Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1908. 100 ára í dag: Pétur Jóhannsson í DAG á Pétur Jóhannsson, nú til iheimilis að Aðalstræti 13 á Akureyri, 100 ára afmœli. Þykir mér eiinsýnt að minnast þessa viðburðar með nokkrum línium, svo langa og góða starfsævi sem Pétur á að baki; en bæði ljúft og skylt, þar sem hann var um ánabii heimilismaður foreldra minna á Möðruvöllum, og raun- air lengi síðan hinn bezti vinur fjölskyldunnar og kærkominn dvalargestur fram á seinustu ár. Á 90 ára afmæli Péturs sendi faðir minn honum heillakveðju fná Möðruvöllum. Taldi til þess eerið tilefni, fyrir utan vináttu þeirra, en ungur hafði Pétur komið að Möðruvöllum og -búið þar bæði fyrir skólameistarann, Jón A. Hjaitalín og sjálfstætt, en síðar á bæjum í sókninni eða næsta nágrenni. Það miun hafa verið 1889, þeg ar Pétur hafði einn um tvítugt, að hann réðist að búi Jóns Hjalta , lín. Var bú hans raunar óveru- legt á þessari miklu landjörð, aðein 3 kýr (kvígildi, sem enn fylgja staðarembættinu) og 60 fjár, en nokkrir hestar. Hafa ber í huga að þennan áratug var iilt í ári, einkurn 1882, er var ein- dæma ísa-ár. Pétur var hús- bóndahollur, sú dyggð hefur á- vallt fylgt honum, þegar hann hefur verið í búi anniarra, og efld ist mjög þessi misseri bú Hjalta líns á Möðruvöllum. Kaup Pét- urs var 70 kr. um árið í pening- um, en helmingur þess gekk til uppeldis ungrar systur hans. En í fríðu galzt honum svo í fóðr- um, að hann átti vænt f járbú, er hann hóf sjálfstæð-an búrekstur skömmu fyrir aldamótin. Vistarinn-ar með Hjaltalín og svo Stefáni kennara og frúm þeirra minnist Pétur gjarna enn í dag með saknaðarkenndri gleði Á staðnum var margt fólk vimv andi — og urngir menn á vetur við nám í eina gagnfræðaskóla landsins. Má nærri geta hver glaðværð hefur ríkt á Möðru>- Völ'lum þau ár, innan veggja skól ans og úti fyrir, í önn og starfi hvorra tveggju sem að voru. Jón Hjaitalín færði eitt sumarið heim með sér, er hann kom af þingi hin beztu tæki til jámsmíða. Reiisti yfir þau dálítið hús, sem stóð fram yfir 1930 á Möðruvalla hlaði. Var það Smiðjukofinn. Þar hamraði Pétur Jóhan-nsson járnið um langt skeið. Hann var orð- lagður hangleiksmaður, einkum á járn. Skeifumar, sem hann smíðaði eru ótaldar. Síðasta gang inn hans Péturs geyrnir faðir minn í skrifborði símu. Þær skieifur má aldrei negla undir hóf. Hestamennska var aðall Pét- urs. Stundaði hann hana af íþróbt fram á níræðisaldur. ..Ekki nota ég steininn", sagði hann áttræð- ux, er hann sveiflaði sér, fimur og léttur, á bak sínum hvíta giæðing á gamla skólahlaðinu. Steininn var hinn svonefndi Frú arsteinn, sem enn stendur þar. Upphaflega gerður fyrir frú Hjaltalín, en hún var hvorki svo fim né sviflétt, sem Pétur gam- all. — Hann var gjarna fylgdar- maður Hjaltalíns og Stefáns á ferðum. Og eitt sum-arið fór hann austur og suður um land með Stefáni, sem kannaði flóru Islands og safnaði efni til rann- sókna Qg bókar sinnar. Frásagnir Péturs af þeirri fehð eru skemmti legar, enda er hann athugull að eðlisfari og stál-minnugur. í lauslegu ágripi er ættar- og ktairtfssaga Péturs þessi: Hann er fæddur í Garðshorni 1 Glæsibæjarsókn 22. maí 1868. Voru foreldrar hans hjónin Jó- hann Jónsson frá Garðshorni og Málfríður Pétursdóttir, ættuð úr Höfðahverfi, en hún var systir Guðmundur (realstúdents frá Möðruvallarsókn) útg.manns á Akureyri. Bjuggu foreldrar Péturs allan sinn búskap í Garðs- horni, en Málfríður varð skamm líf, dó 1893. Jóhann lifði til 1934, fæddur 1842. Pétur kvæntist Sigríði Mana- sessdóttur haustið 1896, var hún þá og á Möðruvöllum, falleg og mikilhæf kona. Hún lézt vori’ð 1928 á Vindheimum, en var jarð sungin á Möðruvöllum, og var hún fyrsti maðurinn, sem faðir minn jarðsöng. Síðan eru nú 40 ár. Þegar ég talaði yfir moldum Aðalsteins Sigurgeirssonar, á Möðruvöllum fyrir tveimur ár- um, en hann var systursonur Sig- ríðar, rakti ég þá sögu lítillega og verður hún ekki endursögð hér. En hinn tíræði öldungur hefur verið ekkill í 40 ár. Áður þess tíma er minnzt skal þess getíð, að Sigríður átti son áður þau Pétur giftust, Steinar Stefáns son. Ólst hann að öllu upp með þeim hjónum og sem sonur Péturs. Þau Pétur bjuggu á ýms um jörðum, þ. á m. Nunnuhóli í Möðruvallatúni, Hallgilsstöð- um, lengi á Blómsturvöllum, á Bægisá, syðri, og Vindheimum, efri. Og áttu fimm börn, sem öll eru á lífi. Oætur þeirra eru Lovísa, gilft Jóni Svekubjörnissyni í Aðalstræti 13, Akureyri, en hjá þeim hefur Pétur haft vetursetu um langt skeið, Þórdís, gift Sigur vin Jónssyni bónda á Djúpár- bakka. Þar var heimili Péturs um mörg ár. Synirnir eru Stein- dór, nú á Akureyri, Guðmundur Karl, yfirkennari á Akureyri og Snorri, bóndi á Skipalóni. Hjá þeim Lónshjónum, Snorra og Sig urbjörgu Kristjánsdóttur frá Gás um, hefur Pétur dvalið öll sumur síðan þau fóru að Lóni 1948. Þar er fallegt og friðsælt. E.t.v. mætti segja, að þeirra kosta gæti Pétur sízt notið: blindur og nær heyma laus. En það er a'ðeins hlutskifti allra seinustu áranna. Og hinn ungi hugur hans og alheila skap- gerð nýtur sín bezt þar sem hann veit um fegurð lífsins og unaðs- fulla náttúru. — Öll hafa börn Péturs látið sér annt um hann, nú seinustu 20 árin þau sérstak- lega Lovísa og Snorri, þeirra mak ar og böm. Því get ég þess hér, að ég veit að Pétur sjálfur og hin systkinin vilja, að það komi fram, hve mikið þau hafa gert, heilshugar og ljúflega. En Pétur er líka skemmtilegur öldungur. í honum býr ótrúleg æska, enn á aldamótunum, og vorhugur. Hann á ríka gaman- semi og svo einlægt fjör, að við kölluðum það heima á Möðm- völlum „óveðursgalsa", þegar Pét ur lék á als oddi stórhrfðar- kvöldin. Trygglyndi hans og vinátta við foreldra mína og okkur systkinin þakka ég svo í lokin. Minning okkar um kynnin og samvistirn- ar með Pétri er saknaðarkennd, — en gleðilegt, líkt og hans um gömlu dagana á Möðruvöllum. Agúst Sigurðsson. Maður óskast til útkeyrslu og lagerstarfa strax. Heildverzlun Eiríks Ketilssonar Vatnsstíg 3. BEZTA GUMMIBEITAN I 20 AR cummiMAKK y 1 SIPOREXl LÉTTSTEYPUVEGGIR I ALLA INNVEGGI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun | óþörf. Sparar tíma og vinnu. SIPOREX lækkar byggingarkostnaðinn. SIPOREX er eldtraust. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, sími 17533, Reykjavík. ÍMAR 21150 - 21370 íbúðir óskast Góð sérhæð óskast, helzt í Vesturborginni. Ilöfum góða kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra herb. íbúðum í borginni með bílskúrum. Til sölu einbýlishús 170 ferm. á góð- um stað í Garðahreppi með 6 herb. glæsilegri fbúð, verð kr. 1600 þús., útb. samkomulag. Skipti á 3ja herb. íbúð möguleg. Fiskbúð í fullum rekstri á góðum stað í borginni, mjög góð kjör. 2ja herbergja 2ja herb. glæsileg íbúð í há- hýsi í Austurbrún með fögru útsýni yfir Sundin. 2ja herb. ný og glæsileg íbúð við Hraunbæ, gott lán kr. 410 þús. fylgir. 2ja herb. stór kjallaraábúð við Mávahlíð, sérinngangur og sérhitaveita, útb. kr. 250 þúsund. 3 ja herbergja 3ja herb. stór og góð enda- íbúð við Eskihlíð. 3ja herb. glæsileg endaíbúð við Laugarnesveg. 3ja herb. góð risíbúð við Hjallaveg, útb. kr. 250—300 þúsund. 3ja herb. góð risíbúð við Hof- teig, góð kjör. 3ja herb. nýleg íbúð á góð- um stað á Seltjarnarnesi í steinhúsi, útb. aðeins 300— 360 þúsund. 3ja herb. rishæð í góðu timb- urhúsi í gamla Vesturbæn- um, teppalögð og vel um igengin, útb. aðeins kr. 200—250 þúsund. 3ja herb. ódýr risíbúð í Kópa- vogi, útb. aðeins 150 þús. 4ra herbergja 4ra herb. efri hæð við Máva- hlíð, stór bílskúr, útb. að- eins kr. 550 þúsund. 4ra herb. góð íbúð í Laugar- neshverfi með sérþvottahúsi á hæð og fallegu útsýni. 4ra herb. góð hæð við Brekku stíg, útb. aðeing kr. 500 þús. 4ra herb. rishæð 90 ferm. í góðu timburhúsi við Hrísa- teig, sérhitaveita, sérinng. Bílskúr með hita og 3ja fasa rafmagni, mjög góð kjör ef samið er strax. 4ra herb. ný glæsileg íbúð 114 ferm. við Hraunbæ, efckj fullbúin, útb. aðeins kr. 350 þúsund. Einbýlishús 150 ferm. á mjög góðum stað í Austurbænum í Kópa vogi með góðri 4ra herb. íbúðarhæð, hálfum kjiallara undir húsínu og 90 ferm. gott verkstæði. Skipti mögu leg á 3ja herb. íbúð. Tvœr íbúðir 4ra herb. hæð við Álfhólsveg með sérhita, útb. kr. 350— 400 þús. í sama húsi góð 3ja herb. risíbúð, útb. kr. 250—300 þús. Lítið býli í Austurbænum í Kópavogi með 3ja—4ra herb. þofcka- legri íbúð og 5000 ferm. lóð, verð kr. 450 þús., útb. kr. 250 þúsund. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LINDARGATA 9 SÍMAR 21150-21570 BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Laun allt að $ 14.000 á ári. Heimsþeklbt iðnfyrirtæki hefur atvinnu fyrir mann eldri en 36 ára í Reykjavík, enskukunnátta nauðsynleg. — Reynsla í útflutnings — inn- flutningsstörfum ákjósanleg en ekki nauðsynleg. Engin fjárfesting fyrir umsækjanda. Hæstu laun — auk reglulegr- ar launauppbótar. Sendið ábyrgðarbréf í flugpósti til A. M., Pate President and Chairman of the board, Dept. Be-75, Box 711, Fort Worth, Texas, U.S.A. Fasteignir til sölu Uppsteypt 220 ferm. hæð á góðum útsýnisstað í Kópa- vogi. Gæti verið tvær íbúð- ir. Einnig hentugt fyrir fé- lagssamtök. Lítil útborgun. Eftirst. til 10 ára. 5 herb. einbýlishús við Braga götu, góð kjör. 3ja herb. íbúð við Sólheima. 4ra herb. íbúð við Lækjarfit. Stór 2ja herb. íbúð við Rauða læk, stækkunarmöguleikar. Ný 4ra herb. íbúð við Álfa- skeið, góð kjör. Atvinnuhúsnæði í Miðbænum. Austurstræti 20 . Sfrnl 19545 16870 Einbýlishús: 200 ferm. og bílskúr við Sunnubraut í Kópa- vogi, fokhelt. 185 ferm. og tvöf. bílsk. á Flötunum, fokhelt. 153 ferm. og tvöf. bílsk. á Flötunum, fokhelt. 145 ferm. og bílsk. í Mosfellssv., fokhelt. Raðhús: 200 ferm. endahús í Fossvogi, fokhelt með tvöföldu gleri. 180 ferm. á Seltj.nesi, innibyggður bílskúr, fullgert utan. 137 ferm. „garðhús" við Hraunbæ, tilb. undir trév., verð 1050 þús. 130 ferm. endahús á Flötunum og tvöf. bílsfcúr, fullg. utan með tvöföldu glerL 100 ferm. við Reynimel, tilb. undir tréverk. Sérhæðir: 220 ferm. efri hæð í Kópavogi, uppsteypt, væg útborgun. 140 ferm. efri hæð rétt við Miðb., fokh., tvöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.