Morgunblaðið - 21.04.1968, Side 27

Morgunblaðið - 21.04.1968, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1ÍHJ8. 27 Olvaðir ökumenn lítilsvirða líf og heilsu samborgaranna Árið 1967 færði lögreglan í Reykjavík 607 ökumenn til blóðrannsóknar langflesta þeirra vegna gruns um ölvun við akstur. Aukning frá ár- inu 1966 var um 6.3. en það ár var 571 maður færður til blóðrannsóknar vegna slíkra tilfella. í hvorki meira né minna en 102 umferðaróhöpp um á götum Reykjavíkur- borgar á s.l. ári, voru við- komandi ökumenn grunaðir um ölvun við akstur, og í langflestum tilfellum var ölv- un ökumannanna bein örsök árekstranna, og slysanna sem af þeim hlutust. Hafði slík- um tilfellum þá fjölgað um rúm 30 frá árinu áður, er þau voru 78 talsins. Varla fer á milli mála, að ölvun við akstur er eitt allra alvarlegasta brotið gegn um- UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LD'GREGIAN i REYKJAViK ferðarlögunum. Ökurnenn, sem gera sig seka um slík brot, stefna vitandi vits lífi og heilsu sinni og annarra veg- farenda í stórkostlega hættu, eins og dæmin sýna. Mörg mjög alvarleg umferðarslys hafa átt að orsök sinni ölvun ökumanns, og ölvun við akst- ur hefur jafnvel orsakað bana slys. f umferðarlögunum er skýrt tekið fram, að sé vínanda- magn í blóði ökumanns 0.50 — 1.20 0.00, eða sé öku- maðurinn undir áhrifum á- fengis, þrátt fyrir að vin- andamagnið sé minna, þá geti sá ökumaður ekki stjórnað ökutæki örugglega. Sá sem þannig er ástatt um, má ekki aka eða reyna að aka vél- knúnu ökutæki. Ef vínanda- magn í bióði ökumanns nem- ur 1.20 0.00 eða meira, telzt hann óhæfur til að stjórna vélknúnu ökutæki. Við athugun á skýrslumlög reglunnar í Reykjavík kemur fram, að nokkuð algengt er, að ökumenn séu ölvaðir við akstur síðdegis á föstudögum á leið úr vinnu. Að öðru leyti er algengast, að ökumenn séu stöðvaðir undir áhrifum við akstur að nsgturlagi og þá einkum um hlegar. Þegar ökumaður er tekinn af lögreglu, grunaður um ölv un við akstur, er hann færð- ur til blóðrannsóknar. Leiðí niðurstöður hennar í ljós, að vínandamagnið hafi verið of- an við mörk þau, sem umferð- arlög setja, er ökumaður svift ur ökuleyfi um óákveðinn tíma. Málið er síðan sent til sakadómaraemþættisins, sem tekur afstöðu til þess hve lengi viðkomandi ökumaður ’kuli sviftur ökuleyfi. Lengd ökuleyfissviftingar r háð ýmsum atriðum, svo sem áfengismagni í blóði, hvort um ítrekað brot er að ræða, eða hvort tjón hefur hlotizt af akstrinum o.fl. Leiði blóðrannsóknin aftur á móti í ljós, að vínandamagn ið í blóði ökumannsins hafi ekki verið ofan við þau mörk sem umferðarlögin segja til um, er viðkomandi ökumanni skrifað þréf, þar sem tilkynnt er, að af hálfu lögreglu- stjóra verði ekki aðhafstfrek ar i málinu. Það hlýtur að vera þjóðfé- lagsleg skylda borgaranna að koma í veg fyrir ölvun við akstur, jafnframt því sem það er vörn vegfarenda gegn þeim sökudólgum, sem gera sig seka um slíkt ábyrgðarleysi og lít- ilsvirða þar með líf og heilsu vegfarenda. Við neyzlu áfengis sljóvg- ast skynjunin og öryggið minnkar. - SAMBÚÐ Framh. aÆ bls. 1 á, að á kæmiist og greint er frá að framan, var gert ráð fyrir, að Bandarikin skiluðu Tékkum aftur gullinu, en fengju hins vegair bætur fyrir bandarískar eignir að verðmæti um 12 millj. dolara, sem þjóðnýttar höfðu verið aif kommiúnistastjórninni. Breytingar á herstjórn landsins. f dag skýrði tékkneska frétta- títofan CTK frá því, að ýrnsar breytingar hefðu verið gerðar á æðstu stjórn hersins í landinu. Er þetta greinilega gert í því skyni að koma stuðningsmönn- um nýju stjórnarinnar í áhrifa- meiri stöður innan hersins en áður var. Þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar aðrar á skipan ýmissa annarra háttsettra em- bætta. Þannig mun hagfræðing- urinn Ota Sik fara með yfir- stjóm efnahagisumbóta í land- inu, en Frantisek Hamiuz vara- forsæti'sráðherra mun fara með yfirstjórn samstarfsins við önn- ur meðlimaríki Comecon, efna- hagsbandalags komimiúnistaríkj- anna. Ferðaleyfi til útlanda Lögreglan í Bratislava til- kynnti í dag, að stúdentar, sem óska eftir að ferðast til útlanda í sumarleyfi sínu, muni fá heimild til þess. Skýrði talsmað- ur lögreglunnar þar, að hún hefði síðan 1. apríl gefið út ferðaleyfi, sem giltu til eins árs. Talsmaður inn benti á, að vegabréfs- og áritunarskrifstofan í Bratislava sem er höfuðborg Slóvakíu, hefði samið lagafrumvarp um heimild til handa borgurum til þess að ferðast til útlanda og væri þetta frumvarp í samræmi við hina nýju stefnuskrá, sem kommún- istaflokkur Tékkóslóvakíu hefði lagt fram. - VÍÐTÆKAR Framih. af bls. 1 tekinn fyrir að leggja blómsveig að styttu skáldsins Byrons lávarð ar í Aþenu. Var hann sakaður um að hafá reynt að nota skáld ið í áróðursskyni, þar sem hann hafði letrað tilvitnun í ljóð skáldsins á borða, er fylgdi blóm sveignum: „I dreamed that Greece might yet be free“. — Sagði talsmaður gríska sendiráðs ins í London, að grísk yfirvöld hörmuðu mjög, að Fraser skyldi reyna að gera sér pólitískan mat úr skáldi, sem Grikkir elskuðu og virtu. Fraser sagði, er honum var sleppt og leyft að fara heim til Brelands, að lögreglan hefði sagt honum, að hann þyrfti leyfi yfirvaldanna til þess að leggja blómsveig að minnisvarðanum. Hann kvaðst hafa lagt blóm- sveiginn að styttu skáldsins til þess að minnast þess, að 144 ár væru liðin frá láti Byrons. „Um leið og ég lagði blómsveiginn nið ur, sagði hann, fann ég hönd á öxl mér. Það var öryggislögreglu maður, sem krafðist þess að fá að sjá vegabréf mitt“. Ekki kvart aði Fraser undan meðferð lög- reglunnar, en kvaðst ekki hafa fengið að hringja til brezka sendi ráðsins. - ÞINGSLIT Framih. af bls. 1 Birgir Finnsson forseti Sam- einaðs Alþingis flutti kveðjuorð til herra Ásgeirs Ásgeirssonar og þakkaði honum giftudrjúg störf í þágu þjóðarinnar og sagði að þjóðin öll ætti honum miklar þakkir að gjalda. Siðan las forseti íslands for- setabréf um þinglausnir og bað þingmenn að minnast fóstur- jarðarinnar með þvi að rísa úr sætum. Mælti þá Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra: „Hieill forseta vorum og fósturjörð." Tóku alþingismenn undir orð ráðherra með ferföldu húrra- hrópi. Var síðan gengið af þingi. Verðlnun uf- hent uð Hótel Sögu Handknattleiksmóti fslands lýkur í dag og verður leikið til úrslita í ýmsum flokkum og 2. deild eftir hádegið en síðustu leikir í 1. deild verða í kvöld kl. 19,15. Mætast í síðasta leik FH og Fram. Fram hefur þegar tryggt sér sigur í mótinu en FH ingar munu hafa fullan hug á að sigra íslandsmeistarana eigi að síður. í kvöld verða svo verðlaun af hent í hófi handknattleiksfólks að Hótel Sögu. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 Embættistöku Trudeaus flýtt um tvo daga — Ottava, 20. aprfl NTB—AP. j 9 HINN nýkjörní leiðtogi frjálslynda floksins í Kanada, Pierre Elliott Trudeau mun síð- degis í dag sverja embættiseið sem forsætisráðherra lands síns og siðan aðrir ráðherrar í stjórn hans. Er það tveimur dögum fyrr en áætlað var, en talið gert til þess, að hann geti notað helg- ina til þess að ræða við ráðherra sína, áður en þing kemur saman nk. þriðjudag. Fregnin um, að embættistök- unni yrði flýtt vakti mdkla at- hygli og alls kynis getgáitur. Telja sumir þetta benda til þess að Trudeau muni láta fara fram al- rnennar kosningar innan skamms, og hefur 17. júní nk. verið tilnefndur hiugsanlegur kosningadagur. Trudeau sjálfur, eða ráðherar hans tflvonandi, hafa ekkert viljað um málið segja, hvorki neitað né játað hug myndinni um kosningair. Þó þykir fiestum líklegri sú skýr- ing, sem ofan greinir, sem sé, að Trudeau vilji nota helgina tfl viðræðna við ráðherra sina. Aðalfuffidur Sombands sveitar- félaga í Reykjanesumdæmi Aðalfundur Samb. sveitarfé- laga í Reykjanesumdæmi var haldinn í Kópavogi laugardaginn 30. marz sl. Á fundinum voru mættir full- trúar frá 12 af 15 sveitarfélögum í umdæminu, auk margra sveit- arstjóruarfulltrúa. Fundarstjóri var kosinn Jón M. Guðmunds- son, oddviti, Reykjum. Formaður samlbandsins, Hjálm ar Ólafsson, bæjarstjóri, Kópa- vogi, flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram, að unnið hefur verið að mörgum málum á starfs árinu, svo sem Krísuvíkurskól- anum, sem verður s'kólastofnun sameign ríkis og sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, aulk Vest- mannaeyja, lagfæringu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og ákvæðum um skiptiiútsvör, inn- heimtu barnsmeðlaga, námutölk og frágang á námustöðum, auk margra fleiri mála. Þá var samlþykkt tillaga stjórn ar um hækkun árgjalds sveitar- félaga til sambandsins. en með því skapast möguleikar á auk- inni starfsemi sambandsins. I stjórn voru kjörnir fyrir Sjóstangaveiði- mót í „Eldingu" LIONS-klúbbur Sandgerðis hef- ur nú undanfarið farið nokkrar sjóstangaveiðiferðir með vs. Eld ingu. Hafa ferðir þessar orðið þátttakendum til hinnar mestu ánægju, um leið og þær skapa nokkrar tekjur til starfsemi klúbbsins. Nú hefur Lionsklúbb ur Sandgerðis tryggt sér vs. Eld ingu til slíkra veiðiferða, sem að framan getur, um helgar í sum ar, þegar veður leyfir. Verður þá seld þátttaka í ferðir þessar þeim, er áhuga kunna að hafa. Mun mönnum jafnvel verða séð fyrir veiðarfærum ef þess yrði óskað. (Frá Lionsklúbb Sandgerðis) Vietnom tillagan ehki samþykkt TILLAGAN um styrjöldina í Vietnam, sem Framsóknar- menn og Alþýðubandalags- menn fluttu í Neðri deild var \ \ ekki samþykkt í deildinni. i í Meiri hluti allsherjarnefndar í í deildarinnar lagði til, að til- 7 J lögunni yrði vísað til ríkis-1 \ stjórnarinnar. Tillagan var á i i dagskrá Neðri deildar áL L föstudaginn, en var ekki tek-) / in til umræðu, samkvæmt ’ * ósk flutningsmanna. \ 1 Tillagan sem samþykkt var L L í Efri deild var gerbreytt frá ? / upprunalegu tillögu flutnings ’ ’ manna. \ næsta starfsár: Aðalstjórn: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, Kópavogi. Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri, Seltjarnarnesi. Sveinn Jónsson, bæjarstjóri, Keflavík. Varastjórn: Kristinn Ó. Guðmundsson, bæj- arstjóri, Hafnarfirði. Jón Ásgeirs son, sveitarstjóri, Njarðvik. Ólaf- ur G. Einarsson, sveitarstjóri, Garðahreppi. Endurskoðendur: Byþór Stefánsson, odd'viti, Ressa- staðahreppi. Alfreð Alfreðsson, sveitarstjóri, Miðneslhreppi. V araendurskoðendur: Björn Finnbogason, oddviti, Gerðabreppi. Pétur G. Jónsson, oddviti, Vatnsl.str.hreppi. Á fundinum flutti Unnar Stefánsson, ritstjóri, mjög fróð- legt erindi um starf sameiningar nefndar sveitarfélaga og ræddi mokkuð hugmyndir sínar um, hvernig sameiningu gæti verið háttað í Reykjanesumdœmi. Fjöldi fundarmanna tók til máls að lokinni ræðu framsögu- manns og komu þar fram mjög mörg sjónarmið ,bæði með, og þó aðallega á móti sameiningu. (Frá Samb. sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi). Barnaskemmtan ir ó vegum Fóstrufélagsins FÓSTRUFÉLAG íslands gengst að þessu sinni fyrir barna- skemmtunum svipuðum þeim, sem verið hafa á undanförnum árum. Fyrsta skemmtunin var í gær í Austurbæjarbíói, sú næsta verður í dag kl. 1,15, en hin síð- asta á sumardaginn fyrsta kl. 3 eftir hádegi. Skemmtiatriði verða mörg að venju, og koma börnin þar sjálf fram. Börn úr Grænuborg flytja „Nýju fötin hans Péturs", börn úr Staðarborg fara með þulur og kvæði, börn úr Hamraborg sýna dansa, Gyða Ragnars les sögu, börn úr Holtaborg syngja og leika „Negrastráka“ og börn úr Austurborg sjá um söng og dansa. Þá leika nemar úr Fóstru skólanum „Krummahjón" og að lokum syngja og leika börn úr Laugaborg „Stínu og brúðuna hennar". Skemmtunin tekur alls um tvo klukkutíma. Úr leikskró Þjóðleikhússins ÞESS skal getið, að grein Kristj- áns Albertssonar í Lesbók Morg unblaðsins í dag um Vér morð- ingjar eftir Guðmund Kamban ,er birt upp úr leikskrá Þjóðleik hússins með leyfi höfundar og þ j óðleikhússt j óra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.