hér tíðk
ast og í fyrra fóru 15—1600
tonn af fiski í skreið, en nú
verður að salta þetta allt.
— Það er mun betri fiskur
nú, eiginlega ekkert af 2
nátta fiski eða rétt nú um
páskana. Það kemur líka til
af því að nú eru mun færri
net í sjó þar sem eru að jafn-
aði 7—8 trossur á bát í stað
allt að 12 trossum í fyrra. Ég
tel að þetta ráði úrslitum í
gæðum fisksins, þvi að það
er hægt að sinna þessum
- fiskur -
an er nokkrir tugir metra
á breidd og það þarf
styrka hönd á stýris-
hjólinu þegax fleyinu
er rennt inn í höfnina
um brimað haf. Þá er
hafnarmynnið eins og
kólguflekkur, og skipin
hverfa í hvínandi pusi
öldufaldsins.
Þegar við renndum inn
í Járngerðarstaðahverfið í
Grindavík einn sólardag-
inn fyrir skömmu, var
vorið í umhverfinu og
særinn var lognsléttur. í
vitin blandaðist sjávarilm
urinn mosabragðinu frá
Reykjaneshrauninu. Það
voru álfareiðir við höfn-
ina og þaralyngið ruggaði
sér í aðfallinu.
Nokkrir bátar lágu við
bryggju og sjómennirnir
voru að landa, en flestir
voru enn á sjó, enda sólin
skammt norðan við vest-
ur. Við eina trébryggjuna
lá Setbergið, nýkomið af
miðunum með 20 tonn af
vænum þorski. Skipstjór-
inn, Einar Símonarson,
var á bílpallinum og los-
aði úr háfnum. Trollið lá
útbreitt á bryggjunni, það
hafði rifnaði lítillega á ein
hverjum hraunhroddinum
og beið því viðgerðar. Set
bergið hefur aflað ágæt-
lega og líklega er háseta-
hluturinn eitthvað um 70-
80 þúsund það sem af er
vertíð, og aflamagnið er
um 200 tonn.
Við fórum í frystihúsið
Arnarvík og hittum verk-
stjórann, Óskar Hermanns
son, sem jafnframt er
einn af eigendum Arnar-
víkur. Þeir bæði frysta og
Saltfiskinum var staflað á vörubíl, sem flutti fiskinn í þurrk. Á bílnum er eingöngu ufsi.
f ARNARVÍK ræddi Óskar
Hermannsson verkstjóri við
okkur um frystingu, söltun
og fiskverkun almennt. Hjá
Óskari komu fram skýrar töl-
ur í möguleikum fiskverkun-
arinnar.
— Hvernig er útkoman það
sem af er vertíð?
— Aflamagn er komið að-
- sjómenn
landmenn
salta í Arnarvík og við
röbbuðum við Óskar um
reksturinn og vinnsluna al
mennt, sitjandi í matstofu
Arnarvíkur, þar sem við
þágum kaffi og nýheima-
bakaðar kökur í mörgum
útgáfum. í meðfylgjandi
viðtölum lesum við skoð-
anir Óskars á fiskvinnsl-
unni og einnig hittum við
að máli kokkinn á Sigur-
björgu, Pálma Þórðarson,
sem jafnframt er útgerðar
maður bátsins- Það er
ekki oft sem hægt er að
ræða við útgerðarmann,
sem dundar við matseld
fyrir mannskapinn.
Það kemur greinilega
fram í eftirfarandi viðtöl-
um að það þarf að fiska
töluvert meira aflamagn
á netum .heldur en á trolli
til þess að fá sama afla-
hlut. Einnig kemur það
fram, að það er álitamál
hvort það borgar sig fyrir
atvinnurekandann að
salta eða frysta.
„Skipuleggja skal land-
helgina ó raunhæfan hótt“
Við hittum fyrst að máli
Einar Símonarson, skipstjóra
á Staðarberginu, en þeir eru
á trolli og þurfa að sækja
minnst 12 mílur út.
— Hvernig hefur aflazt
miðað við síðasta ár?
— Já, þetta hefur verið
svipað hjá okkur í trollið og
á sama tíma og í fyrra, en
þá var aðal trollfiskiríið í
maí. í fyrra fengum við um
400 tonn í trollið yfir vertíð-
ina og við vorum alveg
ánægðir með það.
— Hvað eruð þið búnir
að fá mikið núna?
— Við erum með um 200
tonn, þetta er enginn afli,
en hann hlýtur að koma.
— Hver verður hásetahlut-
urinn úr því?
— 180-190 tonn gera svona
um 1 milljón og ef við erum
5 á þá 1 milljón það gera
um 76 þúsund kr. í háseta-
hlut.
— Er þetta þorskur núna?
— Já, það er mest þorskur.
— Hvernig kemur trollið
út fyrir útgerðina?
— Ef fiskast í trollið þá
ÞEGAR strákar sem alast
upp við sjó leika sér með
báta sína í fjörunni, grafa
þeir gjarnan lítið lón við
flæðarmálið og fullkomna
síðan höfnina með því að
opna hana með mjórri
Áhöfnin á Sigurbjörgu var a® bæta inn í trossurnar og það
voru snör handtök við að steina niður.
gengur þetta. Við töldum
vera grundvöll fyrir þessu í
fyrra með 400 tonn, en ef það
koma óhöpp fyrir þá er
grundvöllurinn ekki það
traustur að hann þoli lengi
við. Annars finnst mér að
það ætti alF leggja áherzlu á
lausn landhelgismálsins og
láta ekki þessa kjánalegu
löggjöf viðhaldast. Ég tel, að
smærri bátarnir svona upp
að 150 tonnum gætu gjörnýtt
landhelgina með raunhæfari
skipulagningu.
Pálmi Þórðarson útgerðar-
maður og matsveinn á
Sigurbjörgu.
rennu út í stóra alvöru-
hafið, Atlantshafið, og þar
með geta þeir róið skipum
sínum, skipum, sem
kannski eiga eftir að
stækka í þeirra höndum-
Höfnin í Grindavík er
ekki leikfang, hún er vígi
og vörn skipanna þegar
þau hvílast og einnig
þegar hafið fer hamförum.
En Grindavíkurhöfn er
eins og æfintýrahöfnin,
það er örmjó renna inn í
hana, inn í öruggt skjól
fyrir opnu hafinu. Renn-
VER-
TfDIN
GRINDAVÍK ÖNN DAGSINS