Morgunblaðið - 22.05.1968, Side 15

Morgunblaðið - 22.05.1968, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 196«. 15 Hvað gerir íbúa Biafra að þjdð Samningaviðræður um frið í borgarastyrjöldinni í Nigeríu hefjast í Kampala í Uganda á fimmtudaginn kemur. Suzanne Cronje, sem er fréttaritari enska blaðins The Observer og dvalizt hefur sjö ár í Nígeríu, gerir í því, sem hér fer á eftir, grein fyrir því, hvað það er sem að hennar áliti gerir íbúa Biafra að einni þjóð, en í samningaviðræðuum verður það eitt helzta um- ræðuefnið, að hve miklu leyti Biafra fær að halda sjálfsforræði sínu. Biskupinn af Birmingham, sem fyrir skömmu heimsótti Biafra, skýrði Efri deild brezka þingsins frá því, að „ekki léki nokkur vafi á því, að þar hefði einhvers konar þjóð verið mynduð". Þessi skoðun hefur verið staðfest af flestum blaðamönnum, sem komið hafa til Biafra að und- anförnu. Sumir þeirra halda því meira að segja fram, að Biaframenn séu eina raun- verulega þjóð Afríku. Ferðamenn hafa jafnan orð á því með undrun, að líf virð- ist næstum með eðlilegum hætti í Biafra. Það hefur eng- inn brestur orðið á lögum og reglu, verzlanir eru opnar og bændur halda áfram að sá til uppskeru sinnar. Þá er starf- semi hins opinbera á ýmsan hátt betri en áður. Með tilliti til vöruskortsins en einnig með tilliti til þess, að nú eru þeir erlendu sérfræð ingar, sem áður voru taldir nauðsynlegir, á brott, þá er þetta ekki lítið afrek. Biafra mönnum tókst að halda áfram starfrækslu og jafnvel að gera við olíuhreinsunarstöðina í Port Harcourt (Nú hefur það gerzt, að sambandsstjórnin náði Port Harcourt á sitt vald sl. sunndag) — sem varð ekki starfhæf eftir sprengjuárás, sem sögð var hafa valdið 2 millj. sterlingspunda tjóni. Þeir framleiddu meira að segja flugskeyti og skotfæri og aðrar nauðsynjavörur, sem skortur er á vegna umsáturs sambandshersins. Athyglisverðasta afrek Bi- aframanna er samt, á hvern hátt þeim hefur tekizt að leysa flóttavandamál sín. Eftir fjöldamorðin 1906, er 30.000 Biaframenn voru drepnir í Norður-Nigeriu, urðu 14 millj. íbúar þess svæðis, sem þá var austurhérað Nigeríu að taka við tveimur millj. manna af ættflokkum sínum á fáeinum vikum. Biafra tókst að leysa þetta vandamál, án þess að ráða yfir þeim tækjum, sem nútíma velferðarríki hafa á að skipa og án nokkurs fyrir- gangs. Flóttamennirnir, sem koma þúsundum saman á hverjum degi á hvern þann hátt, er hugsanlegur mátti teljast, dvöldust sjaldan leng- ur í móttökubúðunum en tvo ólarhringa. Síðan hurfu þeir út í sveitimar — án þess að skilja eftir nokkur spor. Skýringin á þessari góðu skipulagningu var að sjálf- sögðu fólgin í hinu umfang- mikla ættarskipulagi, sem ekki tíðkast á meðal I'bo- manna einna í Biafra. Innan ættarskipulagsins eru frænd- ur og frænkur, afar og ömm- Stjórnsýslan á ýmsum stigum þessa ættarpýramida var fram kvæmd að ráðum, þar sem öldungar sátu í forsæti, en þessa stöðu hlutu þeir ekki síður fyrir hæfileika sína en fyrir aldurssakir eða fyrir að vera af fyrirfólki komnir. Ráðin sáu um framkvæmd á reglum, sem voru bindandi samkvæmt venju. Fjölskyld- urnar innan ættarinnar báru í heild ábyrgð á atferli ein- stakra einstaklinga, sem þeim tilheyrðu. Borgar- eða þorps- málefni — t.d. vegahreinsun þátttakandi og ábyrgur við töku ákvarðanna. Aðalreglan var því sú, stjórnmálalega séð, að þorp Iboanna voru fullkom lega sambærileg við borgríki Grikkja. Þessi lýðræðisvenja hélt enn fremur velli þrátt fyrir tilkomu nýlendustjórnar og nútíma þingræðisfyrirkomu lags síðar. Það sem hér hefur verið sagt um Iboanna, á einnig við um Ibibio-ættflokkinn, sem er þýðingarmestur minni hluta ættflokkanna í Biafra. Þessir tveir ættflokkar hafa Þessi mynd sýnir undantekn ingu frá regliunni. Hópur Iboa er að snúa aftur til þorps síns, eftir að sambandslherinn hafði farið þar um, en áður höfðu þeir flúið út í skógarþykknið. Langoftast þora íbúar þorpanna í Biafra ekki að snúa aftur til heimkynna sinna, er sam- bandsherinn hefur náð þorpum þeirra á sitt vald. ur og niðjar þeirra o.s.frv., en þetta er skipulag ,sem tíðkast um alla Afríku. í Biafra hins vegar, þar sem grundvöllur- inn fyrir uppbyggingar þjóð- félagsins, skiptir þetta slíku máli, að það kann að verða mikilvægt í framtíðinni. Iboarnir eru frábrugðnir Hausa-ættflokknum í Norður- Nigeríu og Yoruba-ættflokkn um í Vestur-Nigeríu — stór- veldastofnendunum fyrir ný- lendutímabilið — að því leyti, að þeir bjuggu í smáhópum í þorpum, þar til Bretar komu um aldamótin. Hinn þykki skógur, sem þek ur mestan hluta af landi Ibo- anna, var — og er auðsæilega enn — ágæt vörn gagnvart innrásum aðkomumanna. En hann var ekki til þess fallinn að gera samgöngur greiðari eða skapa meiri háttar póli- tískar heildir. Þorpin innan hverrar „borg ar“ skiptust í svokallaðar „Umrnuna", þar sem bjuggu fjölmennar ættir, sem áttu sér sameiginlegan forföður. og landareignardeilur — var gert út um á fundum, sem öll einstök ráð sendu fulltrúa á. Framkvæmdarstörf á sviði stjórnsýslu önnuðust aldurs- flokkar, sem allir þjóðfélags- meðlimir tilheyra á meðan þeir voru á þeim aldri. Menn úr yngri aldursflokk- um önnuðust félagsleg störf eins og heilsugæzlu, en menn úr eldri aldursflokkum höfðu á sinni könnu venjulega mikil væg málefni eins og ákvarðan ir um stríð eða frið. Á milli þessara aldursflokka ríkti mikil samkeppnisandi, en þeir sáu einnig um hluti eins og tónlist, leiki og íþróttir. Ekki ríktu neinir einvalds- höfðingjar á meðal Iboanna eins og tíðkaðist hjá Hausa- og Yorubaættflokkunum. í víðtækasta skilningi var sér- hver karlmaður þjóðfélagsins verið tengdir hvor öðrum öld um saman vegna verzlunar, sams konar helgisiða, hjóna- bands fólks úr sínum hvorum ættflokknum, trúarsiða og hernaðarbandalaga. Tilraunir Breta til þess að koma á höfðingjaskipulagi, þar sem engir höfðingjar höfðu verið áður, höfðu næst- um gert út af við þorpalýðræð ið í Biafra. Hætta varð við áform Breta í Austur-Nígeríu að koma á óbeinni stjórn en ekki fyrr en vestræn mennt- un og fólksflutningar, sem af henni leiddu, úr þorpum til borga, hafði gert sitt til þess að brjóta niður þær erfða venjur, sem ríkt höfðu. Svo leit út á milli heimsstyrjald- anna, eins og sveitaþjóðfélag- ið í Austur-Nigeríu væri dæmt til stöðnunar. En þorpsheildarhefðin var of sterk til þess að henni yrði útrýmt. Á árunum 1940-1950 komust á fót þjóðernissinnuð og framfarasinnuð bandalög, sem voru félagsskapur fólks frá sömu þorpaheildinni, en flutzt höfðu til borganna. Með limunum var haldið í nánum tengslum við málefni þorpa sinna og margir þeirra tóku virkan þátt í stjórn þeirra. Skýrsla stjórnar Nigeríu um menntun árið 1948, segir svo um, að Nnewi-bandalagið — heimahérað leiðtoga Bi- afra, Ojukwu hershöfðingja — hefði reist varnlegur bygg- ingar fyrir 10 stóra skóla á tveimur árum. „Þetta myndi reynast örðugt að gera of mikið úr valdi héraðsstjórn- arinnar í Nnewi eða raunar neinu af þróaðri svæðum austurhéraðanna“, segir höf- undur skýrslunnar. Biafra er þéttbýlasta land- svæði Afríku fyrir utan Nílar dalinn (420 manns á fermílu samanborið við 156 manns á fermílu að jafnaði í Nigeríu allri). Skorturinn á jarðnæði til landbúnaðar neyddi þús- undir manna til þess að leita sér atvinnu í borgunum. Þetta er skýringin á því, hvers vegna tvær millj. Austur- Nigeríumanna bjuggu fyrir utan landsvæði sitt 1966. Það er þetta fólk, sem sneri aftur sem flóttamenn — þjálfað tæknifólk, verzlunarmenn og kennarar. Hver sem árangur- inn af hinum fyrirhuguðu frið arviðræðum kann að verða, mun ekkert fá þetta fólk til þess að snúa aftur til Niger- íu, þar sem svo margir af ætt- flokki þeirra voru drepnir. Biaframenn munu því verða að búa við þennan aukna fólksfjölda sem varanlega staðreynd. Enginn vafi leikur á því, að þeir verði þeim vanda vaxnir. Þeir hafa sann- að nægilegt hugvit sitt til þess að breyta landi, sem til þessa var talið óheppilegt, í ræktað land, að taka upp nýja bún- aðarhætti, sem leiða munu til mikillar framleiðniaukningar og að koma á fót nýjum iðn- greinum og skapa nýja at- vinnumöguleika. En til þess að koma þessum markmiðum í framkvæmd, þarfnast Biafra menn teknanna af olíufram- leiðslunni, en hún er aðal- ástæðan fyrir því, hve hörð sambandsstjórnin er í að neita austursvæðinu um aðskilnað. Þjóðerni Biafra hefur að baki sér lífræna þróun, sem byggist á svæðiskerfi, sem bú- ið hefur við lýðræðislegar erfðavenjur. Borgarastyrjöld- in hefur aðeins fullkomnað þessa þróun. Flest önnur Afr- íkuríki sameina andstætt þessu ýmsar erfðavenjur léns- og ættflokkaskipulags innan landamæra, sem fyrr- verandi nýlenduveldi settu þeim. Þrátt fyrir það að þau þykjast vera þjóðernissinnuð, eiga ibúar þeirra enn eftir að verða að þjóð. í Biafra hefur þetta hins vegar þegar orðið. IMýtt verk eftir Hallgrím Helga- son frumflutt í Saskatchewan Á h'ljómleibum háakóilans í SaiSkatchewan í Reginia, Kanada var fiðlusónata Hallligríms Helga sonar flubt í fyraba sinini á kon- ært af prófessor Howard Ley- ton-Brown með höfundi við pía- nóið 16. apríl. Ritdómur gagn- rýnandams Thomas Manshardt í Leader Post tekur fram, að fiðiliu leikarinn bafi fliubt sónötuna aif „nærfærni og innlitfun", en höf- undur bafi í „stefjaauðugu, sam þjöppuðu verki reynzt vera pían iisti á konisertmælikviarða". Kon- sartinium lauk síðan með róm- önzu fyrir fiðlu og píainó eftir Hailllgrím. Sónatan var einnig flutt á nor rænni viku, sem haildin var í Bad Mergentheim 4. —11. júní a.l., af Evar Barth, fiðlia, og Le- onore Aneswald, píanó. f rit- dómi segir, að „sónaban með stríðum en rökréttum hljómum og háhvelifdum stefjaboga í loka kafli gefi mjög skýra mynd af hrjúfu og ósnorbnu norrænu landslagi". Onnur veTk á efnis- skrá voru eftir Grieg, Sinding og Fegussom, sem er írsbur. Á 3. háskólahljóm/ieikum í Re- gina í Kanada 11. febrúar var frumuppfært nýbt verk efir Halll grím, kvartebt fyrir fiautu, fiðlu, eeWó og píanó, er hann samdi í sumarfríi sínu síðasba ár. Verkið er samið eftir beiðni Quatuor Instrumental de Paris og tebur rúimar 20 mínúbur í flubningi Það var flutt af próf. Howard Leyton-Brown, fiðla, Sandra HoÆfmann, flauba, Raymond Hoff mann, celllo og hafundi við pía- nóið. Á eftir tríói Beethovens, op. 70 nr. 1, lauk konsertinum með kvartetti Haffligríms, sem teikið var forkurmar vel af fubium sal áheyrenda. Þann 22. janúar héllt dr. Hall- gríimur í Regina háskólaerindi með hljómleikum um ísienzk þjóð lög með „sérstöku tiiliti til gild- is þeirra fyrir nútíma tónskáid. Píanistinn Helmu't Brauss aðsboð aði. Áheyrendur voru fleiri en rúmuðust í konserbsal iistasafins háskólans. Undirtektir voru af- burða góðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.