Morgunblaðið - 21.04.1968, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRIL 190«.
Minningarorð:
Guðmundur Jensson
F.: 26. 9. 1892 — D.: 15. 4. 1968
ÞEGAR góður vinur og frsendi,
Guðmundur Jensson er kvaddur
hinztu kveðju, kalla liðin sam-
vistarár margar minningar fram
í hugann. En í stuttri minningar-
grein verður þó aðeins stiklað
á stóru.
Guðmundur Jensson var bor-
inn og bamfæddur í Reykjavík,
sonur hjónanna Ingibjargar Guð
mundsdóttur og Jens Bjömssonar,
er bæði voru ættuð úr Ámes-
sýslu.
Kvæntur var Guðmundur Sig-
ríði Sigurðardóttur frá Þórarins-
stöðum í Seyðisfirði eystra. Eign
uðust þau hjón þrjú böm, Þór-
unni, sem gift er Ólafi Hallgríms
syni stórkaupmanni í Reykjavík,
Emu giftri John McKesson, fuil
trúa í utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna og Sigurð verzlunar-
mann í Reykjavík, sem kvænt-
ur er Önnu Flygenring.
Ég veit að það var Guðmundi
víðsfjarri að á hann væri borið
lof eðr færðar þakkir, þó að til
hvorttveggja hafi hann ríkulega
unnið. Hann kaus að lifa kyrr-
látu lífi, áreitnislaust við sam-
borgara sína.
Guðmundur hafði ákveðnar og
mótaðar skoðanir til þeirra mála,
Eiginmaður minn
Ingimar Finnbogi Jónsson
bakarameistari
andaðist á Landsspítalanum
20. þ.m. Jarðarför ákveðin
síðar.
Þorfinna Guðmundsdóttir
og vandamenn.
Maðurinn minn
Vigfús Þórðarson
framkvæmdastjóri,
Stokkseyri,
lézt föstudaginn 19. apríl.
Fríða Jóhannesdóttir, börn
og tengdabörn.
Maðurinn minn
Magnús E. Sigurðsson
Bryðjuholti,
Hrunamannahreppi,
sem lézt að heimili sínu 16.
apríl, verður jar’ðsunginn frá
Hrunakirkju miðvikudaginn
24. þ.m. kl. 2 e.h. Blóm og
kransar afbeðin, en þeim sem
vildu minnast hans láti
Sjúkrahús Selfoss njóta þess.
Ferð verður frá Umferðar-
miðstöðinni 24. þ.m. kl. 10.30.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Móðir okkar
Sólveig Bergmann
Sigurðardóttir
verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 22. apríl
kl. 1.30. Þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er bent
á líknarstofnanir.
Börnin, barnabörn og
tengdabörn.
er voru efst á baugi, og sagði
jafnan hug sinn allan hvort sem
likaði betur eða verr. Slíkum
traustum stoðum er hverju þjóð
félagi góður styrkur að.
Ungur að árum brauzt Guð-
mundur, þrátt fyrir lítil efni,
til mennta og útskrifaðist úr
Verzlunarskóla íslands. Mun
Thor Jensen bæði hafa hvatt
hann og styrkt til náms, enda
réðst hann fyrst til verzlunar-
starfa hjá honum í verzluninni
Godtháb.
Síðar varð hann skrifstofu-
stjóri við fyrsta húsgagnaverk-
stæðið í Reykjavik, sem faðir
minn var meðstofnandi að, Jón
Halldórsson & Co, að Skólavörðu
stíg 6.
Þegar faðir minn, sem keypt
hafði Nýja Bíó, réðst í nýbygg-
ingu fyrirtækisins við Austur-
stræti, gerði hann frænda sinn
og vin Guðmund Jensson að fé-
laga sínum, og frá árinu 1920
ráku þeir fyrirtækið í samein-
ingu. Varð samleið þeirra fé-
laga og fjölskyldna þeirra bæði
löng og gifturík, og óx af náin
og gróin vinátta.
Margs er því að minnast á
þessarri stundu, en sérstaklega
eru mér hugleiknar samveru-
stundir með Guðmundi og frú
Sigríði að Öldugötu 16. Blærinn
yfir heimili, ástríki húsráðenda
og ylur í orði og athöfn, var allt
með slíkum ágætum að á betra
verður ekki kosið. Og ég veit,
að þó Guðmundur sé nú horfinn
og hans skarð ófyllt, mun sama
heiðríkjan haldast yfir Öldu-
götu 16, því að þar heldur frú
Sigríður merkinu hátt. Við kveðj
um nú góðan vin, — traustan og
trygglyndan, flekklausan mann
og höfðingja mikinn.
Hörður Bjarnason.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Vald. Briem.
Þeir fara nú að týna tölunni,
sem fæddir voru og uppaldir í
gamla Vesturbænum, en Guð-
mundur Jensson var fæddur í
húsi, sem stóð vestarlega á Vest
Útför eiginmanns míns
Guðmundar Jenssonar
forstj., Öldugötu 16,
fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 22.
apríl kl. 2 e.h.
Sigríður Sigurðardóttir.
Útför móður okkar
Ólafíu Halldóru
Árnadóttur
fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 23. þ.m. og
hefst kl. 3 e.h.
Sigríður Ólafsdóttir,
Sigurbjörn Ólafsson,
Gísli Ólafsson.
Hjartkær móðir okkar og
tengdamóðir
Guðleif Oddsdóttir
sem andaðist 17. þ.m., verður
jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju þriðjudaginn 23. þ.m.
kl. 2.30.
Geir G. Jónsson,
Sólveig Jónsdóttir,
Anna Árnadóttir,
Sigurjón 6. Gíslason.
urgötunni. Svo til allt sitt líf bjó
Guðmundur í Vesturbænum. Óg
þegar hann reisti sitt fallega hús,
þá var það við Öldugötu, rétt
ofan við æskustöðvamar.
í bernsku missti hann Jens föð
ur sinn, sem var sjómaður. Þar
með brást fyrirvinman svo Ingi-
björg, móðir hans, varð ein að
taka við framfæri heimilisins.
Það má geta þess nærri, að oft
hafi verið þröng í búi hjá þeim
mæðginum. En með mikilli fyr-
irhyggju og sparsemi, þá tókst
þeim að brjótast í gegnum boð-
ana.
Morten Hansen kenndi drengj
um smíði í barnaskólanum og
varð hann hissa þegar Guðmund
ur og vinur hans Hafsteinin Berg
þórsson báðu hann um að fá að
smíða hjólbörur, sem ekki tíðk-
aðist, en þær gætu þeir lagt á
borð með sér við útvegun á at-
vinnu. Þetta tókst. Þannig var
það á þessum mögru árum í byrj
un aldarinnar, að drengir þurftu
að leggja með sér til þess að fá
eitthvað að gera. Þetta atvik er
nú tilfært hér vegná þess að
það sýndi strax hvað í piltinum
bjó. Það má segja að þessi fyrir
hyggja ásamt stakri reglusemi
hafi einkennt allt líf þessa mæta
manns.
Guðmundur Jensson átti góða
konu, frú Sigríði, og samtaka
reistu þau sér eitthvert fegursta
heimili. Þahgað sóttu alla tíð
stór vinahópur, auðfúsugestir,
því gestrisni var hjónunum í
blóð borin. Guðmundur var elsku
legur heimilisfaðir og lét sér
fjög annt um sína nánustu með
ráðum og dáð. Kæri vinur,
hafðu þökk okkar allra.
Drottinn, gef þú dánum ró og
þeim líkn, er lifa.
Ólafur Hallgrímsson.
GUÐMUNDUR Jensson, for-
stjóri Nýja Bíós lézt 15. þ.m. og
verður útför hans gerð á morg-
un frá Dómkirkjunni.
Innilegt þakklæti fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns, föð-
ur, tengdaföður og afa
Jóhannesar Sigurjónssonar
Breiðabóli, Eyrarbakka.
Sigríður Ólafsdóttir,
Dóra Jóhannesdóttir,
Ólafur B. Jóhannesson,
Hjördís Antonsdóttir
og barnaböm.___________
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Sigurðar Hannessonar
Hólum,
Stokkseyrarhreppi.
Systkini hins látna og
aðrir vandamenn.
Guðmundur var fædduir I
Reykjavík 26. september 1892
og var þvi á 76. aldunsári er
hann lézt. Foreldrar harus voru
hjónin Jens Björnsson, sjó-
maður og Ingibjörg Guðmunds-
dóttir.
Aldur sinn allan og starfsæfi
átti hann í Reykjavik, og var
otft ánægjulegt að heyra hann
ininnast „gömlu" Reykjavikur,
þegar minningar æsku og upp-
vaxtaráranna komu í huga hans.
Guðmundur gekk í Verzlunar-
skólann að barnaskólanámi
loknu, og lauk þaðan prófi árið
1911. Hóf hann þá störf, sem
bókihaldari, hjá húsgagnaverk-
stæði Jóns Halldórssonar & Co,
en einn eigenda þess fyrirtækis
var frændi hans Bjami heit.
Jónsson frá Galtafelli. Hófst þá
samstarf þeirra félaga, er síðar
úrðu sameigendur frá 1920 að
fyrirtækinu Nýja Bíó, en hjá
því hafði Guðmundur einnig
starfað að bófchaldi frá 1914.
Samvinna þeirra Bjarna og
Guðmundar, sem entist alla tíð
meðan báðir lifðu, en Bjami
andaðist 20. ágúst 1966, var með
eindæmum góð og bar þar
aldrei skugga á, var eftir báð-
um haft.
Guðmund'ur var sérlaga dag-
farsrprúður og vel metinn maður
og hvar sem hann starfaði eða
fór bar hann með sér þofcfca
hins grandvara mamns, er ekki
mátti vamm sitt í neinu vita.
Félag kvikmyndahúseigenda á
nú á bak að sjá traustum og
góðum félaga, er ætíð var reiðu-
búinn að leysa þau vandamál
er upp kunnu að koma, stæðd
það í hans valdi, en hann var
alla tíð áhugasamur um velferð
félagsins.
Kvæntur var Guðmundur
Sigríði Sigurðardóttur, er lifir
mann sinn, hinni ágætustu konu.
Bjó hún manni sínurn fagurt og
smekklegt hehnili, og voru þau
einkar samrýmd alla tíð. Böm
eignuðusit þau þrjú, er ÖU hafa
nú stofnað sín eigin heimili.
Samstarfsmenn hans í Félagi
Kvikmyndahúseigenda flytja
eiginkonu hans og ástvinum ÖH-
um inniiegar samúðarkveðjur.
Fermingarskeyti
ritsímans
s'imar 06 og 07
L0KAÐ
mánudaginn 22. þ.m. frá kl. 1 e.h. vegna jarðarfarar
Guðmundar Jenssonar, forstjóra.
Málflutningsskrifstofa
Ágústs Fjelsteð og Benedikts Blöndal,
Vátryggingaskrif stof a
Sigfúsar Sighavtsson h.f.,
Kaiiphöllin.
22. APRÍL.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Þú verður að sætta þig við nokkur vonbrigði jafnvel ósigur
I einhverju máli, ef til viU þó akki alvarlegra en heimiliserjum.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Maki þinn eða náinn ástvinur hefur fyrir slysni komið þér í
slæma klípu. Notaðu hugvit þiibt og kænsku tiil að kippa þvi i lag.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júni.
Farðu snemma á fætur og rakleitt til starfa. Hlustaðu vand-
lega á það, sem starfsfélagar þínir hafa til málanna að leggja,
en taktu enga endanlega ákvörðun í því.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Þú skalt gæta þess að fara eftur u'mferðarreglum í dag, eJla
gæti óhapp hent þig og þú ert stundum of kærulaus Forðastu
að fara með slúður.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Vogun vinnur, vogun tapar stendur einhvers staðar. Hætt er
við að þú teflir nofckuð djarft í dag og afleiðingamar verða
ekki sem skemmtilegastar.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september.'
Allir virðast argast £ þér í dag og vilja fá þig til að hlusta
á sig. Taktu því af heimspekilegri ró og leggðu elfcki trúnað
á ýmsar sögur, sem þér eru sagðar uim kunningja þína.
Vogin 23. sptember — 22. október.
Þér hættir við að ofmeta getu þína og skalt sýna meiri hógværð
og lítillæti, þá mun og enda betur ganga. Hugsaðu spaklega
1 kvöld.
Drekinn 23. október — 21. nóvember.
Þú verður fyrir einhvers konar geðshræringu í dag og munu
afleiðingar hemnar koma þér á óvart. Þú skalt sýna fjölskyldu
þinni þolinmæði, þótt þér virðist hún erfið á stundum.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Hugsjónasemi þín getur orðið þér erfið I dag, hugleiddu að
ekki er allt sem sýnist og ekki eru allir viðhlæEiendur vinir.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar.
Þér er ráðið frá að gera nokkra kaupsamninga í dag og yfir-
leitt skaltu sýna fyllstu aðgát, hvort sem er i peningamálum
eða ástamálunum og flana ekki að neinu.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Þú lendir í leiðindum og þrasi á vinnustað, en ósenmilegt að
þú eigir þar nokkra beina sök á. Úr öllu rætist betur en á horfir.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz.
Heilbrigð skynsemi og kurteisi þoka þér býsina lan.gt í dag,
hafir þú vit á að beita þessum eiginleikum. Vertu heiima við
í kvöld.