Morgunblaðið - 22.05.1968, Side 24

Morgunblaðið - 22.05.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1SCT8. M. Fagias: FIMMTA KOIXAN í gangi. Balint prófessor var að gráti kominn, þegar hann aleppti símanum. Ég hef aldrei vitað hann svo auman. — Gott, Edna. Ég kem strax, sagði Halmy. — Hann er í skrifstofunni sinni æpti hún til hans gegn um ailan hávaðann í forsainum. En hann var þegar kominn upp í stigann. — Það er enginn tími til neinna umræðna nú, sagði Jord- an, taugaóstyrkur. — Ég þarf að flýta mér afskaplega mikið. Ég á enn eftir að ná í tvö pör. — Já, en ég kemst ekki af stað í dag, sagði Halmy. — Kannski í næstu viku eða í lok hennar. Ungi maðurinn klóraði sér í hárinu með gremjusvip. — Heyr ið þér nú, læknir. Hvernig veit maður, hvernig þetta verður í næstu viku. Kannski verðum við þá ellir steindauðir. Hann hugs- aði sig ofurlítið um. — Honum Lori þykir þetta afskaplega leitt, ef þér bregðizt honum. Eg spyr þá í síðasta sinn: Komið þér eða ekki? — Ekki núna. — En daman, — Hún má fara, ef hún vill. Hamley leit spyrjandi á Alexu. — Daman óskar ekki eftir að fara, sagði hún. — Jæja, þá er það ákveðið, sagði Halmy. Jordan starði á hann. — Ég er nú búinn að eyða heilum klukkutíma til einskis, yðar vegna. Hef staðið hér fyrir utan síðan klukkan fimm. — Ég var ekkert að biðja yð- ur að koma, sagði Halmy. Lori sagði, að þér kæmuð milli átta og ellefu. Hann sneri sér og gekk í áttina að stiganum. Ungi maðurinn elti hann yfir forsalinn. — Ef þér skylduð sjá yður um hönd, er betra að þér fáið heimilisfangið mitt. Beke- 63 ^ ^ ^ • vegi 120. Þegar þér eruð tilbú- inn, látið þér mig bara vita. Ég veit, hvernig ég get náð sam- bandi við Lori. Ég er að minnsta kosti viss um, að hann getur komið yður yfir landamærin. Það stenzt ekkert gegn honum ef hann tekur eitthvað í sig á ann- að borð. — Gott, gott, sagði Halmy ó- þolinmóður. — Segið þér hon- um Lori, að mér þyki þetta leitt, en að það hafi ekki orðið hjá því komizt Og þakka yður svo sjálfum. — Gleymið ekki, herra: Beke- vegi 120. — Viltu skrifa það niður, sagði Halmy og leit um öxl til Alexu, og síðan þeyttist hann upp stigann— þrátt fyrir allan farangurinn. — Getið þér ekki komið vit- inu fyrir hann, ungfrú? Sagði Jordan í rellutón. — Hann sér hvort sem er eftir því seinna að hafa sleppt þessu tækifæri. — Það veit- ég vel, sagði Al- exa og yppti öxlum. — En ég get bara engin áhrif haft á hann. — Lori þykir þetta afskallega leitt, andvarpaði Jordan. Síðan lagði hann hikandi og hægt af stað áleiðis til dyranna. Á miðri leið leit hann við, en þá voru bæði læknirinn og unga stúlkan horfin sýnum. Halmy fann Balint prófessor við útvarpið, þar sem hann var að fitla við hnappana á tækinu. Þegar það tók við sér, heyrðist þreytt og vonlaus rödd. Þetta var Nagy forsætisráðherra, sem var að tala til þjóðar sinnar. — . . . .í dögun hafa sovézkar hersveitir hafið áhlaup á höfuð- borgina, sýnilega í þeim tilgangi að kollvarpa hinni löglegu lýð- ræðislegu ungversku ríkisstjórn Hermenn vorir berjast. Ríkis- stjórnin stendur á sínum verði. Það tilkynni ég hérmeð þjóð minni og svo öllum heiminum. — Jæja, þá er það komið, sagði prófessorinn og lækkaði í útvarpinu. — Ég hef sent alla langlegusjúklinga burt, til þess að hafa rúm fyrir særða. Og samt sem áður höfum við ekki nærri nógu mörg rúm. Næstu dagar verða verri en allt, sem v.ið höfum hingað tifl. haft af að segja, að umsátinni meðtalinni. Hefði Hodossy bara sloppið gegn. Það er hræðilegt, að Rúss- arnir skylidu ekki geta beðið einum degi lengur. Vel á minnzt, hvað eigið þér að varnarlyfjum í yðar deild? —Við erum allvel birgir, sagði Halmy, — en ef við fáum eins marga særða til okkar og í vikunni eftir 23. október, þá verður ástandið ekki sem be/' — Þér skuluð nota eins lítið og þér komizt af með, og það sama gildir róandi meðöl. Próf- essorinn stóð upp og tók að ganga um gólf. — Og svo höfum við heldur ekki nóg starfsfólk. Ef bara Lendevai hefði svo mikla sómatilfinningu að hann kæmi aftur. Hann er að vísu klaufi, en við þurfum á öllum að halda, sem við getum náð í. Ég yrði jafnvel feginn að sjá hann dr. Forster aftur. — Við komumst einhvernveg- inn af, sagði Halmy. — Við höf- um gert það fyrr. Prófessorinn klappaði honum vingjarnlega á öxlina. — Þakka yður fyrir, sagði hann, en bætti síðan við: — Ég veit vel, að það er mikil fórn, en ég neyðist samt til að biðja yður að fresta þessu ferðalagi, sem þér höfðuð í huga. — Það hef ég þegar gert, sagði Halmy. Nemezt bafði vaknað við fall- byssudrunurnar, en hann fór ekki að heiman fyrr en ræðu Nagys forsætisráðherra var lok- ið. En áður var Otto Koller bú- inn að hringja nokkrum sinnum og segja honium nýjustu fréttirn- air. Svo virtist sem þingmenn og þar á meðal forsætisráðherrann, þyrðu ekki lengur að vona, að Maleter herShöfðingi kæmi aftur frá Tölköl. — Þessir djöflar hafa lagt ein hverja gildru fyrir hann, fnæsti Koller. Og svo hreytti hann út úr sér straumi af svo mögnuðum blótsyrðum, að engir nema Asíu menn hefðu getað látið út úr sér önnur eins. — Farðu eftir hliðargötunum, þegar þú ferð í skrifstofuna, ráðlagði hann Nemetz. — Skrið- drekarnir Rússanna hafa brot- izt í gegn á mörgum stöðum og nálgast Dóná. Þeir ryðjast skipu lega fram, stríðsvagnar, skrið- drekar, stórskotalið. .Þeir hefðu varla getað safnað meira liði, þó að þeir hefði ætlað að ráðast á NATO. Enn bölvaði hann og síð an formælti hann Krúséff, mömmu hans og langömmu og öllium rúissneskum konum. — Ég er alvarlega hræddur um, að þeir verði búnir að taka mest- alla borgina fyrir hádegi, bætti hann svo við í vesældarlegum uppgjafartón. Nemetz lagði frá sér símann. Þegar hann ætlaði að standa upp, fann hann, að hann hafði skjálfta í hnjánum, svo að hann varð að leggja sig aftur. Svitinn spratt út á enni hans og hendiurn ar skullfu. Andartak lá hann, eins og dofinn, og nú var hann í fyrsta sinn á ævinni lamaður af ótta. Hann hafði getað lifað af fyrsta þátt þessa sorgarleiks, kaldur og rólegur, en nú var eins og hann dytti allur í sund- ur, jafnskjótt sem tjaldið vair dregið upp fyrir annan þátt. Þetta var í senn skammarlegt og hlægilegt, en það þýddi ekki annað en bíða, þangað til kastið væri liðið hjá. — Er það ekki hræðilegt, gal- aði Lilla, án þess að bjóða fyrst góðan daginn. — Rússarnir komn ir aftur. En ég er svo sem ekkert hissa á því. Ég vissi alltaf, að svo mundi fara. Ég var búin að segja það — Manstu það ekki? Hún hafði nú reyndar aldrei sagt neitt í þá átt, en honum fannst það bara tímaeyðsla að fara að leiðrétta þetta. — Þú verður að drekka kaff- ið svart, sagði hún. — Við erum orðin mjólkurlaius. Og enigiin búð opin í dag, enda sunnudagur. En kannski kemst ég bakdyramegin hjá Frank. Ég reyni það að minnsta kosti. — Nei, það gerirðu ekki, tók hann fram í fyrir henni. í dag fór hún meir í taugarnar á hon- um en nokkru sinni fyrr — kannski vegna þess, að þún virt ist alls ekkert vera hrædd, en það var hann sjálfur. — Þú klæð ir krakkana og ferð með þá nið- ur í kjallara. Og verður þar hjá þeim. Næstu daga, eða meðan á þessu steradiur, verðum við að láta okkur nægja það, sem við höfum. Hann lagði af stað klukkan rúmlega sjö. Þá þegar voru komn ir uipp almargi'r eldar í Buidapest. MIG-flugvélar, sem líktust mest hópi æðandi ránfugla, köstuðu sprengjuhleðslu sinni yfir virki uppreisnarmanna í áttunda hverfi, ef til vill á Kilian-her- búðirnar. Þegar Nemetz kom á lögreglustöðina, skutu Rússarnir á Buidapest frá hinum bakka Dón ár. Klukkan átta höfðu þeir náð brúnum og gengu yfir ána. Þeir geistust fram eftir breiðgötunum tóbu þing'húsið og umikringdu útvarpsstöðina. Þegar Nemetz leit út um gíliuggann klukkan náu var krökt af hermönnum á torg- inu fyrir framan lögreglustöðina. Innan veggja var kyrrð, sem líktist helzt dvala. Jafnvel Otto Koller varð að viðurkenna, að öll mótstaða væri tilgangslaus. Byggingin var erfið að verja og skotfæri voru líka af skornum skammti, og svo mannafli. Skömmu seinna blakti hvítur fáni yfir hliðinu, án þess að nokkur maður vissi, hver hefði fyrirskipað hann eða jafnvel hengt hann upp. Nemetz stóð kyrr við glugg- ann. Frá torginu beindust að minnsta kosti einar tíu 75 mm. skriðdrekafallbyssur að honum, en nú var hann ekki lengiur neiltt hræddur. Rétt eins og eftir skipun, stukku áhafnir nokkurra stríðs- vagna niður á götuna og stik- uðu áleiðis að dyrunum, með vél skam.mibyssur í höndium. Und- ir forystu eins höfuðsmanns, nálg uðust þeir varlega, en litu öðru hverju á hvíta fánann. Til lei«u Þriggja herbergja íbúð við Kleppsveg til leigu um óákveðinn tíma. íbúðinni fylgja öll gluggatjöld og ljós, sjálfvirk þvottavél í eldhúsi. Uppýsingar i síma 38363 milli kl. 8—10 á kvöldin. I O G T Vorþing Umdæmisstúkunnar verður háð í Bindindishöllinni við Eiríksgötu — fimmtudaginn (uppstigningardag) 23. þ.m. og verð- ur þingið sett kl. 10 f.h. U.T. U.R. Tilboð óskast í að mála háhýsi að utan, sem miðist við: 1. Eitt háhýsi. 2. Tvö háhýsi. Ennfremur tilboð í að ganga frá baklóð. — Tillaga um greiðslukjör fylgi. — Tilboðum sé skilað til hús- varðar, Austurbrún 4, fyrir 1. júní n.k. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboð sem er eða hafna öllum. Hússtjórnin, Austurbrún 4. Fjölskyldur — skiptinemur American Field Service á fslandi óskar eftir sam- bandi við fjölskyldur er vildu taka að sér banda- ríska skiptinema á aldrinum 16—18 ára, sem koma 20. júní og dvelja í 8 vikur. Aðeins einn skiptinemi er á hverju heimili. Viss skilyrði eru höfð í huga við val fjölskyldna: Foreldrar orðnir 35 ára, unglingur sé á heimilinu og að fjölskyldan geti boðið gott íslenzkt heimili þannig að skiptineminn finni að hann sé einn af fjöskyldunni. Allar upplýsingar veitir Jón Steinar Guðmunds- son, Grundargerði 8, .sírni 33941. Frumreiðslumenn — mutreiðslumenn Viljum ráða strax umsjónarmann (inspektor) með veitingarekstri hótelsins. Starfið krefst meistararéttinda í framreiðslu. Viljum ennfremur ráða matreiðslumann til starfa frá og með 1. júní næstkomandi. Upplýsingar veitir hótelstjórinn í síma 22 3 22. HÓTEL LOFTLEIÐIR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.